Innlent

Augun beinast að Kappa frá Kommu

Hestamenn eru sumir farnir að spá því að Kappi frá Kommu verði næsti Orri frá Þúfu eftir að hann óvænt sló heimsmet í stóðhestadómum á dögunum. Kappi kemur frá hrossaræktarbúi í Skagafirði sem sendir tuttugu hross á landsmót hestamanna í næstu viku.

Þúfur eru milli Hjaltadals og Hofsóss og þar ráða ríkjum þau Gísli Gíslason og Mette Mannseth. Þótt ekki sé nema um það bil áratugur frá því þessi norska stúlka settist að á Íslandi bendir margt til þess að hún og hestarnir hennar verði helstu stjörnur landsmóts hestamanna á Hellu í næstu viku.

Og víst er að augu margra munu beinast að þessum hesti, Kappa frá Kommu, en á héraðssýningu á Dalvík nýlega hlaut hann 8,42 í aðaleinkunn, og er það heimsmet í flokki fjögurra vetra stóðhesta.

Eigendur og ræktendur Kappa eru Vilberg Jónsson í Kommu og hjónin Vignir Sigurólason og Berglind Sigurðardóttur á Húsavík. Einn frægasti stóðhestur landsins, Orri frá Þúfu, er afi hans, og eru menn jafnvel farnir að spá því að Kappi fari á sama stall.

En það vekur einnig athygli að hrossarækarbúið að Þúfum nær yfir 20 hestum á landsmótið, þarf af átján frá Mette.Það segir kannski sitt um geðslagið hjá Kappa að hann kom sjálfur in í mynd í viðtalinu þegar á hann var minnst. Mette hefur sjálf vakið athygli í Skagafirði fyrir einstakt lag á hestum og hér lætur hún hryssuna Happadís standa upp með sig án beislis og hefur samt fullkomna stjórn á hestinum, einnig þegar hesturinn stekkur með hana í útreiðartúr.

Og þarna eru fleiri heimsmethafar því Seifur frá Flugumýri, sem Mette virðir þarna fyrir sér, hafði nýverið sett met þegar Kappi kom og sló honum við. Það er því líklegt að þessi tvær gæðingar verði báðir í fremstu röð á Hellu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×