Fleiri fréttir Fólk hvatt til að mæta á baráttufundi Fyrsti maí, alþjóðlegur baráttudagur verkamanna verður haldinn hátíðlegur með baráttufundum um allt land á morgun. Fólk er hvatt til að fjölmenna í kröfugöngur og á útifundi. 30.4.2007 12:34 Vörubíll valt á brú við Brú í Hrútafirði Búið er að kalla út þyrlu landhelgisgæslunnar vegna umferðaróhapps við Brú í Hrútafirðir. Vörubíll valt á brúnni og situr ökumaður fastur í bílnum. Þjóðvegur eitt er lokaður á svæðinu vegna slyssins. 30.4.2007 12:25 Yfirlæknir á Kárahnjúkum harðlega gagnrýndur Impregilo gagnrýnir yfirlækninn á Kárahnjúkum harkalega í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér nú rétt fyrir hádegi. Ásakanir hans eru sagðar ýktar, misvísandi og rangar. 30.4.2007 12:15 Umferðarslys við Brú í Hrútafirði Búið er að loka þjóðvegi eitt við Brú í Hrútafirði um óákveðinn tíma vegna umferðarslyss. 30.4.2007 12:14 Vænir félaga sína í allsherjarnefnd um ósannindi Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins vænir félaga sína í allsherjarnefnd þingsins um ósannindi í pistli á heimasíðu sinni í dag. Veiting ríkisborgararéttar til tilvonandi tengdadóttur Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra er tilefni pistilsins, sem ber yfirskriftina "Bjarni Benediktsson segir ósatt". 30.4.2007 11:53 Dómari víkur ekki sæti Héraðasdómur Reykjavíkur hafnaði í nú rétt fyrir hádegi kröfu lögmanna olíufélanna að Sigrún Guðmundsdóttir, héraðsdómari, viki sæti í máli olíufélaganna gegn samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu. 30.4.2007 11:50 Umdeild kosning til Tyrklandsforseta fyrir dóm Umdeilt fyrirkomulag til forsetakosninga í Tyrklandi mun koma til kasta stjórnskipulegs dómstóls í landinu. Fyrirkomulagið er sagt etja veraldarsinnum gegn ráðandi stjórnmálaflokki Íslamista. Rétturinn er nú að skoða málamiðlun frá stjórnarandstöðunni um að hætta við forsetakosninguna. 30.4.2007 11:46 Fimm Bretar sakfelldir fyrir að skipuleggja sprengjuherferð Fimm Bretar voru í morgun sakfelldir fyrir að skipuleggja sprengjuárásir víðsvegar um Bretland. Lestir, verslunarmiðstöð og næturklúbbar áttu að vera skotmörk fimmennninganna. Mennirnir hugðust notast við 600 kíló af heimagerðu sprengjuefni sem framleiða átti úr áburði. 30.4.2007 11:23 Lokuðu fyrirvaralaust salernisaðstöðu bílstjóranna Bílstjórar hjá leigubílastöðinni BSH í Hafnarfirði segjast hafa verið beittir órétti eftir að eigendur stöðvarinnar brugðu á það ráð að loka fyrirvaralaust hvíldar- og salernisaðstöðu bílstjóranna síðastliðinn laugardag. Formaður bílstjórafélagsins Fylkir segir að með þessu séu eigendurnir að ná sér niðri á bílstjórunum en þeir hafa allir sagt upp hjá stöðinni. Einn eigandi leigubílastöðvarinnar BSH segir málið byggt á misskilningi. 30.4.2007 11:19 Hópkynlíf stundað á steinöld Hópkynlíf, kynlífsþrælar og kynlífsleikföng eru ekkert nýtt fyrirbæri. Timothy Taylor, fornleifafræðingur við Bradford háskólann í Bretlandi, segir að forfeður okkar á steinöld hafi stundað fjölbreytt kynlíf og ekkert dregið af sér. Fram til þessa hefur verið talið að steinaldrarmenn hafi eðlað sig eins og dýr, til þess eins að viðhalda stofninum. 30.4.2007 10:59 Grunnskólanemendur á Stöðvarfirði kanna mengun í þorpinu Stöðfirðingar aka að meðaltali 188 kílómetra innanbæjar og heila 1108 kílómetra utanbæjar. Bifreiðar bæjarbúa blása því um 370 tonnum af koltvísíringi á ár eða um 30,8 tonnum á mánuði. Þetta kemur fram í könnun sem nemendur í 9. og 10. bekk grunnskólans hafa unnið að í vetur. 30.4.2007 10:51 Aftökum fjölgar í Saudi-Arabíu Tveir menn voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu dag. Þá hafa 47 manns verið hálshöggnir það sem af er þessu ári. Á síðasta ári voru 34 teknir af lífi og 36 árið þar á undan. Aftökur í Saudi-Arabíu eru oftast með þeim hætti að menn eru hálshöggnir opinberlega. 30.4.2007 10:27 Strokufangi saknaði klefafélaganna Strokufangi sem strauk úr fangelsi í Búlgaríu sneri þangað aftur vegna þess að hann saknaði félaga sinna innan fangelsismúranna. Vassil Ivanov sagðist ekki hafa þolað frelsið án þeirra. Ivanov var dæmdur fyrir þjófnað árið 1996 og fékk 11 ára fangelsisdóm. Hann strauk úr fangelsinu eftir níu ára vist árið 2005 þegar hann fékk að fara heim í stutt páskafrí. 30.4.2007 10:13 Árás á lögreglustöð í Aþenu Handsprengju var kastað á lögreglustöð í Aþenu í morgun, og sautjan skotum skotið á hana úr skammbyssum. Enginn slasaðist en skemmdir urðu á húsinu og lögreglubílum. Talið er að árásarmennirnir tilheyri einhverjum hópi stjórnleysingja og vinstri manna, sem hafa gert margar árásir á lögreglustöðvar og banka undanfarnar vikur. 30.4.2007 10:05 Brýnt að bæta búsetuúrræði fyrir fatlaða á Suðurlandi Búsetuúrræði fatlaðra á Suðurlandi hafa þróast til verri vegar á síðustu árum um leið of stöðug fjölgun íbúa hefur verið á svæðinu. Í ályktun frá stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi kemur fram að brýn þörf sé á því að auka þjónustu á svæðinu og að biðlistar hafi verið að lengjast jafnt og þétt á liðnum árum. 30.4.2007 10:00 Ákveðið í dag hvort dómari víki sæti í olíumálinu Kveðinn verður upp úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi í dag hvort Sigrún Guðmundsdóttir, héraðsdómari, víki sæti í máli olíufélaganna gegn Samkeppniseftirlitinu. Lögmaður Olís telur Sigrúnu hafa gert sig vanhæfa eftir að hafa dæmt í öðrum skaðabótamálum gegn olíufélögunum. 30.4.2007 09:46 Bæjarstjórn Ísafjarðar óánægð með skýrslu nefndar forsætisráðherra Það veldur vonbrigðum að nefnd forsætisráðherra um atvinnumál á Vestfjörðum skuli hafa skilað inn tillögum um jöfnun flutningskostnaðar eða strandsiglingar. Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Hún undrast sumar áherslur í skýrslu nefndarinnar. 30.4.2007 09:26 Miklir eldar í Manchester Eldur logar nú í miðbæ Manchester borgar á Englandi og fimm hæða bygging er að hruni komin. Eldurinn hefur náð að læsa sig nærliggjandi hús. Rúmlega 100 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn. 30.4.2007 09:10 Opnað fyrir útboð í borun þriggja rannsóknarhola Landsvirkjun hefur opnað fyrir útboð á tilboðum í borun þriggja rannsóknarhola á Norðausturlandi. Gert er ráð fyrir því að verkinu verði lokið 1. október næstkomandi. 30.4.2007 09:07 Iðrast barsmíðar á hesti Í þættinum Kompás sem sýndur var nú í kvöld á Stöð 2 var sýnt átakanlegt myndband af manni sem lemur hest sinn ítrekað og sparkar undir kvið hans og lemur hann margoft í hausinn. Maðurinn segist ekki eiga sér neinar málsbætur í þessu máli. Það sem komi fram á þessu myndbandi sé ekki fögur sjón og hann sjái mikið eftir þessu. Hesturinn sem um ræðir er 12 vetra barnahestur. "Ég var að ná úr honum kergjunni," segir hann. 29.4.2007 21:39 Skilgreining á kostnaðarverði lóða mismunandi Einbýlishúsalóð í Hafnarfirði kostar innan við sjö milljónir króna, en ellefu milljónir í Reykjavík. Ellefu milljónir er kostnaðarverð, segir formaður skipulagsráðs - það fer eftir skilgreiningu á kostnaðarverði, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. 29.4.2007 20:10 Ríkisborgararéttur tengdadóttur ráðherra er skandall Tengdadóttir umhverfisráðherra fékk ríkisborgararétt á undanþágu vegna þess að hún tengist framsóknarráðherrafjölskyldu og það er léttur skandall. Þetta er skoðun Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, sem vill að málið verði skoðað. 29.4.2007 20:04 Hitamet slegin á Norðurlandi Hitamet var slegið í Ásbyrgi í dag þegar hitinn mældist tuttugu og tvær komma sex gráður. Aldrei áður hefur hiti mælst svo hár í þessum mánuði. Aprílmetið var tuttugu og ein komma átta gráður sem mældust á Sauðanesi í apríl 2003. Og það var heldur enginn kalsi á Akureyri en þar var rösklega þrítugt hitamet slegið þegar hitinn komst í tuttugu og eina komma fimm gráður. 29.4.2007 19:58 Samningur um dvöl vesturíslendinga hérlendis Þjóðræknisfélag Íslendinga og Landsbankinn hafa gert með sér samning sem næstu fimm árin gerir vesturíslenskum ungmennum kleift að koma hingað til dvalar. Undirritun samningsins fór fram í Winnipeg í Manitoba. 29.4.2007 19:50 Stórfyrirtæki áhugasöm um netþjónabú á Íslandi Orkuveita Reykjavíkur á í viðræðum við tvö erlend stórfyrirtæki um netþjónabú á Íslandi. Rysjótt veðurfar er meðal þess sem gerir Ísland að fýsilegum kosti fyrir slík tölvubú. Fyrirtækið Data Íslandia áformar að reisa tíu gagnageymslur hér á næstu tveimur árum. Geymslurnar eiga að skapa 200 störf. 29.4.2007 19:41 Biðlistum í heilbrigðisþjónustu verði útrýmt Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu barna og aldraðra eru svartur blettur á velferðarkerfi Íslendinga. Þeir eru birtingarmynd vanrækslu og skorts á samfélagslegri ábyrgð. Þetta sagði formaður þingflokks Samfylkingarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem stefnumál flokksins í heilbrigðismálum voru kynnt. 29.4.2007 19:29 Varað við lyfi gegn magakveisu ungbarna Lyfið Minifom, sem fjölmörgum hvítvoðungum er gefið við magakveisu, inniheldur rotvarnarefni sem geta haft hormónatruflandi áhrif. Norska lyfjastofnunin hefur því varað við notkun þess. Málið er til athugunar hjá Lyfjastofnun Íslands. 29.4.2007 19:18 Ekki borgað fyrir eldsneyti í heilt ár Norðmaðurinn Stig Breisten hefur ekki borgað fyrir eldsneyti á bílinn sinn í heilt ár. Hann notar jurtaolíu á díselvélina sína og fær hana gefins á knæpu í næsta nágrenni við sig. 29.4.2007 19:00 Foreldrar bannaðir í unglingahóp Foreldrar eru stranglega bannaðir í nýjum unglingahóp sem hefur verið stofnaður innan Einstakra barna. Félagsskapurinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í dag með mikilli hátíð í Gerplusalnum í Salahverfi Kópavogs. Á hátíðinni í dag voru hoppukastalar andlitsmálun, happdrætti og ýmislegt góðgæti í tilefni dagsins. 29.4.2007 18:59 Óttast heittrúaðan forseta Mörg hundruð þúsund Tyrkir tóku komu saman í miðborg Istanbúls í dag til að sýna stuðning við veraldlega stjórnarhætti í landinu. Margir Tyrkir óttast að heittrúaður múslimi verði valinn forseti og vilja allt gera til að koma í veg fyrir það. 29.4.2007 18:45 Brú hrundi í Kaliforníu Hluti umferðarbrúar í Oakland í Kaliforníu hrundi í dag og mikill eldur kviknaði þegar eldsneytisflutningabíll skall á stólpa. Ökumaður flutningabílsins slasaist aðeins lítillega og var hann fluttur á sjúkrahús. Engan annan vegfaranda sakaði. 29.4.2007 17:53 Vakin athylgi á ástandinu í Darfur-héraði Mótmælafundir voru haldnir í um þrjátíu löndum í dag til að vekja athygli á því ófremdarástandi sem nú sé í Darfur héraði í Afríkuríkinu Súdan. Fjögur ár eru um þessar mundir frá því til átaka kom á svæðinu en þau hafa kostað minnst tvö hundruð þúsund manns lífið auk þess sem tvær milljónir íbúa eru á vergangi. 29.4.2007 16:55 Grunaður um að hafa ráðist á 101 gamla konu Lögreglan í New York yfirheyrir nú fjörutíu og fjögurra ára mann sem er grunaður um að hafa barið og síðan rænt hundrað og eins árs gamla konu í síðasta mánuði. Árásin náðist á myndband í eftirlitsmyndavél og var sýnd í fréttum. 29.4.2007 16:15 Kastró kominn aftur Fidel Kastró er aftur tekinn við stjórnartaumunum á Kúbu. Þetta segir Hugo Chavez, forseti Venesúeal og náinn vinur forsetans aldna. Kastró hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann veiktist síðasta sumar og afhenti Raul bróður sínum völdin í landinu. 29.4.2007 15:58 Loftárás á Darfur-hérað Talsmaður uppreisnarmanna í Darfur-héraði í Súdan segir stjórnarherinn hafa staðið að baki loftárás á búðir uppreinsnarmanna í dag. Þar var áætlað að halda viðræður um ástandið í landinu. Fjölmargir særðust í árásinni. 29.4.2007 15:50 Vill treysta tengsl Vestur-Íslendinga við Ísland nútímans Treysta þarf tengsl Vestur-Íslendinga við Ísland nútímans meðal annars með auknum viðskiptum. Þetta kom fram í ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á ársþingi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi í Winnipeg í Kanada á föstudaginn. 29.4.2007 14:48 Líðan drengsins óbreytt Líðan fimmtán ára drengs sem fannst meðvitundarlaus á botni Sundlaugar Kópavogs í fyrradag er óbreytt. Honum er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. 29.4.2007 14:44 Nýr alþjóðlegur skóli kenndur við Orkuveitu Reykjavíkur Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í dag samkomulag um að byggja upp sameiginlegt alþjóðlegt framhaldsnám í orkuvísindum. Settur verður á fót alþjóðlegur skóli sem kenndur verður við Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavik Energy Graduate School of Sustainable Systems. 29.4.2007 14:30 Risavaxinn verkefni blasa við í komandi kjarasamningum Íslendingar hafa dregist aftur úr öðrum þjóðum í menntun og ríkisstjórninni hefur mistekist að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í ályktun þings Rafiðnaðarsambands Íslands sem haldið var um helgina. Risavaxin verkefni blasa við sambandinu í komandi kjarasamningum. 29.4.2007 14:11 Sérfræðistörfum fjölgað á Vestfjörðum Sérfræðistörfum á vegum Matís á Vestfjörðum verður fjölgað um helming á næstunni samkvæmt nýrri áætlun stofnunarinnar. Markmiðið er að stuðla að frekari verðmætasköpun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu. 29.4.2007 13:30 Engin átök í Tallinn í nótt Stjórnvöld í Eistlandi kenna Rússum um þær óeirðir sem urðu í landinu fyrir helgi. Tvær nætur í röð kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu vegna minnismerkis um fallna hermenn í seinni heimsstyrjöldinni sem stjórnvöld létu fjarlægja úr miðborg Tallinn á föstudaginn. Ekki kom til átaka í höfuðborginni í nótt. 29.4.2007 13:15 Hitamet féll í Stykkishólmi Sextíu og fimm ára gamalt hitamet féll í Stykkishólmi í gær þegar hitinn mældist 16,4 gráður. Aldrei hefur hærri hiti mælst í Hólminum í apríl fyrr. 29.4.2007 13:12 Sæluvika í Skagafirði Sæluvika Skagafjarðar er líkt og heiðlóan vorboði heimamanna. Þetta er lista- og menningarhátíð sem stendur í átta daga þar sem heimamenn bera á borð fyrir gesti myndlist, leiklist og tónlist 29.4.2007 13:08 Ríkisstjórnin heldur velli með 33 þingmen Þrír ráðherrar Framsóknarflokksins næðu ekki kjöri til Alþingis samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Ríkisstjórnin héldi þó velli með 33 þingmenn. 29.4.2007 13:05 Stakk sjálfan sig í magann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í nótt til að leita að manni sem rauk út af heimili sínu í Kópavogi í kjölfar ósættis. Alls tóku fimmtán lögregluþjónar þátt í leitinni og nutu þeir aðstoðar sporhunds. Óttast var að maðurinn, sem er á fertugsaldri, myndi vinna sjálfum sér mein. 29.4.2007 13:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fólk hvatt til að mæta á baráttufundi Fyrsti maí, alþjóðlegur baráttudagur verkamanna verður haldinn hátíðlegur með baráttufundum um allt land á morgun. Fólk er hvatt til að fjölmenna í kröfugöngur og á útifundi. 30.4.2007 12:34
Vörubíll valt á brú við Brú í Hrútafirði Búið er að kalla út þyrlu landhelgisgæslunnar vegna umferðaróhapps við Brú í Hrútafirðir. Vörubíll valt á brúnni og situr ökumaður fastur í bílnum. Þjóðvegur eitt er lokaður á svæðinu vegna slyssins. 30.4.2007 12:25
Yfirlæknir á Kárahnjúkum harðlega gagnrýndur Impregilo gagnrýnir yfirlækninn á Kárahnjúkum harkalega í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér nú rétt fyrir hádegi. Ásakanir hans eru sagðar ýktar, misvísandi og rangar. 30.4.2007 12:15
Umferðarslys við Brú í Hrútafirði Búið er að loka þjóðvegi eitt við Brú í Hrútafirði um óákveðinn tíma vegna umferðarslyss. 30.4.2007 12:14
Vænir félaga sína í allsherjarnefnd um ósannindi Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins vænir félaga sína í allsherjarnefnd þingsins um ósannindi í pistli á heimasíðu sinni í dag. Veiting ríkisborgararéttar til tilvonandi tengdadóttur Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra er tilefni pistilsins, sem ber yfirskriftina "Bjarni Benediktsson segir ósatt". 30.4.2007 11:53
Dómari víkur ekki sæti Héraðasdómur Reykjavíkur hafnaði í nú rétt fyrir hádegi kröfu lögmanna olíufélanna að Sigrún Guðmundsdóttir, héraðsdómari, viki sæti í máli olíufélaganna gegn samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu. 30.4.2007 11:50
Umdeild kosning til Tyrklandsforseta fyrir dóm Umdeilt fyrirkomulag til forsetakosninga í Tyrklandi mun koma til kasta stjórnskipulegs dómstóls í landinu. Fyrirkomulagið er sagt etja veraldarsinnum gegn ráðandi stjórnmálaflokki Íslamista. Rétturinn er nú að skoða málamiðlun frá stjórnarandstöðunni um að hætta við forsetakosninguna. 30.4.2007 11:46
Fimm Bretar sakfelldir fyrir að skipuleggja sprengjuherferð Fimm Bretar voru í morgun sakfelldir fyrir að skipuleggja sprengjuárásir víðsvegar um Bretland. Lestir, verslunarmiðstöð og næturklúbbar áttu að vera skotmörk fimmennninganna. Mennirnir hugðust notast við 600 kíló af heimagerðu sprengjuefni sem framleiða átti úr áburði. 30.4.2007 11:23
Lokuðu fyrirvaralaust salernisaðstöðu bílstjóranna Bílstjórar hjá leigubílastöðinni BSH í Hafnarfirði segjast hafa verið beittir órétti eftir að eigendur stöðvarinnar brugðu á það ráð að loka fyrirvaralaust hvíldar- og salernisaðstöðu bílstjóranna síðastliðinn laugardag. Formaður bílstjórafélagsins Fylkir segir að með þessu séu eigendurnir að ná sér niðri á bílstjórunum en þeir hafa allir sagt upp hjá stöðinni. Einn eigandi leigubílastöðvarinnar BSH segir málið byggt á misskilningi. 30.4.2007 11:19
Hópkynlíf stundað á steinöld Hópkynlíf, kynlífsþrælar og kynlífsleikföng eru ekkert nýtt fyrirbæri. Timothy Taylor, fornleifafræðingur við Bradford háskólann í Bretlandi, segir að forfeður okkar á steinöld hafi stundað fjölbreytt kynlíf og ekkert dregið af sér. Fram til þessa hefur verið talið að steinaldrarmenn hafi eðlað sig eins og dýr, til þess eins að viðhalda stofninum. 30.4.2007 10:59
Grunnskólanemendur á Stöðvarfirði kanna mengun í þorpinu Stöðfirðingar aka að meðaltali 188 kílómetra innanbæjar og heila 1108 kílómetra utanbæjar. Bifreiðar bæjarbúa blása því um 370 tonnum af koltvísíringi á ár eða um 30,8 tonnum á mánuði. Þetta kemur fram í könnun sem nemendur í 9. og 10. bekk grunnskólans hafa unnið að í vetur. 30.4.2007 10:51
Aftökum fjölgar í Saudi-Arabíu Tveir menn voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu dag. Þá hafa 47 manns verið hálshöggnir það sem af er þessu ári. Á síðasta ári voru 34 teknir af lífi og 36 árið þar á undan. Aftökur í Saudi-Arabíu eru oftast með þeim hætti að menn eru hálshöggnir opinberlega. 30.4.2007 10:27
Strokufangi saknaði klefafélaganna Strokufangi sem strauk úr fangelsi í Búlgaríu sneri þangað aftur vegna þess að hann saknaði félaga sinna innan fangelsismúranna. Vassil Ivanov sagðist ekki hafa þolað frelsið án þeirra. Ivanov var dæmdur fyrir þjófnað árið 1996 og fékk 11 ára fangelsisdóm. Hann strauk úr fangelsinu eftir níu ára vist árið 2005 þegar hann fékk að fara heim í stutt páskafrí. 30.4.2007 10:13
Árás á lögreglustöð í Aþenu Handsprengju var kastað á lögreglustöð í Aþenu í morgun, og sautjan skotum skotið á hana úr skammbyssum. Enginn slasaðist en skemmdir urðu á húsinu og lögreglubílum. Talið er að árásarmennirnir tilheyri einhverjum hópi stjórnleysingja og vinstri manna, sem hafa gert margar árásir á lögreglustöðvar og banka undanfarnar vikur. 30.4.2007 10:05
Brýnt að bæta búsetuúrræði fyrir fatlaða á Suðurlandi Búsetuúrræði fatlaðra á Suðurlandi hafa þróast til verri vegar á síðustu árum um leið of stöðug fjölgun íbúa hefur verið á svæðinu. Í ályktun frá stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi kemur fram að brýn þörf sé á því að auka þjónustu á svæðinu og að biðlistar hafi verið að lengjast jafnt og þétt á liðnum árum. 30.4.2007 10:00
Ákveðið í dag hvort dómari víki sæti í olíumálinu Kveðinn verður upp úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi í dag hvort Sigrún Guðmundsdóttir, héraðsdómari, víki sæti í máli olíufélaganna gegn Samkeppniseftirlitinu. Lögmaður Olís telur Sigrúnu hafa gert sig vanhæfa eftir að hafa dæmt í öðrum skaðabótamálum gegn olíufélögunum. 30.4.2007 09:46
Bæjarstjórn Ísafjarðar óánægð með skýrslu nefndar forsætisráðherra Það veldur vonbrigðum að nefnd forsætisráðherra um atvinnumál á Vestfjörðum skuli hafa skilað inn tillögum um jöfnun flutningskostnaðar eða strandsiglingar. Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Hún undrast sumar áherslur í skýrslu nefndarinnar. 30.4.2007 09:26
Miklir eldar í Manchester Eldur logar nú í miðbæ Manchester borgar á Englandi og fimm hæða bygging er að hruni komin. Eldurinn hefur náð að læsa sig nærliggjandi hús. Rúmlega 100 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn. 30.4.2007 09:10
Opnað fyrir útboð í borun þriggja rannsóknarhola Landsvirkjun hefur opnað fyrir útboð á tilboðum í borun þriggja rannsóknarhola á Norðausturlandi. Gert er ráð fyrir því að verkinu verði lokið 1. október næstkomandi. 30.4.2007 09:07
Iðrast barsmíðar á hesti Í þættinum Kompás sem sýndur var nú í kvöld á Stöð 2 var sýnt átakanlegt myndband af manni sem lemur hest sinn ítrekað og sparkar undir kvið hans og lemur hann margoft í hausinn. Maðurinn segist ekki eiga sér neinar málsbætur í þessu máli. Það sem komi fram á þessu myndbandi sé ekki fögur sjón og hann sjái mikið eftir þessu. Hesturinn sem um ræðir er 12 vetra barnahestur. "Ég var að ná úr honum kergjunni," segir hann. 29.4.2007 21:39
Skilgreining á kostnaðarverði lóða mismunandi Einbýlishúsalóð í Hafnarfirði kostar innan við sjö milljónir króna, en ellefu milljónir í Reykjavík. Ellefu milljónir er kostnaðarverð, segir formaður skipulagsráðs - það fer eftir skilgreiningu á kostnaðarverði, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. 29.4.2007 20:10
Ríkisborgararéttur tengdadóttur ráðherra er skandall Tengdadóttir umhverfisráðherra fékk ríkisborgararétt á undanþágu vegna þess að hún tengist framsóknarráðherrafjölskyldu og það er léttur skandall. Þetta er skoðun Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, sem vill að málið verði skoðað. 29.4.2007 20:04
Hitamet slegin á Norðurlandi Hitamet var slegið í Ásbyrgi í dag þegar hitinn mældist tuttugu og tvær komma sex gráður. Aldrei áður hefur hiti mælst svo hár í þessum mánuði. Aprílmetið var tuttugu og ein komma átta gráður sem mældust á Sauðanesi í apríl 2003. Og það var heldur enginn kalsi á Akureyri en þar var rösklega þrítugt hitamet slegið þegar hitinn komst í tuttugu og eina komma fimm gráður. 29.4.2007 19:58
Samningur um dvöl vesturíslendinga hérlendis Þjóðræknisfélag Íslendinga og Landsbankinn hafa gert með sér samning sem næstu fimm árin gerir vesturíslenskum ungmennum kleift að koma hingað til dvalar. Undirritun samningsins fór fram í Winnipeg í Manitoba. 29.4.2007 19:50
Stórfyrirtæki áhugasöm um netþjónabú á Íslandi Orkuveita Reykjavíkur á í viðræðum við tvö erlend stórfyrirtæki um netþjónabú á Íslandi. Rysjótt veðurfar er meðal þess sem gerir Ísland að fýsilegum kosti fyrir slík tölvubú. Fyrirtækið Data Íslandia áformar að reisa tíu gagnageymslur hér á næstu tveimur árum. Geymslurnar eiga að skapa 200 störf. 29.4.2007 19:41
Biðlistum í heilbrigðisþjónustu verði útrýmt Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu barna og aldraðra eru svartur blettur á velferðarkerfi Íslendinga. Þeir eru birtingarmynd vanrækslu og skorts á samfélagslegri ábyrgð. Þetta sagði formaður þingflokks Samfylkingarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem stefnumál flokksins í heilbrigðismálum voru kynnt. 29.4.2007 19:29
Varað við lyfi gegn magakveisu ungbarna Lyfið Minifom, sem fjölmörgum hvítvoðungum er gefið við magakveisu, inniheldur rotvarnarefni sem geta haft hormónatruflandi áhrif. Norska lyfjastofnunin hefur því varað við notkun þess. Málið er til athugunar hjá Lyfjastofnun Íslands. 29.4.2007 19:18
Ekki borgað fyrir eldsneyti í heilt ár Norðmaðurinn Stig Breisten hefur ekki borgað fyrir eldsneyti á bílinn sinn í heilt ár. Hann notar jurtaolíu á díselvélina sína og fær hana gefins á knæpu í næsta nágrenni við sig. 29.4.2007 19:00
Foreldrar bannaðir í unglingahóp Foreldrar eru stranglega bannaðir í nýjum unglingahóp sem hefur verið stofnaður innan Einstakra barna. Félagsskapurinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í dag með mikilli hátíð í Gerplusalnum í Salahverfi Kópavogs. Á hátíðinni í dag voru hoppukastalar andlitsmálun, happdrætti og ýmislegt góðgæti í tilefni dagsins. 29.4.2007 18:59
Óttast heittrúaðan forseta Mörg hundruð þúsund Tyrkir tóku komu saman í miðborg Istanbúls í dag til að sýna stuðning við veraldlega stjórnarhætti í landinu. Margir Tyrkir óttast að heittrúaður múslimi verði valinn forseti og vilja allt gera til að koma í veg fyrir það. 29.4.2007 18:45
Brú hrundi í Kaliforníu Hluti umferðarbrúar í Oakland í Kaliforníu hrundi í dag og mikill eldur kviknaði þegar eldsneytisflutningabíll skall á stólpa. Ökumaður flutningabílsins slasaist aðeins lítillega og var hann fluttur á sjúkrahús. Engan annan vegfaranda sakaði. 29.4.2007 17:53
Vakin athylgi á ástandinu í Darfur-héraði Mótmælafundir voru haldnir í um þrjátíu löndum í dag til að vekja athygli á því ófremdarástandi sem nú sé í Darfur héraði í Afríkuríkinu Súdan. Fjögur ár eru um þessar mundir frá því til átaka kom á svæðinu en þau hafa kostað minnst tvö hundruð þúsund manns lífið auk þess sem tvær milljónir íbúa eru á vergangi. 29.4.2007 16:55
Grunaður um að hafa ráðist á 101 gamla konu Lögreglan í New York yfirheyrir nú fjörutíu og fjögurra ára mann sem er grunaður um að hafa barið og síðan rænt hundrað og eins árs gamla konu í síðasta mánuði. Árásin náðist á myndband í eftirlitsmyndavél og var sýnd í fréttum. 29.4.2007 16:15
Kastró kominn aftur Fidel Kastró er aftur tekinn við stjórnartaumunum á Kúbu. Þetta segir Hugo Chavez, forseti Venesúeal og náinn vinur forsetans aldna. Kastró hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann veiktist síðasta sumar og afhenti Raul bróður sínum völdin í landinu. 29.4.2007 15:58
Loftárás á Darfur-hérað Talsmaður uppreisnarmanna í Darfur-héraði í Súdan segir stjórnarherinn hafa staðið að baki loftárás á búðir uppreinsnarmanna í dag. Þar var áætlað að halda viðræður um ástandið í landinu. Fjölmargir særðust í árásinni. 29.4.2007 15:50
Vill treysta tengsl Vestur-Íslendinga við Ísland nútímans Treysta þarf tengsl Vestur-Íslendinga við Ísland nútímans meðal annars með auknum viðskiptum. Þetta kom fram í ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á ársþingi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi í Winnipeg í Kanada á föstudaginn. 29.4.2007 14:48
Líðan drengsins óbreytt Líðan fimmtán ára drengs sem fannst meðvitundarlaus á botni Sundlaugar Kópavogs í fyrradag er óbreytt. Honum er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. 29.4.2007 14:44
Nýr alþjóðlegur skóli kenndur við Orkuveitu Reykjavíkur Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í dag samkomulag um að byggja upp sameiginlegt alþjóðlegt framhaldsnám í orkuvísindum. Settur verður á fót alþjóðlegur skóli sem kenndur verður við Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavik Energy Graduate School of Sustainable Systems. 29.4.2007 14:30
Risavaxinn verkefni blasa við í komandi kjarasamningum Íslendingar hafa dregist aftur úr öðrum þjóðum í menntun og ríkisstjórninni hefur mistekist að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í ályktun þings Rafiðnaðarsambands Íslands sem haldið var um helgina. Risavaxin verkefni blasa við sambandinu í komandi kjarasamningum. 29.4.2007 14:11
Sérfræðistörfum fjölgað á Vestfjörðum Sérfræðistörfum á vegum Matís á Vestfjörðum verður fjölgað um helming á næstunni samkvæmt nýrri áætlun stofnunarinnar. Markmiðið er að stuðla að frekari verðmætasköpun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu. 29.4.2007 13:30
Engin átök í Tallinn í nótt Stjórnvöld í Eistlandi kenna Rússum um þær óeirðir sem urðu í landinu fyrir helgi. Tvær nætur í röð kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu vegna minnismerkis um fallna hermenn í seinni heimsstyrjöldinni sem stjórnvöld létu fjarlægja úr miðborg Tallinn á föstudaginn. Ekki kom til átaka í höfuðborginni í nótt. 29.4.2007 13:15
Hitamet féll í Stykkishólmi Sextíu og fimm ára gamalt hitamet féll í Stykkishólmi í gær þegar hitinn mældist 16,4 gráður. Aldrei hefur hærri hiti mælst í Hólminum í apríl fyrr. 29.4.2007 13:12
Sæluvika í Skagafirði Sæluvika Skagafjarðar er líkt og heiðlóan vorboði heimamanna. Þetta er lista- og menningarhátíð sem stendur í átta daga þar sem heimamenn bera á borð fyrir gesti myndlist, leiklist og tónlist 29.4.2007 13:08
Ríkisstjórnin heldur velli með 33 þingmen Þrír ráðherrar Framsóknarflokksins næðu ekki kjöri til Alþingis samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Ríkisstjórnin héldi þó velli með 33 þingmenn. 29.4.2007 13:05
Stakk sjálfan sig í magann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í nótt til að leita að manni sem rauk út af heimili sínu í Kópavogi í kjölfar ósættis. Alls tóku fimmtán lögregluþjónar þátt í leitinni og nutu þeir aðstoðar sporhunds. Óttast var að maðurinn, sem er á fertugsaldri, myndi vinna sjálfum sér mein. 29.4.2007 13:00