Erlent

Vilja sérstakar athafnir fyrir skilnaði

Ætli sé þörf á sérstakri athöfn þar sem hringarnir eru teknir af?
Ætli sé þörf á sérstakri athöfn þar sem hringarnir eru teknir af?

Formaður danskra samtaka sem kalla sig Presta- og sálfræðimeðferð vilja að sérstakar athafnir verði haldnar þegar hjón skilja. Æðstu menn kirkjunnar í borginni Ribe á Jótlandi taka vel í hugmyndina. Frá þessu er sagt í Kristilega Dagblaðinu í Danmörku.

Ilse Sand, formaður, Presta- og sálfræðimeðferðar, segir að mikil umbreyting verði á lífi fólks þegar það skilur og mikilvægt sé að fólk komist klakklaust frá slíkri lífsreynslu, sérstaklega þegar börn eru í spilinu.

Elisabeth Dons Christensen, biskup í Ribe, segir að samkvæmt kenningum Biblíunnar sé ekkert sem komi í veg fyrir að sérstakar skilnaðarathafnir séu haldnar. Hún segir jafnframt að hún geri ekki athugasemdir ef að prestar í sínu umdæmi vilji nota kirkjurnar sínar fyrir skilnaðarathöfn.

Christensen segir að ef það sýni sig að slík athöfn geti hjálpað fólki við að komast í gegnum erfiða skilnaði sé sjálfsagt að halda þær, ekki síst barnanna vegna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×