Fleiri fréttir Vestnorden mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna Ein stærsta kaupstefna ferðaþjónustuaðila við Norður-Atlantshafið, Vestnorden, stendur nú yfir í Laugardagshöllinni. Ferðamálastjóri segir allar ferðaskrifstofur, sem hingað selja ferðir, vera staddar hér á landi fyrir kaupstefnuna. 12.9.2006 13:15 Skúli Eggert nýr ríkisskattstjóri Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri hefur verið skipaður ríkisskattstjóri frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 12.9.2006 13:00 Little interest in whale meat 12.9.2006 12:48 Háttsettir Hamas-liðar verði látnir lausir Dómstóll í Ísrael hefur fyrirskipað að nokkrir háttsettir liðsmenn Hamas-samtakanna, sem hafa verið í haldi Ísraela, verði látnir lausir. Mennirnir voru handteknir eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu í júní. Meðal hinna handteknu eru ráðherrar í heimastjórn Palestínumanna. 12.9.2006 12:30 Missir réttinn til sjúkradagpeninga Fólk sem skiptir um vinnu og fer frá stéttarfélögum hins opinbera til stéttarfélaga hins almenna markaðar eða öfugt missir rétt sinn til sjúkradagpeninga og lendir því oft í fjárskorti ef það veikist á fyrstu dögum í nýrri vinnu. Formaður BSRB segir kerfið einfaldlega vanþróað, eðlilegt væri að sjúkrasjóðir hefðu samstarf sín á milli, allavega um lágmarksréttindi. 12.9.2006 12:27 Níu ökumenn sviptir ökuleyfi vegna hraðaksturs Níu ökumenn eiga yfir höfði sér ökuleyfissviptingu fyrir að hafa ekið of hratt í íbúðargötu í Breiðholti í gær þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. 12.9.2006 12:15 Komu í veg fyrir alvarlega árás Öryggissveitarmenn komu í veg fyrir alvarlega hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus í Sýrlandi í morgun. Þeir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem höfðu sprengt bifreið fyrir utan bygginguna í loft upp. Fjórði árásarmaðurinn særðist í átökunum. 12.9.2006 12:00 Ókeypis hárskurður á Vesturbakkanum Rakarar og hárskerar í Ramallah og Betlehem á Vesturbakkanum hafa gripið til þess ráðs að bjóða ókeypis hárskurð í einn sólahring. Þetta var gert í gær til að styðja við bakið á opinberum starfsmönnum heimastjórnar Palestínumanna sem ekki hafa fengið laun sín greidd í marga mánuði. 12.9.2006 11:45 TV chef cooks for LA rockers Icelandic TV chef Völli Snær, who also owns a restaurants in the Bahamas, conjured up a gourmet dinner for the remaining contestants in Rock Star Supernova on Sunday night. 12.9.2006 11:33 Segja lítinn áhuga á hvalkjöti innan lands sem utan Einungis 1,1 prósent Íslendinga neytir hvalkjöts einu sinni í viku eða oftar en 82,4% prósent fólks á aldrinum 16-24 ára leggur sér ekki hvalkjöt til munns. Þetta eru niðurstöður úr árlegri neyslukönnun Gallup sem gerð var í júní og júlí fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og Alþjóðadýraverndunarsjóðinni. 12.9.2006 11:30 Stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði upp Félag leikskólakennara og Kennarafélag Reykjavíkur telja það stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði Reykjavíkurborgar upp í tvö ráð og menntasviði upp í tvö svið. Mælast félögin eindregið til þess að fallið verði frá breytingunni strax. 12.9.2006 11:15 Heildarafli aldrei minni en á nýliðnu fiskveiðiári Heildarafli hefur aldrei verið minni en á síðasta fiskveiðiári samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu sem birtar eru á vef stofnunarinnar. Tæplega 1300 þúsund tonn veiddust á fiskveiðiárinu 2005-2006 en það er rúmlega 350 þúsund tonnum minna en fiskveiðiárið þar á undan. 12.9.2006 11:00 Sprengingar á flugeldamarkaði í Mexíkó Eldur olli töluverðum sprengingum á stærsta flugeldamarkaðinum í Mexíkó í gærkvöldi. Fjölmargir sölubásar í Tultepec, skammt utan við Mexíkó-borg eyðilögðust þegar flugeldarnir fuðruðu upp. 12.9.2006 10:45 Yfirheyrslur yfir tvímenningum standa enn Yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags standa enn yfir. 12.9.2006 10:30 Healthy Icelandic beer 12.9.2006 10:24 Felldu þrjá árásarmenn í Damascus Sýrlenskar öryggissveitir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem sprengdu bíl í loft upp fyrir utan bandaríska sendiráðið í Damascus í Sýrlandi í morgun. Innanríkisráðherra Sýrlands segir fjórða árásarmanninn hafa særst í átökum en ekki fallið eins og ranglega hafi verið hermt. Minnst tveir sýrlenskir öryggisverðir féllu í átökum við árásarmennina. 12.9.2006 10:19 Kveikt á minningarljósum í New York Kveikt var á minningarljósum í gærkvöldi þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York til minningar um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin fyrir fimm árum. Hér má sjá ljósgeislum beint til himins til minningar um turnana og þá sem fórust þegar þeir hrundu. 12.9.2006 10:15 Hótar frekari árásum Ayman Al-Zawahri, næstráðandi hjá al-Kaída hryðjuverkasamtökunum, varar við árásum á þau ríki við Persaflóann sem styðji Bandaríkjamenn. Þetta kemur fram á nýju myndbandi með honum sem birt var í gærkvöldi. Hann segir Bandaríkjamenn ekki hafa viljað semja um vopnahlé. 12.9.2006 10:00 Tíu útgerðir með helming kvótans Tíu útgerðir hafa yfir að ráða meira en helmingi allra fiskveiðiheimilda í íslenskri lögsögu og þar af fengu fimm stærstu útgerðirnar úthlutað þriðjungi kvótans, samkvæmt úttekt í nýjasta tölublaði Fiskifrétta. Alls fengu 192 aðilar úthlutað kvóta við upphaf nýs fiskveiðiárs í byrjun mánaðarins, en stærsta útgerðin, HB Grandi, ræður yfir 10 prósentum kvótans. 12.9.2006 10:00 Sportbíllinn óökufær Ökumaður slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar hann keyrði út af veginum í Kömbunum. Hann ók utan í vegrið sem varnaði því þó að hann hentist út af þar sem fallið er hátt en í staðinn hentist hann út af veginum hinum megin, upp í brekkuna. Lögregla telur manninn hafa keyrt vel umfram hámarkshraða og hann því misst stjórn á hraðskreiðum sportbíl sínum, sem er nú óökufær. 12.9.2006 09:45 Fleiri Frakkar til Líbanons Um 100 franskir friðargæsluliðar komu til Líbanons í morgun. Þeir bætast í hóp friðargæsluliða sem eru þar fyrir á vegum Sameinuðu þjóðanna. 13 skriðdrekar og önnur hergögn voru einnig flutt til Líbanons. 12.9.2006 09:30 Dregur úr verðbólgu milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofunni. Hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent síðustu mánuði sem þýðir að dregið hefur úr verðbólgu í landinu um eitt prósentustig frá síðasta mánuði. 12.9.2006 09:24 Vestnorden í Laugardalshöll Kaupstefnan Vestnorden, þar sem ferðaþjónustuaðilar og handverksmenn á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum kynna þjónustu sína og vörur, fer fram í Laugardalshöllinni í dag og stendur hún fram til hádegis á morgun. Hátt í 200 utanaðkomandi kaupendur geta þar kynnt sér möguleika í ferðaþjónustu á þessu svæði. 12.9.2006 09:15 Atlantis tengd við geimstöðina Geimferjan Atlantis tengdist alþjóðlegu geimstöðinni í gær. Ferjunni var skotið á loft frá Flórída í Bandaríkjunum um liðna helgi. Verkefni geimfara þar um borð verður að byggja við stöðina en ekki hefur verið bætt við hana í þrjú og hálft ár. 12.9.2006 09:00 Saurgerlar í drykkjarvatni á Borgarfirði Íbúar á Borgarfirði eystra hafa þurft að sjóða allt kranavatn sem ætlað er til neyslu eftir að Heilbrigðiseftirlit Austurlands fann kólígerla í vatninu, en slíkt vatn er ekki talið hæft til manneldis. Ástæðan er bágur frágangur við tvo af sex lindarbrunnum bæjarins þannig að yfirborðsvatn hefur komist í þá. 12.9.2006 08:45 Hryðjuverkaárás hrundið Einn sýrlenskur öryggisvörður féll þegar fjórir hryðjuverkamenn, vopnaðir handsprengjum og byssum, réðust á sendiráð Bandaríkjamanna í miðborg Damascus í Sýrlandi í morgun. Árásarmennirnir voru allir felldir. Engan bandarískan sendiráðsstarfsmann sakaði. 12.9.2006 08:38 25 fastir í jarðgöngum Um 230 slökkviliðs- og byggingaverkamenn reyna nú hvað þeir geta til að bjarga 25 vegavinnumönnum sem sitja fastir eftir að gögn hrundu í suð-vestur Kína í gær. Göngin liggja á fjölfarinni leið millin Guangnan og Yansjan í Yunnan-kantónu. 12.9.2006 08:30 Stríðinu ekki lokið Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gærkvöldi Bandaríkjamenn til dáða í baráttunni við hryðjuverkamenn og sagði hann stríðinu gegn þeim ekki lokið. Bush ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í tilefni þess að fimm ár voru í gær liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. 12.9.2006 08:15 Hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus All bendir til þess að hryðjuverkaárás hafi verið gerð á sendiráð Bandaríkjamanna í miðborg Damascus í Sýrlandi í morgun. Sýrlenskar öryggissveitir hafa umkringt bygginguna og að sögn Reuters fréttastofunnar má sjá svartan reyk leggja frá byggingunni auk þess sem heyra megi skothríð í næsta nágrenni við hana. 12.9.2006 08:00 Framkvæmdir á geimstöðinni hafnar Byggingarframkvæmdir á alþjóðlegu geimstöðinni hófust í dag. Tveir hugaðir geimfarar vörðu lunganum úr deginum í geimnum utan við geimstöðina í að byggja við hana. Óhætt er að segja að verk þeirra hafi verið töluvert flókið og jafnvel tafsamt. 12.9.2006 19:07 Segir stríðinu gegn hryðjuverkum ekki lokið Bush Bandaríkjaforseti hvatti í kvöld Bandaríkjamenn til dáða í baráttunni við hryðjuverk og sagði hann stríðinu ekki lokið. Bush sagði í ræðu sinni, sem hann hélt í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, að Bandaríkjamenn þyrftu að setja ágreiningsmál sín til hliðar til að geta einbeitt sér að sigri í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bush sagði stríðinu ekki lokið og sigur myndi krefjast þess að Bandaríkjamenn legðust á eitt. 11.9.2006 22:50 Páfinn heimsækir fæðingabæ sinn Benedikt páfi sextándi kom í dag til fæðingabæjar síns Marktl í Þýsklandi. Páfi hóf heimsókn sína um Þýskaland um helgina og fagnaði fjöldi fólks honum þegar hann kom í fæðingarbæ sinn í dag. Páfinn tók sér góðan tíma í að heilsa þeim sem safnast höfðu saman. Fyrr í dag messaði páfi í Altoetting þar sem sjötíu þúsund manns hlýddu á hann. Við messuna sagði hann mikilvægt almenningur gleymdi ekki kristilegum gildum. Ferð páfa um Þýskaland stendur í sex daga. 11.9.2006 22:45 Skip ferst með 30 manns í Indlandshafi Yfir þrjátíu manns er saknað eftir að skip fórst milli Madagaskar og Comros í Indlandshafi. Yfirvöld á Madagaskar segja að yfir fimmtíu manns hafi verið um borð í skipinu og tekist hafi að bjarga um tuttugu. Áhöfn á frönsku skipi var sú fyrsta á staðinn en björgunaraðgerðir standa yfir. 11.9.2006 22:24 Missti stjórn á bíl sínum í Kömbunum Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bíl sínum í Kömbunum á Hellisheiðinni á níunda tímanum í kvöld og hafnaði utan vegar. Ökumaður slapp með skrekkinn en draga þurfti bíl hans í burtu þar sem hann var nokkuð skemmdur. 11.9.2006 22:02 Fimm ár frá hryðjuverkunum 11. september 2001 Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það. 11.9.2006 18:59 Fjöldi erlendra starfsmanna Bónus tvöfaldast Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. 11.9.2006 18:58 Mesti smánarblettur á sögu íslenska lýðveldisins Stuðningur Íslands við Íraksstríðið er mesti smánarblettur á sögu íslenska lýðveldisins að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hann segir ákvörðunina algjörlega óréttlætanlega. 11.9.2006 18:56 Tók bankalán og stofnaði starfþjálfunarstöð Starfsendurhæfingarstöð fyrir óvirka alkóhólista, fíkniefnaneytendur og öryrkja er tilbúin til notkunar í Kópavogi. Upphafsmaðurinn og hugmyndasmiðurinn er sjálfur óvirkur alkóhólisti sem sá þörfina, tók bankalán, keypti húsnæði og treystir nú á að fá fjármagn til þess að reka stöðina. 11.9.2006 18:45 Um 90% flugfarþega telja flugþjónusta mikilvæga fyrir byggðarlag sitt Um 90% farþegar í innanlandsflugi á Íslandi telja flugþjónustu mjög mikilvæga fyrir byggðalagið sitt samkvæmt nýrri könnun sem Land-Ráð sf. vann í mars og apríl síðastliðnum fyrir Samgönguráðuneytið. Könnunin var unnin í samvinnu við Flugfélag Íslands og Landsflug en alls tóku 570 farþegar þátt í könnuninni. 11.9.2006 18:18 Tvímenningar gefa sig fram Mennirnir tveir sem leitað hefur verið að í tengslum við árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti í fyrrinótt hafa gefið sig fram við lögreglu. Það gerðu þeir nú síðdegis eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél og hvatt þá til að gefa sig fram. 11.9.2006 17:04 Sektað fyrir að henda rusli Nokkuð ber á því að fólk hendi rusli á götur borgarinnar eða annars staðar á almannafæri. Það er að sjálfsögðu með öllu óheimilt enda telst það brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aekt í slíkum tilfellum ákvarðist eftir eðli og umfangi brots en hún er þó aldrei lægri en 10 þúsund krónur. 11.9.2006 16:45 Tilboð Barr upp á um 180 milljarða Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hefur hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA upp í 820 kúnur á hlut, sem þýðir að fyrirtækið býður um 180 milljarða króna í PLIVA. 11.9.2006 16:30 Tvíbókað af sumum greiðslukortum um helgina Debetkortaeigendur lentu sumir hverjir í því um helgina að tekið var tvisvar af kortum þeirra þegar þeir greiddu með þeim. Verið var að breyta hugbúnaði hjá Reikningstofu bankanna sem olli því að hluti af debetkortafærslum á laugardag og sunnudag tvíbókuðust. 11.9.2006 16:15 Gekk af fundi iðnaðarnefndar Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, gekk í dag af framhaldsfundi iðnaðarnefndar til þess að mótmæla því sem hann kallar leynimakk Landsvirkjunar. Fram kemur á heimasíðu Ögmundar að á fundinum hafi fulltrúar Landsvirkjunar krafist þess að nýtt arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar yrði aðeins kynnt ef þingmenn hétu því að þegja um upplýsingarnar. 11.9.2006 16:00 Síminn segir ásakanir Hallgríms fráleitar Síminn telur fráleitt að starfsmenn Símans fylgist með símtölum milli ákveðinna aðila og komi upplýsingum þar um áfram til óviðkomandi aðila. Í yfirlýsingu sem Síminn sendi frá sér vegna greinar Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í dag, áréttar Síminn að fyrirtækið starfi samkvæmt lögum um fjarskipti og eftir eigin siðareglum. 11.9.2006 15:30 Sjá næstu 50 fréttir
Vestnorden mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna Ein stærsta kaupstefna ferðaþjónustuaðila við Norður-Atlantshafið, Vestnorden, stendur nú yfir í Laugardagshöllinni. Ferðamálastjóri segir allar ferðaskrifstofur, sem hingað selja ferðir, vera staddar hér á landi fyrir kaupstefnuna. 12.9.2006 13:15
Skúli Eggert nýr ríkisskattstjóri Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri hefur verið skipaður ríkisskattstjóri frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 12.9.2006 13:00
Háttsettir Hamas-liðar verði látnir lausir Dómstóll í Ísrael hefur fyrirskipað að nokkrir háttsettir liðsmenn Hamas-samtakanna, sem hafa verið í haldi Ísraela, verði látnir lausir. Mennirnir voru handteknir eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu í júní. Meðal hinna handteknu eru ráðherrar í heimastjórn Palestínumanna. 12.9.2006 12:30
Missir réttinn til sjúkradagpeninga Fólk sem skiptir um vinnu og fer frá stéttarfélögum hins opinbera til stéttarfélaga hins almenna markaðar eða öfugt missir rétt sinn til sjúkradagpeninga og lendir því oft í fjárskorti ef það veikist á fyrstu dögum í nýrri vinnu. Formaður BSRB segir kerfið einfaldlega vanþróað, eðlilegt væri að sjúkrasjóðir hefðu samstarf sín á milli, allavega um lágmarksréttindi. 12.9.2006 12:27
Níu ökumenn sviptir ökuleyfi vegna hraðaksturs Níu ökumenn eiga yfir höfði sér ökuleyfissviptingu fyrir að hafa ekið of hratt í íbúðargötu í Breiðholti í gær þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. 12.9.2006 12:15
Komu í veg fyrir alvarlega árás Öryggissveitarmenn komu í veg fyrir alvarlega hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus í Sýrlandi í morgun. Þeir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem höfðu sprengt bifreið fyrir utan bygginguna í loft upp. Fjórði árásarmaðurinn særðist í átökunum. 12.9.2006 12:00
Ókeypis hárskurður á Vesturbakkanum Rakarar og hárskerar í Ramallah og Betlehem á Vesturbakkanum hafa gripið til þess ráðs að bjóða ókeypis hárskurð í einn sólahring. Þetta var gert í gær til að styðja við bakið á opinberum starfsmönnum heimastjórnar Palestínumanna sem ekki hafa fengið laun sín greidd í marga mánuði. 12.9.2006 11:45
TV chef cooks for LA rockers Icelandic TV chef Völli Snær, who also owns a restaurants in the Bahamas, conjured up a gourmet dinner for the remaining contestants in Rock Star Supernova on Sunday night. 12.9.2006 11:33
Segja lítinn áhuga á hvalkjöti innan lands sem utan Einungis 1,1 prósent Íslendinga neytir hvalkjöts einu sinni í viku eða oftar en 82,4% prósent fólks á aldrinum 16-24 ára leggur sér ekki hvalkjöt til munns. Þetta eru niðurstöður úr árlegri neyslukönnun Gallup sem gerð var í júní og júlí fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og Alþjóðadýraverndunarsjóðinni. 12.9.2006 11:30
Stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði upp Félag leikskólakennara og Kennarafélag Reykjavíkur telja það stórt skref aftur á bak að skipta menntaráði Reykjavíkurborgar upp í tvö ráð og menntasviði upp í tvö svið. Mælast félögin eindregið til þess að fallið verði frá breytingunni strax. 12.9.2006 11:15
Heildarafli aldrei minni en á nýliðnu fiskveiðiári Heildarafli hefur aldrei verið minni en á síðasta fiskveiðiári samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu sem birtar eru á vef stofnunarinnar. Tæplega 1300 þúsund tonn veiddust á fiskveiðiárinu 2005-2006 en það er rúmlega 350 þúsund tonnum minna en fiskveiðiárið þar á undan. 12.9.2006 11:00
Sprengingar á flugeldamarkaði í Mexíkó Eldur olli töluverðum sprengingum á stærsta flugeldamarkaðinum í Mexíkó í gærkvöldi. Fjölmargir sölubásar í Tultepec, skammt utan við Mexíkó-borg eyðilögðust þegar flugeldarnir fuðruðu upp. 12.9.2006 10:45
Yfirheyrslur yfir tvímenningum standa enn Yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags standa enn yfir. 12.9.2006 10:30
Felldu þrjá árásarmenn í Damascus Sýrlenskar öryggissveitir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem sprengdu bíl í loft upp fyrir utan bandaríska sendiráðið í Damascus í Sýrlandi í morgun. Innanríkisráðherra Sýrlands segir fjórða árásarmanninn hafa særst í átökum en ekki fallið eins og ranglega hafi verið hermt. Minnst tveir sýrlenskir öryggisverðir féllu í átökum við árásarmennina. 12.9.2006 10:19
Kveikt á minningarljósum í New York Kveikt var á minningarljósum í gærkvöldi þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York til minningar um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin fyrir fimm árum. Hér má sjá ljósgeislum beint til himins til minningar um turnana og þá sem fórust þegar þeir hrundu. 12.9.2006 10:15
Hótar frekari árásum Ayman Al-Zawahri, næstráðandi hjá al-Kaída hryðjuverkasamtökunum, varar við árásum á þau ríki við Persaflóann sem styðji Bandaríkjamenn. Þetta kemur fram á nýju myndbandi með honum sem birt var í gærkvöldi. Hann segir Bandaríkjamenn ekki hafa viljað semja um vopnahlé. 12.9.2006 10:00
Tíu útgerðir með helming kvótans Tíu útgerðir hafa yfir að ráða meira en helmingi allra fiskveiðiheimilda í íslenskri lögsögu og þar af fengu fimm stærstu útgerðirnar úthlutað þriðjungi kvótans, samkvæmt úttekt í nýjasta tölublaði Fiskifrétta. Alls fengu 192 aðilar úthlutað kvóta við upphaf nýs fiskveiðiárs í byrjun mánaðarins, en stærsta útgerðin, HB Grandi, ræður yfir 10 prósentum kvótans. 12.9.2006 10:00
Sportbíllinn óökufær Ökumaður slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar hann keyrði út af veginum í Kömbunum. Hann ók utan í vegrið sem varnaði því þó að hann hentist út af þar sem fallið er hátt en í staðinn hentist hann út af veginum hinum megin, upp í brekkuna. Lögregla telur manninn hafa keyrt vel umfram hámarkshraða og hann því misst stjórn á hraðskreiðum sportbíl sínum, sem er nú óökufær. 12.9.2006 09:45
Fleiri Frakkar til Líbanons Um 100 franskir friðargæsluliðar komu til Líbanons í morgun. Þeir bætast í hóp friðargæsluliða sem eru þar fyrir á vegum Sameinuðu þjóðanna. 13 skriðdrekar og önnur hergögn voru einnig flutt til Líbanons. 12.9.2006 09:30
Dregur úr verðbólgu milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofunni. Hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent síðustu mánuði sem þýðir að dregið hefur úr verðbólgu í landinu um eitt prósentustig frá síðasta mánuði. 12.9.2006 09:24
Vestnorden í Laugardalshöll Kaupstefnan Vestnorden, þar sem ferðaþjónustuaðilar og handverksmenn á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum kynna þjónustu sína og vörur, fer fram í Laugardalshöllinni í dag og stendur hún fram til hádegis á morgun. Hátt í 200 utanaðkomandi kaupendur geta þar kynnt sér möguleika í ferðaþjónustu á þessu svæði. 12.9.2006 09:15
Atlantis tengd við geimstöðina Geimferjan Atlantis tengdist alþjóðlegu geimstöðinni í gær. Ferjunni var skotið á loft frá Flórída í Bandaríkjunum um liðna helgi. Verkefni geimfara þar um borð verður að byggja við stöðina en ekki hefur verið bætt við hana í þrjú og hálft ár. 12.9.2006 09:00
Saurgerlar í drykkjarvatni á Borgarfirði Íbúar á Borgarfirði eystra hafa þurft að sjóða allt kranavatn sem ætlað er til neyslu eftir að Heilbrigðiseftirlit Austurlands fann kólígerla í vatninu, en slíkt vatn er ekki talið hæft til manneldis. Ástæðan er bágur frágangur við tvo af sex lindarbrunnum bæjarins þannig að yfirborðsvatn hefur komist í þá. 12.9.2006 08:45
Hryðjuverkaárás hrundið Einn sýrlenskur öryggisvörður féll þegar fjórir hryðjuverkamenn, vopnaðir handsprengjum og byssum, réðust á sendiráð Bandaríkjamanna í miðborg Damascus í Sýrlandi í morgun. Árásarmennirnir voru allir felldir. Engan bandarískan sendiráðsstarfsmann sakaði. 12.9.2006 08:38
25 fastir í jarðgöngum Um 230 slökkviliðs- og byggingaverkamenn reyna nú hvað þeir geta til að bjarga 25 vegavinnumönnum sem sitja fastir eftir að gögn hrundu í suð-vestur Kína í gær. Göngin liggja á fjölfarinni leið millin Guangnan og Yansjan í Yunnan-kantónu. 12.9.2006 08:30
Stríðinu ekki lokið Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gærkvöldi Bandaríkjamenn til dáða í baráttunni við hryðjuverkamenn og sagði hann stríðinu gegn þeim ekki lokið. Bush ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í tilefni þess að fimm ár voru í gær liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. 12.9.2006 08:15
Hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus All bendir til þess að hryðjuverkaárás hafi verið gerð á sendiráð Bandaríkjamanna í miðborg Damascus í Sýrlandi í morgun. Sýrlenskar öryggissveitir hafa umkringt bygginguna og að sögn Reuters fréttastofunnar má sjá svartan reyk leggja frá byggingunni auk þess sem heyra megi skothríð í næsta nágrenni við hana. 12.9.2006 08:00
Framkvæmdir á geimstöðinni hafnar Byggingarframkvæmdir á alþjóðlegu geimstöðinni hófust í dag. Tveir hugaðir geimfarar vörðu lunganum úr deginum í geimnum utan við geimstöðina í að byggja við hana. Óhætt er að segja að verk þeirra hafi verið töluvert flókið og jafnvel tafsamt. 12.9.2006 19:07
Segir stríðinu gegn hryðjuverkum ekki lokið Bush Bandaríkjaforseti hvatti í kvöld Bandaríkjamenn til dáða í baráttunni við hryðjuverk og sagði hann stríðinu ekki lokið. Bush sagði í ræðu sinni, sem hann hélt í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, að Bandaríkjamenn þyrftu að setja ágreiningsmál sín til hliðar til að geta einbeitt sér að sigri í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bush sagði stríðinu ekki lokið og sigur myndi krefjast þess að Bandaríkjamenn legðust á eitt. 11.9.2006 22:50
Páfinn heimsækir fæðingabæ sinn Benedikt páfi sextándi kom í dag til fæðingabæjar síns Marktl í Þýsklandi. Páfi hóf heimsókn sína um Þýskaland um helgina og fagnaði fjöldi fólks honum þegar hann kom í fæðingarbæ sinn í dag. Páfinn tók sér góðan tíma í að heilsa þeim sem safnast höfðu saman. Fyrr í dag messaði páfi í Altoetting þar sem sjötíu þúsund manns hlýddu á hann. Við messuna sagði hann mikilvægt almenningur gleymdi ekki kristilegum gildum. Ferð páfa um Þýskaland stendur í sex daga. 11.9.2006 22:45
Skip ferst með 30 manns í Indlandshafi Yfir þrjátíu manns er saknað eftir að skip fórst milli Madagaskar og Comros í Indlandshafi. Yfirvöld á Madagaskar segja að yfir fimmtíu manns hafi verið um borð í skipinu og tekist hafi að bjarga um tuttugu. Áhöfn á frönsku skipi var sú fyrsta á staðinn en björgunaraðgerðir standa yfir. 11.9.2006 22:24
Missti stjórn á bíl sínum í Kömbunum Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bíl sínum í Kömbunum á Hellisheiðinni á níunda tímanum í kvöld og hafnaði utan vegar. Ökumaður slapp með skrekkinn en draga þurfti bíl hans í burtu þar sem hann var nokkuð skemmdur. 11.9.2006 22:02
Fimm ár frá hryðjuverkunum 11. september 2001 Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það. 11.9.2006 18:59
Fjöldi erlendra starfsmanna Bónus tvöfaldast Starfsmannastjóri stærstu matvöruverslanakeðju landsins segist sjá fram á tvöföldun í ráðningu erlends starfsfólks í láglaunastörf á næstunni. Skortur á fólki er það mikill að núverandi starfsfólk fær 100 þúsund krónur ef það finnur fólk í lausar stöður. 11.9.2006 18:58
Mesti smánarblettur á sögu íslenska lýðveldisins Stuðningur Íslands við Íraksstríðið er mesti smánarblettur á sögu íslenska lýðveldisins að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hann segir ákvörðunina algjörlega óréttlætanlega. 11.9.2006 18:56
Tók bankalán og stofnaði starfþjálfunarstöð Starfsendurhæfingarstöð fyrir óvirka alkóhólista, fíkniefnaneytendur og öryrkja er tilbúin til notkunar í Kópavogi. Upphafsmaðurinn og hugmyndasmiðurinn er sjálfur óvirkur alkóhólisti sem sá þörfina, tók bankalán, keypti húsnæði og treystir nú á að fá fjármagn til þess að reka stöðina. 11.9.2006 18:45
Um 90% flugfarþega telja flugþjónusta mikilvæga fyrir byggðarlag sitt Um 90% farþegar í innanlandsflugi á Íslandi telja flugþjónustu mjög mikilvæga fyrir byggðalagið sitt samkvæmt nýrri könnun sem Land-Ráð sf. vann í mars og apríl síðastliðnum fyrir Samgönguráðuneytið. Könnunin var unnin í samvinnu við Flugfélag Íslands og Landsflug en alls tóku 570 farþegar þátt í könnuninni. 11.9.2006 18:18
Tvímenningar gefa sig fram Mennirnir tveir sem leitað hefur verið að í tengslum við árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti í fyrrinótt hafa gefið sig fram við lögreglu. Það gerðu þeir nú síðdegis eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél og hvatt þá til að gefa sig fram. 11.9.2006 17:04
Sektað fyrir að henda rusli Nokkuð ber á því að fólk hendi rusli á götur borgarinnar eða annars staðar á almannafæri. Það er að sjálfsögðu með öllu óheimilt enda telst það brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aekt í slíkum tilfellum ákvarðist eftir eðli og umfangi brots en hún er þó aldrei lægri en 10 þúsund krónur. 11.9.2006 16:45
Tilboð Barr upp á um 180 milljarða Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hefur hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA upp í 820 kúnur á hlut, sem þýðir að fyrirtækið býður um 180 milljarða króna í PLIVA. 11.9.2006 16:30
Tvíbókað af sumum greiðslukortum um helgina Debetkortaeigendur lentu sumir hverjir í því um helgina að tekið var tvisvar af kortum þeirra þegar þeir greiddu með þeim. Verið var að breyta hugbúnaði hjá Reikningstofu bankanna sem olli því að hluti af debetkortafærslum á laugardag og sunnudag tvíbókuðust. 11.9.2006 16:15
Gekk af fundi iðnaðarnefndar Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, gekk í dag af framhaldsfundi iðnaðarnefndar til þess að mótmæla því sem hann kallar leynimakk Landsvirkjunar. Fram kemur á heimasíðu Ögmundar að á fundinum hafi fulltrúar Landsvirkjunar krafist þess að nýtt arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar yrði aðeins kynnt ef þingmenn hétu því að þegja um upplýsingarnar. 11.9.2006 16:00
Síminn segir ásakanir Hallgríms fráleitar Síminn telur fráleitt að starfsmenn Símans fylgist með símtölum milli ákveðinna aðila og komi upplýsingum þar um áfram til óviðkomandi aðila. Í yfirlýsingu sem Síminn sendi frá sér vegna greinar Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í dag, áréttar Síminn að fyrirtækið starfi samkvæmt lögum um fjarskipti og eftir eigin siðareglum. 11.9.2006 15:30