Erlent

Mugabe sór embættiseiðinn

Róbert Mugabe sór embættiseið í dag. Mynd/ AP.
Róbert Mugabe sór embættiseið í dag. Mynd/ AP.

Róbert Mugabe sór í dag embættiseið sem forseti Zimbabwe en hélt síðan á leiðtogafund Afríkuríkja í Egyptalandi. Á fundinum verður fjallað um kosningarnar og hugsanlegar refsiaðgerðir á Zimbabwe.

Kjörstjórn í Zimbabve lýsti Mugabe fyrr í dag sigurvegara forsetakosninganna og að hann hefði hlotið 85,5 prósent atkvæða. Hann var einn í framboði eftir að andstæðingur hans, Morgan Tsvangirai, dró framboð sitt til baka vegna ofbeldis sem hann sagði stuðningsmenn sína beitta. Kosningarnar hafa verið fordæmdar af forystumönnum ríkja um heim allan.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að alþjóðasamfélagið þyrfti að bregðast hart við og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að Mugabe hefði misst allan trúverðugleika og hvatti leiðtoga Afríkuríkja til að grípa til refsiaðgerða á fundi sínum, sem er að hefjast í Kaíró.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×