Fleiri fréttir Securitas tekur við öryggisleit á Reykjavíkurflugvelli Öryggisfyrirtækið Securitas mun taka við vopna- og öryggiseftirliti vegna millilandaflugs um Reykjavíkurflugvöll frá og með deginum í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem einkafyrirtæki er falin umsjón með öryggismálum á Reykjavíkurflugvelli. 1.5.2007 11:49 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast afskiptasemi forseta Íslands Full ástæða er til þess að hafa áhyggur af því að forseti Íslands muni skipta sér af stjórnarmyndun eftir komandi kosningar að mati Ástu Möller, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram á bloggsíðu þingmannsins. 1.5.2007 11:37 Líklegt að Tony Blair tilkynni afsögn í næstu viku Miklar líkur benda til þess að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, muni tilkynna afsögn sína í næstu viku. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. 1.5.2007 11:12 Landsstjórn Grænlands sprungin Landsstjórnin á Grænlandi sprakk í gær. Deilur um rækjukvóta urðu til þess að vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit klauf sig út úr henni. Jafnaðarmenn í Siumut flokknum og hægrimenn í Atassut, sem einnig sátu í stjórninni, reyna nú að mynda nýja. 1.5.2007 11:00 Mokveiði í Elliðavatni Mokveiði hefur verið í Elliðavatni í dag og fiskurinn sjaldan litið jafn vel út. Opnað var fyrir veiði í vatninu í morgun og eru nú þegar fjölmargir byrjaðir að veiða. Veiðivörður segist aldrei hafa séð annað eins. 1.5.2007 10:17 Leiðtogi al-Kaída í Írak fallinn Abu Ayyub al-Masri, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna í Írak, féll í innbyrgðis átökum andspyrnumanna í smáþorpi norður af Bagdad í morgun. Íraska innanríkisráðuneytið greinir frá þessu. Al-Masri tók við stjórn samtakanna eftir að Abu Musab al-Zarkawi féll í loftárás Bandaríkjahers í júní í fyrra. 1.5.2007 10:08 Lést af völdum sjúkdóms Bráðabirgðaniðurstaða krufningar mannsins, sem lést eftir að hafa fundist liggjandi í blóði sínu í Hveragerði síðastliðinn föstudag, er sú að um sjúkdóm hafi verið að ræða. En sjúkdómurinn olli mikilli blæðingu. Rannsókn málsins er að mestu lokið. 1.5.2007 09:48 Opinberir starfsmenn í Bretlandi í verkfall Þúsundir opinberra starfsmanna í Bretlandi munu á morgun taka þátt í eins dags verkfalli til þess að krefjast hærri launa og aukins starfsöryggis. Talið er að allt að 200.000 á rúmlega 200 starfsstöðum muni starfsmenn leggja niður störf á morgun. Stéttarfélagið segir að verkfallið sé tilkomið vegna þess að ríkisstjórnin sé að nota starfsmenn sína til þess að reyna að hafa stjórn á verðbólgunni. 30.4.2007 23:46 Lífslíkur örvhentra kvenna lægri Ný rannsókn gefur til kynna að líklegra sé að örvhentar konur láti lífið fyrr en rétthentar konur, sérstaklega úr krabbameini eða æðasjúkdómum. Vísindamennirnir benda á hugsanlega sé um að ræða tilviljun og að sannanirnar séu langt í frá fullnægjandi. Engu að síður benda margar rannsóknir til tengsla á milli þess að vera örvhentur og að vera með hina ýmsu kvilla sem síðan lækka lífslíkur. 30.4.2007 23:29 Ætla að lýsa verkfall ólöglegt Atvinnumálaráðherra Perú, Susana Pinilla sagði í dag að stjórnvöld þar í landi ætli síðar í vikunni að lýsa verkfall námuverkamanna þar í landi ólöglegt. Hún tók fram að aðeins fimm prósent námuverkamanna hefði tekið þátt í verkfallinu. 30.4.2007 22:55 Kajakræðari fundinn eftir mikla leit Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í kvöld til leitar að erlendum kajakræðara sem saknað var við austari Jökulsá. Síðast sást til hans á sjötta tímanum í dag en hann hugðist róa niður ánna. Þegar hann var ekki kominn niður ánna um kvöldmatarleytið var farið að grennslast fyrir um afdrif hans. Maðurinn kom í leitirnar klukkan 21:30 í kvöld, heill á húfi er hann gekk fram á björgunarsveit. 30.4.2007 22:12 Sinubruni í Fossvogsdalnum Sina brennur nú í Fossvogsdalnum. Slökkvilið er komið á staðinn og telur að það muni ná stjórn á eldinum innan fárra mínútna. Eldsupptök eru ókunn en slökkvilið telur líklegt að einhverjir krakkar hafi verið að leika sér og misst stjórn á eldinum. 30.4.2007 21:43 Sögulegt samkomulag um flugsamgöngur í höfn Bandaríkin og Evrópusambandið skrifuðu í dag undir tímamótasamning í flugmálum. Hann leyfir flugfélögum að fljúga frá hvaða flugvelli sem er í Evrópu til hvaða flugvallar sem er í Bandaríkjunum og öfugt. Engar takmarkanir verða á fjölda flugferða, hvers konar flugvélar verða notaðar eða hvaða leiðir verður flogið. 30.4.2007 21:26 Arna Schram endurkjörin formaður Blaðamannafélags Íslands Arna Schram var endurkjörin sem formaður Blaðamannafélags Íslands. Hún hefur setið í embætti síðan Róbert Marshall lét af störfum. Hún bauð sig ein fram og var kjörin með dynjandi lófataki. 30.4.2007 21:17 Wolfowitz ætlar ekki að segja af sér Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðabankans, hefur neitað að segja af sér. Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, lýsti í dag yfir stuðningi við hann. 30.4.2007 21:11 Stjórnarherinn heitir hefndum Stjórnarherinn í Súdan hét því í dag að berja niður bandalag uppreisnarhópa í Darfúr-héraði landsins þar sem þeir drápu herforingja sem hafði lent þyrlu sinni á svæðinu vegna vélarbilunar. „Herinn, sem fordæmir þessa grimmu og svikulu árás, heitir því að svara henni með enn þyngri árásum... og mun brjóta þessa uppreisnarmenn á bak aftur.“ Þetta hafði ríkisfréttastöð Súdan eftir herforingja í súdanska hernum í dag. 30.4.2007 20:34 Evrópusambandið og Bandaríkin funda Evrópusambandið og Bandaríkin voru á einu máli um að loftslagsbreytingar væru forgangsmál og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði að hann þyrfti að sannfæra Vladimir Putin, forseta Rússlands, um nauðsyn eldflaugavarnarkerfis í Evrópu. Þetta kom fram á fundi í Hvíta húsinu í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og George W. Bush sátu fundinn. 30.4.2007 20:03 Kjarvalshús til sölu Húsið sem byggt var af íslensku þjóðinni fyrir Jóhannes Kjarval myndlistarmann er nú til sölu. Ekki er vitað til þess að listamaðurinn hafi nokkurn tíman komið inn í húsið. Húsið stendur á sjávarlóð á Sæbraut á Seltjarnarnesi og þaðan er glæsilegt útsýni. Stofan var ætluð sem vinnustofa Kjarvals, en hún er hundrað og tíu fermetrar og skartar fimm metra lofthæð. 30.4.2007 19:34 Landlæknir segir aðeins tíu hafa veikst Landlæknir segir fjarri lagi að um 180 manns hafi veikst í aðrennslisgöngum Kárahnjúka, eins og talið var. Um hafi verið að ræða vinnulista sem læknirinn átti eftir að vinna úr. Líiklega hafi tíu veikst og þar af sjö alvarlega. 30.4.2007 19:20 Stjórnarandstaðan vill öll draga úr stóriðju Stjórnarandstöðuflokkarnir eru allir sammála um stóriðjuhlé, að minnsta kosti á suðvesturhorninu, til að draga úr þenslu en hvorugur stjórnarflokkanna er tilbúinn að forgangsraða stórframkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í svörum flokkanna við spurningum fréttastofu um peningapólitík. 30.4.2007 19:06 Missti félagsíbúð því hún sparaði ekki nóg Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. 30.4.2007 19:00 Herskip mögulega við landið til lengri tíma Yfirmaður norska hersins segir afar mikilvægt að herinn geti stundað æfingar á Íslandi eins og nýtt varnarsamkomulag landanna geri ráð fyrir. Hann segir að til greina komi að hafa herskip við landið til lengri tíma. Formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins segir varnasamstarf við Ísland fela í sér mikla möguleika en gagnrýnir norsk stjórnvöld fyrir að hafi teygt fulllangt í samningum við Ísland. 30.4.2007 18:54 Hitaveita Suðurnesja 50 milljarða króna virði Hæsta tilboð í fimmtán prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja þýðir að fyrirtækið er talið ríflega þrefalt verðmætara en bókfært virði þess. Geysir Green Energy bauð 7,6 milljarða króna. Fjármálaráðherra hefur þegar ákveðið að taka tilboðinu, sem þýðir að einkaaðilar komast í fyrsta sinn til áhrifa í einu af stóru orkufyrirtækjum landsins. 30.4.2007 18:50 Bjarni Ármannsson hættir hjá Glitni Bjarni Ármannsson lét í dag af störfum sem forstjóri Glitnis í kjölfar valdatöku nýs meirihluta í bankanum. Við starfinu tekur Lárus Welding, sem kemur frá Landsbankanum í London. Bæði Bjarni og nýr stjórnarformaður bankans, Þorsteinn M. Jónsson, neita því að Bjarni hafi verið rekinn. 30.4.2007 18:46 Sakar Bjarna um lygar Sigurjón Þórðarson þingmaður frjálslyndra vænir félaga sína í allsherjarnefnd um ósannindi í umræðum um veitingu ríkisborgararéttar til tilvonandi tengdadóttur umhverfisráðherra. Formaður nefndarinnar segir fullyrðingar Sigurjóns rakalausar dylgjur. 30.4.2007 18:45 Sprengingar heyrast frá Græna svæðinu Allt að tólf háværar sprengingar heyrðust í miðborg Bagdad í kvöld og reykur sást stíga upp frá Græna svæðinu svokallaða. Talið er að reykurinn hafi komið frá svæði írakskra stjórnvalda. Enn hafa engar fregnir borist af mannfalli eða skemmdum. 30.4.2007 18:25 Olmert segir ekki af sér Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í sjónvarpsávarpi í kvöld að hann myndi ekki segja af sér. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir 30 daga stríðið í Líbanon í fyrra. Olmert sagðist þó ætla að vinna að því að leiðrétta þau mistök sem gerð hefðu verið. 30.4.2007 18:12 Erdogan hvetur til samstöðu og stillingar Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, skoraði í dag á tyrknesku þjóðina til þess að sýna samstöðu. Ávarpið var tekið upp á laugardaginn og var sýnt í sjónvarpi í Tyrklandi í dag. Er því ætlað að slá á spennuna milli þeirra sem vilja aðskilja trú- og stjórnmál annars vegar og stuðningsmanna íslamista hins vegar. Mikill óróleiki hefur verið í landinu vegna þess að nýr forseti landsins mun líklega koma úr röðum íslamista. 30.4.2007 17:57 Ungir ökumenn á ofsahraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af 22 ára karlmanni sem keyrði bifhjól á 120 km hraða á Snorrabraut. Við frekari athugun kom í ljós að hjólið var stolið. Lögreglan tók 25 ökumenn fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, þar á meðal nokkra ungir ökumenn fyrir ofsaakstur. 30.4.2007 16:58 Einmuna veðurblíða á Norður- og Austurlandi Einmuna veðurblíða ríkir á Norður- og Austurlandi þessa dagana. Hitamet hafa fallið eins og hráviði og er daglegt brauð sums staðar að hitinn fari í 20 stig. 30.4.2007 16:53 Erum bara að slökkva elda Alls vantar 18 starfsmenn á sjúkrahús Egilsstaða til að fullmanna allar vaktir að sögn fulltrúa framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Ákveðið hefur verið að loka á allar innlagnir á sjúkrahúsið frá og með 11. maí næstkomandi. Sjúklingar verða þess í stað fluttir til Akureyrar, Reykjavíkur eða Norðfjarðar. 30.4.2007 16:44 Neitaði að fjalla um forsjárdeilu lesbía Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað að taka upp mál tveggja kvenna sem eiga í forræðisdeilu út af barni sem önnur þeirra eignaðist meðan þær voru í lesbískri sambúð. Konurnar bjuggu í Virginíufylki, en fóru til Vermont árið 2000, þar sem þar eru leyfð borgaraleg hjónabönd samkynhneigðra. Árið 2002 var önnur þeirra gervifrjóvguð og eignaðist dóttur. 30.4.2007 16:42 Sautján ára þarf að taka bílpróf aftur Sautján ára ökumaður var tekinn rétt eftir miðnætti í nótt á 141 km hraða á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ þar sem hámarkshraði er 60. Hann er fyrsti ökumaðurinn sem mun hlíta refsiákvæðum nýrra umferðarlaga sem tóku gildi á föstudag. Ætla má að samkvæmt þeim verði hann settur í akstursbann og þurfi að sæta hárri fjársekt. Þá mun hann einnig þurfa að taka bílpróf aftur. 30.4.2007 16:32 Lífstíðar fangelsi fyrir hryðjuverk Fimm breskir islamistar voru dæmdir í lífstíðar fangelsi í dag, fyrir að undirbúa stórfelld hryðjuverk í landinu. Ætlan þeirra var að búa til sprengiefni úr 600 kílóum af ammoníum nítrat áburði, til þess að hefna fyrir stuðning Breta við Bandaríkjamenn eftir 11. september árásirnar. Mennirnir fimm voru í tengslum við þá sem myrtu 52 í sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum árið 2005. 30.4.2007 16:24 Enn í sjokki Þegar starfsmenn líkhúss á sjúkrahúsi í Dublin komu til þess að sækja mann sem hafði látist á einni deild sjúkrahússins byrjuðu þeir á að breiða lak fyrir andlit hans. Svo ýttu þeir rúminu á undan sér út af sjúkrastofnunni. Þá vaknaði líkið og settist upp. 30.4.2007 16:03 Bakkelsi lækkaði minna en virðisaukinn Verð í flestum bakaríum lækkaði minna en sem nemur lækkun virðisaukaskatts 1. mars síðastliðinn. Þetta eru niðurstöður verðmælinga verðlagseftirlits ASÍ í tuttugu og einu bakaríi á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð algengt var að verð lækkaði niður í næsta jafna tug í stað nákvæmrar lækkunar um rúm sex prósent til samræmis við lækkun virðisaukaskatts. Algengast var að verð lækkaði milli fjögur og sex prósent. 30.4.2007 15:43 Úthlutað úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar Katrín Ólafsdóttir hlýtur styrk úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar fyrir árið 2007 en úthlutað var úr sjóðnum í dag. Alls hlýtur Katrín 500 þúsund króna styrk fyrir rannsókn hennar sem ber heiti "Er íslenskur vinnumarkaður sveigjanlegur?" 30.4.2007 15:27 Tuttugu milljónum úthlutað úr Þróunarsjóði grunnskóla Úthlutað hefur verið úr Þróunarsjóði grunnskóla fyrir næsta skólaár en alls voru veittar tuttugu milljón króna úr sjóðnum. Hæsta styrkinn fékk Borgarbyggð, 1,5 milljón króna, fyrir verkefnið Borgarfjarðarbrúin. 30.4.2007 14:55 Hjálmlaus börn send gangandi heim Lögreglumenn á Vestfjörðum hafa undanfarið fylgst með hjálmanotkun barna á reiðhjólum. Í umferðarlögum er börnum yngri en 15 ára skylt að nota hjálma við hjólreiðar. Nokkur börn hafa verið send gangandi heim til að sækja hjálminn í fylgd með lögreglu, sem ræddi síðan við barnið og forráðamenn þess um hjálmaskylduna. 30.4.2007 14:55 Sjúkrahúsið á Egilsstöðum lokar fyrir innlagnir vegna manneklu Loka þarf fyrir allar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum vegna manneklu frá og með 11. maí næstkomandi. Enginn hefur fengist til að leysa af sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í sumar. 30.4.2007 14:38 Illa ígrundað stríð Forsætisráðherra Ísraels er harkalega gagnrýndur í skýrslu rannsóknarnefndar sem fjallaði um stríðið gegn Hisbolla í Líbanon, á síðasta ári. Ehud Olmert er sagður hafa hrundið stríðinu af stað án þess að hafa nokkra ígrundaða áætlun um framgang þess. Olmert hefur enga reynslu sem hershöfðingi, og það sem Ísraelum finnst jafnvel enn verra; það hefur varnarmálaráðherrann ekki heldur. Ísraelskir fjölmiðlar segja að þar leiði haltur blindan. 30.4.2007 14:33 Verðmætasti hlutur einkaaðila í orkufyrirtæki Geysir Green Energy bauð hæst í eignarhlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Tilboðin voru opnuð á Hótel Sögu í dag. Geysir bauð rúmlega sjö og hálfan milljarð króna í hlutinn. Það er næstum tvöfalt hærra verð en næsthæsta tilboðið hljóðaði upp á. „Þetta er án efa verðmætasti hlutur einkaaðila í orkufyrirtæki hér á landi,“ segir Árni Magnússon forstöðumaður fjárfestinga hjá Glitni. 30.4.2007 14:23 Um 71 milljón varið til eflingar á þjónustu við geðfatlað fólk á Austurlandi Fjölga á búsetuúrræðum og efla dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk á Austurlandi samkvæmt samkomulagi félagsmálaráðherra og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi. Um 71 milljón verður varið í verkefnið á þessu ári en samkomulagið var undirritað í dag. 30.4.2007 13:57 Skjalda -hættu að prumpa Metan er einna sterkust af þeim gastegundum sem teljast til gróðurhúsalofttegunda. Það er 23 sinnum öflugra við að binda hita í gufuhvolfinu en kol-díoxíð. Vísindamenn segja ef hægt yrði að hafa stjórn á útblæstri metans væri það risastórt skref í því að draga úr loftslagsbreyttingum. 30.4.2007 13:53 Slasaður ökumaður fluttur með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi Þyrla landhelgisgæslunnar, Steinríkur, lenti fyrir skömmu við Landspítalann í Fossvogi með ökumann sem slasaðist við bílveltu í Hrútafirði í morgun. Loka þurfti veginum við slysstað á meðan á björgunaraðgerðum stóð. 30.4.2007 13:48 Sjá næstu 50 fréttir
Securitas tekur við öryggisleit á Reykjavíkurflugvelli Öryggisfyrirtækið Securitas mun taka við vopna- og öryggiseftirliti vegna millilandaflugs um Reykjavíkurflugvöll frá og með deginum í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem einkafyrirtæki er falin umsjón með öryggismálum á Reykjavíkurflugvelli. 1.5.2007 11:49
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast afskiptasemi forseta Íslands Full ástæða er til þess að hafa áhyggur af því að forseti Íslands muni skipta sér af stjórnarmyndun eftir komandi kosningar að mati Ástu Möller, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram á bloggsíðu þingmannsins. 1.5.2007 11:37
Líklegt að Tony Blair tilkynni afsögn í næstu viku Miklar líkur benda til þess að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, muni tilkynna afsögn sína í næstu viku. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. 1.5.2007 11:12
Landsstjórn Grænlands sprungin Landsstjórnin á Grænlandi sprakk í gær. Deilur um rækjukvóta urðu til þess að vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit klauf sig út úr henni. Jafnaðarmenn í Siumut flokknum og hægrimenn í Atassut, sem einnig sátu í stjórninni, reyna nú að mynda nýja. 1.5.2007 11:00
Mokveiði í Elliðavatni Mokveiði hefur verið í Elliðavatni í dag og fiskurinn sjaldan litið jafn vel út. Opnað var fyrir veiði í vatninu í morgun og eru nú þegar fjölmargir byrjaðir að veiða. Veiðivörður segist aldrei hafa séð annað eins. 1.5.2007 10:17
Leiðtogi al-Kaída í Írak fallinn Abu Ayyub al-Masri, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna í Írak, féll í innbyrgðis átökum andspyrnumanna í smáþorpi norður af Bagdad í morgun. Íraska innanríkisráðuneytið greinir frá þessu. Al-Masri tók við stjórn samtakanna eftir að Abu Musab al-Zarkawi féll í loftárás Bandaríkjahers í júní í fyrra. 1.5.2007 10:08
Lést af völdum sjúkdóms Bráðabirgðaniðurstaða krufningar mannsins, sem lést eftir að hafa fundist liggjandi í blóði sínu í Hveragerði síðastliðinn föstudag, er sú að um sjúkdóm hafi verið að ræða. En sjúkdómurinn olli mikilli blæðingu. Rannsókn málsins er að mestu lokið. 1.5.2007 09:48
Opinberir starfsmenn í Bretlandi í verkfall Þúsundir opinberra starfsmanna í Bretlandi munu á morgun taka þátt í eins dags verkfalli til þess að krefjast hærri launa og aukins starfsöryggis. Talið er að allt að 200.000 á rúmlega 200 starfsstöðum muni starfsmenn leggja niður störf á morgun. Stéttarfélagið segir að verkfallið sé tilkomið vegna þess að ríkisstjórnin sé að nota starfsmenn sína til þess að reyna að hafa stjórn á verðbólgunni. 30.4.2007 23:46
Lífslíkur örvhentra kvenna lægri Ný rannsókn gefur til kynna að líklegra sé að örvhentar konur láti lífið fyrr en rétthentar konur, sérstaklega úr krabbameini eða æðasjúkdómum. Vísindamennirnir benda á hugsanlega sé um að ræða tilviljun og að sannanirnar séu langt í frá fullnægjandi. Engu að síður benda margar rannsóknir til tengsla á milli þess að vera örvhentur og að vera með hina ýmsu kvilla sem síðan lækka lífslíkur. 30.4.2007 23:29
Ætla að lýsa verkfall ólöglegt Atvinnumálaráðherra Perú, Susana Pinilla sagði í dag að stjórnvöld þar í landi ætli síðar í vikunni að lýsa verkfall námuverkamanna þar í landi ólöglegt. Hún tók fram að aðeins fimm prósent námuverkamanna hefði tekið þátt í verkfallinu. 30.4.2007 22:55
Kajakræðari fundinn eftir mikla leit Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í kvöld til leitar að erlendum kajakræðara sem saknað var við austari Jökulsá. Síðast sást til hans á sjötta tímanum í dag en hann hugðist róa niður ánna. Þegar hann var ekki kominn niður ánna um kvöldmatarleytið var farið að grennslast fyrir um afdrif hans. Maðurinn kom í leitirnar klukkan 21:30 í kvöld, heill á húfi er hann gekk fram á björgunarsveit. 30.4.2007 22:12
Sinubruni í Fossvogsdalnum Sina brennur nú í Fossvogsdalnum. Slökkvilið er komið á staðinn og telur að það muni ná stjórn á eldinum innan fárra mínútna. Eldsupptök eru ókunn en slökkvilið telur líklegt að einhverjir krakkar hafi verið að leika sér og misst stjórn á eldinum. 30.4.2007 21:43
Sögulegt samkomulag um flugsamgöngur í höfn Bandaríkin og Evrópusambandið skrifuðu í dag undir tímamótasamning í flugmálum. Hann leyfir flugfélögum að fljúga frá hvaða flugvelli sem er í Evrópu til hvaða flugvallar sem er í Bandaríkjunum og öfugt. Engar takmarkanir verða á fjölda flugferða, hvers konar flugvélar verða notaðar eða hvaða leiðir verður flogið. 30.4.2007 21:26
Arna Schram endurkjörin formaður Blaðamannafélags Íslands Arna Schram var endurkjörin sem formaður Blaðamannafélags Íslands. Hún hefur setið í embætti síðan Róbert Marshall lét af störfum. Hún bauð sig ein fram og var kjörin með dynjandi lófataki. 30.4.2007 21:17
Wolfowitz ætlar ekki að segja af sér Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðabankans, hefur neitað að segja af sér. Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, lýsti í dag yfir stuðningi við hann. 30.4.2007 21:11
Stjórnarherinn heitir hefndum Stjórnarherinn í Súdan hét því í dag að berja niður bandalag uppreisnarhópa í Darfúr-héraði landsins þar sem þeir drápu herforingja sem hafði lent þyrlu sinni á svæðinu vegna vélarbilunar. „Herinn, sem fordæmir þessa grimmu og svikulu árás, heitir því að svara henni með enn þyngri árásum... og mun brjóta þessa uppreisnarmenn á bak aftur.“ Þetta hafði ríkisfréttastöð Súdan eftir herforingja í súdanska hernum í dag. 30.4.2007 20:34
Evrópusambandið og Bandaríkin funda Evrópusambandið og Bandaríkin voru á einu máli um að loftslagsbreytingar væru forgangsmál og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði að hann þyrfti að sannfæra Vladimir Putin, forseta Rússlands, um nauðsyn eldflaugavarnarkerfis í Evrópu. Þetta kom fram á fundi í Hvíta húsinu í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og George W. Bush sátu fundinn. 30.4.2007 20:03
Kjarvalshús til sölu Húsið sem byggt var af íslensku þjóðinni fyrir Jóhannes Kjarval myndlistarmann er nú til sölu. Ekki er vitað til þess að listamaðurinn hafi nokkurn tíman komið inn í húsið. Húsið stendur á sjávarlóð á Sæbraut á Seltjarnarnesi og þaðan er glæsilegt útsýni. Stofan var ætluð sem vinnustofa Kjarvals, en hún er hundrað og tíu fermetrar og skartar fimm metra lofthæð. 30.4.2007 19:34
Landlæknir segir aðeins tíu hafa veikst Landlæknir segir fjarri lagi að um 180 manns hafi veikst í aðrennslisgöngum Kárahnjúka, eins og talið var. Um hafi verið að ræða vinnulista sem læknirinn átti eftir að vinna úr. Líiklega hafi tíu veikst og þar af sjö alvarlega. 30.4.2007 19:20
Stjórnarandstaðan vill öll draga úr stóriðju Stjórnarandstöðuflokkarnir eru allir sammála um stóriðjuhlé, að minnsta kosti á suðvesturhorninu, til að draga úr þenslu en hvorugur stjórnarflokkanna er tilbúinn að forgangsraða stórframkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í svörum flokkanna við spurningum fréttastofu um peningapólitík. 30.4.2007 19:06
Missti félagsíbúð því hún sparaði ekki nóg Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. 30.4.2007 19:00
Herskip mögulega við landið til lengri tíma Yfirmaður norska hersins segir afar mikilvægt að herinn geti stundað æfingar á Íslandi eins og nýtt varnarsamkomulag landanna geri ráð fyrir. Hann segir að til greina komi að hafa herskip við landið til lengri tíma. Formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins segir varnasamstarf við Ísland fela í sér mikla möguleika en gagnrýnir norsk stjórnvöld fyrir að hafi teygt fulllangt í samningum við Ísland. 30.4.2007 18:54
Hitaveita Suðurnesja 50 milljarða króna virði Hæsta tilboð í fimmtán prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja þýðir að fyrirtækið er talið ríflega þrefalt verðmætara en bókfært virði þess. Geysir Green Energy bauð 7,6 milljarða króna. Fjármálaráðherra hefur þegar ákveðið að taka tilboðinu, sem þýðir að einkaaðilar komast í fyrsta sinn til áhrifa í einu af stóru orkufyrirtækjum landsins. 30.4.2007 18:50
Bjarni Ármannsson hættir hjá Glitni Bjarni Ármannsson lét í dag af störfum sem forstjóri Glitnis í kjölfar valdatöku nýs meirihluta í bankanum. Við starfinu tekur Lárus Welding, sem kemur frá Landsbankanum í London. Bæði Bjarni og nýr stjórnarformaður bankans, Þorsteinn M. Jónsson, neita því að Bjarni hafi verið rekinn. 30.4.2007 18:46
Sakar Bjarna um lygar Sigurjón Þórðarson þingmaður frjálslyndra vænir félaga sína í allsherjarnefnd um ósannindi í umræðum um veitingu ríkisborgararéttar til tilvonandi tengdadóttur umhverfisráðherra. Formaður nefndarinnar segir fullyrðingar Sigurjóns rakalausar dylgjur. 30.4.2007 18:45
Sprengingar heyrast frá Græna svæðinu Allt að tólf háværar sprengingar heyrðust í miðborg Bagdad í kvöld og reykur sást stíga upp frá Græna svæðinu svokallaða. Talið er að reykurinn hafi komið frá svæði írakskra stjórnvalda. Enn hafa engar fregnir borist af mannfalli eða skemmdum. 30.4.2007 18:25
Olmert segir ekki af sér Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í sjónvarpsávarpi í kvöld að hann myndi ekki segja af sér. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir 30 daga stríðið í Líbanon í fyrra. Olmert sagðist þó ætla að vinna að því að leiðrétta þau mistök sem gerð hefðu verið. 30.4.2007 18:12
Erdogan hvetur til samstöðu og stillingar Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, skoraði í dag á tyrknesku þjóðina til þess að sýna samstöðu. Ávarpið var tekið upp á laugardaginn og var sýnt í sjónvarpi í Tyrklandi í dag. Er því ætlað að slá á spennuna milli þeirra sem vilja aðskilja trú- og stjórnmál annars vegar og stuðningsmanna íslamista hins vegar. Mikill óróleiki hefur verið í landinu vegna þess að nýr forseti landsins mun líklega koma úr röðum íslamista. 30.4.2007 17:57
Ungir ökumenn á ofsahraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af 22 ára karlmanni sem keyrði bifhjól á 120 km hraða á Snorrabraut. Við frekari athugun kom í ljós að hjólið var stolið. Lögreglan tók 25 ökumenn fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, þar á meðal nokkra ungir ökumenn fyrir ofsaakstur. 30.4.2007 16:58
Einmuna veðurblíða á Norður- og Austurlandi Einmuna veðurblíða ríkir á Norður- og Austurlandi þessa dagana. Hitamet hafa fallið eins og hráviði og er daglegt brauð sums staðar að hitinn fari í 20 stig. 30.4.2007 16:53
Erum bara að slökkva elda Alls vantar 18 starfsmenn á sjúkrahús Egilsstaða til að fullmanna allar vaktir að sögn fulltrúa framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Ákveðið hefur verið að loka á allar innlagnir á sjúkrahúsið frá og með 11. maí næstkomandi. Sjúklingar verða þess í stað fluttir til Akureyrar, Reykjavíkur eða Norðfjarðar. 30.4.2007 16:44
Neitaði að fjalla um forsjárdeilu lesbía Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað að taka upp mál tveggja kvenna sem eiga í forræðisdeilu út af barni sem önnur þeirra eignaðist meðan þær voru í lesbískri sambúð. Konurnar bjuggu í Virginíufylki, en fóru til Vermont árið 2000, þar sem þar eru leyfð borgaraleg hjónabönd samkynhneigðra. Árið 2002 var önnur þeirra gervifrjóvguð og eignaðist dóttur. 30.4.2007 16:42
Sautján ára þarf að taka bílpróf aftur Sautján ára ökumaður var tekinn rétt eftir miðnætti í nótt á 141 km hraða á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ þar sem hámarkshraði er 60. Hann er fyrsti ökumaðurinn sem mun hlíta refsiákvæðum nýrra umferðarlaga sem tóku gildi á föstudag. Ætla má að samkvæmt þeim verði hann settur í akstursbann og þurfi að sæta hárri fjársekt. Þá mun hann einnig þurfa að taka bílpróf aftur. 30.4.2007 16:32
Lífstíðar fangelsi fyrir hryðjuverk Fimm breskir islamistar voru dæmdir í lífstíðar fangelsi í dag, fyrir að undirbúa stórfelld hryðjuverk í landinu. Ætlan þeirra var að búa til sprengiefni úr 600 kílóum af ammoníum nítrat áburði, til þess að hefna fyrir stuðning Breta við Bandaríkjamenn eftir 11. september árásirnar. Mennirnir fimm voru í tengslum við þá sem myrtu 52 í sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum árið 2005. 30.4.2007 16:24
Enn í sjokki Þegar starfsmenn líkhúss á sjúkrahúsi í Dublin komu til þess að sækja mann sem hafði látist á einni deild sjúkrahússins byrjuðu þeir á að breiða lak fyrir andlit hans. Svo ýttu þeir rúminu á undan sér út af sjúkrastofnunni. Þá vaknaði líkið og settist upp. 30.4.2007 16:03
Bakkelsi lækkaði minna en virðisaukinn Verð í flestum bakaríum lækkaði minna en sem nemur lækkun virðisaukaskatts 1. mars síðastliðinn. Þetta eru niðurstöður verðmælinga verðlagseftirlits ASÍ í tuttugu og einu bakaríi á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð algengt var að verð lækkaði niður í næsta jafna tug í stað nákvæmrar lækkunar um rúm sex prósent til samræmis við lækkun virðisaukaskatts. Algengast var að verð lækkaði milli fjögur og sex prósent. 30.4.2007 15:43
Úthlutað úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar Katrín Ólafsdóttir hlýtur styrk úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar fyrir árið 2007 en úthlutað var úr sjóðnum í dag. Alls hlýtur Katrín 500 þúsund króna styrk fyrir rannsókn hennar sem ber heiti "Er íslenskur vinnumarkaður sveigjanlegur?" 30.4.2007 15:27
Tuttugu milljónum úthlutað úr Þróunarsjóði grunnskóla Úthlutað hefur verið úr Þróunarsjóði grunnskóla fyrir næsta skólaár en alls voru veittar tuttugu milljón króna úr sjóðnum. Hæsta styrkinn fékk Borgarbyggð, 1,5 milljón króna, fyrir verkefnið Borgarfjarðarbrúin. 30.4.2007 14:55
Hjálmlaus börn send gangandi heim Lögreglumenn á Vestfjörðum hafa undanfarið fylgst með hjálmanotkun barna á reiðhjólum. Í umferðarlögum er börnum yngri en 15 ára skylt að nota hjálma við hjólreiðar. Nokkur börn hafa verið send gangandi heim til að sækja hjálminn í fylgd með lögreglu, sem ræddi síðan við barnið og forráðamenn þess um hjálmaskylduna. 30.4.2007 14:55
Sjúkrahúsið á Egilsstöðum lokar fyrir innlagnir vegna manneklu Loka þarf fyrir allar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum vegna manneklu frá og með 11. maí næstkomandi. Enginn hefur fengist til að leysa af sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í sumar. 30.4.2007 14:38
Illa ígrundað stríð Forsætisráðherra Ísraels er harkalega gagnrýndur í skýrslu rannsóknarnefndar sem fjallaði um stríðið gegn Hisbolla í Líbanon, á síðasta ári. Ehud Olmert er sagður hafa hrundið stríðinu af stað án þess að hafa nokkra ígrundaða áætlun um framgang þess. Olmert hefur enga reynslu sem hershöfðingi, og það sem Ísraelum finnst jafnvel enn verra; það hefur varnarmálaráðherrann ekki heldur. Ísraelskir fjölmiðlar segja að þar leiði haltur blindan. 30.4.2007 14:33
Verðmætasti hlutur einkaaðila í orkufyrirtæki Geysir Green Energy bauð hæst í eignarhlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Tilboðin voru opnuð á Hótel Sögu í dag. Geysir bauð rúmlega sjö og hálfan milljarð króna í hlutinn. Það er næstum tvöfalt hærra verð en næsthæsta tilboðið hljóðaði upp á. „Þetta er án efa verðmætasti hlutur einkaaðila í orkufyrirtæki hér á landi,“ segir Árni Magnússon forstöðumaður fjárfestinga hjá Glitni. 30.4.2007 14:23
Um 71 milljón varið til eflingar á þjónustu við geðfatlað fólk á Austurlandi Fjölga á búsetuúrræðum og efla dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk á Austurlandi samkvæmt samkomulagi félagsmálaráðherra og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi. Um 71 milljón verður varið í verkefnið á þessu ári en samkomulagið var undirritað í dag. 30.4.2007 13:57
Skjalda -hættu að prumpa Metan er einna sterkust af þeim gastegundum sem teljast til gróðurhúsalofttegunda. Það er 23 sinnum öflugra við að binda hita í gufuhvolfinu en kol-díoxíð. Vísindamenn segja ef hægt yrði að hafa stjórn á útblæstri metans væri það risastórt skref í því að draga úr loftslagsbreyttingum. 30.4.2007 13:53
Slasaður ökumaður fluttur með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi Þyrla landhelgisgæslunnar, Steinríkur, lenti fyrir skömmu við Landspítalann í Fossvogi með ökumann sem slasaðist við bílveltu í Hrútafirði í morgun. Loka þurfti veginum við slysstað á meðan á björgunaraðgerðum stóð. 30.4.2007 13:48