Innlent

Stærstu greinar SA hvetja til aðildar að Evrópusambandinu

Stærstu greinar Samtaka atvinnulífsins, iðnaðurinn, verslunin og þjónustan, hvetja nú allar til aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu.

Samtök verslunar og þjónustu skoruðu á stjórnvöld í síðustu viku að hefja sem fyrst undirbúning að aðildarviðræðum að Evrópusambandinu og tóku þar með undir málflutning Samtaka iðnaðarins, sem áður höfðu mótað þá afstöðu.

Þessi tvenn samtök eiga fjóra af sjö fulltrúum í framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtakanna, skýrir þetta með því að krónan sé ekki lengur samkeppnishæfur gjaldmiðill. Hún sé búið spil.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×