Innlent

Vinnuslys í Njarðvík

Rétt fyrir kl. 11:00 í dag varð vinnuslys í Njarðvík. Þar hafði starfsmaður fallið úr skæralyftu, sem hann var að vinna í og niður á steinsteypt gólf. Fallið var um 4 metrar.

Að sögn lögreglu var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Ekki er vitað með meiðsli að svo stöddu en maðurinn var með meðvitund þegar sjúkraliðar og læknir komu að.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×