Fleiri fréttir

Lyfseðlafalsanir algengar

Landlæknir segir líta mjög alvarlegum augum á að læknar skrifi upp á lyf fyrir fíkniefnaneytendur. Hins vegar sé mjög algengt að lyfseðlar séu falsaðir. Hátt í fimmtíu tilkynningar um lyfseðlafalsanir berast til Lyfjastofnunar á ári hverju.

Nýjasta tækni í Vestmannaeynni VE

Engir togvírar verða notaðir á nýjasta togara Vestmannaeyinga, og karlarnir þurfa ekki einu sinni að gera að aflanum lengur. Þetta undra fley er nýja Vestmannaeyin VE, sem útgerðarfélagið Bergur Huginn lét smíða fyrir sig í Póllandi og er komið til heimahafnar í Eyjum. Nýjungin er sú að í stað togvíra verða notuð svonefnd ofurtog, sem skyldari eru köðlum en vírum. .

R2D2-póstkassar í Bandaríkjunum

Bandaríska póstþjónustan hefur ákveðið að skreyta póstkassa um gjörvöll Bandaríkin í líki geðþekka vélmennisins R2D2 úr Stjörnustríðsmyndunum. Brátt eru 30 ár liðin frá því að fyrsta mynd þessa víðfræga sagnabálks kom út.

Fagna uppbyggingu háskólasamfélags á Keflavíkurflugvelli

Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands fagnar áætlunum um uppbyggingu alþjóðlegs háskólasamfélags á Keflavíkurflugvelli. Í yfirlýsingu frá ráðinu segir að þáttur Háskóla Íslands í samningnum um uppbygginguna sé gríðarmikilvægur. Til standi að kenna þær greinar sem HÍ standi framarlega í auk þess að stunda rannsóknir á þeim sviðum.

Skyrútflutningur til Bandaríkjanna fimmfaldast

Útflutningur á Skyr.is til Bandaríkjanna sló öll met í vikunni þegar níu tonn voru flutt þangað í flugi. Þetta er tæplega fimmföldun á útflutningi til Bandaríkjanna á nokkrum vikum. Að meðaltali kaupa Íslendingar 20 tonn af Skyr.is í viku hveri. Ástæða aukningarinnar er sú að íslenskar mjólkurafurðir voru í vikunni í fyrsta sinn seldar til verslana Whole Foods verslunarkeðjunnar í New York og Boston.

G8 funda um gróðurhúsaáhrif

Umhverfisráðherrar G8, átta stærstu iðnríkja heims funda nú í Potsdam í Þýskalandi. Helstu umræðuefni fundarins eru fjölbreytni lífríkisins og hættur sem að henni steðja og loftslagsbreytingar af manna völdum. Þýskaland situr nú í forsæti bæði G8 og Evrópusambandsins, en ESB ákvað í síðustu viku að ráðast í aðgerðir til að hefta hlýnun loftslags. Þjóðverjar vonast nú til þess að því fordæmi muni löndin í G8 fylgja. Þá hefur ráðherrum frá Kína, Indlandi, Brasilíu, Mexíkó og Suður-Afríku verið boðið að sitja fundinn en þessi lönd gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum.

Þróunarsamvinna fær aukið vægi

Þróunarsamvinna verður þungamiðja málþings átta sjálfstæðra mannúðarsamtaka á Íslandi sem haldið verður í Norræna húsinu 23. mars næstkomandi. Sífellt fleiri láta sig þróunarsamvinnu varða og hefur samvinna efnaðri þjóða við þær fátækari fengið aukið vægi á undanförnum árum.

Mikil spenna í Ekvador

Fjölmenni gerði árásir að þingmönnum í Ekvador í dag. Múgurinn henti steinum í þá og lömdu bíla þeirra en átök á milli stjórnarandstöðuþingmanna, sem eru í meirihluta, og forsetans Rafael Correa, aukast sífellt.

Býst við að þingi ljúki á laugardag

Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, á von á því að þingi ljúki á laugardag. Sólveig átti fund með formönnum þingflokkanna í kvöld og sagði þetta að honum loknum, í samtali við Sjónvarpið. Þingfundur hófst klukkan 20:52 í kvöld og má búast við því að hann verði fram á nótt.

Komin aftur til Bretlands

Utanríkisráðherra Bretlands skýrði frá því í dag að fólkinu sem var rænt í Eþíópíu fyrir 12 dögum síðan væri komið til Bretlands á ný. Því var sleppt á þriðjudaginn var og var það við góða heilsu. Fólkið var þá afhent yfirvöldum í Erítreu en talið er að ættbálkahöfðingjar á svæðinu þar sem þeim var rænt hafi samið um lausn þeirra.

Höfðatún frá Skúlagötu að Borgartúni lokað tímabundið

Höfðatún frá Skúlagötu að Borgartúni verður lokað tímabundið vegna framkvæmda við lagnir og innkeyrslumannvirki nýbygginga á Höfðatorgi. Lokanir verða mismiklar eftir því hvaða framkvæmdir eru í gangi hverju sinni, en alls munu þær standa yfir frá 19. mars – 8. ágúst. Fyrst í stað verður einni akrein haldið opinni í hvora átt en frá miðjum apríl til ágúst verður Höfðatúni lokað fyrir allri almennri umferð.

Forseti Írans vill ávarpa öryggisráð SÞ

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hefur beðið um leyfi til þess að ávarpa öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til þess að verja kjarnorkuáætlanir þjóðar sinnar. Forseti öryggisráðsins, hinn Suður-afríski Dumisani Kumalo, skýrði frá þessu nú í kvöld.

Nemendur Melaskóla afhenda ABC barnahjálp framlög sín

Söfnunni “Börn hjálpa börnum 2007” lýkur með táknrænum hætti í hátíðarsal Melaskóla á morgun, föstudaginn 16. mars kl 11. Þá munu nemdur skólans afhenda Guðrúnu Margréti Pálsdóttur og Sigurlínu Þ. Sigurjónsdóttur hjá ABC barnahjálp söfnunarbauka sína. Af þessu tilefni mun utanríkisráðherra afhenda raunsarlegt framlag að upphæð 12 milljónir kr.til landakaupa í Pakistan þar sem skólarnir verða reistir.

Krefjast afsagnar forsætisráðherra Ungverjalands

Lögregla og mótmælendur í Ungverjalandi tókust á í kvöld eftir að um eitt hundrað þúsund mótmælendur í miðborg Búdapest kröfðust afsagnar forsætisráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany. Þetta eru stærstu mótmælin í landinu síðan árið 2005 en þá krafðist almenningur þess að hann segði af sér eftir að hann viðurkenndi að hafa logið til stöðu ríkisfjármála. Forsætisráðherrann laug þá til þess að auka líkurnar á því að hann yrði kosinn á ný.

Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina

Miklar umræður voru í kvöld á alþingi um störf þingsins. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega fyrir framgöngu sína í auðlindamálinu. Ingibjörg Sólrún sagði tillöguna sjónarspil og Geir H. Haarde sagði eðlilegt að þar sem samstaða hefði ekki náðst um hana hefði hún farið aftur í stjórnarskrárnefnd.

Spánverjar samþykkja jafnréttislög

Spænska þingið samþykkti í dag lög um jafnrétti karla og kvenna. Lögin kveða á um jafnan rétt karla og kvenna til atvinnutækifæra og um fæðingarorlof karlmanna. Sósíalistastjórn Spánar hefur leitast við að auka jafnrétti á Spáni allt frá því hún tók við völdum árið 2004. Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero skipaði þá konur í helming ráðherrastóla í ríkisstjórn sinni.

Íraksfrumvarp fellt í öldungadeild

Frumvarp um að kalla bandaríska hermenn í Írak heim fyrir 31. mars á næsta ári var í dag fellt í öldungadeild bandaríska þingins. Fyrr í dag hafði nefnd fulltrúadeildarinnar samþykkt frumvarp sem kveður á um að bardagabúnir hermenn verði kallaðir heim fyrir september á næsta ári. Kosið verður um það í næstu viku.

Engin virk byggðastefna í landinu

Sérfræðingur í hagfræði segir að engin virk byggðastefna sé rekin í landinu. Hann telur að fyrir vikið hafi Byggðastofnun úr litlu að moða og hlutverk hennar sé óljóst.

Datt á snjóbretti

Ungur drengur féll og slasaðist við snjóbrettaiðkun á skíðasvæðinu í Tungudal á Ísafirði í kvöld. Ekki er vitað um meiðsli drengsins en lögregla og björgunarsveitarmenn eru að sækja hann í brekkuna á þessari stundu. Farið verður með drenginn á sjúkrahúsið á Ísafirði og athugað með meiðsli hans.

„Stjórnarandstaðan sveik loforð sín“

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að stjórnarandstaðan hefði svikið loforð sín um greiða fyrir lausn auðlindamálsins. Hann sagði tillögu stjórnarflokkanna hafa verið í meginmáli eins og tillögu stjórnarandstöðunnar sem kom fram á fundi hennar þann 5. mars síðastliðinn. Því væru þessi málalok merki um sneypuför stjórnarandstöðunnar sem væri nú á flótta undan sínum eigin yfirlýsingum.

Hermennirnir hugsanlega heim fyrir september árið 2008

Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti nú síðdegis áætlun demókrata um að kalla alla bardagabúna hermenn heim frá Írak fyrir fyrsta september á næsta ári. Nefndin samþykkti aukafjárútlát til stríðsrekstursins en með þungum skilyrðum.

Ný hlébarðategund fundin

Vísindamenn á Indónesíu hafa fundið nýja tegund af hlébörðum sem helst er að finna á Borneó og Súmötru. Áður var talið að þeir tilheyrðu hlébarðategund sem var að finna á meginlandi Suðaustur-Asíu. Vísindamenn telja að um sömu tegund hafi verið að ræða þar til fyrir rúmlega milljón árum, en þá hafi skilið á milli og tvær tegundir hlébarða þróast.

Þjóðstjórn skipuð

Hreyfingar Fatah og Hamas hafa komið sér saman um skipan óháðs fræðimanns í embætti innanríkisráðherra í þjóðstjórn Palestínumanna. Þetta var síðasti ásteytingarsteinn viðræðnanna og var stjórnin kynnt í dag. Hana skipa 9 Hamas-liðar, 6 fulltrúar Fatah og 3 óháðir í innanríkis-, fjármála- og utanríkisráðuneyti. Þing greiðir atkvæði um stjórnina á laugardaginn.

Háskóli á Keflavíkurflugvelli: Sóknarlið í stað varnarliðsins

Undirrituð var í dag yfirlýsing um uppbyggingu háskólasamfélags á gamla varnarsvæðinu . Stefnt er að því að hefja kennslu í haust og að innan sjö ára verði sautján hundruð manna byggð á staðnum. Í dag er ár síðan varnarliðið tilkynnti um brottför sína, en nú er sóknarliðið komið í þess stað, segir aðaldriffjöður verkefnisins.

Sjúkrahús í niðurníðslu í Írak

Sjúkrahús eru skítug í Írak, lyf vantar og læknar hverfa frá landinu í stórum hópum. Mikil þörf er á læknisaðstoð í Írak þar sem fjölmargir örkumlast í átökum á degi hverjum. Forsætisráðherra Bretlands segir ekki hægt að kenna vesturveldunum um hörmungarnar í landinu nú.

Segir lögreglu hafa hundsað gögn um sýknu

Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert.

Þekktur geðlæknir dælir út rítalíni til fíkils

Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna.

Hætt við breytingu á auðlindaákvæði

Formenn flokkanna á alþingi hittast klukkan sjö í kvöld til að ræða samkomulag um þinglok eftir að meirihluti nefndar um breytingar á stjórnarskrá ákvað að falla frá frumvarpi um breytingar á auðlindaákvæði í stjórnarskrá og vísa málinu til stjórnarskrárnefndar. Þingfundum var óvænt frestað klukkan fimm og kallað saman til fundar í nefndinni. Honum lauk laust fyrir hálf sjö með þessari niðurstöðu.

Pólskum kennurum bannað að tala um samkynhneigð

Pólskir kennarar, sem kynna og stuðla að samkynhneigð, verða reknir samkvæmt nýju frumvarpi sem áætlað er að verði að lögum eftir rúman mánuð. Aðstoðarmenntamálaráðherra Póllands skýrði frá þessu í dag, mannréttindahópum í landinu til mikillar mæðu. Engu að síður segja stjórnvöld í Póllandi að lögin séu ekki ætluð gegn samkynhneigðum kennurum í landinu.

Fengu 15 milljónir afhentar í dag

Barnaspítali Hringsins fékk á síðasta ári að gjöf alls 300 milljónir króna til styrktar reksturs hágæslueiningar fyrir inniliggjandi börn. Gefendur eru Jóhannes Jónsson kaupmaður og börn hans, þau Kristín Jóhannesdóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. Í dag fékk Barnaspítalinn afhentar 15 milljónir af upphæðinni.

Putin eykur við eftirlit með fjölmiðlum

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur fyrirskipað að stofnuð verði ný eftirlitsstofnun sem á að fylgjast með og gefa leyfi til fjölmiðla. Hin nýja ofur-stofnun mun fylgjast með sjónvarpsstöðvum, útvarpsstöðvum, dagblöðum og vefsíðum. Rússneskir fréttmenn óttast að stofnunin verði notuð til þess að herða enn að málfrelsi í Rússlandi en vefsíður eru nær eini miðillinn sem enn nýtur þokkalegs frelsis.

Chirac verður yfirheyrður

Háttsettir menn í franska dómsmálaráðuneytinu fullyrða að Jacques Chirac verði yfirheyrður þegar hann lætur af embætti sem forseti Frakklands vegna hugsanlegra tengsla hans við spillingu á þeim tíma sem hann var borgarstjóri Parísar.

Handtekinn með maríjúana

Karlmaður um tvítugt var handtekinn í Reykjavík í gær grunaður um fíkniefnamisferli. Ábending barst frá íbúa sem upplýsti um hugsanlega fíkniefnasölu í einu hverfa borgarinnar. Lögreglan kannaði málið strax og stöðvaði hinn meinta fíkniefnasala. Í fórum hans fannst talsvert magn af ætluðu maríjúana. Málið þykir gott dæmi um góðan árangur sem samvinna lögreglu og borgara getur leitt af sér.

Fimm handtekin vegna fíkniefna

Fjórir karlmenn og ein kona voru handtekin í austuborginni í gær eftir að meint fíkniefni fundust við húsleit í vistarverum þeirra. Talið er að um sé að ræða kókaín, neysluskammta af MDMA og maríjúana. Fólkið er allt á þrítugsaldri og hefur verið sleppt úr haldi á meðan rannsókn málsins heldur áfram.

Þáttur móður í ráninu á Natösju rannsakaður

Dómstóll í Vínarborg mun í dag hefja rannsókn á því hvort móðir Austurrísku stúlkunnar Natösju Kampusch hafi átt þátt í ráni hennar. Natösju var rænt þegar hún var á leið í skólann árið 1998 og var í haldi ræningjans í átta ár. Henni tókst loks að flýja síðastliðið sumar, þá orðin nítján ára gömul. Ræningi hennar framdi þá sjálfsmorð.

Skoðuðu jafnt gögn sem gætu sýnt fram á sýknu og sekt

Jón H.B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar, mætti í yfirheyrslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna Baugsmálsins. Verjendur sakborninga höfðu mestan áhuga á að Jón upplýsti hvort að í allri rannsókninni hafi jafnt verið skoðuð gögn sem gætu sýnt fram á sýknu og þau sem hugsanlega gætu sýnt fram á sekt.

Háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli

Stefnt er að eflingu alþjóðlegs háskólanáms hérlendis með stofnun félags um háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli. Í dag var viljayfirlýsing þess efnis undirrituð á flugvallasvæðinu. Meðal Samstarfsaðila að verkefninu eru Bláa Lónið, Geysir Green Energy ehf, Hitaveita Suðurnesja og Icelandair Group.

Þriðji hver Breti ekki farið á Netið

Ungir. ríkir og menntaðir nota internetið mest en eldra fólk, fátækir og ómenntaðir minna. Þetta kemur fram í nýrri sýrslu bresku Hagstofunnar. Skýrsla sýnir í auknum mæli muninn á milli ríkra og fátækra þar í Bretlandi. Mikill minnihluti fólks yfir fimmtugt hefur aldrei komið nálægt tölvu. Einn af hvejrum tólf hefur ekki aðgang að netinu, farsíma eða stafrænu sjónvarpi. Meirihluti eldra fólks segist ekki hafa sjálfstraust til að læra á tölvu, eða sjá ekki tilganginn í því að læra á hana. Þriðji hver Breti segist aldrei hafa notað internetið.

Ég hjó höfuðið af gyðingnum Daniel Pearl

Khalid Sheikh Mohammed, sem hefur viðurkennt að hafa skipulagt árásirnar á tvíburaturnana, og önnur ódæðisverk, hefur viðurkennt að það hafi verið hann sem myrti bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl, sem rænt var í Pakistan árið 2002. "Ég hjó með minni blessuðu hægri hendi höfuðið af ameríska Gyðingnum Daniel Pearl," segir í útskrift sem bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur sent frá sér, um yfirheyrslurnar yfir Mohammed.

Aldrei fleiri konur hjá Sorphirðunni

Alls starfa nú átta konur hjá Sorphirðu Reykjavíkur, en það er mesti fjöldi kvenna við sorphirðu að vetri til hjá fyrirtækinu. Mikil ásókn er í afleysingavinnu á sumrin og hlutur kvenna hefur verið allt að 12 konur af 60 manna starfsliði.

Tilkynnt um eld í Þjóðleikhúsinu

Tilkynnt var um eld í Þjóðleikhúsinu nú á þriðja tímanum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var sett í fulla viðbragðsstöðu þegar brunaboðin kviknuðu í stjórnstöð. Slökkviliðsmenn komu að töluverðri brunalykt, en fundu ekki eld. Í ljós kom að iðnaðamenn sem voru að störfum í húsinu orsökuðu brunalyktina.

Frú Abramovich fær minna en 2%

Fyrrverandi eiginkona Roman Abramovich verður ekki ríkasta fráskilda kona heims. Irina fær um 20 milljarða króna eða minna en tvö prósent af 1200 milljarða króna auði hans. Skilnaðurinn mun ekki hafa nein áhrif á fyrirtæki Abramovich eins og Chelsea, breska úrvalsdeildarliðið í knattspyrnu.

Farsæld til framtíðar á Iðnþingi

Helstu niðurstöður kannana um ástand og horfur í iðnaði og Evrópumálum verða kynntar á Iðnþingi á morgun. Þingið verður haldið í kjölfar aðalfundar Samtaka Iðnaðarins á Grand Hótel í Reykjavík og er yfirskrift þess að þessu sinni "Farsæld til framtíðar."

Sjá næstu 50 fréttir