Fleiri fréttir

Tíu fórust í eldvoða í Moskvu

Tíu fórust þegar eldur braust út á næturklúbbi í Moskvu, höfuðborg Rússlands í nótt. Eldurinn kom upp nærri bar næturklúbbsins og nokkrir létust nær samstundist, að því er haldið er úr kolmónoxíðeitrun.

Öflugir jarðskjálftar undan strönd Japans

Að minnsta kosti einn týndi lífi og 160 slösuðust í öflugum jarðskjálfta sem varð undan vesturstönd Honshu-eyju í Japan í nótt. Skjálftin mældist 7,1 á richter.

Hættulegasta kona Þýskalands gengur laus

Birgiette Monhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, var látin laus úr fangelsi í Þýskalandi í dag. Þar hefur hún mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Henni var á árum áður lýst sem einni hættulegustu konu Þýskalands enda hlaut hún fimmfaldan lífstíðardóm fyrir morð og hryðjuverk.

Vopnað rán í 10-11

Vopnað rán var framið í verslun 10 11 við Setberg í Hafnarfirði í nótt. Ránið var tilkynnt um hálf þrjú. Einn maður með sólgleraugu gekk inn í búðina í nótt og á eftir honum komu tveir menn með lambúshettur fyrir andlitinu. Þeir ógnuðu starfsmanni um tvítugt með dúkahníf, þvinguðu hann til að opna tvo peningakassa og stálu sígarettum.

Fermingar hafnar

Fermingar eru hafnar og í dag er víða verið að ferma börn í kirkjum landsins. Fréttastofan leit við í Grafarvogskirkju í morgun þar sem föngulegur hópur fermingarbarna staðfesti skírnarsáttmála sinn.

Biðu 15 tíma eftir TF-LÍF

Fimmtán klukkustundir liðu frá því beiðni barst um aðstoð vegna slasaðs sjómanns á hafi úti í gær þar til maðurinn var kominn um borð í TF-LÍF nú í morgun. Skipið var tæpar fjögurhundruð sjómílur frá landi og þyrlur landhelgisgæslunnar drífa ekki svo langt. Fáar vikur eru í að það horfi til betri vegar.

Evrópusamstarf 50 ára

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 27 komu saman til stórveislu í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi í tilefni af því að í dag er hálf öld liðin frá undirritun Rómarsáttmálans og stofnun Efnahagsbandalags Evrópu, forvera Evrópusambandsins. Hátíðarhöld verða í borginni í dag.

Guðjón Arnar ekki sáttur

Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins er ekki ánægður með útkomu flokksins í könnun Fréttablaðsins í dag, þar sem flokkurinn mælist með 4,4 prósent og kemur ekki manni á þing. Þegar flokkurinn mældist hvað hæst í könnunum fór hann vel yfir tíu prósent, en á þeim tíma stóð yfir hávær umræða um innflytjendamál að frumkvæði forystumanna flokksins.

Forsætisráðherra Armeníu látinn

Forsætisráðherra Armeníu, Andranik Margaryan er látinn. Talskona hans tilkynnti í morgun að forsætisráðherrann hefði fengið hjartaáfall og dáið. Margaryan gengdi embætti forsætisráðherra frá árinu 2000. Margaryan var einn þeirra sem barðist mest gegn áhrifum Sovíetríkjanna þegar Armenía var hluti af þeim.

Jöklar bráðna hraðar en spáð hafði verið

Hækkandi sjávarborð og bráðnun heimskautajökla er við efri mörk þess sem spáð hefur verið. Vísindamenn óttast nú að bráðnunin muni enn hraðast. Þetta er niðurstaða könnunar vísindamanna á gervihnattamyndum. Þeir segja að bráðnun á Grænlandsjökli og Suðurskautinu nálgist nú það stig að þróuninni verði ekki snúið við og haldi fram sem horfi muni yfirborð sjávar hækka um nokkra metra á næstu áratugum.

Breyttu þjóðsöng Íslendinga

Mörgum brá í brún þegar þeir horfðu á 300. þátt Spaugstofunnar í kvöld. Í lokaatriði þáttarins sungu Spaugstofumenn þjóðsöng Íslendinga með eigin texta. Í þættinum í kvöld hófst þjóðsöngurinn á þessum orðum: ,, Ó, stuð vors lands ". Textinn, sem er eftir Karl Ágúst Úlfsson, leikara er ádeila á virkjanastefnu Íslendinga

Vilja láta grafa Houdini upp

Afkomendur töframannsins Harrys Houdinis vilja að lík hans verði grafið upp svo hægt verði að kryfja það með nútímatækni. Þeir eru sannfærðir um að hópur spíritista hafi eitrað fyrir töframanninum.

Öryggisráðið samþykkti refsiaðgerðir einróma

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nú í kvöld nýja ályktun um refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Hún felur í sér bann við vopnaútflutningi frá Íran og að eignir þeirra sem koma að kjarnorku- og eldflaugaáætlun Írana verða frystar. Ahmadínadjad, Íransforseti, var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna í kvöld, líkt og hann óskaði eftir. Íranar segja það vegna þess að Bandaríkjamenn hafi tafið afgreiðslu á vegabréfsáritun fyrir hann. Bandarísk stjórnvöld hafa neitað því.

Hunda- og kattamatur innkallaður í Bandaríkjunum

Rottueitur hefur greinst í katta- og hundamat frá framleiðslufyrirtækinu Menu Foods í Bandaríkjunum. 15 kettir og 2 hundar hafa drepist eftir að hafa étið mat frá fyrirtækinu og óttast er að fleiri dýr hljóti sömu örlög. 60 milljón dósir og pokar með hunda- og kattamat frá fyrirtækinu hafa verið innkölluð.

Hólaskóli verður háskóli

Hólaskóli verður að háskóla frá og með 1. júlí. Af því tilefni var boðað til hátíðar á Hólum í gær og stærsta hesthús landsins tekið í notkun. Það var landbúnaðarráðherra sem boðaði til hátíðarinnar en nýlega voru sett lög um Hólaskóla, Háskólann á Hólum. Lögin marka tímamót í sögu skólans og gefa honum tækifæri til þróunar á næstu árum.

Lögregla gerir upptæk mikið magn fíkniefna

Þrír karlmenn voru handteknir í gærkvöldi eftir að mikið magn fíkniefna fannst í húsnæði í vesturbæ Reykjavíkur. Mennirnir voru handteknir á staðnum þar sem þeir voru í óða önn að pakka efnunum á smærri umbúðir. Við leit fann fíkniefnalögreglan 250 grömm af hassi, 60 grömm af maríjúana, 20 E-töflur og 20 grömm af kókaíni. Þá voru mennirnir með nokkuð af fjármunum á sér. Yfirheyrslur yfir mönnum stóðu fram eftir degi í dag en þeir er nú lokið og telst málið upplýst. Þá var ein kona yfirheyrð í tengslum við málið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fíkniefnadeild LRH hafi komið að 107 málum frá áramótum. Það er umtalsverð fjölgun sé miðað við sama tímabil í fyrra.

Karlmaður hyggst kæra ráðherra fyrir að hagnast á vændi

Karlmaður á fimmtugsaldri kveðst hafa selt erlendri fiskverkunarkonu blíðu sína og ætlar að greiða virðisaukaskatt í ríkissjóð af því sem hann fékk fyrir. Hann hyggst síðan kæra fjármálaráðherra fyrir að hagnast á vændi.

Kúbumenn og Svíar í hár saman

Stirt er á milli Svía og Kúbumanna eftir að sænski utanríkisráðherrann sagði mannréttindabrot viðgangast á Kúbu. Svíar saka þá einnig um að hnýsast í póst sænska sendiráðsins í Havana. Kúbumenn segjast á móti ekki hegða sér eins og víkingar forðum daga.

Alvarlegt vinnuslys

Alvarlegt vinnuslys varð í álverinu á Grundartanga rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Slysið varð utan við einn kerskála álversins þegar stórum lyftara var ekið á starfsmann sem var þar á gangi. Aðkoman að slysinu var mjög ljót að sögn lögreglu en maðurinn missti annan fótinn í slysinu. Hann var fluttur með þyrlu á Landspítalann við Hringbraut þar sem hann gengst nú undir aðgerð.

Sjóliðarnir sagðir hafa játað

Íranar segja breska sjóliða, sem teknir voru höndum á Persaflóa í gær, hafa viðurkennt að hafa siglt ólöglega inn í íranska landhelgi þar sem þeir voru teknir. Bretar segja þetta þvætting. Þeir hafi verið við eftirlit á írösku hafsvæði. Þess er krafist að mennirnir verði þegar látnir lausir.

Byggðasjónarmið eiga að ráða stóriðjuuppbyggingu

Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðarbyggð, segir ekkert hafa komið út úr loforðum náttúruverndarsinna sem lofað hafi Vestfirðingum aðstoð við atvinnuuppbyggingu eftir að þeir lýstu Vestfirði stóriðjulaust svæði árið 2003. Hann telur að byggðasjónarmið eigi að ráða uppbyggingu stóriðjunnar og segir enga þörf á auknum umsvifum álvera á höfuðborgarsvæðinu.

Samið um auglýsingar stjórnmálaflokkanna

Stjórnmálaflokkarnir munu að öllum líkindum ganga frá samkomulagi á morgun um takmarkanir á auglýsingum vegna kosninganna í vor. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 verður settur rammi utan um birtingar á auglýsingum flokkanna í sjónvarpi, útvarpi og landsmálablöðum, en ekki verður samið um auglýsingar í landshlutamiðlum.

Tolli sýnir í Magasin du Nord

Myndlistarmaðurinn Tolli opnaði sýningu á fjörutíu olíumálverkum í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn fyrir helgi. Sýningin er sú fyrsta í verslunarmiðstöðinni í háa herrans tíð, en íslenskir eigendur hennar hyggjast bjóða upp á listsýningar í framtíðinni.

Svona sprengja menn dekk á felgu

Félagar í 4x4 klúbbnum á Austurlandi og björgunarsveitarmenn frá Vopnafirði keyrðu stóra hálendis hringinn í síðustu viku á stórum og vel útbúnum jeppum. Eins og jeppamenn og fleiri þekkja þá eru góð ráð dýr þegar dekk fer af felgu. Það gerist hins vegar stundum þegar hleypt er úr dekkjunum. Það gerðist einmitt í ferð jeppamannanna í vikunni en eins og ferðalanganna var von og vísa þá kunnu þeir ráð við því. Á myndbandi sem gengið hefur um netið að undanförnu má sjá hvernig þeir sprengja dekkið aftur upp á felguna.

Vínrækt á Íslandi

Landbúnaður á Íslandi gæti átt eftir að njóta góðs af hlýnun jarðar í framtíðinni. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Gluggans. Þar segir að á fyrirlestri sem Trausti Valsson umhverfisfræðingur hélt nýlega á vegum þóunarfélags Hrunamanna hafi ýmislegt komið í ljós. Meðal annars að í framtíðinni verði hægt að rækta hér sitthvað sem ekki hefur verið hægt áður. Tekur fréttamaður Gluggans sem dæmi jarðarber og vínber.

Keypti dagbækur Önnu Nicole fyrir 33 milljónir

Tvær dagbóka Önnu Nicole Smith hafa verið seldar þýskum auðjöfri. Dagbækurnar eru frá árunum 1992 og 1994 og eru handskrifaðar af Önnu Nicole. Að því er fram kemur á danska fréttavefnum bt.dk þá hyggst þýski auðjöfurinn selja brot úr dagbókunum þeim fjölmiðlum sem áhuga á því hafa.

Elliðaá flæddi yfir bakka sína

Víða eru talsverðir vatnavextir vegna hlýinda og rigninga. Miklir vatnavextir eru í Elliðaám og við Sandskeið þessa dagana og hafa Elliðaár sem og Hólmsá flætt yfir bakka sína. Spáð er að hiti verði allt að 7 stig um helgina suð-vestanlands þannig að ár og lækir gætu bólgnað meira. Á sléttlendi hafa víða myndast stórar tjarnir og sumstaðar er eins og yfir stöðuvötn að líta því frost er í jörðu, og það kemur í veg fyrir að vatnið sjatni ofan í jarðveginn. Þá hefur hálku verið að taka upp af vegum og er hún horfin á láglendi, en hálkublettir eru sumstaðar enn á suður og vesturlandi, einkum á fjallvegum.

Kveiktu í fíkniefnum

Yfirvöld í Bólívíu og Perú lögðu fyrir helgi eld að um 35 tonnum af eiturlyfjum. Götuverðmætið er sagt mörg hundruð milljónir króna. Hald var lagt á efnin í fjölmörgum aðgerum lögreglu í báðum löndum.

Sjóliðar fluttir til Teheran

Evrópusambandið og bresk stjórnvöld krefjast þess að Íranar láti þegar lausa 15 breska sjó- og landgögnuliða sem teknir voru höndum á Persaflóa í gær. Stjórnvöld í Teheran segjast geta sannað það að mennirnir hafi farið ólöglega inn í íranska landhelgi.

Biður menn að ,,perrast" annars staðar

Stefán Konráðsson, framkvæmdarstjóri ÍSÍ, gerir karlakvöld íþróttafélaga að umtalsefni sínu í pistli á vef ÍSÍ í gær. Þar segist hann hafa heyrt af því að nýlega hafi íþróttafélag haldið herrakvöld þar sem erótískar dansmeyjar hafi verið fengnar til að skemmta gestunum. Stefán segir í pistlinum að sér hafi verið brugðið við þetta sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem varð í kringum mansal og vændi í kringum Ólympíuleikana í Aþenu og Heimsmeistarakeppni í knattspyrnu í Þýskalandi síðastliðið sumar.

Bandaríkjaforseti ætlar að beita neitunarvaldi

Bandaríkjaforseti ætlar að beita neitunarvaldi á frumvarp sem felur í sér heimkvaðningu bandarískra bardagasveita frá Írak fyrir fyrsta september á næsta ári. Varaforseti Íraks segist fullviss um að hægt verði að senda erlenda hermenn heim frá Írak fyrir þann tíma.

Ný hjáleið í bókhaldi ríkissjóðs

Sundabraut sem var þensluskapandi ríkisframkvæmd fyrir viku, er það ekki lengur, og þar sem ríkissjóður mátti sjá af átta milljörðum fyrir viku á næstu fjórum árum, má nú kosta rúma tuttugu milljarða, segir Þorsteinn Pálsson í leiðara Fréttablaðsins í dag. Með þessu hafi menn fundið stóru hjáleiðina í bókhaldi ríkissjóðs.

40% kjósenda skráðir í stjórnmálaflokk

Áttatíu og fimm þúsund manns eru skráðir í stjórnmálaflokka samkvæmt upplýsingum úr flokksskrám stjórnmálaflokkanna. Fréttablaðið segir frá þessu í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tölurnar gefa til kynna að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka hér á landi en víðast hvar annars staðar.

Ný ályktun gegn Íran samþykkt í kvöld

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í kvöld atkvæði um nýja ályktun gegn Írönum. Í gærkvöldi var gengið frá texta ályktunarinnar sem felur í sér frekari refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Teheran. Fulltrúi Breta í ráðinu greindi frá þessu og sagðist þess fullviss að ályktunin yrði samþykkt einróma.

Arðsamasta vegagerð sem hægt er að ráðast í

Sundabraut er arðsamasta vegagerð sem hægt er að ráðast í á Íslandi samkvæmt umhverfismati Vegagerðarinnar, segir Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður Faxaflóahafna. Hann segir Sundabraut ekki bara til hagsbóta fyrir Faxaflóahafnir og íbúa á höfuðborgarsvæðinu, því hún muni stytta leiðir umtalsvert og breyta miklu fyrir íbúa á Vesturlandi og Norðurlandi.

Stillt til friðar í Austur-Kongó

Stjórnarherinn í Austur-Kongó stillti til friðar í höfuðborginni, Kinsjasa, í gærkvöldi. Til harðra bardaga hefur komið þar í vikunni milli stjórnarhersins og fylgismanna Jean-Pierre Bemba, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Yfirvöld í Austur-Kongó hafa sakað Bemba um landráð og hefur hann leitað hælis í sendiráði Suður-Afríku.

Vilja færa málefni aldraðra og öryrkja til sveitarfélaga

Í gær var gengið frá skipun fulltrúa í nefnd sem á að koma með tillögur um hverning flytja má málefni aldraðra og öryrkja frá ríki til sveitarfélaga. Landsþing sveitarfélaga var haldið í Reykjavík í gær og þar kom fram tillaga þar sem skorað er á menntamálaráðherra að taka jákvætt í hugmyndir sveitarfélaga um að taka einnig yfir rekstur framhaldsskóla í tilraunaskyni, og hefja sem fyrst undirbúning að því í samvinnu við sveitarfélögin.

Alvarlegt vinnuslys á Grundartanga

Alvarlegt vinnuslys varð í álverinu á Grundartanga rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Slysið varð í einum kerskála álversins. Stórum lyftara var ekið á starfsmann sem var á gangi í skálanum. Að sögn lögreglu var aðkoman nokkuð ljót og þykir líklegt að maðurinn hafi misst neðan af fæti. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann við Hringbraut þar sem hann er nú til skoðunar.

Dagbækur Önnu seldust á 35 milljónir

Tvær dagbækur sem Anna Nicole Smith hélt voru í dag seldar uppboðsvefnum eBay fyrir meira en hálfa milljón dollara, eða um 35 milljónir íslenskra króna. Kaupandinn sagðist ætla að nota þær til þess að skrifa bók um Önnu. Dagbækurnar fundust þegar að hreingerningamaður var að fara í gegnum hús sem að Anna bjó í á meðan hún var við tökur á bíómyndum árið 1992 og 1994. Hann seldi þær síðan til safnara sem síðan geymdi þær allt þar til Anna lést og seldi þær nú á eBay.

Íranar segja Breta hafa verið í órétti

Stjórnvöld í Íran halda því fram að sjóliðarnir bresku sem þau handtóku í dag hafi verið á írönsku yfirráðasvæði. Utanríkisráðherra Breta, Margaret Beckett, þvertekur hins vegar fyrir þær fullyrðingar.

Friður kominn á í Kinshasa

Kongóski herinn hefur náð að stilla til friðar í höfuðborginni Kinshasa á ný. Síðastliðna tvo daga hafa harðir bardagar átt sér stað á milli fylgismanna Jean-Pierre Bemba, stjórnarandstöðuleiðtoga, og stjórnarhersins. Bemba, sem er fyrrum uppreisnarleiðtogi, hefur verið sakaður um landráð af yfirvöldum í Kongó.

Kosið í Hong Kong á sunnudaginn

Á sunnudaginn fara fram í Hong Kong fyrstu kosningar, þar sem kosið er um fleiri en einn frambjóðanda, síðan Bretar létu svæðið af hendi til Kínverja fyrir tæpum tíu árum. Í henni verður kosið á milli Donald Tsang, sem nú er framkvæmdastjóri svæðisins, og Alan Leong, en hann er lýðræðissinni.

Íranar vilja samstarf með Evrópuþjóðum

Íranar ætla sér að leggja fram nokkrar tillögur fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á morgun til þess að reyna að komast hjá refsiaðgerðum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Ein af þeim er að Evrópuþjóðir taki þátt í kjarnorkuáætluninni og fjárfesti í henni.

Ætla að bæta gæludýraeigendum tapið

Fyrirtækið Menu Foods hefur lofað að bæta gæludýraeigendum sem misstu gæludýr sín vegna eitrunar í mat frá fyrirtækinu allan skaða sem þeir urðu fyrir. Að því gefnu að eigendurnir geti sannað að dýrin hafi drepist vegna eitrunar úr gæludýramat fyrirtækisins.

Sjá næstu 50 fréttir