Erlent

Efnahagsmál nýjasta bitbein frambjóðendanna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Forsetaframbjóðandinn Barack Obama sakar mótframbjóðanda sinn, John McCain, um að skella skollaeyrunum við efnahagsástandinu í Bandaríkjunum og vera mótfallinn reglum af hálfu hins opinbera sem draga muni úr hættu á risagjaldþrotum.

McCain svaraði í sömu mynt og sagði Obama sjálfan ekki barnanna bestan þar sem hann hefði tekið við gríðarstórum fjárframlögum frá fasteignalánasjóðunum Freddie Mac og Fannie Mae. Bandarísk efnahagsmál hafa nú í æ ríkari mæli orðið bitbein frambjóðendanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×