Fleiri fréttir Plata Garðars Thórs áfram í efsta sæti Plata Garðars Thórs Cortes er enn í fyrsta sæti á vinsældalista yfir klassískar plötur í Bretlandi aðra vikuna í röð. Garðar verður sérstakur gestur á Bresku tónlistarverðlaununum sem fara fram í Royal Albert Hall á fimmtudagskvöldið. 29.4.2007 11:32 Vísindamenn heiðraðir Guðmundur Þorgeirsson prófessor var útnefndur heiðursvísindamaður Landspítala – háskólasjúkrahúss 2007 á föstudag. Útnefningin fór fram á vísindadagskrá við upphaf Vísinda á vordögum. Við sama tækifæri var Sveinn Hákon Harðarson valinn Ungur vísindamaður ársins 2007. 29.4.2007 11:00 Tamíl tígrar gerðu loftárás Uppreisnarmenn úr hópi Tamíl tígra gerðu í nótt loftárásir á eldsneytisgeymslu og -vinnslustöð í og við Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tígrarnir segja þetta gert vegna árás stjórnarhersins á stöðvar uppreisnarmanna fyrir helgi. 29.4.2007 10:45 Styttist í þingkosningar á Írlandi Mary McAleese, forseti Írlands, hefur leyst upp þing í landinu og boðað til kosningar tuttugasta og fjórða maí næstkomandi. Þetta er gert að ósk Berties Ahern, forsætisráðherra. Kosið er til þings á Írlandi á fimm ára fresti. Skoðanakannanir benda til þess að mjótt verði á mununum en Ahern sækist eftir því að halda forsætisráðherraembættinu þriðja kjörtímabilið í röð. 29.4.2007 10:30 Skíðasvæði á Akureyri og Siglufirði opin Hlíðarfjall á Akureyri er opið í dag til klukkan þrjú. Þar er sannkallað sumarveður og skíðafæri eftir því, blautt og þungt. Sérstaklega neðarlega í fjallinu. Fólki er bent á að taka með sér sólaráburð því sólin er sérstaklega sterk í snjónum. Forráðamenn fjallsins gera ráð fyrir því að þetta sé síðasta opnunarhelgi vetrarins. 29.4.2007 09:59 Eistar kenna Rússum um Stjórnvöld í Eistlandi kenna Rússum um þær óeirðir sem urðu í landinu fyrir helgi. Tvær nætur í röð kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu vegna minnismerkis um fallna hermenn í seinni heimsstyrjöldinni sem stjórnvöld létu fjarlægja úr miðborg Tallinn á föstudaginn. Eistar segja það tákn um kúgun Sovétmanna en Eistar af rússneskum ættum segja það tákn um hetjur sem hafi barist gegn nasistum. Engar fregnir hafa borist af átökum í nótt. 29.4.2007 09:49 Blair styður Brown Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að styðja Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem næsta leiðtoga Verkamannaflokksins og þar með í embætti forsætisráðherra fram að næstu kosningum. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Times í morgun. Blair tilkynnti í september í fyrra að hann ætlaði að víkja úr embætti innan árs. 29.4.2007 09:45 Átta gistu fangaklefa lögreglunnar í Reykjavík Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna almennrar ölvunar í miðbæ Reykjavíkur. Átta manns gistu fangaklefa og þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvun við akstur. 29.4.2007 09:41 Þjónusta við ópíumfíkla aukin Þjónusta vegna ópíumfíkla verður aukin í nýjum þjónustusamning heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis við SÁÁ. Um er að ræða framlengingu á þjónustusamning við sjúkrasvið samtakanna til ársloka 2007. Fyrri samningur rann út í árslok 2005 en SÁÁ annaðist þjónustu í samræmi við hann til dagsins í dag og hefur fengið greitt samkvæmt ákvæðum samningsins. 29.4.2007 09:39 Ógnaði vegfarendum með glerflösku Nokkur ólæti voru í miðbæ Keflavíkur í nótt og þurfti lögreglan í þríganga að hafa afskipti af fólki vegna slagsmála. Einn maður var handtekinn eftir að hafa ógnað vegfarendum. 29.4.2007 09:13 Þyrla landhelgisgæslunnar kölluð út í nótt Þyrla landhelgisgæslunnar, TF Líf, var kölluð í gærkvöldi til aðstoða við flutning sjúklings frá Hólmavík. Vélin lenti í Reykjavík um hálf eittleytið í nótt. 29.4.2007 09:01 Þroskaheftar stúlkur ákveði sjálfar kæru Félagsmálastjórinn í Kópavogi segir þroskahefta stúlku sem misnotuð var kynferðsilega af stuðningsmanni sjálfa verða að ákveða með aðstandendum hvort kæra verði lögð fram á hendur manninum. 29.4.2007 09:00 Blæddi líklega af völdum sjúkdóms Líklegt er talið að sjúkdómur hafi valdið blæðingu mannsins sem lést í fyrrakvöld eftir að hann fannst meðvitundarlaus í Hveragerði. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, vill ekki staðfesta þetta en segir ekkert útilokað. 29.4.2007 09:00 Meirihlutinn heldur velli Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 33 þingmenn kjörna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 27. Samfylking fengi fimmtán þingmenn, Vinstri græn tólf og Frjálslyndi flokkurinn fengi þrjá. 29.4.2007 09:00 99 bandarískir hermenn látnir í Írak í apríl Fjöldi bandarískra hermanna sem hafa látist í Írak í þessum mánuði er kominn upp í 99. Í dag og í gær hafa níu bandarískir hermenn látist. Fjórir létust í vegasprengjum suður og suðaustur af Bagdad í dag samkvæmt upplýsingum frá yfirmönnum í bandaríska hernum. Í gær létust fimm hermenn í bardaga í vesturhluta Anbar héraðs sem er höfuðvígi súnní múslima. 28.4.2007 20:58 Hundur stórslasar tveggja ára stúlku Tveggja ára stúlka er á sjúkrahúsi eftir að hundur réðist á hana þar sem hún var gestkomandi í íbúð í Lancashire í Skotlandi. Stúlkan hlaut alvarlega áverka á andliti og hefur farið í eina aðgerð. Hundurinn er af Staffordshire bull terrier kyni. Hann hafði ekki áður ráðist að fólki og er ekki á lista yfir hættulega hunda. 28.4.2007 20:37 Pakistan: Ráðherra slasaðist og 28 létust Innanríkisráðherra Pakistan slasaðist og í það minnsta 28 manns létust í sjálfsmorðsárás í norðvesturhluta Pakistans í dag. 36 aðrir eru slasaðir. Maður með sprengju innanklæða gekk inn á opinberan fund í Charsadda sem er heimabær Aftab Ahmad Khan Sherpao innanríkisráðherra. Sherpao hafði nýlokið ræðu og var að tala við gesti á fundinum þegar öryggisverðir stöðvuðu manninn. 28.4.2007 20:30 Samvinna og verkaskipting á flugslysaæfingu góð Flugslysaæfingin sem haldin var í dag á Sauðárkróki gekk í heildina mjög vel og samhæfing allra viðbragðsaðila á Sauðárkrókssvæðinu góð. Samvinna og verkaskipting var einstaklega góð segir í tilkynningu frá Flugstoðum. Sett var á svið flugslys þar sem 30 farþegar og tveir flugmenn slösuðust mismikið. 28.4.2007 19:45 Framsóknarflokkurinn hefur eytt tvöfalt á við Sjálfstæðisflokkinn Framsóknarflokkurinn hefur eytt tvöfalt meira en Sjálfstæðisflokkurinn í auglýsingar vegna komandi alþingiskosninga. Þegar auglýsingakostnaður flokkanna var tekinn saman í síðastliðinni viku hafði Framsóknarflokkurinn eytt rúmum fjórum milljónum króna í sjónvarpsauglýsingar. 28.4.2007 19:30 Ekkert bendir til átaka Lögreglan á Selfossi var með mikinn viðbúnað í Hveragerði í gær eftir að karlmaður á sextugsaldri fannst liggjandi í blóði sínu í heimahúsi. Frumrannsókn lögreglu bendir ekki til að átök hafi átt sér stað. 28.4.2007 19:04 Ólík sjónarmið um framtíð innanlandsflugvallar Formaður flugvallarnefndar vonast til að skýrsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar verði kynnt í næstu viku. Ólík sjónarmið komu fram hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna í flugvallarmálinu á kosningafundi Stöðvar tvö í Reykjavíkurkjördæmi suður. 28.4.2007 19:02 Til marks um uppgang þjóðernissinna Um 800 mótmælendur hafa verið handteknir og 150 særst í átökum við lögreglu í Eistlandi vegna deilna um minnismerki um fallna hermenn í síðari heimsstyrjöldinni. Íslendingur sem búsettur er í landinu segir átökin til marks um uppgang þjóðernissinna í Eistlandi. 28.4.2007 19:00 Jörð skalf undir fótum Englendinga Íbúum í Kent-sýslu á Englandi brá heldur en ekki í brún í morgun þegar jörð tók að skjálfa undir fótum þeirra. Engin slasaðist alvarlega í jarðhræringunum en nokkrar skemmdir urðu á byggingum og rafmagn fór af stóru svæði um tíma. 28.4.2007 19:00 Baráttusamtökin íhuga að kæra ákvarðanir yfirkjörstjórna Forsvarsmenn Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja íhuga að kæra ákvörðun þriggja yfirkjörstjórna að hafna framboðslistum flokksins fyrir komandi kosningar. Fordæmi er fyrir því að dómstóll hafi snúið við slíkri ákvörðun yfirkjörstjórnar. 28.4.2007 18:53 Eik sjái um uppbyggingu miðbæjarhúsanna Fasteignafélagið Eik hefur óskað eftir að taka yfir samningaviðræður borgaryfirvalda við eigendur lóðarinnar að Austurstræti 22. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur það vel til greina af hálfu borgarinnar að eftirláta Eik samningana og framtíðaruppbyggingu, en borgaryfirvöld myndu skipuleggja reitinn í samvinnu við Fasteignafélagið. 28.4.2007 18:52 Tyrkneski herinn haldi að sér höndum Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hvetja tyrkneska herinn til að halda að sér höndum nú þegar þing Tyrklands velur næsta forseta landsins. Svo gæti farið að íslamskur forseti verði fyrir valinu og hefur herinn hótað að grípa í taumana til að vernda sjálfstæði stjórnvalda gagnvart trúarbrögðum. 28.4.2007 18:45 Efndir um lóðir eða kokgleyping kosningaloforða? Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta. 28.4.2007 18:32 57 létust og 160 slösuðust í Írak Í það minnsta 57 eru látnir og 160 slasaðir eftir að bílasprengja sprakk í Írösku borginni Karbala í dag. Þetta er önnur sprengingin af þessu tagi á tveimur vikum í borginni. Í henni eru tvö heilugustu bænahús síja múslíma. Fréttir herma að sprengjan hafi sprungið við hlið moskunnar Imam Abbas þegar fólk flykktist þangað til bæna. 28.4.2007 18:17 Tattó auglýsingar fyrir lífstíð Atvinnulaus maður í Brasilíu hefur fundið afar sérstaka leið til að afla sér lífsviðurværis. Hann notar líkama sinn sem auglýsingaskilti. Edson Alves hefur látið tattóvera tuttugu auglýsingar fyrirtækja frá heimabæ sínum á bak sitt og handleggi. Hann fer síðan úr að ofan við hvert tækifæri og gengur um bæinn. 28.4.2007 17:00 List án landamæra speglaðist í tjörninni Þátttakendur í gjörningi á vegum listahátíðarinnar List án landamæra tóku höndum saman í dag og mynduðu hring umhverfis tjörnina í Reykjavík. Síðan gekk fólkið saman einn hring í kringum tjörnina og speglaði sig í henni í leiðinni. Hátíðin stuðlar að því að auka þátttöku fólks með fötlun eða þroskaskerðingu sem ekki er nógu áberandi í „almennu“ menningarumhverfi. 28.4.2007 16:00 Harry prins skotmark hryðjuverkasamtaka Ákvörðun um að senda Harry Bretaprins til Íraks með herdeild sinni er nú til endurskoðunar hjá yfirmönnum breska hersins. Ákvörðunin var tekin í febrúar. Embættismenn óttast nú að Harry verði aðalskotmark hryðjuverkamanna, en ellefu breskir hermenn hafa látist í Írak í þessum mánuði. 28.4.2007 15:34 Framboðslistum hafnað af yfirkjörstjórnum Framboðslistum Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðurkjördæmi hefur verið hafnað. Listarnir bárust of seint fyrir komandi alþingiskosningar og var þess vegna hafnað af yfirkjörstjórnum. Baráttusamtökin skiluðu lista sínum í Reykjavíkurkjördæmi norður einnig of seint. Yfirkjörstjórn þar er enn að funda um málið. 28.4.2007 15:08 Flugslysaæfing á Sauðárkróki Rétt uppúr klukkan 13 hófst flugslysaæfing á Sauðárkróksflugvelli. Æfingin fer fram á vettvangi á Sauðárkróki og er líkt eftir flutningi slasaðra með loftbrú á sjúkrahús. Líkt er eftir slysi tuttugu og átta farþega og tveggja áhafnarmeðlima. Samhæfingarstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð tekur einnig þátt í æfingunni. 28.4.2007 14:57 England: Ekki heitara í apríl í rúm 300 ár Hitastig í aprílmánuði í Englandi hefur ekki mælst jafn hátt frá upphafi mælinga sem hófust fyrir rúmum 300 árum. Gert er ráð fyrir að vormánuðirnir mars apríl og maí slái öll fyrri met. Fyrir allt Bretland er mánuðurinn sá hlýjasti í 140 ár. Á landsvísu er nýliðinn vetur annar hlýjasti veturinn frá því mælingar hófust. 28.4.2007 14:22 Vinstri grænir krefjast rannsóknar á Kárahnjúkum Þingflokkur vinstri grænna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að flokkurinn krefjist opinberrar rannsóknar á aðbúnaði verkamanna við Kárahnjúka. Fjöldi verkamanna á svæðinu hefur veikst vegna mengunar og matareitrunar. Rannsóknin skuli beinast að alvarlegum ásökunum í fréttum undanfarna daga um: „vítaverða vanrækslu af hálfu Impregilo á vinnusvæðinu við Kárahnjúkavirkjun.“ 28.4.2007 13:43 Varðskipið Óðinn breytist í leiksvið Varðskipið Óðinn umbreytist í leiksvið þegar flutt verður þar leikritið Gyðjan í vélinni. Verkið er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og verður frumflutt 10. maí næstkomandi. Áhorfendur verða leiddir um vistarverur skipsins þar sem brugðið verður upp táknmyndum af konunni gegnum árþúsundir á nýstárlegan hátt. 28.4.2007 13:33 Nemendur setja sig í spor þingmanna Í nýju kennsluveri Alþingis er búið að útbúa aðstöðu svo nemendur geti farið í hlutverkaleik og sett sig í spor þingmanna. Nemendur í efri bekkjum grunnskólanna geta þar sett lög og farið á þingfundi og fengið að sjá hvernig dagleg störf þingmanna eru. 28.4.2007 13:00 Landsbankinn með viðskiptaskrifstofu í Winnipeg Landsbankinn opnaði í gær viðskiptaskrifstofu í Winnipeg í Manitoba. Að mati stjórnenda bankans býður borgin upp á ýmis tækifæri en tengslin við frændsystkin okkar í Vesturheimi höfðu einnig sitt að segja við staðarákvörðunina. 28.4.2007 12:45 Leggja ekki meira fé í Bakkavík Bæjaryfirvöld í Bolungarvík munu ekki leggja meira hlutafé inn í fiskvinnslufyrirtækið Bakkavík, sem hefur sagt upp 48 starfsmönnum. Bolungarvíkurkaupstaður á talsverðan hlut í fyrirtækinu, en að sögn bæjarstjórans liggur lausnin ekki í auknu hlutafé, verðmætin í sjávarútvegi liggi í kvótanum og hann eigi fyrirtækið ekki. 28.4.2007 12:43 Geðfatlaðir fá húsnæði um allt land Hátt í 70 geðfatlaðir fá viðvarandi húsnæði um allt land á þessu ári og er áætlað að rúmlega helmingur þeirra fái það afhent í sumar. Þetta er liður átaks í þjónustu við geðfatlað fólk sem félagsmálaráðuneytið kynnti í lok síðasta árs. 28.4.2007 12:38 Líðan drengsins óbreytt Líðan fimmtán ára drengs sem fannst meðvitundarlaus á botni Sundlaugar Kópavogs í fyrradag er óbreytt. Honum er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. 28.4.2007 12:17 Átök í Tallin Allt logaði í óeirðum í Tallin höfuðborg Eistlands í gærkvöldi - annað kvöldið í röð. Deilt er um sovéskt minnismerki sem yfirvöld fjarlægðu úr höfuðborginni í gær en þar hefur það staðið í áratugi. Tíu mótmælendur særðust í átökum við lögreglu í gær og þrjú hundruð úr hópi þeirra voru handteknir. 28.4.2007 12:15 Skíðasvæði á Akureyri og Siglufirði opin Skíðasvæði á Akureyri og Siglufirði eru opin í dag. Færi á báðum stöðum ber merki vorsins. Það er blautt og þungt en veður gott. Í Hlíðarfjalli er sól og blíða og í tilkynningu segir að þótt færi sé þungt, sé hægt að njóta veðurblíðunnar og fuglasöngsins í fjallinu. 28.4.2007 12:04 Geitburður hafinn í húsdýragarðinum Sex kiðlingar fæddust í Húsdýragarðinum í gær og þykja tíðindin endanlega boða vorkomu. Fjórar kvenkynsgeitur báru kiðlingana sex og var jafnræði milli kynjanna, því þrír hafrar komu í heiminn og þrjár huðnur, eða geitastelpur. Hafurinn Brúsi er faðir allra kiðlinganna, en mæðurnar eru Perla, Snotra, Dáfríð og Ísbrá. 28.4.2007 11:59 Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst í morgun Árleg vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst í morgun og stendur til 5. maí. Hverfstöðvar munu sjá um að fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk. Garðeigendur eru beðnir um að nýta tækifærið og klippa grópur sem vex út fyrir lóðamörk og hindrar umferð. 28.4.2007 11:09 Sjá næstu 50 fréttir
Plata Garðars Thórs áfram í efsta sæti Plata Garðars Thórs Cortes er enn í fyrsta sæti á vinsældalista yfir klassískar plötur í Bretlandi aðra vikuna í röð. Garðar verður sérstakur gestur á Bresku tónlistarverðlaununum sem fara fram í Royal Albert Hall á fimmtudagskvöldið. 29.4.2007 11:32
Vísindamenn heiðraðir Guðmundur Þorgeirsson prófessor var útnefndur heiðursvísindamaður Landspítala – háskólasjúkrahúss 2007 á föstudag. Útnefningin fór fram á vísindadagskrá við upphaf Vísinda á vordögum. Við sama tækifæri var Sveinn Hákon Harðarson valinn Ungur vísindamaður ársins 2007. 29.4.2007 11:00
Tamíl tígrar gerðu loftárás Uppreisnarmenn úr hópi Tamíl tígra gerðu í nótt loftárásir á eldsneytisgeymslu og -vinnslustöð í og við Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tígrarnir segja þetta gert vegna árás stjórnarhersins á stöðvar uppreisnarmanna fyrir helgi. 29.4.2007 10:45
Styttist í þingkosningar á Írlandi Mary McAleese, forseti Írlands, hefur leyst upp þing í landinu og boðað til kosningar tuttugasta og fjórða maí næstkomandi. Þetta er gert að ósk Berties Ahern, forsætisráðherra. Kosið er til þings á Írlandi á fimm ára fresti. Skoðanakannanir benda til þess að mjótt verði á mununum en Ahern sækist eftir því að halda forsætisráðherraembættinu þriðja kjörtímabilið í röð. 29.4.2007 10:30
Skíðasvæði á Akureyri og Siglufirði opin Hlíðarfjall á Akureyri er opið í dag til klukkan þrjú. Þar er sannkallað sumarveður og skíðafæri eftir því, blautt og þungt. Sérstaklega neðarlega í fjallinu. Fólki er bent á að taka með sér sólaráburð því sólin er sérstaklega sterk í snjónum. Forráðamenn fjallsins gera ráð fyrir því að þetta sé síðasta opnunarhelgi vetrarins. 29.4.2007 09:59
Eistar kenna Rússum um Stjórnvöld í Eistlandi kenna Rússum um þær óeirðir sem urðu í landinu fyrir helgi. Tvær nætur í röð kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu vegna minnismerkis um fallna hermenn í seinni heimsstyrjöldinni sem stjórnvöld létu fjarlægja úr miðborg Tallinn á föstudaginn. Eistar segja það tákn um kúgun Sovétmanna en Eistar af rússneskum ættum segja það tákn um hetjur sem hafi barist gegn nasistum. Engar fregnir hafa borist af átökum í nótt. 29.4.2007 09:49
Blair styður Brown Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að styðja Gordon Brown, fjármálaráðherra, sem næsta leiðtoga Verkamannaflokksins og þar með í embætti forsætisráðherra fram að næstu kosningum. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Times í morgun. Blair tilkynnti í september í fyrra að hann ætlaði að víkja úr embætti innan árs. 29.4.2007 09:45
Átta gistu fangaklefa lögreglunnar í Reykjavík Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna almennrar ölvunar í miðbæ Reykjavíkur. Átta manns gistu fangaklefa og þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvun við akstur. 29.4.2007 09:41
Þjónusta við ópíumfíkla aukin Þjónusta vegna ópíumfíkla verður aukin í nýjum þjónustusamning heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis við SÁÁ. Um er að ræða framlengingu á þjónustusamning við sjúkrasvið samtakanna til ársloka 2007. Fyrri samningur rann út í árslok 2005 en SÁÁ annaðist þjónustu í samræmi við hann til dagsins í dag og hefur fengið greitt samkvæmt ákvæðum samningsins. 29.4.2007 09:39
Ógnaði vegfarendum með glerflösku Nokkur ólæti voru í miðbæ Keflavíkur í nótt og þurfti lögreglan í þríganga að hafa afskipti af fólki vegna slagsmála. Einn maður var handtekinn eftir að hafa ógnað vegfarendum. 29.4.2007 09:13
Þyrla landhelgisgæslunnar kölluð út í nótt Þyrla landhelgisgæslunnar, TF Líf, var kölluð í gærkvöldi til aðstoða við flutning sjúklings frá Hólmavík. Vélin lenti í Reykjavík um hálf eittleytið í nótt. 29.4.2007 09:01
Þroskaheftar stúlkur ákveði sjálfar kæru Félagsmálastjórinn í Kópavogi segir þroskahefta stúlku sem misnotuð var kynferðsilega af stuðningsmanni sjálfa verða að ákveða með aðstandendum hvort kæra verði lögð fram á hendur manninum. 29.4.2007 09:00
Blæddi líklega af völdum sjúkdóms Líklegt er talið að sjúkdómur hafi valdið blæðingu mannsins sem lést í fyrrakvöld eftir að hann fannst meðvitundarlaus í Hveragerði. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, vill ekki staðfesta þetta en segir ekkert útilokað. 29.4.2007 09:00
Meirihlutinn heldur velli Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 33 þingmenn kjörna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn en Sjálfstæðisflokkur 27. Samfylking fengi fimmtán þingmenn, Vinstri græn tólf og Frjálslyndi flokkurinn fengi þrjá. 29.4.2007 09:00
99 bandarískir hermenn látnir í Írak í apríl Fjöldi bandarískra hermanna sem hafa látist í Írak í þessum mánuði er kominn upp í 99. Í dag og í gær hafa níu bandarískir hermenn látist. Fjórir létust í vegasprengjum suður og suðaustur af Bagdad í dag samkvæmt upplýsingum frá yfirmönnum í bandaríska hernum. Í gær létust fimm hermenn í bardaga í vesturhluta Anbar héraðs sem er höfuðvígi súnní múslima. 28.4.2007 20:58
Hundur stórslasar tveggja ára stúlku Tveggja ára stúlka er á sjúkrahúsi eftir að hundur réðist á hana þar sem hún var gestkomandi í íbúð í Lancashire í Skotlandi. Stúlkan hlaut alvarlega áverka á andliti og hefur farið í eina aðgerð. Hundurinn er af Staffordshire bull terrier kyni. Hann hafði ekki áður ráðist að fólki og er ekki á lista yfir hættulega hunda. 28.4.2007 20:37
Pakistan: Ráðherra slasaðist og 28 létust Innanríkisráðherra Pakistan slasaðist og í það minnsta 28 manns létust í sjálfsmorðsárás í norðvesturhluta Pakistans í dag. 36 aðrir eru slasaðir. Maður með sprengju innanklæða gekk inn á opinberan fund í Charsadda sem er heimabær Aftab Ahmad Khan Sherpao innanríkisráðherra. Sherpao hafði nýlokið ræðu og var að tala við gesti á fundinum þegar öryggisverðir stöðvuðu manninn. 28.4.2007 20:30
Samvinna og verkaskipting á flugslysaæfingu góð Flugslysaæfingin sem haldin var í dag á Sauðárkróki gekk í heildina mjög vel og samhæfing allra viðbragðsaðila á Sauðárkrókssvæðinu góð. Samvinna og verkaskipting var einstaklega góð segir í tilkynningu frá Flugstoðum. Sett var á svið flugslys þar sem 30 farþegar og tveir flugmenn slösuðust mismikið. 28.4.2007 19:45
Framsóknarflokkurinn hefur eytt tvöfalt á við Sjálfstæðisflokkinn Framsóknarflokkurinn hefur eytt tvöfalt meira en Sjálfstæðisflokkurinn í auglýsingar vegna komandi alþingiskosninga. Þegar auglýsingakostnaður flokkanna var tekinn saman í síðastliðinni viku hafði Framsóknarflokkurinn eytt rúmum fjórum milljónum króna í sjónvarpsauglýsingar. 28.4.2007 19:30
Ekkert bendir til átaka Lögreglan á Selfossi var með mikinn viðbúnað í Hveragerði í gær eftir að karlmaður á sextugsaldri fannst liggjandi í blóði sínu í heimahúsi. Frumrannsókn lögreglu bendir ekki til að átök hafi átt sér stað. 28.4.2007 19:04
Ólík sjónarmið um framtíð innanlandsflugvallar Formaður flugvallarnefndar vonast til að skýrsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar verði kynnt í næstu viku. Ólík sjónarmið komu fram hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna í flugvallarmálinu á kosningafundi Stöðvar tvö í Reykjavíkurkjördæmi suður. 28.4.2007 19:02
Til marks um uppgang þjóðernissinna Um 800 mótmælendur hafa verið handteknir og 150 særst í átökum við lögreglu í Eistlandi vegna deilna um minnismerki um fallna hermenn í síðari heimsstyrjöldinni. Íslendingur sem búsettur er í landinu segir átökin til marks um uppgang þjóðernissinna í Eistlandi. 28.4.2007 19:00
Jörð skalf undir fótum Englendinga Íbúum í Kent-sýslu á Englandi brá heldur en ekki í brún í morgun þegar jörð tók að skjálfa undir fótum þeirra. Engin slasaðist alvarlega í jarðhræringunum en nokkrar skemmdir urðu á byggingum og rafmagn fór af stóru svæði um tíma. 28.4.2007 19:00
Baráttusamtökin íhuga að kæra ákvarðanir yfirkjörstjórna Forsvarsmenn Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja íhuga að kæra ákvörðun þriggja yfirkjörstjórna að hafna framboðslistum flokksins fyrir komandi kosningar. Fordæmi er fyrir því að dómstóll hafi snúið við slíkri ákvörðun yfirkjörstjórnar. 28.4.2007 18:53
Eik sjái um uppbyggingu miðbæjarhúsanna Fasteignafélagið Eik hefur óskað eftir að taka yfir samningaviðræður borgaryfirvalda við eigendur lóðarinnar að Austurstræti 22. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur það vel til greina af hálfu borgarinnar að eftirláta Eik samningana og framtíðaruppbyggingu, en borgaryfirvöld myndu skipuleggja reitinn í samvinnu við Fasteignafélagið. 28.4.2007 18:52
Tyrkneski herinn haldi að sér höndum Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hvetja tyrkneska herinn til að halda að sér höndum nú þegar þing Tyrklands velur næsta forseta landsins. Svo gæti farið að íslamskur forseti verði fyrir valinu og hefur herinn hótað að grípa í taumana til að vernda sjálfstæði stjórnvalda gagnvart trúarbrögðum. 28.4.2007 18:45
Efndir um lóðir eða kokgleyping kosningaloforða? Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta. 28.4.2007 18:32
57 létust og 160 slösuðust í Írak Í það minnsta 57 eru látnir og 160 slasaðir eftir að bílasprengja sprakk í Írösku borginni Karbala í dag. Þetta er önnur sprengingin af þessu tagi á tveimur vikum í borginni. Í henni eru tvö heilugustu bænahús síja múslíma. Fréttir herma að sprengjan hafi sprungið við hlið moskunnar Imam Abbas þegar fólk flykktist þangað til bæna. 28.4.2007 18:17
Tattó auglýsingar fyrir lífstíð Atvinnulaus maður í Brasilíu hefur fundið afar sérstaka leið til að afla sér lífsviðurværis. Hann notar líkama sinn sem auglýsingaskilti. Edson Alves hefur látið tattóvera tuttugu auglýsingar fyrirtækja frá heimabæ sínum á bak sitt og handleggi. Hann fer síðan úr að ofan við hvert tækifæri og gengur um bæinn. 28.4.2007 17:00
List án landamæra speglaðist í tjörninni Þátttakendur í gjörningi á vegum listahátíðarinnar List án landamæra tóku höndum saman í dag og mynduðu hring umhverfis tjörnina í Reykjavík. Síðan gekk fólkið saman einn hring í kringum tjörnina og speglaði sig í henni í leiðinni. Hátíðin stuðlar að því að auka þátttöku fólks með fötlun eða þroskaskerðingu sem ekki er nógu áberandi í „almennu“ menningarumhverfi. 28.4.2007 16:00
Harry prins skotmark hryðjuverkasamtaka Ákvörðun um að senda Harry Bretaprins til Íraks með herdeild sinni er nú til endurskoðunar hjá yfirmönnum breska hersins. Ákvörðunin var tekin í febrúar. Embættismenn óttast nú að Harry verði aðalskotmark hryðjuverkamanna, en ellefu breskir hermenn hafa látist í Írak í þessum mánuði. 28.4.2007 15:34
Framboðslistum hafnað af yfirkjörstjórnum Framboðslistum Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðurkjördæmi hefur verið hafnað. Listarnir bárust of seint fyrir komandi alþingiskosningar og var þess vegna hafnað af yfirkjörstjórnum. Baráttusamtökin skiluðu lista sínum í Reykjavíkurkjördæmi norður einnig of seint. Yfirkjörstjórn þar er enn að funda um málið. 28.4.2007 15:08
Flugslysaæfing á Sauðárkróki Rétt uppúr klukkan 13 hófst flugslysaæfing á Sauðárkróksflugvelli. Æfingin fer fram á vettvangi á Sauðárkróki og er líkt eftir flutningi slasaðra með loftbrú á sjúkrahús. Líkt er eftir slysi tuttugu og átta farþega og tveggja áhafnarmeðlima. Samhæfingarstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð tekur einnig þátt í æfingunni. 28.4.2007 14:57
England: Ekki heitara í apríl í rúm 300 ár Hitastig í aprílmánuði í Englandi hefur ekki mælst jafn hátt frá upphafi mælinga sem hófust fyrir rúmum 300 árum. Gert er ráð fyrir að vormánuðirnir mars apríl og maí slái öll fyrri met. Fyrir allt Bretland er mánuðurinn sá hlýjasti í 140 ár. Á landsvísu er nýliðinn vetur annar hlýjasti veturinn frá því mælingar hófust. 28.4.2007 14:22
Vinstri grænir krefjast rannsóknar á Kárahnjúkum Þingflokkur vinstri grænna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að flokkurinn krefjist opinberrar rannsóknar á aðbúnaði verkamanna við Kárahnjúka. Fjöldi verkamanna á svæðinu hefur veikst vegna mengunar og matareitrunar. Rannsóknin skuli beinast að alvarlegum ásökunum í fréttum undanfarna daga um: „vítaverða vanrækslu af hálfu Impregilo á vinnusvæðinu við Kárahnjúkavirkjun.“ 28.4.2007 13:43
Varðskipið Óðinn breytist í leiksvið Varðskipið Óðinn umbreytist í leiksvið þegar flutt verður þar leikritið Gyðjan í vélinni. Verkið er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og verður frumflutt 10. maí næstkomandi. Áhorfendur verða leiddir um vistarverur skipsins þar sem brugðið verður upp táknmyndum af konunni gegnum árþúsundir á nýstárlegan hátt. 28.4.2007 13:33
Nemendur setja sig í spor þingmanna Í nýju kennsluveri Alþingis er búið að útbúa aðstöðu svo nemendur geti farið í hlutverkaleik og sett sig í spor þingmanna. Nemendur í efri bekkjum grunnskólanna geta þar sett lög og farið á þingfundi og fengið að sjá hvernig dagleg störf þingmanna eru. 28.4.2007 13:00
Landsbankinn með viðskiptaskrifstofu í Winnipeg Landsbankinn opnaði í gær viðskiptaskrifstofu í Winnipeg í Manitoba. Að mati stjórnenda bankans býður borgin upp á ýmis tækifæri en tengslin við frændsystkin okkar í Vesturheimi höfðu einnig sitt að segja við staðarákvörðunina. 28.4.2007 12:45
Leggja ekki meira fé í Bakkavík Bæjaryfirvöld í Bolungarvík munu ekki leggja meira hlutafé inn í fiskvinnslufyrirtækið Bakkavík, sem hefur sagt upp 48 starfsmönnum. Bolungarvíkurkaupstaður á talsverðan hlut í fyrirtækinu, en að sögn bæjarstjórans liggur lausnin ekki í auknu hlutafé, verðmætin í sjávarútvegi liggi í kvótanum og hann eigi fyrirtækið ekki. 28.4.2007 12:43
Geðfatlaðir fá húsnæði um allt land Hátt í 70 geðfatlaðir fá viðvarandi húsnæði um allt land á þessu ári og er áætlað að rúmlega helmingur þeirra fái það afhent í sumar. Þetta er liður átaks í þjónustu við geðfatlað fólk sem félagsmálaráðuneytið kynnti í lok síðasta árs. 28.4.2007 12:38
Líðan drengsins óbreytt Líðan fimmtán ára drengs sem fannst meðvitundarlaus á botni Sundlaugar Kópavogs í fyrradag er óbreytt. Honum er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. 28.4.2007 12:17
Átök í Tallin Allt logaði í óeirðum í Tallin höfuðborg Eistlands í gærkvöldi - annað kvöldið í röð. Deilt er um sovéskt minnismerki sem yfirvöld fjarlægðu úr höfuðborginni í gær en þar hefur það staðið í áratugi. Tíu mótmælendur særðust í átökum við lögreglu í gær og þrjú hundruð úr hópi þeirra voru handteknir. 28.4.2007 12:15
Skíðasvæði á Akureyri og Siglufirði opin Skíðasvæði á Akureyri og Siglufirði eru opin í dag. Færi á báðum stöðum ber merki vorsins. Það er blautt og þungt en veður gott. Í Hlíðarfjalli er sól og blíða og í tilkynningu segir að þótt færi sé þungt, sé hægt að njóta veðurblíðunnar og fuglasöngsins í fjallinu. 28.4.2007 12:04
Geitburður hafinn í húsdýragarðinum Sex kiðlingar fæddust í Húsdýragarðinum í gær og þykja tíðindin endanlega boða vorkomu. Fjórar kvenkynsgeitur báru kiðlingana sex og var jafnræði milli kynjanna, því þrír hafrar komu í heiminn og þrjár huðnur, eða geitastelpur. Hafurinn Brúsi er faðir allra kiðlinganna, en mæðurnar eru Perla, Snotra, Dáfríð og Ísbrá. 28.4.2007 11:59
Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst í morgun Árleg vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst í morgun og stendur til 5. maí. Hverfstöðvar munu sjá um að fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk. Garðeigendur eru beðnir um að nýta tækifærið og klippa grópur sem vex út fyrir lóðamörk og hindrar umferð. 28.4.2007 11:09