Fleiri fréttir Stálu frá Coke og reyndu að selja Pepsi Tveir menn, sem sakaðir eru um að hafa ætlað að stela viðskiptaleyndarmálum frá Coca-Cola og selja þau til PepsiCo játuðu sekt sína fyrir dómi í Bandaríkjunum í dag. 23.10.2006 22:52 Vilja Sementsverksmiðjuna í burt Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra, að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga. 23.10.2006 22:20 I-Pod spilarinn 5 ára Fimm áru eru frá því fyrsti iPod spilarinn kom á markað. Með honum er hægt að hlaða niður tónlist af tölvu. Þá má nú sjá á annarri hverri manneskju hvort sem er út á götu, í almenningsfarartækjum eða við vinnu. Apple tölvufyrirtækið framleiðir þessa græju og hefur hún náð mikilli útbreiðslu á ekki lengri tíma. 23.10.2006 21:59 Minnislaus maður finnur ættingja sína Karlmaður sem þjáist að minnisleysi hefur loks fundið fjölskyldu sína eftir að hafa verið týndur og tröllum gefinn í mánuð. Fjölskyldan bar kennsl á manninn eftir að hann óskaði eftir hjálp í sjónvarpsútsendingu. Maðurinn gekk undir nafninu "Al". Nú er komið í ljós að hann heitir Jeff Ingram. 23.10.2006 21:45 Maður handtekinn eftir áhlaup á rútu Lögregla í New York borg í Bandaríkjunum hefur handtekið 28 ára gamlan mann sem hélt því fram að hann væri með sprengju bundna um sig miðjan þegar rúta sem hann var á ferð með lagði á rútustöð á miðri Manhattan síðdegis í dag. Maðurinn er sagður andlega vanheill. Rútustöðin, sem er sú stærsta í borginni og þjónar 200 þúsund farþegum á dag, var rýmd að hluta vegna málsins. 23.10.2006 21:00 OPEC-ríkin ekki samstíga Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði snarlega í dag vegna efasemda um að þau fleiri ríki, sem eigi aðild að OPEC, Samtökum olíuframleiðsluríkja, fylgi fordæmi Sádí Araba og draga úr framleiðslu líkt og fulltrúar ríkja innan samtakanna sömdu um í síðustu viku. Vestanhafs lækkaði verð á hráolíu um 51 sent og er nú rúmir 58 bandaríkjadalir á tunnu. Í Lundúnum lækkaði verð um 48 sent og er nú rúmir 59 bandríkjadalir. 23.10.2006 20:45 Sagður andlega vanheill Maðurinn sem gekk um borð í rútu í New York í dag og sagðist hafa bundið sprengju um sig miðjan er andlega vanheill að sögn lögreglu í borginni. Búið er að rýma um helming stærstu rútumiðstöðvar í borginni af ótta við hryðjuverk. Rútumiðstöðin er staðsett á miðri Manhattan og þjónar 200 þúsund farþegum á dag. 23.10.2006 20:30 Fregnir af áhlaupi á sjónvarpsstöð í Írak Bandarískar hersveitir gerðu í dag húsleit í höfuðstöðvum Al-Furat, sjónvarpsstöðvar sem tengd er Æðsta ráðs íslömsku byltingarinnar í Írak (SCIRI), stærsta stjórnmálaflokki sjía-múslima í Írak. Flokkurinn á sæti í ríkisstjórn Nuris al-Malikis, forsætisráðherra landsins. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir vitnum á vettvangi og starfsmönnum sjónvarpsstöðvarinnar. 23.10.2006 20:15 Bongo býður sig aftur fram Omar Bongu, sem hefur setið á forsetastól í Afríkuríkinu Gabon í nærri 4 áratugi, ætlar að bjóða sig aftur fram til embættisins árið 2012 þegar næst verður kosið. Enginn þjóðarleiðtogi í Afríku hefur lengur gengt embætti forseta. Bongo, sem er 70 ára, var endurkjörinn í nóvember í fyrra og verður hann 76 ára næst þegar Gabonar ganga að kjörborðinu og velja sér forseta. 23.10.2006 20:00 Sprengjuhótun í rútu Lögregla í New York borg í Bandaríkjunum rýmdi stærstu rútustöð í borginn í dag eftir að maður, sem var staddur í rútu, sagðist hafa bundið sprengju um sig miðjan. 23.10.2006 19:57 Lögreglan lúskraði á mótmælendum Lögreglan í Búdapest í Ungverjalandi beitti táragasi gegn mótmælendum sem safnast höfðu saman við þinghús landsins til að minnast þess að hálf öld er í dag liðin frá því að uppreisn hófst gegn leppstjórn Sovétmanna í landinu. 23.10.2006 18:59 Mótmælaskeytin streyma inn Hátt í níutíu þúsund mótmælaskeyti hafa verið send af heimasíðu Greenpeace-samtakanna til utanríkisráðuneytisins vegna hvalveiða Íslendinga. 23.10.2006 18:45 Þúsund bleikar "hundraðkellingar" Þúsund bleikar hundrað kellingar eru í umferð þessa dagana. Það mun ekki vera myntfölsun á ferð heldur feminískur myndlistargjörningur. 23.10.2006 18:35 Hafa ekki leyft innfluting hvalkjöts Áhöfn Hvals níu veiddi aðra langreyði um hundrað og fjörtíu sjómílur út af Snæfellsnesi um klukkan hálf fimm í dag. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um að leyfa innflutning á hvalkjöti til landsins. Sjálfir vilja þeir ekki hefja hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en frekari stuðningur fæst frá alþjóðasamfélaginu. 23.10.2006 18:30 Hleranaherbergið sýnt Lögreglustjórinn í Reykjavík svipti hulunni af hleranaherberginu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í dag. 23.10.2006 18:26 Örugg lína tryggð milli Nató og Íslands Sérfræðingur frá Gagnaöryggisdeild Nató stóð vörð um öflugan mælibúnað fyrir utan Utanríkisráðuneytið í dag. Búnaðurinn mun ætlaður til að tryggja að ekki sé hægt að hlera samskipti Íslendinga við Nató. 23.10.2006 18:22 Svíakonungur hitti Bandaríkjaforseta Karl Gústa XVI. Svíakonungur og Sílvía, drottning Svíþjóðar, hittu George Bush, Bandaríkjaforseta, og konu hans, Lauru, í Hvíta húsinu í Washington í dag. Fulltrúi Hvíta hússins segir þetta tækifæri til að styrkja vinasamband Bandaríkjanna og Svíþjóðar sem eigi sér langa, sameiginlega sögu og standi vörð um lýðræði, mannréttindi og frelsi. 23.10.2006 18:22 Boraði niður á sprengju Borgarstarfsmaður í Aschaffenburg í Þýskalandi lét lífið þegar hann var að brjóta upp steinsteypu á hraðbrautinni milli Würzburg og Frankfurt. Stórvirk vinnuvél sem maðurinn var að vinna með sprakk þegar hún kom niður á sprengju úr Síðari heimsstyrjöldinni sem lá ósprungin undir steinsteypunni. Sprengjan sprakk þegar með fyrrgreindum afleiðingum. Vinnuvélin gjöreyðilagðist. 23.10.2006 18:02 Andstæðingar stækkunar álvers í Straumsvík funda Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman. 23.10.2006 17:45 Skólarúta valt á Spáni 10 börn slösuðust, þar af 2 alvarlega, þegar skólarúta valt í Zaragoza-héraði á norðaustur Spáni í dag. 50 börn voru um borð í rútunni þegar slysið varð. Rútan valt á aðrein á akbraut nærri bænum Villamayor. 23.10.2006 17:45 18 manna áhöfn saknað 18 manna áhöfn rússnesks flutningaskips sökk undan norð-austur strönd Suður-Kóreu í dag. Verið var að flytja timbur frá Austur-Rússlandi til Kína. 23.10.2006 17:37 Áhöfn Hvals 9 skýtur aðra langreyði Áhöfnin á Hval 9 hefur skotið aðra langreyði. Hvalurinn er talinn vera yfir 60 fet og veiddist um 210 sjómílur vestur af Hvalfirði um klukkan hálffimm í dag. Hvalur 9 siglir nú til Hvalfjarðar og kemur þangað um tvöleytið á morgun þar sem hvalurinn verður skorinn. 23.10.2006 17:26 Óvíst um framsal Stjórnvöld í Namibíu hafa ekki fengið beiðni frá bandarískum stjórnvöldum um að framselja kvikmyndaleikarann Wesley Snipes sem er ákærður fyrir að hafa svikið jafnvirði rúmlega 800 milljóna íslenskra króna undan skatti. Snipes er nú staddur í Namibíu við tökur á næstu kvikmynd sinni. 23.10.2006 17:25 Fresta því að skerða lífeyri öryrkja Lífeyrissjóðir sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða hafa ákveðið að fresta því að skerða eða fella niður greiðslur til örorkulífeyrisþegar til áramóta en til stóð að gera það um næstu mánaðamót. 23.10.2006 17:07 Hröð uppbygging í Grafarholti Íbúar í Grafarholti voru tæplega 4800 í lok ágúst síðastliðins en aðeins eru sex ár síðan farið var að selja byggingarrétt í hverfinu. 23.10.2006 16:51 Nærri tvöfalt fleiri í framboði í prófkjörum en síðast Nærri tvöfalt fleiri frambjóðendur berjast um þingsæti í prófkjörum Samfylkingarinnar í ár en fyrir síðustu þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 23.10.2006 16:46 Erlendum ferðamönnum fjölgar um sjö prósent milli ára Erlendum ferðamönnum í Leifsstöð fjölgaði um ríflega 20 þúsund eða um rúm sjö prósent á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. 325 þúsun erlendir ferðamenn fóru um flugstöðina fyrstu níu mánuði þessa árs en þeir voru rúmlega 303 þúsund á sama tíma árið 2005. 23.10.2006 16:39 Aukin harka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Aukin harka virðist vera hlaupin í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Stjórn flokksins og frambjóðendum barst fyrir helgina nafnlaust bréf þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og kosningastjórn hans voru sökuð um að hafa misnotað aðstöðu sína. 23.10.2006 16:15 Rússneskir embættismenn neita að skrá stjórnarandstöðuflokk Rússneskir embættismenn sögðu í dag að þeir hefðu hafnað umsókn til þess að skrá stjórnarandstöðuflokk sem fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, Mikhail Kasyanov, er í forsvari fyrir. 23.10.2006 15:59 Kaupa 500 þúsund plastpoka vegna nýrra reglna Forsvarsmenn Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn hafa fest kaup á 500 þúsund plastpokum til þess að geta mætt nýjum reglum Evrópusambandsins eftir tvær vikur. 23.10.2006 15:51 Íran heldur kjarnorkutilraunum áfram Ráðamenn í Íran hafa sett í gang aðra úranínum-auðgunarsamstæðu þrátt fyrir hugsanlegar refsiaðgerðir af hálfu Sameinuðu þjóðanna. 23.10.2006 15:35 Segir yfir 50 manns hafa verið handtekna í tengslum við spillingu í Kína Yfir fimmtíu manns úr kínversku viðskiptalífi og stjórnkerfi landsins hafa verið handteknir eftir að upp komst um spillingu í tengslum við félagslega sjóði í borginni Shanghai. 23.10.2006 15:18 Actavis með þrjú ný samheitalyf í Tyrklandi Actavis hefur markaðssett þrjú ný lyf í Tyrklandi sem öll verða seld undir eigin merkjum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að um sé að ræða þunglyndislyfið Xenator, blóðþrýstingslyfið Blockace og og ofnæmislyfið Vivafeks. 23.10.2006 14:50 Hægt verður að greiða með kreditkortum fyrir bílastæði Bjóða á upp á tímabundin kort og skafmiða til að greiða fyrir bílastæði í miðborginni, auk þess unnt verður að greiða fyrir notkun stæða með kreditkortum. Þetta var ákveðið á fundi Framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar í dag en finna á nýjar leiðir til að auðvelda viðskiptavinum að greiða fyrir bílastæði í miðborginni. 23.10.2006 14:48 Condoleezza Rice gagnrýnir súdönsk yfirvöld Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ákvörðun súdanskra yfirvalda um að reka sérstakan erindreka Sameinuðu þjóðanna, Jan Pronk, úr landi hafi verið "ákaflega óheppileg". 23.10.2006 14:41 Lögregla skýtur á mótmælendur í Ungverjalandi Vitni segja að lögregla hafi skotið gúmmíkúlum á mótmælendur í Ungverjalandi til þess að reyna að dreifa úr hópi þeirra. 23.10.2006 14:38 Skýrir sjónarmið Íslands í hvalveiðimálum fyrir starfsbræðrum Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í morgun undirbúningsfund Norðurlandaráðherra fyrir umhverfisráðherrafund Evrópusambandsins sem haldinn er í Lúxemborg í dag. Þar kynnti hún sjónarmið og forsendur þeirrar ákvörðunar Íslands að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. 23.10.2006 14:27 Ísraelar skutu sjö til bana á Gaza Ísraelskar hersveitir skutu til bana sjö Palestínumenn í morgun, þar af þrjá bræður. Fjórtán aðrir særðust í árásinni, sem var gerð á fyrsta degi aðalhátíðar múslima, Eid al-Fitr. 23.10.2006 14:20 Fjármálaráðherra opnar sundlaug Á laugardaginn vígði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, í fjarveru heilbrigðisráðherra, nýja 25 metra útisundlaug, ásamt sérhönnuðum nuddpottum á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Bryndís Guðnadóttir, markaðsstjóri HNLFÍ segir á fréttavefnum Suðurland.is, að sund- og baðaðstaðan verði ein sú stærsta og fullkomnasta sem fyrirfinnst hjá fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum hér á landi. 23.10.2006 14:12 Yfirvöld í Íran banna umbótasinnað dagblað Yfirvöld í Íran hafa bannað umbótasinnað dagblað sem var aðeins viku gamalt. Bannið var á þeim grundvelli að blaðið væri einfaldlega nýtt nafn á öðru blaði sem hefði verið bannað í september síðastliðnum. 23.10.2006 14:02 Október blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher Októbermánuður er þegar orðinn blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher í Írak. Tíu hermenn létust um helgina og hafa því alls 85 bandarískir hermenn fallið í mánuðinum sem er níu mönnum meira en í apríl síðastliðnum. 23.10.2006 14:00 Gera prófanir til að hægt verði að vara við eldgosum í Kötlu Almannavarnir framkvæma í dag prófanir á notkun hljóðbomba sem hægt verður að nota til að vara ferðamenn að Fjallabaki við eldgosum í Kötlu. 23.10.2006 14:00 Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra kallaðir að Nordica hóteli Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra voru kallaðir að Nordica hóteli klukkan nú klukkan eitt eftir að tilkynning barst um mann á hótelinu með byssu. Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir hjá lögreglunni en við nánari athugun reyndist um leikfangabyssu að ræða. 23.10.2006 13:42 Reykingabann í Hong Kong Reykingabann á opinberum stöðum í Hong Kong mun taka gildi í Janúar á næsta ári. 23.10.2006 13:37 Sprenging í Þýskalandi hugsanlega af völdum gamallar sprengju Verkamaður lést og fimm slösuðust þegar sprenging varð við vegavinnu á hraðbraut í Bæjaralandi í suðurhluta Þýskalands í dag. Lögregla telur hugsanlegt að vegavinnuvél hafi verið ekið á sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni. 23.10.2006 13:29 Sjá næstu 50 fréttir
Stálu frá Coke og reyndu að selja Pepsi Tveir menn, sem sakaðir eru um að hafa ætlað að stela viðskiptaleyndarmálum frá Coca-Cola og selja þau til PepsiCo játuðu sekt sína fyrir dómi í Bandaríkjunum í dag. 23.10.2006 22:52
Vilja Sementsverksmiðjuna í burt Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra, að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga. 23.10.2006 22:20
I-Pod spilarinn 5 ára Fimm áru eru frá því fyrsti iPod spilarinn kom á markað. Með honum er hægt að hlaða niður tónlist af tölvu. Þá má nú sjá á annarri hverri manneskju hvort sem er út á götu, í almenningsfarartækjum eða við vinnu. Apple tölvufyrirtækið framleiðir þessa græju og hefur hún náð mikilli útbreiðslu á ekki lengri tíma. 23.10.2006 21:59
Minnislaus maður finnur ættingja sína Karlmaður sem þjáist að minnisleysi hefur loks fundið fjölskyldu sína eftir að hafa verið týndur og tröllum gefinn í mánuð. Fjölskyldan bar kennsl á manninn eftir að hann óskaði eftir hjálp í sjónvarpsútsendingu. Maðurinn gekk undir nafninu "Al". Nú er komið í ljós að hann heitir Jeff Ingram. 23.10.2006 21:45
Maður handtekinn eftir áhlaup á rútu Lögregla í New York borg í Bandaríkjunum hefur handtekið 28 ára gamlan mann sem hélt því fram að hann væri með sprengju bundna um sig miðjan þegar rúta sem hann var á ferð með lagði á rútustöð á miðri Manhattan síðdegis í dag. Maðurinn er sagður andlega vanheill. Rútustöðin, sem er sú stærsta í borginni og þjónar 200 þúsund farþegum á dag, var rýmd að hluta vegna málsins. 23.10.2006 21:00
OPEC-ríkin ekki samstíga Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði snarlega í dag vegna efasemda um að þau fleiri ríki, sem eigi aðild að OPEC, Samtökum olíuframleiðsluríkja, fylgi fordæmi Sádí Araba og draga úr framleiðslu líkt og fulltrúar ríkja innan samtakanna sömdu um í síðustu viku. Vestanhafs lækkaði verð á hráolíu um 51 sent og er nú rúmir 58 bandaríkjadalir á tunnu. Í Lundúnum lækkaði verð um 48 sent og er nú rúmir 59 bandríkjadalir. 23.10.2006 20:45
Sagður andlega vanheill Maðurinn sem gekk um borð í rútu í New York í dag og sagðist hafa bundið sprengju um sig miðjan er andlega vanheill að sögn lögreglu í borginni. Búið er að rýma um helming stærstu rútumiðstöðvar í borginni af ótta við hryðjuverk. Rútumiðstöðin er staðsett á miðri Manhattan og þjónar 200 þúsund farþegum á dag. 23.10.2006 20:30
Fregnir af áhlaupi á sjónvarpsstöð í Írak Bandarískar hersveitir gerðu í dag húsleit í höfuðstöðvum Al-Furat, sjónvarpsstöðvar sem tengd er Æðsta ráðs íslömsku byltingarinnar í Írak (SCIRI), stærsta stjórnmálaflokki sjía-múslima í Írak. Flokkurinn á sæti í ríkisstjórn Nuris al-Malikis, forsætisráðherra landsins. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir vitnum á vettvangi og starfsmönnum sjónvarpsstöðvarinnar. 23.10.2006 20:15
Bongo býður sig aftur fram Omar Bongu, sem hefur setið á forsetastól í Afríkuríkinu Gabon í nærri 4 áratugi, ætlar að bjóða sig aftur fram til embættisins árið 2012 þegar næst verður kosið. Enginn þjóðarleiðtogi í Afríku hefur lengur gengt embætti forseta. Bongo, sem er 70 ára, var endurkjörinn í nóvember í fyrra og verður hann 76 ára næst þegar Gabonar ganga að kjörborðinu og velja sér forseta. 23.10.2006 20:00
Sprengjuhótun í rútu Lögregla í New York borg í Bandaríkjunum rýmdi stærstu rútustöð í borginn í dag eftir að maður, sem var staddur í rútu, sagðist hafa bundið sprengju um sig miðjan. 23.10.2006 19:57
Lögreglan lúskraði á mótmælendum Lögreglan í Búdapest í Ungverjalandi beitti táragasi gegn mótmælendum sem safnast höfðu saman við þinghús landsins til að minnast þess að hálf öld er í dag liðin frá því að uppreisn hófst gegn leppstjórn Sovétmanna í landinu. 23.10.2006 18:59
Mótmælaskeytin streyma inn Hátt í níutíu þúsund mótmælaskeyti hafa verið send af heimasíðu Greenpeace-samtakanna til utanríkisráðuneytisins vegna hvalveiða Íslendinga. 23.10.2006 18:45
Þúsund bleikar "hundraðkellingar" Þúsund bleikar hundrað kellingar eru í umferð þessa dagana. Það mun ekki vera myntfölsun á ferð heldur feminískur myndlistargjörningur. 23.10.2006 18:35
Hafa ekki leyft innfluting hvalkjöts Áhöfn Hvals níu veiddi aðra langreyði um hundrað og fjörtíu sjómílur út af Snæfellsnesi um klukkan hálf fimm í dag. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um að leyfa innflutning á hvalkjöti til landsins. Sjálfir vilja þeir ekki hefja hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en frekari stuðningur fæst frá alþjóðasamfélaginu. 23.10.2006 18:30
Hleranaherbergið sýnt Lögreglustjórinn í Reykjavík svipti hulunni af hleranaherberginu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í dag. 23.10.2006 18:26
Örugg lína tryggð milli Nató og Íslands Sérfræðingur frá Gagnaöryggisdeild Nató stóð vörð um öflugan mælibúnað fyrir utan Utanríkisráðuneytið í dag. Búnaðurinn mun ætlaður til að tryggja að ekki sé hægt að hlera samskipti Íslendinga við Nató. 23.10.2006 18:22
Svíakonungur hitti Bandaríkjaforseta Karl Gústa XVI. Svíakonungur og Sílvía, drottning Svíþjóðar, hittu George Bush, Bandaríkjaforseta, og konu hans, Lauru, í Hvíta húsinu í Washington í dag. Fulltrúi Hvíta hússins segir þetta tækifæri til að styrkja vinasamband Bandaríkjanna og Svíþjóðar sem eigi sér langa, sameiginlega sögu og standi vörð um lýðræði, mannréttindi og frelsi. 23.10.2006 18:22
Boraði niður á sprengju Borgarstarfsmaður í Aschaffenburg í Þýskalandi lét lífið þegar hann var að brjóta upp steinsteypu á hraðbrautinni milli Würzburg og Frankfurt. Stórvirk vinnuvél sem maðurinn var að vinna með sprakk þegar hún kom niður á sprengju úr Síðari heimsstyrjöldinni sem lá ósprungin undir steinsteypunni. Sprengjan sprakk þegar með fyrrgreindum afleiðingum. Vinnuvélin gjöreyðilagðist. 23.10.2006 18:02
Andstæðingar stækkunar álvers í Straumsvík funda Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman. 23.10.2006 17:45
Skólarúta valt á Spáni 10 börn slösuðust, þar af 2 alvarlega, þegar skólarúta valt í Zaragoza-héraði á norðaustur Spáni í dag. 50 börn voru um borð í rútunni þegar slysið varð. Rútan valt á aðrein á akbraut nærri bænum Villamayor. 23.10.2006 17:45
18 manna áhöfn saknað 18 manna áhöfn rússnesks flutningaskips sökk undan norð-austur strönd Suður-Kóreu í dag. Verið var að flytja timbur frá Austur-Rússlandi til Kína. 23.10.2006 17:37
Áhöfn Hvals 9 skýtur aðra langreyði Áhöfnin á Hval 9 hefur skotið aðra langreyði. Hvalurinn er talinn vera yfir 60 fet og veiddist um 210 sjómílur vestur af Hvalfirði um klukkan hálffimm í dag. Hvalur 9 siglir nú til Hvalfjarðar og kemur þangað um tvöleytið á morgun þar sem hvalurinn verður skorinn. 23.10.2006 17:26
Óvíst um framsal Stjórnvöld í Namibíu hafa ekki fengið beiðni frá bandarískum stjórnvöldum um að framselja kvikmyndaleikarann Wesley Snipes sem er ákærður fyrir að hafa svikið jafnvirði rúmlega 800 milljóna íslenskra króna undan skatti. Snipes er nú staddur í Namibíu við tökur á næstu kvikmynd sinni. 23.10.2006 17:25
Fresta því að skerða lífeyri öryrkja Lífeyrissjóðir sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða hafa ákveðið að fresta því að skerða eða fella niður greiðslur til örorkulífeyrisþegar til áramóta en til stóð að gera það um næstu mánaðamót. 23.10.2006 17:07
Hröð uppbygging í Grafarholti Íbúar í Grafarholti voru tæplega 4800 í lok ágúst síðastliðins en aðeins eru sex ár síðan farið var að selja byggingarrétt í hverfinu. 23.10.2006 16:51
Nærri tvöfalt fleiri í framboði í prófkjörum en síðast Nærri tvöfalt fleiri frambjóðendur berjast um þingsæti í prófkjörum Samfylkingarinnar í ár en fyrir síðustu þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 23.10.2006 16:46
Erlendum ferðamönnum fjölgar um sjö prósent milli ára Erlendum ferðamönnum í Leifsstöð fjölgaði um ríflega 20 þúsund eða um rúm sjö prósent á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. 325 þúsun erlendir ferðamenn fóru um flugstöðina fyrstu níu mánuði þessa árs en þeir voru rúmlega 303 þúsund á sama tíma árið 2005. 23.10.2006 16:39
Aukin harka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Aukin harka virðist vera hlaupin í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Stjórn flokksins og frambjóðendum barst fyrir helgina nafnlaust bréf þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og kosningastjórn hans voru sökuð um að hafa misnotað aðstöðu sína. 23.10.2006 16:15
Rússneskir embættismenn neita að skrá stjórnarandstöðuflokk Rússneskir embættismenn sögðu í dag að þeir hefðu hafnað umsókn til þess að skrá stjórnarandstöðuflokk sem fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, Mikhail Kasyanov, er í forsvari fyrir. 23.10.2006 15:59
Kaupa 500 þúsund plastpoka vegna nýrra reglna Forsvarsmenn Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn hafa fest kaup á 500 þúsund plastpokum til þess að geta mætt nýjum reglum Evrópusambandsins eftir tvær vikur. 23.10.2006 15:51
Íran heldur kjarnorkutilraunum áfram Ráðamenn í Íran hafa sett í gang aðra úranínum-auðgunarsamstæðu þrátt fyrir hugsanlegar refsiaðgerðir af hálfu Sameinuðu þjóðanna. 23.10.2006 15:35
Segir yfir 50 manns hafa verið handtekna í tengslum við spillingu í Kína Yfir fimmtíu manns úr kínversku viðskiptalífi og stjórnkerfi landsins hafa verið handteknir eftir að upp komst um spillingu í tengslum við félagslega sjóði í borginni Shanghai. 23.10.2006 15:18
Actavis með þrjú ný samheitalyf í Tyrklandi Actavis hefur markaðssett þrjú ný lyf í Tyrklandi sem öll verða seld undir eigin merkjum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að um sé að ræða þunglyndislyfið Xenator, blóðþrýstingslyfið Blockace og og ofnæmislyfið Vivafeks. 23.10.2006 14:50
Hægt verður að greiða með kreditkortum fyrir bílastæði Bjóða á upp á tímabundin kort og skafmiða til að greiða fyrir bílastæði í miðborginni, auk þess unnt verður að greiða fyrir notkun stæða með kreditkortum. Þetta var ákveðið á fundi Framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar í dag en finna á nýjar leiðir til að auðvelda viðskiptavinum að greiða fyrir bílastæði í miðborginni. 23.10.2006 14:48
Condoleezza Rice gagnrýnir súdönsk yfirvöld Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ákvörðun súdanskra yfirvalda um að reka sérstakan erindreka Sameinuðu þjóðanna, Jan Pronk, úr landi hafi verið "ákaflega óheppileg". 23.10.2006 14:41
Lögregla skýtur á mótmælendur í Ungverjalandi Vitni segja að lögregla hafi skotið gúmmíkúlum á mótmælendur í Ungverjalandi til þess að reyna að dreifa úr hópi þeirra. 23.10.2006 14:38
Skýrir sjónarmið Íslands í hvalveiðimálum fyrir starfsbræðrum Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í morgun undirbúningsfund Norðurlandaráðherra fyrir umhverfisráðherrafund Evrópusambandsins sem haldinn er í Lúxemborg í dag. Þar kynnti hún sjónarmið og forsendur þeirrar ákvörðunar Íslands að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. 23.10.2006 14:27
Ísraelar skutu sjö til bana á Gaza Ísraelskar hersveitir skutu til bana sjö Palestínumenn í morgun, þar af þrjá bræður. Fjórtán aðrir særðust í árásinni, sem var gerð á fyrsta degi aðalhátíðar múslima, Eid al-Fitr. 23.10.2006 14:20
Fjármálaráðherra opnar sundlaug Á laugardaginn vígði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, í fjarveru heilbrigðisráðherra, nýja 25 metra útisundlaug, ásamt sérhönnuðum nuddpottum á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Bryndís Guðnadóttir, markaðsstjóri HNLFÍ segir á fréttavefnum Suðurland.is, að sund- og baðaðstaðan verði ein sú stærsta og fullkomnasta sem fyrirfinnst hjá fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum hér á landi. 23.10.2006 14:12
Yfirvöld í Íran banna umbótasinnað dagblað Yfirvöld í Íran hafa bannað umbótasinnað dagblað sem var aðeins viku gamalt. Bannið var á þeim grundvelli að blaðið væri einfaldlega nýtt nafn á öðru blaði sem hefði verið bannað í september síðastliðnum. 23.10.2006 14:02
Október blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher Októbermánuður er þegar orðinn blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher í Írak. Tíu hermenn létust um helgina og hafa því alls 85 bandarískir hermenn fallið í mánuðinum sem er níu mönnum meira en í apríl síðastliðnum. 23.10.2006 14:00
Gera prófanir til að hægt verði að vara við eldgosum í Kötlu Almannavarnir framkvæma í dag prófanir á notkun hljóðbomba sem hægt verður að nota til að vara ferðamenn að Fjallabaki við eldgosum í Kötlu. 23.10.2006 14:00
Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra kallaðir að Nordica hóteli Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra voru kallaðir að Nordica hóteli klukkan nú klukkan eitt eftir að tilkynning barst um mann á hótelinu með byssu. Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir hjá lögreglunni en við nánari athugun reyndist um leikfangabyssu að ræða. 23.10.2006 13:42
Reykingabann í Hong Kong Reykingabann á opinberum stöðum í Hong Kong mun taka gildi í Janúar á næsta ári. 23.10.2006 13:37
Sprenging í Þýskalandi hugsanlega af völdum gamallar sprengju Verkamaður lést og fimm slösuðust þegar sprenging varð við vegavinnu á hraðbraut í Bæjaralandi í suðurhluta Þýskalands í dag. Lögregla telur hugsanlegt að vegavinnuvél hafi verið ekið á sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni. 23.10.2006 13:29
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent