Fleiri fréttir

Mál eins sakbornings sótt sér

Mál eins þriggja sakborninga sem ákærðir eru fyrir að myrða breskan námsmann á Ítalíu í nóvember í fyrra verður flutt sérstaklega og án tengsla við mál hinna tveggja. Þetta úrskurðaði ítalskur dómstóll í gær.

Efnahagsmál nýjasta bitbein frambjóðendanna

Forsetaframbjóðandinn Barack Obama sakar mótframbjóðanda sinn, John McCain, um að skella skollaeyrunum við efnahagsástandinu í Bandaríkjunum og vera mótfallinn reglum af hálfu hins opinbera sem draga muni úr hættu á risagjaldþrotum.

Voru risaeðlurnar bara heppnar?

Ýmislegt þykir benda til þess að yfirburðastaða risaeðla á jörðinni fyrir rúmum 200 milljónum ára hafi verið hrein tilviljun.

Sígarettumál fyrir Evrópudómstól?

Skaðabótamál gegn Danmerkurdeild tóbaksframleiðandans Philip Morris mun að öllum líkindum enda fyrir Evrópudómstólnum í Lúxemborg.

Enginn skotbardagi í Kaupmannahöfn í gærkvöldi

Eftir því var tekið að ekki kom til neins skotbardaga á götum Kaupmannahafnar í gærkvöldi en síðustu daga hefur ítrekað soðið upp úr í samskiptum bifhjólasamtakanna Vítisengla og glæpahópa innflytjenda.

Vilja nýja rannsókn Lockerbie-slyssins

Rannsakendur Lockerbie-slyssins í Skotlandi árið 1988 hafa farið þess á leit við skosk yfirvöld að málið verði rannsakað á ný í heild sinni en þeir segja réttarhöldin í málinu ein þau óréttlátustu í skoskri réttarsögu.

Brimnes landaði 1200 tonnum

Frystitogarinn Brimnes kom til heimahafnar í Reykjavík í gær með einhvern verðmætasta farm sem íslenskt fiskiskip hefur borið að landi til þessa.

Skaut sel inni í miðjum bæ

Lögreglan á Seyðisfirði leitar nú karlmanns á miðjum aldri, sem er grunaður um að hafa skotið sel í Fjarðará, inni í miðjum bænum í gærdag.

Miklar gróðurskemmdir á Akureyri

Björgunarsveitarmenn sinntu tugum útkalla vegna foks á höfuðborgarsvæðinu í nótt, slökkviliðið þurfti að dæla vatni úr tugum húsa, björgunarmenn þurftu að hemja fjúkandi flugvél á Reykjavíkurflugvelli.

Innbrot spölkorn frá lögreglustöðinni

Maður braust inn í kjallara fjölbýlishúss miðsvæðis í borginni í nótt, en íbúi í húsinu varð hans var og náði að yfirbuga hann og halda honum uns lögregla kom á staðin og handtók innbortsþjófinn.

Enn lækkar DeCode

Gengi Decode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hélt áfram að lækka þegar bandarískir markaðir opnuðu í dag. Í kvöld hafði gengið lækkað um 27,5 prósent og var í 50 sentum á hlut. Gengið hefur aldrei verið lægra.

Lögreglumenn með góð ráð til varnar innbrotum

Undanfarið hefur verið brotist inn í nokkur hús í Grafarvogi að degi til. Að því tilefni tóku lögreglumenn í hverfinu saman nokkur atriði sem vert er að hafa í huga við innbrotavarnir.

Tamningamaður vísar ásökunum um vanrækslu á bug

Stefán Agnarsson tamingamaður á Dalvík vísar því á bug að hross í hans umsjá hafi verið vanfóðruð og vannærð eins og héraðsdýrarlæknirinn á Akureyri hefur fengið ábendingar um.

Eitt af hverjum tólf foreldrum í Danmörku beitir börn ofbeldi

Eitt af hverjum tólf foreldrum í Danmörku beitir börn sín líkamlegum refsingum samkvæmt nýrri rannsókn sem fyrirtækið Ramböll hefur gert fyrir Jótlandspóstinn. Fram kemur á heimasíðu dagblaðsins að könnunin hafi náð til alls landsins og sýnir hún enn fremur tengsl á milli tekja og menntunar annars vegar og líkamlegrar refsingar hins vegar.

Ræningjar handteknir

Lögreglan hefur handtekið tvo menn í tengslum við vopnað rán í Skólavörubúðinni við Smiðjuveg í Kópavogi í dag. Mennirnir voru handteknir í heimahúsi í Breiðholti.

Dálítið svakaleg mistök

Danska sjónvarpsstöðin TV2 nældi sér líklega í gær í mestu mistök sem gerð verða í sjónvarpsútsendingum þar í landi á þessu ári.

Úrskurðaðar í varðhald vegna Þorlákshafnarárásar

Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu lögreglunnar á Selfossi að tvær konur, sem taldar eru tengjast alvarlegri líkamsárás í Þorlákshöfn aðfaranótt sunnudags, skuli sæta gæsluvarðhaldi fram á föstudag.

Fréttastofa Baggalúts sameinast indverskum fréttamiðli

Það er skammt stórra högga á milli í fjölmiðlabransanum í dag. Fréttastofur Ríkisútvarps og -sjónvarps voru sameinaðar fyrr í dag, og nú síðdegis var tilkynnt um sameiningu fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.is. Nýjustu fregnir á fjölmiðlamarkaði koma hinsvegar úr herbúðum fréttastofu Baggalúts.

Tamningamaður grunaður um vanhirðu hrossa

Héraðsdýralæknirinn á Akureyri rannsakar mál tamningamanns í hesthúsinu við Hringsholt í Svarfaðardal en hann er sakaður um að hafa vanrækt hross í hans umsjá. Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmis, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um kæru í málinu en lögfræðingar Matvælastofnunar eru með það til rannsóknar.

Borgin lætur taka út kynbundinn launamun

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag með öllum greiddum atkvæðum þá tillögu borgarfulltrúa Vinstri - grænna að láta fara fram óháða úttekt á kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg.

Náðun fyrir níræðan níðing ekki til umræðu

Það ræðst á næstu dögum hvort níræður kynferðisbrotamaður sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag áfrýi málinu. Þetta segir Unnar Steinn Bjarndal, lögmaður mannsins, í samtali við Vísi.

Sakleysingjar stráfelldir í Afganistan

Nær fimmtánhundruð óbreyttir borgarar hafa verið drepnir í Afganistan það sem af er þessu ári, að sögn Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

Vopnað rán í Skólavörubúðinni

„Það er óhuggulegt að svona gerist, sérstaklega þegar markhópur verslunarinnar eru foreldrar og börn,“ segir Elfa Hannesdóttir, deildarstjóri verslunarsviðs Skólavörubúðarinnar. Vopnað ráð var framið í versluninni við Smiðjuveg laust fyrir þrjú í dag.

Fíkniefni fundust í Héraðsdómi Reykjaness

Smáræði af ætluðum fíkniefnum fundust á kvennaklósetti Héraðsdóms Reykjaness í hádeginu í dag. Starfsmaður héraðsdóms kom auga á pakkningu sem límd var undir handlaug inn á salerninu og hafði þá þegar samband við lögreglu.

Tómas fær styttu á áberandi stað í borginni

Í borgarstjórn Reykjavíkur í dag var samþykkt með níu atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans auk F-lista að láta gera myndastyttu af Tómasi Guðmundssyni, sem oft er kallaður borgarskáldið. Það var Kjartan Magnússon sem lagði fram tillöguna en fulltrúar Samfylkingar og VG sátu hjá í málinu. Tillagan gerir ráð fyrir að styttunni verði komið fyrir á áberandi stað í borginni.

Sjá næstu 50 fréttir