Innlent

Kvartað undan snjósköflum á Öxnadalsheiði

Lögreglunni á Akureyri bárust kvartanir um snjóskafla frá ökumönnum sem leið áttu um Öxnadalsheiðina í nótt. Einn þeirra spurði raunar hvort ekki ætti að hálkuverja heiðina í nótt.

Menn frá lögreglunni eru nú á leið upp á heiðina til að kanna aðstæður. Fjöllin í kringum Akureyri eru hvít af snjó niður í miðjar hlíðar eftir nóttina og því geta ökuleiðir á hálendisvegum í kringum bæinn verið varasamar fyrir ökumenn í augnablikinu. Að sögn lögreglunnar er það ekki eindæmi að það snjói í fjöll við Akureyri á þessum árstíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×