Fleiri fréttir Lögfræðingar Libbys ljúka máli sínu Lögfræðingar Lewis „Scooters“ Libbys hafa lokið máli sínu eftir aðeins þriggja daga vörn. Libby er sakaður um að hafa logið að rannsóknarmönnum sem voru að reyna að komast að því hver lak upplýsingum um Valerie Plame, útsendara CIA. 14.2.2007 23:00 Málsókn gegn MySpace vísað frá Fyrirtækið News Corp. skýrði frá því í dag að fylkisréttur hefði vísað frá máli gegn MySpace vefsíðunni. Foreldrar tveggja stúlkna sem urðu fórnarlömb kynferðisafbrotamanna höfðuðu málið á þeim forsendum að MySpace hefði getað komið í veg fyrir atvikin. MySpace vefurinn á þó yfir höfði sér fleiri málsóknir af svipuðum toga. 14.2.2007 22:34 Skemmdarverkin í Hafnarfirði upplýst Þrír piltar, 15 til 17 ára, voru handteknir fyrr í dag en þeir voru grunaðir um fjölda skemmdarverka í og við Hafnarfjörð síðastliðna nótt. Ljóst er að tjónið hleypur á milljónum. Piltarnir viðurkenndu brot sín við yfirheyrslur í kvöld og telst málið nú upplýst að fullu. Þeir eru nú frjálsir ferða sinna. 14.2.2007 22:15 Arctic Monkeys sigursælir Arctic Monkeys voru sigurvegarar Brit verðlaunanna sem fram fóru í Lundúnum í kvöld. Þeir unnu bæði verðlaun fyrir að vera besta breska hljómsveitin og að hafa gefið út bestu bresku plötuna. 14.2.2007 22:01 Los Angeles verður þráðlaus 2009 Borgarstjórinn í Los Angeles hefur ákveðið að borgaryfirvöld muni bjóða upp á frítt, eða mjög ódýrt, þráðlaust net fyrir alla borgarbúa. Verkefnið á að vera tilbúið árið 2009 og verður eitt stærsta þráðlausa net Bandaríkjanna. 14.2.2007 21:51 11 íranskir hermenn láta lífið í sprengjuárás Ellefu íranskir hermenn létu lífið og 31 slösuðust í dag eftir að bíl með sprengiefnum var keyrt á rútu sem þeir voru í. Atvikið átti sér stað í borg í suðurhluta Íran. 14.2.2007 21:31 Framboðslistar VG í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík-norður samþykktir Framboðslistar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi alþingiskosningar voru samþykktir á félagsfundi fyrir stundu. Ögmundur Jónasson skipar efsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi en Katrín Jakobsdóttir leiðir í Reykjavíkurkjördæmi-norður. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, er þar í öðru sæti. 14.2.2007 21:00 Lögðu hald á fjögur tonn af kókaíni Spænska lögreglan skýrði frá því í dag að hún hefði lagt hald á að minnsta kosti fjögur tonn af kókaíni í snekkju á Gíbraltarsundi. Lögreglan í Portúgal náði einu og hálfu tonni af sama efni í tengdri aðgerð nálægt eyjunni Madeira stuttu seinna. Spænska lögreglan fór um borð í snekkjuna Challenger í gær og fluttu hana til hafnar í Almeria til þess að leita að eiturlyfjum. 14.2.2007 20:49 Námuverkamenn í Mexíkó minnast fallinna félaga Mexíkóskir námuverkamenn fara í verkfall 19. febrúar til þess að minnast þeirra 65 námuverkamanna sem létust í námusprengingu í fyrra. Talsmenn stéttarfélagsins skýrði ekki frá því hversu langt verkfallið yrði. Tilgangurinn með verkfallinu er að setja þrýsting á stjórnvöld og hvetja þau til þess að beita eigendur námunnar refsiaðgerðum. Stéttarfélagið er reyndar klofið í tvennt svo ekki er vitað hversu margir eiga eftir að taka þátt í verkfallinu. 14.2.2007 20:33 Leiftrandi risasmokkur Japanskir vísindamenn birtu í dag myndir af risasmokkfiski í sínum náttúrulegum heimkynnum, þær fyrstu í sögunni, að þeirra sögn. Á myndunum sést skepnan svamla fimlega um öngul vísindamannanna og af og til bregður fyrir daufu leiftri úr örmum hennar. 14.2.2007 20:00 Fólki fækkar á Austurlandi og Norðurlandi Hagstofa Íslands hefur nú sent frá sér nýtt Hagtíðindahefti í ritröðinni Mannfjöldi um Búferlaflutninga 1986-2006. Þar kemur fram að flutningsjöfnuður var neikvæður á öllum svæðum landsins fyrir utan höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Suðurland. 14.2.2007 20:00 Nýr formaður KSÍ hefur ekki enn svarað Mannréttindanefnd Knattspyrnusamband Íslands hefur enn ekki svarað erindi Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um stöðu kynjanna innan sambandsins. Erindið var upphaflega sent í nóvember og aftur nú í byrjun febrúar. Nýkjörinn formaður segir fráfarandi formann ekki hafa komist í málið vegna dvalar sinnar erlendis og segist ekki vilja tjá sig um málið nú. 14.2.2007 19:45 Veitti saksóknara ítrekaðar ákúrur Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga í yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Þriðja daginn í röð sat forstjóri Baugs fyrir svörum, nú varðandi meint bókhaldsbrot tengd Baugi. 14.2.2007 19:45 Tíunda hvert íslenskt barn einmana Velsæld barna í iðnríkjunum er minnst í Bretlandi og Bandaríkjunum en best líður þeim á Norðurlöndunum. Heilbrigði barna er óvíða betri en hér á landi en fjölskyldu- og vinatengslum íslenskra barna er ábótavant. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 14.2.2007 19:30 Skemmdarfíkn þriggja drengja fékk útrás á þrjátíu bílum í nótt Þrír drengir á aldrinum fimmtán til sautján ára eru grunaðir um stórfelld skemmdarverk á þrjátíu bílum og vinnuskúr í Hafnarfirði í nótt. 14.2.2007 19:30 Mokveiði úti fyrir Vestmannaeyjum Mikil loðna er nú rétt úti fyrir Vestamannaeyjum en afar óvenjulegt er að loðna veiðist þar á þessum árstíma en loðnan sækir á þessar slóðir um mánaðamót febrúar og mars. 14.2.2007 19:15 Berdymukhamedov sór embættiseiðinn Kurbanguly Berdymukhamedov sór í dag embættiseið sem forseti Mið-Asíulýðveldisins Túrkmenistans, við hátíðlega athöfn. Berdymukhamedov fær það erfiða hlutskipti að feta í fótspor Saparmurats Niyazov, sem þekktur var sem Turkmenbashi, eða faðir allra Túrkmena, en hann andaðist í desember síðastliðnum. 14.2.2007 19:00 Kjaramál kennara ekki mál ríkisstjórnar Stjórnarandstaðan reyndi árangurslaust á Alþingi í dag að knýja fram svör frá ríkisstjórn um hvað hún hygðist gera í kjaramálum grunnskólakennara. Forsætisráðherra svaraði einfaldlega að launamál kennara væru verkefni sveitarfélaganna. 14.2.2007 18:45 Ferjuhöfn á Bakka og ný Vestmannaeyjaferja á næstu 3 árum Ríkið hyggst verja fimm milljörðum króna á næstu þremur árum til ferjuhafnar í Bakkafjöru og til smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, samkvæmt stefnumörkun samgönguáætlunar. Hafnargerðin á að hefjast á næsta ári og ljúka árið 2010. Guðjón Hjörleifsson alþingismaður spáir því að þessar framkvæmdir leiði til sameiningar Rangárþings og Eyja. 14.2.2007 18:30 Hönnun Þjórsárvirkjana boðin út Landsvirkjun hefur hafið útboðsferli fyrir þrjár umdeildar virkjanir í neðri Þjórsá. Í gær kom í ljós að þrjú tilboð bárust í hönnun virkjananna. Hönnun fyrir útboð á að ljúka í marsmánuði á næsta ári. 14.2.2007 18:30 Ekkert opinbert tungumál á Íslandi Ekkert opinbert tungumál er til á Íslandi og menn mættu þessvegna tala sanskrít á Alþingi. Athygli var vakin á þessu í fyrirspurnartíma í þinginu í dag og hvöttu bæði þingmenn og ráðherra til þess að ákvæði yrði sett í stjórnarskrá um að íslenska væri ríkistungumál Íslands. 14.2.2007 18:30 Evrópuþingið fordæmir fangaflugið Evrópuþingið lagði í dag blessun sína yfir skýrslu þar sem ríkisstjórnir allmargra Evrópulanda eru fordæmdar fyrir að hafa veitt bandarísku leyniþjónustunni, CIA, heimildir til að taka þar grunaða hryðjuverkamenn höndum og flytja þá til staða þar sem þeir sættu illri meðferð. 14.2.2007 18:30 Vilja banna hjónabönd samkynhneigðra í Nígeríu Stjórnmálamenn í Nígeríu lögðu í dag fram frumvarp um að banna hjónabönd samkynhneigðra. Frumvarpið féll í góðan jarðveg þó svo fámennur hópur hefði talað fyrir réttindum samkynhneigðra. Samkynhneigð er þegar ólögleg í Nígeríu en frumvarpið myndi tryggja að þeir gætu ekki gift sig. Frumvarpið er tilkomið vegna lögleiðinga hjónabanda samkynhneigðra í vestrænum löndum undanfarið. 14.2.2007 17:57 Bush vongóður um friðsamlega lausn Íransdeilu George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði síðdegis að hann væri þeirrar skoðunnar að Bandaríkin og samherjar þeirra nálguðust friðsama lausn á deilu sinni við Íran. Deilurnar snúast um kjarnorkuáætlun Írana. Bush sagði jafnframt að hann efaði að veinar viðræður ríkjanna tveggja myndu bera árangur. 14.2.2007 17:39 Forneskjulegar og niðurlægjandi skoðanir Samtökin 78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skoðana sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið um að hægt sé að breyta kynhneigð fólks. Samtökin segja skoðanirnar forneskjulegar og niðurlægjandi og þær lýsi vanþekkingu á lífi samkynhneigðra. 14.2.2007 16:56 Þrír handteknir í Hafnarfirði Þrír piltar á unglingsaldri voru handteknir í húsi í Hafnarfirði í dag vegna skemmdarverka sem unnin voru á tugum bifreiða í Hafnarfirði í nótt. Piltarnir eru 16-17 ára og hafa allir komið ítrekað við sögu lögreglu. Tilkynningar tóku að berast lögreglu í morgun um skemmdir á bílum. Aðallega er um að ræða bifreiðar og vinnuvélar af hesthúsasvæðinu í Almannadal og af iðnaðarsvæðinu austan við Álverið í Straumsvík. 14.2.2007 16:27 Þreyttur á fjölda spurninga saksóknara Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. 14.2.2007 15:58 Svíar að gefast upp á Kastrup Sænskur þingmaður hefur sent dönsku ríkisstjórninni formlega fyrirspurn um hvort hún ætli að gera eitthvað til þess að stytta biðraðir og leysa vandamál sem skapast við innritunarborð á Kastrup flugvelli. Miklar seinkanir hafa verið daglegt brauð á flugvellinum síðustu misserin, og algengt að fólk komist ekki út í flugvélar áður en þær leggja af stað. 14.2.2007 15:43 Tvö kókaín-burðardýr sakfelld Þremenningar á tvítugs- og þrítugsaldri voru í dag sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á tæplega 400 grömmum af kókaíni. Efnin voru flutt inn frá Amsterdam í Hollandi í ágúst á síðasta ári. Burðardýrin tvö voru stöðvuð í tollhliði á Leifsstöð eftir að fíkniefnahundur fann merki um efnin. Þriðji maðurinn var sakfelldur fyrir að skipuleggja innflutninginn. 14.2.2007 15:39 Samvera fyrir börn af upptökuheimilum Laugarneskirkja verður næstkomandi sunnudag með sálgæslusamveru fyrir börn sem hafa verið á upptökuheimilum. Séra Bjarni Karlsson segir að boðað sé til samverunnar í tilefni af þeirri umræðu sem hafi verið um lífsreynslu og stöðu þeirra sem voru börn á upptökuheimilum hins opinbera á árum áður. 14.2.2007 15:11 Von á bóluefni gegn fuglaflensu Evrópska lyfjastofnunin hefur samþykkt að taka við umsókn GlaxoSmithKline um skráningu á nýju bóluefni gegn inflúensuveiru af stofni H5N1, svokallaðri fuglaflensu. Geri Evrópska lyfjastofnunin ekki athugasemdir eða óski eftir frekari gögnum frá fyrirtækinu, má vænta þess að bóluefni gegn fuglaflensu komi á markað á Íslandi og annarstaðar í Evrópu undir lok þessa árs. 14.2.2007 14:57 Afsláttur af fasteignagjöldum aldraðra hækkar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að hækka afslátt af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega um ríflega 20 prósent. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2007. Henni er ætlað að taka mið af verðlagsbreytingum síðasta árs, hækka árlegan afslátt og jafnframt stækka hóp þeirra sem njóta afsláttarins af fasteignagjöldum. 14.2.2007 14:30 Bakaði afmælisköku fyrir starfsfólkið BSRB - Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - er 65 ára í dag. Í tilefni dagsins bakaði Ögmundur Jónasson formaður samtakanna súkkulaðiköku og gaf starfsfólkinu. Tilkoma samtakanna hleypti nýjum krafti í kjarabaráttu opinberra starfsmanna á sínum tíma. 14.2.2007 14:15 Neytendasamtökin vilja lög um transfitusýrur Neytendasamtökin hvetja til þess að sett verði lög um transfitusýrur. Þau segja að rannsóknir hafi sýnt að transfitusýrur séu skaðlegar heilsu manna og þá sérstaklega með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma. 14.2.2007 14:02 Jón Gerald telur brotið gegn sér Jón Gerald Sullenberger segir að brotið sé gegn grundvallarréttindum hans um að fá að vera viðstaddan yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu. Eftirfarandi er yfirlýsing sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum: 14.2.2007 13:57 Verkfall vegna Monu Lisu Verðir í Louvre safninu í París ætla í verkfall. Þeir krefjast hærri launa vegna álags sem fylgir því að gæta málverksins af Monu Lisu eftir Leonardo da Vinci. Launakröfurnar vegna álagsins hljóða upp á rúmar þrettán þúsund íslenskar krónur á mánuði. 14.2.2007 13:35 Tveggja ára laumufarþegi Tveggja ára stúlku tókst að komast frá foreldrum sínum á flugvelli í Þýskalandi og um borð í flugvél á leið til Egyptalands. Foreldrarnir voru að ganga um borð í flugvél á leið til Túnis þegar þau urðu þess vör að stúlkan var horfin. Þau tilkynntu öryggisvörðum flugvallarins í Nürnberg umsvifalaust um hvarf hennar. 14.2.2007 13:15 Evrópuþingið fordæmir fangaflug Evrópuþingið í Strasbourg fordæmdi í dag fangaflug Bandaríkjanna með meinta hryðjuverkamenn og sagði það vera ólöglegt tæki í baráttunni gegn hryðjuverkum. Jafnframt voru ríkisstjórnir og leyniþjónustur Evrópuríkja fordæmdar fyrir að hafa samþykkt þetta athæfi og haldið því leyndu. 14.2.2007 13:15 Brim kaupir togara Brim hefur gengið frá kaupum á frystitogaranum Kleifabergi frá Þormóði ramma. Áhöfninni er boðið að starfa hjá nýjum eigendum í eitt ár. 14.2.2007 13:00 Árangurslítið hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu Ekkert útlit er fyrir að árangur náist á ráðstefnu um hvalveiðar sem nú fer fram í Japan. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir vonbrigði að fjölmörg aðildarríki Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi ákveðið að sniðganga ráðstefnuna. 14.2.2007 13:00 Tvær kærur til viðbótar á Guðmund í Byrginu Tvær konur til viðbótar hafa lagt fram kæru á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Kærurnar eru því orðnar sex talsins. Seint á mánudaginn bárust sýslumanni á Selfossi kærur frá tveimur konum. Kærurnar varða meint kynferðislegt samband í Byrginu og beinast gegn Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. 14.2.2007 12:45 Segist þurfa tvo daga til að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Hádegishlé er nú í Baugsmálinu en í morgun hafa yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannesssyni haldið áfram. Fram kom í máli setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar að hann þyrfti að líkindum bæði daginn í dag og á morgun til að ljúka yfirheyrslum yfir honum. Hugsanlegt væri að það yrði ekki nóg því yfirheyrslur verða aðeins eftir hádegi á morgun. 14.2.2007 12:36 Telur meirihluta hlynntan virkjunum Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur að meirihluti heimamanna sé hlynntur fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá. Hann segir utansveitarfólk hafa verið í meirihluta á fjölmennum fundi í félagsheimilinu Árnesi um síðustu helgi. 14.2.2007 12:30 Unglingaofbeldi viðgekkst í Kópavogi Gróft ofbeldi gegn unglingum viðgekkst á unglingaheimilinu í Kópavogi á áttunda áratugnum. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður, sem segir að fara verði ítarlega yfir starfsemina þar á árum áður. Hann nefnir meðal annars dæmi af dreng sem vistaður var á heimilinu í lengri tíma og mátti þola ítrekað ofbeldi. Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag. 14.2.2007 12:12 Gríðarlegar skemmdir á bílum í Hafnarfirði Gríðarleg skemmdarverk voru unnin á tugum og jafnvel hundruðum bíla í Hafnarfirði í nótt og enn streyma tilkynningar til lögreglu um ný og ný tilvik. Nú þegar er talið að tjónið nemi tugum milljóna króna. 14.2.2007 12:03 Sjá næstu 50 fréttir
Lögfræðingar Libbys ljúka máli sínu Lögfræðingar Lewis „Scooters“ Libbys hafa lokið máli sínu eftir aðeins þriggja daga vörn. Libby er sakaður um að hafa logið að rannsóknarmönnum sem voru að reyna að komast að því hver lak upplýsingum um Valerie Plame, útsendara CIA. 14.2.2007 23:00
Málsókn gegn MySpace vísað frá Fyrirtækið News Corp. skýrði frá því í dag að fylkisréttur hefði vísað frá máli gegn MySpace vefsíðunni. Foreldrar tveggja stúlkna sem urðu fórnarlömb kynferðisafbrotamanna höfðuðu málið á þeim forsendum að MySpace hefði getað komið í veg fyrir atvikin. MySpace vefurinn á þó yfir höfði sér fleiri málsóknir af svipuðum toga. 14.2.2007 22:34
Skemmdarverkin í Hafnarfirði upplýst Þrír piltar, 15 til 17 ára, voru handteknir fyrr í dag en þeir voru grunaðir um fjölda skemmdarverka í og við Hafnarfjörð síðastliðna nótt. Ljóst er að tjónið hleypur á milljónum. Piltarnir viðurkenndu brot sín við yfirheyrslur í kvöld og telst málið nú upplýst að fullu. Þeir eru nú frjálsir ferða sinna. 14.2.2007 22:15
Arctic Monkeys sigursælir Arctic Monkeys voru sigurvegarar Brit verðlaunanna sem fram fóru í Lundúnum í kvöld. Þeir unnu bæði verðlaun fyrir að vera besta breska hljómsveitin og að hafa gefið út bestu bresku plötuna. 14.2.2007 22:01
Los Angeles verður þráðlaus 2009 Borgarstjórinn í Los Angeles hefur ákveðið að borgaryfirvöld muni bjóða upp á frítt, eða mjög ódýrt, þráðlaust net fyrir alla borgarbúa. Verkefnið á að vera tilbúið árið 2009 og verður eitt stærsta þráðlausa net Bandaríkjanna. 14.2.2007 21:51
11 íranskir hermenn láta lífið í sprengjuárás Ellefu íranskir hermenn létu lífið og 31 slösuðust í dag eftir að bíl með sprengiefnum var keyrt á rútu sem þeir voru í. Atvikið átti sér stað í borg í suðurhluta Íran. 14.2.2007 21:31
Framboðslistar VG í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík-norður samþykktir Framboðslistar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi alþingiskosningar voru samþykktir á félagsfundi fyrir stundu. Ögmundur Jónasson skipar efsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi en Katrín Jakobsdóttir leiðir í Reykjavíkurkjördæmi-norður. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, er þar í öðru sæti. 14.2.2007 21:00
Lögðu hald á fjögur tonn af kókaíni Spænska lögreglan skýrði frá því í dag að hún hefði lagt hald á að minnsta kosti fjögur tonn af kókaíni í snekkju á Gíbraltarsundi. Lögreglan í Portúgal náði einu og hálfu tonni af sama efni í tengdri aðgerð nálægt eyjunni Madeira stuttu seinna. Spænska lögreglan fór um borð í snekkjuna Challenger í gær og fluttu hana til hafnar í Almeria til þess að leita að eiturlyfjum. 14.2.2007 20:49
Námuverkamenn í Mexíkó minnast fallinna félaga Mexíkóskir námuverkamenn fara í verkfall 19. febrúar til þess að minnast þeirra 65 námuverkamanna sem létust í námusprengingu í fyrra. Talsmenn stéttarfélagsins skýrði ekki frá því hversu langt verkfallið yrði. Tilgangurinn með verkfallinu er að setja þrýsting á stjórnvöld og hvetja þau til þess að beita eigendur námunnar refsiaðgerðum. Stéttarfélagið er reyndar klofið í tvennt svo ekki er vitað hversu margir eiga eftir að taka þátt í verkfallinu. 14.2.2007 20:33
Leiftrandi risasmokkur Japanskir vísindamenn birtu í dag myndir af risasmokkfiski í sínum náttúrulegum heimkynnum, þær fyrstu í sögunni, að þeirra sögn. Á myndunum sést skepnan svamla fimlega um öngul vísindamannanna og af og til bregður fyrir daufu leiftri úr örmum hennar. 14.2.2007 20:00
Fólki fækkar á Austurlandi og Norðurlandi Hagstofa Íslands hefur nú sent frá sér nýtt Hagtíðindahefti í ritröðinni Mannfjöldi um Búferlaflutninga 1986-2006. Þar kemur fram að flutningsjöfnuður var neikvæður á öllum svæðum landsins fyrir utan höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Suðurland. 14.2.2007 20:00
Nýr formaður KSÍ hefur ekki enn svarað Mannréttindanefnd Knattspyrnusamband Íslands hefur enn ekki svarað erindi Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um stöðu kynjanna innan sambandsins. Erindið var upphaflega sent í nóvember og aftur nú í byrjun febrúar. Nýkjörinn formaður segir fráfarandi formann ekki hafa komist í málið vegna dvalar sinnar erlendis og segist ekki vilja tjá sig um málið nú. 14.2.2007 19:45
Veitti saksóknara ítrekaðar ákúrur Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga í yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Þriðja daginn í röð sat forstjóri Baugs fyrir svörum, nú varðandi meint bókhaldsbrot tengd Baugi. 14.2.2007 19:45
Tíunda hvert íslenskt barn einmana Velsæld barna í iðnríkjunum er minnst í Bretlandi og Bandaríkjunum en best líður þeim á Norðurlöndunum. Heilbrigði barna er óvíða betri en hér á landi en fjölskyldu- og vinatengslum íslenskra barna er ábótavant. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 14.2.2007 19:30
Skemmdarfíkn þriggja drengja fékk útrás á þrjátíu bílum í nótt Þrír drengir á aldrinum fimmtán til sautján ára eru grunaðir um stórfelld skemmdarverk á þrjátíu bílum og vinnuskúr í Hafnarfirði í nótt. 14.2.2007 19:30
Mokveiði úti fyrir Vestmannaeyjum Mikil loðna er nú rétt úti fyrir Vestamannaeyjum en afar óvenjulegt er að loðna veiðist þar á þessum árstíma en loðnan sækir á þessar slóðir um mánaðamót febrúar og mars. 14.2.2007 19:15
Berdymukhamedov sór embættiseiðinn Kurbanguly Berdymukhamedov sór í dag embættiseið sem forseti Mið-Asíulýðveldisins Túrkmenistans, við hátíðlega athöfn. Berdymukhamedov fær það erfiða hlutskipti að feta í fótspor Saparmurats Niyazov, sem þekktur var sem Turkmenbashi, eða faðir allra Túrkmena, en hann andaðist í desember síðastliðnum. 14.2.2007 19:00
Kjaramál kennara ekki mál ríkisstjórnar Stjórnarandstaðan reyndi árangurslaust á Alþingi í dag að knýja fram svör frá ríkisstjórn um hvað hún hygðist gera í kjaramálum grunnskólakennara. Forsætisráðherra svaraði einfaldlega að launamál kennara væru verkefni sveitarfélaganna. 14.2.2007 18:45
Ferjuhöfn á Bakka og ný Vestmannaeyjaferja á næstu 3 árum Ríkið hyggst verja fimm milljörðum króna á næstu þremur árum til ferjuhafnar í Bakkafjöru og til smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, samkvæmt stefnumörkun samgönguáætlunar. Hafnargerðin á að hefjast á næsta ári og ljúka árið 2010. Guðjón Hjörleifsson alþingismaður spáir því að þessar framkvæmdir leiði til sameiningar Rangárþings og Eyja. 14.2.2007 18:30
Hönnun Þjórsárvirkjana boðin út Landsvirkjun hefur hafið útboðsferli fyrir þrjár umdeildar virkjanir í neðri Þjórsá. Í gær kom í ljós að þrjú tilboð bárust í hönnun virkjananna. Hönnun fyrir útboð á að ljúka í marsmánuði á næsta ári. 14.2.2007 18:30
Ekkert opinbert tungumál á Íslandi Ekkert opinbert tungumál er til á Íslandi og menn mættu þessvegna tala sanskrít á Alþingi. Athygli var vakin á þessu í fyrirspurnartíma í þinginu í dag og hvöttu bæði þingmenn og ráðherra til þess að ákvæði yrði sett í stjórnarskrá um að íslenska væri ríkistungumál Íslands. 14.2.2007 18:30
Evrópuþingið fordæmir fangaflugið Evrópuþingið lagði í dag blessun sína yfir skýrslu þar sem ríkisstjórnir allmargra Evrópulanda eru fordæmdar fyrir að hafa veitt bandarísku leyniþjónustunni, CIA, heimildir til að taka þar grunaða hryðjuverkamenn höndum og flytja þá til staða þar sem þeir sættu illri meðferð. 14.2.2007 18:30
Vilja banna hjónabönd samkynhneigðra í Nígeríu Stjórnmálamenn í Nígeríu lögðu í dag fram frumvarp um að banna hjónabönd samkynhneigðra. Frumvarpið féll í góðan jarðveg þó svo fámennur hópur hefði talað fyrir réttindum samkynhneigðra. Samkynhneigð er þegar ólögleg í Nígeríu en frumvarpið myndi tryggja að þeir gætu ekki gift sig. Frumvarpið er tilkomið vegna lögleiðinga hjónabanda samkynhneigðra í vestrænum löndum undanfarið. 14.2.2007 17:57
Bush vongóður um friðsamlega lausn Íransdeilu George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði síðdegis að hann væri þeirrar skoðunnar að Bandaríkin og samherjar þeirra nálguðust friðsama lausn á deilu sinni við Íran. Deilurnar snúast um kjarnorkuáætlun Írana. Bush sagði jafnframt að hann efaði að veinar viðræður ríkjanna tveggja myndu bera árangur. 14.2.2007 17:39
Forneskjulegar og niðurlægjandi skoðanir Samtökin 78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skoðana sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið um að hægt sé að breyta kynhneigð fólks. Samtökin segja skoðanirnar forneskjulegar og niðurlægjandi og þær lýsi vanþekkingu á lífi samkynhneigðra. 14.2.2007 16:56
Þrír handteknir í Hafnarfirði Þrír piltar á unglingsaldri voru handteknir í húsi í Hafnarfirði í dag vegna skemmdarverka sem unnin voru á tugum bifreiða í Hafnarfirði í nótt. Piltarnir eru 16-17 ára og hafa allir komið ítrekað við sögu lögreglu. Tilkynningar tóku að berast lögreglu í morgun um skemmdir á bílum. Aðallega er um að ræða bifreiðar og vinnuvélar af hesthúsasvæðinu í Almannadal og af iðnaðarsvæðinu austan við Álverið í Straumsvík. 14.2.2007 16:27
Þreyttur á fjölda spurninga saksóknara Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. 14.2.2007 15:58
Svíar að gefast upp á Kastrup Sænskur þingmaður hefur sent dönsku ríkisstjórninni formlega fyrirspurn um hvort hún ætli að gera eitthvað til þess að stytta biðraðir og leysa vandamál sem skapast við innritunarborð á Kastrup flugvelli. Miklar seinkanir hafa verið daglegt brauð á flugvellinum síðustu misserin, og algengt að fólk komist ekki út í flugvélar áður en þær leggja af stað. 14.2.2007 15:43
Tvö kókaín-burðardýr sakfelld Þremenningar á tvítugs- og þrítugsaldri voru í dag sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á tæplega 400 grömmum af kókaíni. Efnin voru flutt inn frá Amsterdam í Hollandi í ágúst á síðasta ári. Burðardýrin tvö voru stöðvuð í tollhliði á Leifsstöð eftir að fíkniefnahundur fann merki um efnin. Þriðji maðurinn var sakfelldur fyrir að skipuleggja innflutninginn. 14.2.2007 15:39
Samvera fyrir börn af upptökuheimilum Laugarneskirkja verður næstkomandi sunnudag með sálgæslusamveru fyrir börn sem hafa verið á upptökuheimilum. Séra Bjarni Karlsson segir að boðað sé til samverunnar í tilefni af þeirri umræðu sem hafi verið um lífsreynslu og stöðu þeirra sem voru börn á upptökuheimilum hins opinbera á árum áður. 14.2.2007 15:11
Von á bóluefni gegn fuglaflensu Evrópska lyfjastofnunin hefur samþykkt að taka við umsókn GlaxoSmithKline um skráningu á nýju bóluefni gegn inflúensuveiru af stofni H5N1, svokallaðri fuglaflensu. Geri Evrópska lyfjastofnunin ekki athugasemdir eða óski eftir frekari gögnum frá fyrirtækinu, má vænta þess að bóluefni gegn fuglaflensu komi á markað á Íslandi og annarstaðar í Evrópu undir lok þessa árs. 14.2.2007 14:57
Afsláttur af fasteignagjöldum aldraðra hækkar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að hækka afslátt af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega um ríflega 20 prósent. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2007. Henni er ætlað að taka mið af verðlagsbreytingum síðasta árs, hækka árlegan afslátt og jafnframt stækka hóp þeirra sem njóta afsláttarins af fasteignagjöldum. 14.2.2007 14:30
Bakaði afmælisköku fyrir starfsfólkið BSRB - Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - er 65 ára í dag. Í tilefni dagsins bakaði Ögmundur Jónasson formaður samtakanna súkkulaðiköku og gaf starfsfólkinu. Tilkoma samtakanna hleypti nýjum krafti í kjarabaráttu opinberra starfsmanna á sínum tíma. 14.2.2007 14:15
Neytendasamtökin vilja lög um transfitusýrur Neytendasamtökin hvetja til þess að sett verði lög um transfitusýrur. Þau segja að rannsóknir hafi sýnt að transfitusýrur séu skaðlegar heilsu manna og þá sérstaklega með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma. 14.2.2007 14:02
Jón Gerald telur brotið gegn sér Jón Gerald Sullenberger segir að brotið sé gegn grundvallarréttindum hans um að fá að vera viðstaddan yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu. Eftirfarandi er yfirlýsing sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum: 14.2.2007 13:57
Verkfall vegna Monu Lisu Verðir í Louvre safninu í París ætla í verkfall. Þeir krefjast hærri launa vegna álags sem fylgir því að gæta málverksins af Monu Lisu eftir Leonardo da Vinci. Launakröfurnar vegna álagsins hljóða upp á rúmar þrettán þúsund íslenskar krónur á mánuði. 14.2.2007 13:35
Tveggja ára laumufarþegi Tveggja ára stúlku tókst að komast frá foreldrum sínum á flugvelli í Þýskalandi og um borð í flugvél á leið til Egyptalands. Foreldrarnir voru að ganga um borð í flugvél á leið til Túnis þegar þau urðu þess vör að stúlkan var horfin. Þau tilkynntu öryggisvörðum flugvallarins í Nürnberg umsvifalaust um hvarf hennar. 14.2.2007 13:15
Evrópuþingið fordæmir fangaflug Evrópuþingið í Strasbourg fordæmdi í dag fangaflug Bandaríkjanna með meinta hryðjuverkamenn og sagði það vera ólöglegt tæki í baráttunni gegn hryðjuverkum. Jafnframt voru ríkisstjórnir og leyniþjónustur Evrópuríkja fordæmdar fyrir að hafa samþykkt þetta athæfi og haldið því leyndu. 14.2.2007 13:15
Brim kaupir togara Brim hefur gengið frá kaupum á frystitogaranum Kleifabergi frá Þormóði ramma. Áhöfninni er boðið að starfa hjá nýjum eigendum í eitt ár. 14.2.2007 13:00
Árangurslítið hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu Ekkert útlit er fyrir að árangur náist á ráðstefnu um hvalveiðar sem nú fer fram í Japan. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir vonbrigði að fjölmörg aðildarríki Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi ákveðið að sniðganga ráðstefnuna. 14.2.2007 13:00
Tvær kærur til viðbótar á Guðmund í Byrginu Tvær konur til viðbótar hafa lagt fram kæru á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Kærurnar eru því orðnar sex talsins. Seint á mánudaginn bárust sýslumanni á Selfossi kærur frá tveimur konum. Kærurnar varða meint kynferðislegt samband í Byrginu og beinast gegn Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. 14.2.2007 12:45
Segist þurfa tvo daga til að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Hádegishlé er nú í Baugsmálinu en í morgun hafa yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannesssyni haldið áfram. Fram kom í máli setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar að hann þyrfti að líkindum bæði daginn í dag og á morgun til að ljúka yfirheyrslum yfir honum. Hugsanlegt væri að það yrði ekki nóg því yfirheyrslur verða aðeins eftir hádegi á morgun. 14.2.2007 12:36
Telur meirihluta hlynntan virkjunum Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur að meirihluti heimamanna sé hlynntur fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá. Hann segir utansveitarfólk hafa verið í meirihluta á fjölmennum fundi í félagsheimilinu Árnesi um síðustu helgi. 14.2.2007 12:30
Unglingaofbeldi viðgekkst í Kópavogi Gróft ofbeldi gegn unglingum viðgekkst á unglingaheimilinu í Kópavogi á áttunda áratugnum. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður, sem segir að fara verði ítarlega yfir starfsemina þar á árum áður. Hann nefnir meðal annars dæmi af dreng sem vistaður var á heimilinu í lengri tíma og mátti þola ítrekað ofbeldi. Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag. 14.2.2007 12:12
Gríðarlegar skemmdir á bílum í Hafnarfirði Gríðarleg skemmdarverk voru unnin á tugum og jafnvel hundruðum bíla í Hafnarfirði í nótt og enn streyma tilkynningar til lögreglu um ný og ný tilvik. Nú þegar er talið að tjónið nemi tugum milljóna króna. 14.2.2007 12:03