Erlent

Segir af sér vegna ásakana um misferli

Lewis (t.h) ásmat Boris Johnson borgarstjóra
Lewis (t.h) ásmat Boris Johnson borgarstjóra
Ray Lewis, aðstoðarborgarstjóri London, sagði af sér í dag í kjölfar ásakana um að hann sé viðriðinn kynlífs og fjármálahneysli.

Lewis segir að ásakanirnar séu rangar en ákvað engu að síður að láta af störfum.

Hann sagði að sú fjölmiðlaathygli sem málið hafi vakið væri farin að skaða borgarstjóraembættið.

Boris Johnson, nýkjörinn borgarstjóri í London, hefur ákveðið að láta rannsaka málið en hann hefur staðið þétt við bakið á Lewis undanfarna daga.

Áskanirnar á hendur Lewis tengjast meintu misferli í starfi hans sem prestur í bresku þjóðkirkjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×