Fleiri fréttir Flugrán framið í Máritaníu Máritanískri farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 var rænt í dag. Henni var flogið til Kanaríeyjanna og var að lenda þar rétt í þessu. Vélinni var áður flogið til Vestur-Sahara til þess að taka eldsneyti. Ekki er vitað hversu margir eru um borð í vélinni eða hvað flugræningjunum gengur til. 15.2.2007 19:14 Dagskráin í Baugsmálinu farin úr böndunum Dómari í Baugsmálinu stöðvaði í dag spurningar setts ríkissaksóknara. Hann sagði dagskrána hafa farið úr öllum böndum og að settur ríkissaksóknari gæti sjálfum sér um kennt. Verjandi Jóns Ásgeirs las í dag upp úr tölvupósti þar sem kvennamál Jóns Ásgeirs komu við sögu. 15.2.2007 18:51 Kosning hafin um álversstækkun Hafnfirðingar geta byrjað að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík því utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst í dag. Kosið er á bæjarskrifstofunum að Strandgötu 6 á skrifstofutíma fram að kjördegi, þrítugasta og fyrsta mars. 15.2.2007 18:50 Samgönguráðherra er brandarakarl Samgönguráðherra var kallaður brandarakarl þegar hann mælti fyrir samgönguáætlun á Alþingi í dag og sagðist ætla að lyfta grettistaki í samgöngumálum þjóðarinnar. Stjórnarandstæðingar minntu á að hann og Sjálfstæðisflokkurinn væru þekktir fyrir að svíkja kosningaloforð sín í samgöngumálum. 15.2.2007 18:46 Sigldi á varðskipið Danska varðskipið Hvítabjörninn hefur undanfarna tvo sólarhringa staðið í stappi við franska togarann Bruix sem grunaður er um ólöglegar skötuselsveiðar við miðlínuna á milli Færeyja og Bretlands. Hvítabjörninn hafði fyrst afskipti af togaranum í fyrradag. 15.2.2007 18:45 Líkamsræktarfólk helstu neytendur efidríns Þeir sem stunda líkamsrækt eru helstu neytendur efidríns en Tollgæslan í Reykjavík lagði hald á tvö hundruð og fjörtíu þúsund ólöglegar efidríntöflur í venjulegri vörusendingu nú rétt fyrir helgi. Þetta er mesta magn efidríns sem lagt hefur verið hald á hér á landi. 15.2.2007 18:45 Engin sátt um ferjuhöfn á Bakkafjöru Það er fáránlegt og ekki boðlegt að ráðast í gerð ferjuhafnar á Bakkafjöru án þess að jarðgangakostur til Vestmannaeyja hafi verið rannsakaður. Þetta segir Árni Johnsen, sem telur jarðgöng mun hagkvæmari lausn. 15.2.2007 18:31 Vill engum spurningum svara Réttarhöld hófust í morgun yfir 29 mönnum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Madríd á Spáni í mars 2004 sem kostuðu 191 mannslíf. Einn sakborninganna neitaði að svara spurningum réttarins í dag. 15.2.2007 18:30 Matvörur í fóstur Talsmaður neytenda leggur til að hver og einn einasti neytandi taki eina vöru eða þjónustu í fóstur. Þannig geti þeir fylgst með af alvöru hvort birgjar og kaupmenn standi sig í að lækka vöru og þjónustu eftir fyrsta mars næstkomandi. Hann segir þetta þó ekki losa stjórnvöld frá eftirlitsskyldu sinni. 15.2.2007 18:30 Jóhanna hundskammar bankana fyrir okur, græðgi og samráð Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður, sakaði bankana um yfirgengilegt okur og græðgi, samráð og samkeppnishindranir í þingræðu í dag. Hún sagði þá hunsa tilmæli samkeppniseftirlits og hvatti viðskiptaráðherra til að brjóta upp samstarf þeirra með lögum. 15.2.2007 18:27 Útlent nautakjöt selt sem íslenskt Á sjötta hundrað tonn af nautakjöti voru flutt til Íslands á síðasta ári. Þó virðist heyra til undantekninga að íslenskir neytendur séu upplýstir um upprunaland vörunnar. Hluti kjötsins kemur frá löndum þar sem gin- og klaufaveikifaraldur hefur komið upp á síðustu árum, eins og Hollandi og Frakklandi. 15.2.2007 18:15 Venesúela bætir eftirlit við olíustöðvar Varnarmálaráðherra Venesúela sagði í dag að varnir landsins yrðu styrktar vegna yfirlýsinga hryðjuverkahóps um að ráðast ætti á olíustöðvar þeirra landa sem sjá Bandaríkjunum fyrir olíu. 11 prósent af olíu sem flutt er inn til Bandaríkjanna kemur frá Venesúela. 15.2.2007 18:14 Sýknaði ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar. Hann taldi sig hafa beðið skaða vegna þess að íslenska ríkið hélt einkarétti til innflutnings og heildsöludreifingar á áfengi eftir gildistöku EES-samningsins 1. janúar 1994. 15.2.2007 17:53 Kalt bað Íbúar, í nágrenni nýju íþróttamiðstöðvarinnar í Mosfellsbæ, lentu í vandræðum með heita vatnið á heimilum sínum þegar vatni var hleypt á útisundlaug, og munu hafa velt fyrir sér hvort heitar sturtur heima við heyrðu nú sögunni til. Byggingafulltrúi bæjarins segir það af og frá. Hins vegar eigi eftir að ganga frá tengingum og frágangi á vatnslögnum við laugina. 15.2.2007 17:30 Tólf mánuðir fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur staðfesti í dag 12 mánaða fangelsisdóm úr Héraðsdómi Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli systurdóttur hans. Framburður stúlkunnar var lagður til grundvallar dómnum ásamt vottorðum lækna og framburði móður stúlkunnar. 15.2.2007 17:17 Putin býr í haginn Vladimir Putin, forseti Rússlands tilkynnti í dag að Sergei Ivanov, aðstoðar forsætisráðherra hefði verið hækkaður í tign upp í fyrsti aðstoðar forsætisráðherra. Ivanov er talinn manna líklegastur til þess að taka við af Putin, sem forseti, á næsta ári. 15.2.2007 16:50 "Blaut tuska," segir Dagur um samgönguáætlun Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi segir að samgönguáætlun sé eins og "blaut tuska framan í borgarstjóra." Hann segir á heimasíðu sinni í dag að enn þurfi að búa við óviðunandi óvissu um fjármögnun Sundabrautar því einkafjármögnun fyrir á annan tug milljarða sé óútfærð og ávísað á framtíðina. 15.2.2007 16:42 Fær ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu kvartaði yfir því að fá ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í dag. Dómari ákvað að að yfirheyrslum hans yfir Jóni yrði hætt um sinn klukkan 16.15 í dag. Arngrímur Ísberg dómari í byrsti sig við saksóknara og sagði að saksóknari gæti sjálfum sér um kennt að fá ekki lengri tíma til að yfirheyra Jón Ásgeir. 15.2.2007 16:28 Búa sig undir stórsókn talibana George Bush mun í dag tilkynna um fjölgun bandarískra og NATO hermanna í Afganistan, að sögn háttsetts embættismanns í Washington. Fjölgunin er til þess að mæta yfirvofandi stórsókn talibana sem búist er við að hefjist um leið og snjóa leysir í fjöllunum og vegir og vegaslóðar verða greiðfærir. 15.2.2007 16:26 Hnetusmjör innkallað vegna gruns um salmonellusýkingu Peter Pan hnetusmjör hefur verið innkallað vegna gruns um salmonellusýkingu. Allir sem eiga Peter Pan krukkur með framleiðslunúmeri sem hefst á tölunum 2111 ættu að farga þeim eða skila til verslunarinnar þar sem þær voru keyptar. 15.2.2007 16:20 Horfnir vélsleðar fundust við bóndabæ Lögregla hefur fundið tvo vélsleða af Yamaha gerð sem hurfu frá Frostagötu á Akureyri seint í janúar. Þeir fundust við bóndabæ í Húnavatnssýslu. Tveir menn hafa játað að hafa tekið sleðana og farið með þá vestur í Húnavatnssýslu. 15.2.2007 16:05 Skákakademía Reykjavíkur sett á laggirnar Borgarráð samþykkti í morgun að sett yrði á laggirnar sjálfseignarstofnunin Skákakademía Reykjavíkur. Markmið hennar er að vinna að eflingu skáklistarinnar í borginni. Þá er stefnt að því að Reykjavík verði orðin Skákhöfuðborg heimsins árið 2010. Verkefnisstjóri verður ráðinn til sex mánaða til að undirbúa stofnunina. 15.2.2007 16:00 Hvað gerir fyrirtæki samkeppnishæf? Viðskiptafræðingar ætla að leita svara við spurningum um samkeppnishæfni fyrirtækja á ráðstefnu á Nordica hóteli á morgun, föstudag. Meðal spurninga sem settar verða fram eru vað ráði mestu um samkeppnishæfnina, hvaða máli skipti að fyrirtæki séu íslensk, hvað þurfi að gera til að efla samkeppnishæfni Íslands og hverjir eigi að taka þátt í því verkefni. 15.2.2007 15:48 Tveir handteknir vegna handrukkunar Maður var numinn á brott um hádegisbil í dag eftir meintar líkamsmeiðingar tveggja handrukkara. Honum var hótað frekari barsmíðum ef hann útvegaði ekki peninga til að greiða skuld. Atvikið átti sér stað við útibú SPRON í Skeifunni. Maður og kona á þrítugsaldri eru í haldi lögreglu grunuð um verknaðinn. 15.2.2007 15:31 Keyrt á vegfaranda í Lönguhlíð Keyrt var á vegfaranda í Lönguhlíð nú rétt í þessu. Lögreglan er enn á vettvangi. Nánari upplýsingar hafa enn ekki verið gefnar um ástand vegfarandans eða aðstæður á slysstað. 15.2.2007 15:20 Lystisnekkja eða skemmtibátur? Fimmtán verslunarstjóarar Bónuss fóru í skemmtiferð með Viking snekkjunni í Florida sem nú er til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tekist var á um hvort bátarnir þrír væru skemmtibátar eða lystisnekkjur eins og saksóknari vildi kalla þá. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði um skemmtibáta að ræða. 15.2.2007 15:08 Tyrkir dæma um fornleifauppgröft í Jerúsalem 15.2.2007 14:53 Samstarf um aðstoð við fátæka í Afríku Hjálparstarf kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun Íslands gerðu í dag fimmtíu milljóna króna samstarfssamninga um verkefni í Úganda og Malaví. Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri ÞSSÍ og Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins skrifuðu undir samningana. 15.2.2007 14:28 Kathleen meiddi sig Kviðdómur í Austin í Texas hafði mikla samúð með Kathleen Robertsson sem hafði mátt þola bæði kvalir og vinnutap þegar hún braut á sér öklann. Húsgagnaverslunin sem átti sök á öklabrotinu harðneitaði að greiða henni nokkrar bætur. 15.2.2007 14:26 Mistök komin á teikniborðið Arkitekt hjúkrunarheimilisins Eirar er langt kominn með frumteikningar og hönnun menningarmiðstöðvar í Spöng í Grafarvogi. Um mistök var að ræða þegar menningarmiðstöðin var sett inn í viljayfirlýsingu borgarinnar um byggingu þjónustuíbúða fyrir hjúkrunarheimilið Eir. Þetta segir Steinunn Valdís Óskarsstjóri oddviti Samfylkingar í borgarstjórn. 15.2.2007 14:01 Steinunn Valdís tekur við af Degi Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók við störfum oddvita Samfylkingarinnar á borgarráðsfundi í dag. Hún tekur við af Degi B. Eggertssyni sem fer í fæðingarorlof til 1. apríl. Þá tók Björk Vilhelmsdóttir sæti Dags í borgarráði. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingar er því einungis skipaður konum. Það er í fyrsta sinn síðan á dögum kvennaframboðs. 15.2.2007 13:36 Vetrarríkið veldur usla Mikið vetrarríki hefur sett samgöngur í norðaustanverðum Bandaríkjunum algerlega úr skorðum undanfarna daga. Snjó hefur kyngt niður en einnig hefur blásið hressilega. Hundruðum flugferða hefur verið aflýst og skólar og ýmsar stofnanir hafa að mestu verið lokaðar. 15.2.2007 13:15 Íslenskar ljósmyndir 2006 Næstkomandi laugardag hefst árleg ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags íslands í Gerðarsafni í Kópavogi. Veitt verða verðlaun í 10 flokkum m.a. fyrir mynd ársins og fréttamynd. Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir alla flokka, að mynd ársins undanskyldri. Glitnir leggur til verðlaunin. 15.2.2007 13:05 Vilja taka við flóttamönnum Írösk stjórnvöld hafa lokað landamærunum að Sýrlandi og Íran til að stöðva vopnaflutninga og ferðir vígamanna til landsins. Þá greindu bandarísk stjórnvöld frá því í gær að þau væru reiðubúin til að taka við sjö þúsund íröskum flóttamönnum á næstunni. 15.2.2007 12:45 Óraunhæf hugmynd Það er óraunhæf hugmynd að leggja alla áherslu á mannfjölgun á Austurlandi í tengslum við framkvæmdir álvers Alcoa í Reyðafirði. Þetta segir lektor við Háskólann á Akureyri vegna nýrrar skýrslu Hagstofunnar sem sýnir að fólki fækkar á Austurlandi. 15.2.2007 12:30 Réttarhöld hafin vegna Madrídarárásanna Réttarhöld hófust í Madríd í morgun yfir 29 manns sem ákærðir eru fyrir að hafa staðið fyrir hryðjuverkum í borginni í mars 2004. 191 týndi lífi í árásunum sem gerðar voru á járnbrautarlestar borgarinnar. 15.2.2007 12:15 Börn hjálpa börnum Söfnunin Börn hjálpa börnum hófst formlega í morgun þegar borgarráð tók hlé á fundahöldum sínum til að taka á móti tuttugu börnum úr Melaskóla. Þrjú þúsund börn munu ganga í hús og safna framlögum í bauka til að vinna stórvirki gegnum ABC barnahjálp. ABC er alfarið íslenskt framtak og allt fé til verkefna sent héðan. Á síðasta ári voru sendar um 135 milljónir króna til hjálpar bágstöddum börnum víðs vegar um heiminn og er starfið nú með um 7.000 börn á framfæri, þar af um 3þ000 börn í fullri framfærslu á heimavistum eða barnaheimilum. Fólk er hvatt til að taka vel á móti þeim börnum sem munu banka upp á og óska eftir framlagi fyrir starf ABC. 15.2.2007 12:00 Olíufélög virðast taka meira til sín Olíufélögin virðast græða allt að sex krónum meira fyrir hvern seldan bensínlítra nú en þau gerðu að meðaltali í júlí í fyrra þegar olíuverð á heimsmarkaði var í hámarki. Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki síðastliðið sumar en hefur lækkað síðan, eins hefur staða krónu styrkst gagnvart dollara síðan. 15.2.2007 12:00 Íslenskir hönnuðir í Kaupmannahöfn Fjórir íslenskir hönnuðir tóku þátt í sýningunni CPH Vision sem haldin var dagana 8.-11. febrúar í Öksnehallen í Kaupmannahöfn. Íslensku hönnuðirnir sýndu haust- og vetrarlínu sína fyrir 2008 og voru ánægðir með móttökurnar. CPH vision er ein stærsta sölusýning sinnar tegundar í Skandinavíu og kemur fjöldi alþjóðlegra kaupenda á hana. 15.2.2007 11:58 Ástandið versnar í Tsjad Svo virðist sem átökin í Darfur-héraði í Súdan séu að breiðast til nágrannalandsins Tsjad og liggur við neyðarástandi í landinu vegna ofbeldis og hungursneyðar. Utanríkisráðherra landsins segir neyðarfund sem halda á í dag með fulltrúum Tsjad, Súdan og Miðafríkulýðveldisins algjörlega gagnslausan. 15.2.2007 11:54 Útþrá fyrir ungt fólk í útlöndum Hitt húsið verður á morgun með kynningu á Útþrá 2007. Kynningin miðar að námi, starfi og leik í útlöndum fyrir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára. Sextán aðilar og fyrirtæki kynna starfsemi sína sem snýr einnig að ferðum og sjálfboðasatörfum. Allir eru velkomnir í húsnæði Hins hússins að Pósthússtræti 3-5. Kynningin hefst klukkan 16. Enginn aðgangseyrir er að fundinum og boðið verður upp á veitingar. 15.2.2007 11:45 Heimilislausir kjósendur undirrita sáttmála Nýtt afl krefst þess nú með undirritun sáttmála á netinu að Samfylkingin setji fram markvissa stefnu í ýmsum málum sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki tekið nægilega ábyrgð á. Hópurinn hefur fylgst með stjórnmálum af hliðarlínunni og telur sig hafa verið heimilislausa í stjórnmálum. Óánægja hans snýr aðallega að hagstefnu stjórnvalda, hávöxtum, stórvirkjanaframkvæmdum og vegna “Evrópumets í okri á neytendum.” 15.2.2007 11:22 Gegn veggjakroti og tyggjóklessum Reykjavíkurborg tók í vikunni í notkun nýja háþrýstidælu til að hreinsa veggjakrot af eignum borgarinnar. Dælunni fylgir einnig búnaður til að hreinsa burt tyggjóklessur. Um er að ræða öfluga dælu sem hitar vatn upp í 120 gráður og dælir því með allt að 210 bara þrýstingi. Nóg er af verkefnum fyrir nýju dæluna, en tveir menn munu vera í verkefnum með dæluna næstu vikur. 15.2.2007 10:45 Heimdallur 80 ára Félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík er 80 ára í dag og fagnar afmælinu í Valhöll. Heiðursgestur verður Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri sjálfstæðisflokksins. Gullmerki Heimdallar verður veitt tveimur einstaklingum, en núverandi formaður Erla Ósk Ásgeirsdóttir mun flytja ávarp. Þá verður opnuð ný vefsíða Heimdallar, frelsi.is. 15.2.2007 10:27 Bænum ber að stöðva framkvæmdir í Álafosskvos Mosfellsbæ ber að stöðva framkvæmdir sem hafnar eru við lagningu Helgafellsbrautar. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála kvað í gær upp bráðabirgðaúrskurð þessa efnis og hefur nefndin nú frest til loka aprílmánaðar til að úrskurða um lögmæti framkvæmdanna. 15.2.2007 10:18 Sjá næstu 50 fréttir
Flugrán framið í Máritaníu Máritanískri farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 var rænt í dag. Henni var flogið til Kanaríeyjanna og var að lenda þar rétt í þessu. Vélinni var áður flogið til Vestur-Sahara til þess að taka eldsneyti. Ekki er vitað hversu margir eru um borð í vélinni eða hvað flugræningjunum gengur til. 15.2.2007 19:14
Dagskráin í Baugsmálinu farin úr böndunum Dómari í Baugsmálinu stöðvaði í dag spurningar setts ríkissaksóknara. Hann sagði dagskrána hafa farið úr öllum böndum og að settur ríkissaksóknari gæti sjálfum sér um kennt. Verjandi Jóns Ásgeirs las í dag upp úr tölvupósti þar sem kvennamál Jóns Ásgeirs komu við sögu. 15.2.2007 18:51
Kosning hafin um álversstækkun Hafnfirðingar geta byrjað að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík því utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst í dag. Kosið er á bæjarskrifstofunum að Strandgötu 6 á skrifstofutíma fram að kjördegi, þrítugasta og fyrsta mars. 15.2.2007 18:50
Samgönguráðherra er brandarakarl Samgönguráðherra var kallaður brandarakarl þegar hann mælti fyrir samgönguáætlun á Alþingi í dag og sagðist ætla að lyfta grettistaki í samgöngumálum þjóðarinnar. Stjórnarandstæðingar minntu á að hann og Sjálfstæðisflokkurinn væru þekktir fyrir að svíkja kosningaloforð sín í samgöngumálum. 15.2.2007 18:46
Sigldi á varðskipið Danska varðskipið Hvítabjörninn hefur undanfarna tvo sólarhringa staðið í stappi við franska togarann Bruix sem grunaður er um ólöglegar skötuselsveiðar við miðlínuna á milli Færeyja og Bretlands. Hvítabjörninn hafði fyrst afskipti af togaranum í fyrradag. 15.2.2007 18:45
Líkamsræktarfólk helstu neytendur efidríns Þeir sem stunda líkamsrækt eru helstu neytendur efidríns en Tollgæslan í Reykjavík lagði hald á tvö hundruð og fjörtíu þúsund ólöglegar efidríntöflur í venjulegri vörusendingu nú rétt fyrir helgi. Þetta er mesta magn efidríns sem lagt hefur verið hald á hér á landi. 15.2.2007 18:45
Engin sátt um ferjuhöfn á Bakkafjöru Það er fáránlegt og ekki boðlegt að ráðast í gerð ferjuhafnar á Bakkafjöru án þess að jarðgangakostur til Vestmannaeyja hafi verið rannsakaður. Þetta segir Árni Johnsen, sem telur jarðgöng mun hagkvæmari lausn. 15.2.2007 18:31
Vill engum spurningum svara Réttarhöld hófust í morgun yfir 29 mönnum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Madríd á Spáni í mars 2004 sem kostuðu 191 mannslíf. Einn sakborninganna neitaði að svara spurningum réttarins í dag. 15.2.2007 18:30
Matvörur í fóstur Talsmaður neytenda leggur til að hver og einn einasti neytandi taki eina vöru eða þjónustu í fóstur. Þannig geti þeir fylgst með af alvöru hvort birgjar og kaupmenn standi sig í að lækka vöru og þjónustu eftir fyrsta mars næstkomandi. Hann segir þetta þó ekki losa stjórnvöld frá eftirlitsskyldu sinni. 15.2.2007 18:30
Jóhanna hundskammar bankana fyrir okur, græðgi og samráð Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður, sakaði bankana um yfirgengilegt okur og græðgi, samráð og samkeppnishindranir í þingræðu í dag. Hún sagði þá hunsa tilmæli samkeppniseftirlits og hvatti viðskiptaráðherra til að brjóta upp samstarf þeirra með lögum. 15.2.2007 18:27
Útlent nautakjöt selt sem íslenskt Á sjötta hundrað tonn af nautakjöti voru flutt til Íslands á síðasta ári. Þó virðist heyra til undantekninga að íslenskir neytendur séu upplýstir um upprunaland vörunnar. Hluti kjötsins kemur frá löndum þar sem gin- og klaufaveikifaraldur hefur komið upp á síðustu árum, eins og Hollandi og Frakklandi. 15.2.2007 18:15
Venesúela bætir eftirlit við olíustöðvar Varnarmálaráðherra Venesúela sagði í dag að varnir landsins yrðu styrktar vegna yfirlýsinga hryðjuverkahóps um að ráðast ætti á olíustöðvar þeirra landa sem sjá Bandaríkjunum fyrir olíu. 11 prósent af olíu sem flutt er inn til Bandaríkjanna kemur frá Venesúela. 15.2.2007 18:14
Sýknaði ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar. Hann taldi sig hafa beðið skaða vegna þess að íslenska ríkið hélt einkarétti til innflutnings og heildsöludreifingar á áfengi eftir gildistöku EES-samningsins 1. janúar 1994. 15.2.2007 17:53
Kalt bað Íbúar, í nágrenni nýju íþróttamiðstöðvarinnar í Mosfellsbæ, lentu í vandræðum með heita vatnið á heimilum sínum þegar vatni var hleypt á útisundlaug, og munu hafa velt fyrir sér hvort heitar sturtur heima við heyrðu nú sögunni til. Byggingafulltrúi bæjarins segir það af og frá. Hins vegar eigi eftir að ganga frá tengingum og frágangi á vatnslögnum við laugina. 15.2.2007 17:30
Tólf mánuðir fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur staðfesti í dag 12 mánaða fangelsisdóm úr Héraðsdómi Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli systurdóttur hans. Framburður stúlkunnar var lagður til grundvallar dómnum ásamt vottorðum lækna og framburði móður stúlkunnar. 15.2.2007 17:17
Putin býr í haginn Vladimir Putin, forseti Rússlands tilkynnti í dag að Sergei Ivanov, aðstoðar forsætisráðherra hefði verið hækkaður í tign upp í fyrsti aðstoðar forsætisráðherra. Ivanov er talinn manna líklegastur til þess að taka við af Putin, sem forseti, á næsta ári. 15.2.2007 16:50
"Blaut tuska," segir Dagur um samgönguáætlun Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi segir að samgönguáætlun sé eins og "blaut tuska framan í borgarstjóra." Hann segir á heimasíðu sinni í dag að enn þurfi að búa við óviðunandi óvissu um fjármögnun Sundabrautar því einkafjármögnun fyrir á annan tug milljarða sé óútfærð og ávísað á framtíðina. 15.2.2007 16:42
Fær ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu kvartaði yfir því að fá ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í dag. Dómari ákvað að að yfirheyrslum hans yfir Jóni yrði hætt um sinn klukkan 16.15 í dag. Arngrímur Ísberg dómari í byrsti sig við saksóknara og sagði að saksóknari gæti sjálfum sér um kennt að fá ekki lengri tíma til að yfirheyra Jón Ásgeir. 15.2.2007 16:28
Búa sig undir stórsókn talibana George Bush mun í dag tilkynna um fjölgun bandarískra og NATO hermanna í Afganistan, að sögn háttsetts embættismanns í Washington. Fjölgunin er til þess að mæta yfirvofandi stórsókn talibana sem búist er við að hefjist um leið og snjóa leysir í fjöllunum og vegir og vegaslóðar verða greiðfærir. 15.2.2007 16:26
Hnetusmjör innkallað vegna gruns um salmonellusýkingu Peter Pan hnetusmjör hefur verið innkallað vegna gruns um salmonellusýkingu. Allir sem eiga Peter Pan krukkur með framleiðslunúmeri sem hefst á tölunum 2111 ættu að farga þeim eða skila til verslunarinnar þar sem þær voru keyptar. 15.2.2007 16:20
Horfnir vélsleðar fundust við bóndabæ Lögregla hefur fundið tvo vélsleða af Yamaha gerð sem hurfu frá Frostagötu á Akureyri seint í janúar. Þeir fundust við bóndabæ í Húnavatnssýslu. Tveir menn hafa játað að hafa tekið sleðana og farið með þá vestur í Húnavatnssýslu. 15.2.2007 16:05
Skákakademía Reykjavíkur sett á laggirnar Borgarráð samþykkti í morgun að sett yrði á laggirnar sjálfseignarstofnunin Skákakademía Reykjavíkur. Markmið hennar er að vinna að eflingu skáklistarinnar í borginni. Þá er stefnt að því að Reykjavík verði orðin Skákhöfuðborg heimsins árið 2010. Verkefnisstjóri verður ráðinn til sex mánaða til að undirbúa stofnunina. 15.2.2007 16:00
Hvað gerir fyrirtæki samkeppnishæf? Viðskiptafræðingar ætla að leita svara við spurningum um samkeppnishæfni fyrirtækja á ráðstefnu á Nordica hóteli á morgun, föstudag. Meðal spurninga sem settar verða fram eru vað ráði mestu um samkeppnishæfnina, hvaða máli skipti að fyrirtæki séu íslensk, hvað þurfi að gera til að efla samkeppnishæfni Íslands og hverjir eigi að taka þátt í því verkefni. 15.2.2007 15:48
Tveir handteknir vegna handrukkunar Maður var numinn á brott um hádegisbil í dag eftir meintar líkamsmeiðingar tveggja handrukkara. Honum var hótað frekari barsmíðum ef hann útvegaði ekki peninga til að greiða skuld. Atvikið átti sér stað við útibú SPRON í Skeifunni. Maður og kona á þrítugsaldri eru í haldi lögreglu grunuð um verknaðinn. 15.2.2007 15:31
Keyrt á vegfaranda í Lönguhlíð Keyrt var á vegfaranda í Lönguhlíð nú rétt í þessu. Lögreglan er enn á vettvangi. Nánari upplýsingar hafa enn ekki verið gefnar um ástand vegfarandans eða aðstæður á slysstað. 15.2.2007 15:20
Lystisnekkja eða skemmtibátur? Fimmtán verslunarstjóarar Bónuss fóru í skemmtiferð með Viking snekkjunni í Florida sem nú er til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tekist var á um hvort bátarnir þrír væru skemmtibátar eða lystisnekkjur eins og saksóknari vildi kalla þá. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði um skemmtibáta að ræða. 15.2.2007 15:08
Samstarf um aðstoð við fátæka í Afríku Hjálparstarf kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun Íslands gerðu í dag fimmtíu milljóna króna samstarfssamninga um verkefni í Úganda og Malaví. Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri ÞSSÍ og Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins skrifuðu undir samningana. 15.2.2007 14:28
Kathleen meiddi sig Kviðdómur í Austin í Texas hafði mikla samúð með Kathleen Robertsson sem hafði mátt þola bæði kvalir og vinnutap þegar hún braut á sér öklann. Húsgagnaverslunin sem átti sök á öklabrotinu harðneitaði að greiða henni nokkrar bætur. 15.2.2007 14:26
Mistök komin á teikniborðið Arkitekt hjúkrunarheimilisins Eirar er langt kominn með frumteikningar og hönnun menningarmiðstöðvar í Spöng í Grafarvogi. Um mistök var að ræða þegar menningarmiðstöðin var sett inn í viljayfirlýsingu borgarinnar um byggingu þjónustuíbúða fyrir hjúkrunarheimilið Eir. Þetta segir Steinunn Valdís Óskarsstjóri oddviti Samfylkingar í borgarstjórn. 15.2.2007 14:01
Steinunn Valdís tekur við af Degi Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók við störfum oddvita Samfylkingarinnar á borgarráðsfundi í dag. Hún tekur við af Degi B. Eggertssyni sem fer í fæðingarorlof til 1. apríl. Þá tók Björk Vilhelmsdóttir sæti Dags í borgarráði. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingar er því einungis skipaður konum. Það er í fyrsta sinn síðan á dögum kvennaframboðs. 15.2.2007 13:36
Vetrarríkið veldur usla Mikið vetrarríki hefur sett samgöngur í norðaustanverðum Bandaríkjunum algerlega úr skorðum undanfarna daga. Snjó hefur kyngt niður en einnig hefur blásið hressilega. Hundruðum flugferða hefur verið aflýst og skólar og ýmsar stofnanir hafa að mestu verið lokaðar. 15.2.2007 13:15
Íslenskar ljósmyndir 2006 Næstkomandi laugardag hefst árleg ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags íslands í Gerðarsafni í Kópavogi. Veitt verða verðlaun í 10 flokkum m.a. fyrir mynd ársins og fréttamynd. Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir alla flokka, að mynd ársins undanskyldri. Glitnir leggur til verðlaunin. 15.2.2007 13:05
Vilja taka við flóttamönnum Írösk stjórnvöld hafa lokað landamærunum að Sýrlandi og Íran til að stöðva vopnaflutninga og ferðir vígamanna til landsins. Þá greindu bandarísk stjórnvöld frá því í gær að þau væru reiðubúin til að taka við sjö þúsund íröskum flóttamönnum á næstunni. 15.2.2007 12:45
Óraunhæf hugmynd Það er óraunhæf hugmynd að leggja alla áherslu á mannfjölgun á Austurlandi í tengslum við framkvæmdir álvers Alcoa í Reyðafirði. Þetta segir lektor við Háskólann á Akureyri vegna nýrrar skýrslu Hagstofunnar sem sýnir að fólki fækkar á Austurlandi. 15.2.2007 12:30
Réttarhöld hafin vegna Madrídarárásanna Réttarhöld hófust í Madríd í morgun yfir 29 manns sem ákærðir eru fyrir að hafa staðið fyrir hryðjuverkum í borginni í mars 2004. 191 týndi lífi í árásunum sem gerðar voru á járnbrautarlestar borgarinnar. 15.2.2007 12:15
Börn hjálpa börnum Söfnunin Börn hjálpa börnum hófst formlega í morgun þegar borgarráð tók hlé á fundahöldum sínum til að taka á móti tuttugu börnum úr Melaskóla. Þrjú þúsund börn munu ganga í hús og safna framlögum í bauka til að vinna stórvirki gegnum ABC barnahjálp. ABC er alfarið íslenskt framtak og allt fé til verkefna sent héðan. Á síðasta ári voru sendar um 135 milljónir króna til hjálpar bágstöddum börnum víðs vegar um heiminn og er starfið nú með um 7.000 börn á framfæri, þar af um 3þ000 börn í fullri framfærslu á heimavistum eða barnaheimilum. Fólk er hvatt til að taka vel á móti þeim börnum sem munu banka upp á og óska eftir framlagi fyrir starf ABC. 15.2.2007 12:00
Olíufélög virðast taka meira til sín Olíufélögin virðast græða allt að sex krónum meira fyrir hvern seldan bensínlítra nú en þau gerðu að meðaltali í júlí í fyrra þegar olíuverð á heimsmarkaði var í hámarki. Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki síðastliðið sumar en hefur lækkað síðan, eins hefur staða krónu styrkst gagnvart dollara síðan. 15.2.2007 12:00
Íslenskir hönnuðir í Kaupmannahöfn Fjórir íslenskir hönnuðir tóku þátt í sýningunni CPH Vision sem haldin var dagana 8.-11. febrúar í Öksnehallen í Kaupmannahöfn. Íslensku hönnuðirnir sýndu haust- og vetrarlínu sína fyrir 2008 og voru ánægðir með móttökurnar. CPH vision er ein stærsta sölusýning sinnar tegundar í Skandinavíu og kemur fjöldi alþjóðlegra kaupenda á hana. 15.2.2007 11:58
Ástandið versnar í Tsjad Svo virðist sem átökin í Darfur-héraði í Súdan séu að breiðast til nágrannalandsins Tsjad og liggur við neyðarástandi í landinu vegna ofbeldis og hungursneyðar. Utanríkisráðherra landsins segir neyðarfund sem halda á í dag með fulltrúum Tsjad, Súdan og Miðafríkulýðveldisins algjörlega gagnslausan. 15.2.2007 11:54
Útþrá fyrir ungt fólk í útlöndum Hitt húsið verður á morgun með kynningu á Útþrá 2007. Kynningin miðar að námi, starfi og leik í útlöndum fyrir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára. Sextán aðilar og fyrirtæki kynna starfsemi sína sem snýr einnig að ferðum og sjálfboðasatörfum. Allir eru velkomnir í húsnæði Hins hússins að Pósthússtræti 3-5. Kynningin hefst klukkan 16. Enginn aðgangseyrir er að fundinum og boðið verður upp á veitingar. 15.2.2007 11:45
Heimilislausir kjósendur undirrita sáttmála Nýtt afl krefst þess nú með undirritun sáttmála á netinu að Samfylkingin setji fram markvissa stefnu í ýmsum málum sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki tekið nægilega ábyrgð á. Hópurinn hefur fylgst með stjórnmálum af hliðarlínunni og telur sig hafa verið heimilislausa í stjórnmálum. Óánægja hans snýr aðallega að hagstefnu stjórnvalda, hávöxtum, stórvirkjanaframkvæmdum og vegna “Evrópumets í okri á neytendum.” 15.2.2007 11:22
Gegn veggjakroti og tyggjóklessum Reykjavíkurborg tók í vikunni í notkun nýja háþrýstidælu til að hreinsa veggjakrot af eignum borgarinnar. Dælunni fylgir einnig búnaður til að hreinsa burt tyggjóklessur. Um er að ræða öfluga dælu sem hitar vatn upp í 120 gráður og dælir því með allt að 210 bara þrýstingi. Nóg er af verkefnum fyrir nýju dæluna, en tveir menn munu vera í verkefnum með dæluna næstu vikur. 15.2.2007 10:45
Heimdallur 80 ára Félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík er 80 ára í dag og fagnar afmælinu í Valhöll. Heiðursgestur verður Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri sjálfstæðisflokksins. Gullmerki Heimdallar verður veitt tveimur einstaklingum, en núverandi formaður Erla Ósk Ásgeirsdóttir mun flytja ávarp. Þá verður opnuð ný vefsíða Heimdallar, frelsi.is. 15.2.2007 10:27
Bænum ber að stöðva framkvæmdir í Álafosskvos Mosfellsbæ ber að stöðva framkvæmdir sem hafnar eru við lagningu Helgafellsbrautar. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála kvað í gær upp bráðabirgðaúrskurð þessa efnis og hefur nefndin nú frest til loka aprílmánaðar til að úrskurða um lögmæti framkvæmdanna. 15.2.2007 10:18