Innlent

Vilja ekki banna viðskipti með selskinn

Matvælaráðherrar Norðurlandanna lýsa yfir áhyggjum af fyrirhuguðu banni Evrópusambandsins við viðskiptum með selskinn og hvetja til að Evrópusambandið gæti jafnvægis í verndun og nýtingu selastofna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem ráðherrarnir samþykktu á sumarfundi sem lauk í Växjö í Svíþjóð á föstudag. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sótti fundinn fyrir Íslands hönd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×