Fleiri fréttir

Hafa náð tíu kílóum af fíkniefnum í ár

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á um tíu kíló af fíkniefnum það sem af er ári. Það er jafn mikið magn og allt árið í fyrra. Helmingur magns­ins er kókaín. Meðalaldur lögbrjótanna er tæplega 25 ár, sá yngsti var 17 ára.

Tveimur flatskjám stolið í austurborginni

Tveimur flatskjám var stolið úr raftækjaverslun í austurborginni um hálfþrjúleytið í nótt. Verðmæti þeirra er samtals á áttunda hundrað þúsunda. Þjófarnir brutu stóra rúðu til að komast inn í verslunina en þeir komust undan og er þeirra nú leitað.

Meðalaldur starfsmanna stórmarkaða lækkar um 7 ár

Meðalaldur félagsmanna VR sem vinna í stórmörkuðum hefur lækkað um heil sjö ár síðan árið 2000 og segir á heimasíðu VR að félagið hafi heyrt dæmi þess að ungmenni á aldrinum 13 til 14 ára vinni langtum meira en kveðið er á um í reglugerð um vinnu ungmenna.

Bílsprengja fellir tvo í Suður-Líbanon

Að minnsta kosti tveir eru látnir og einhverjir særðir eftir að sprengja sprakk í bifreið yfirmanns innan líbönsku leyniþjónustunnar fyrir stundu. Ekki er vitað hvort hann sé annar hinna látnu.

Of mörg börn bíða þjónustu

„Það bíða of margir nemendur eftir þjónustu sálfræðings eins og staðan er núna en verið er að vinna í því að stytta biðlistann,“ segir Þorsteinn Hjartarson, skólastjóri Fellaskóla.

Telja í lagi að Davíð tjái sig um pólitík

Formaður bankaráðs Seðlabankans segir ekkert mæla gegn því að Davíð Oddsson tjái sig um pólitísk álitamál. Prófessor í stjórnmálafræði segir vandann fremur liggja í pólitískum ráðningum en að Davíð hafi pólitískar skoðanir.

Vinnuveitendur skoði tölvupóst

Yfir helmingur Finna myndi gefa vinnuveitanda sínum leyfi til að fylgjast með tölvupóstsumferð sinni ef grunsemdir vakna um að leynilegar, vinnutengdar upplýsingar eru sendar út af vinnustaðnum.

Enn ein sprengingin í Tyrklandi

Sprengja sprakk nærri skrifstofubyggingu stærsta stjórnmálaflokks Tyrklands í borginni Izmir í morgun. Fyrstu fregnir herma að enginn hafi látist eða særst í sprengingunni en samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum var sprengjan falin í ruslutunnu.

Heimilisofbeldismál enda sjaldnast í ákærumeðferð

Innan við eitt prósent heimilisofbeldismála hafa verið tekin til ákærumeðferðar. Nauðsynlegt að breyta löggjöfinni um nálgunarbann, segir Bjarnþór Aðalsteinsson. Ofbeldismenn verði fjarlægðir af heimilum.

Enginn friður í Darfúr

Súdönsk yfirvöld segjast undirbúa átök við friðargæslulið SÞ og hvetja Afríkubandalagið til að hverfa frá héraðinu. Friðarhorfur eru ekki góðar, að mati Magneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðings.

Bílvelta nærri Akureyri

Bíll valt á hringveginum norðan Akureyrar til móts við bæinn Grjótgarð laust fyrir tvö í nótt. Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en ekki er vitað um meiðsl hans.

Mannskætt lestarslys í Egyptalandi

Fimm fórust og 30 slösuðust þegar farþegalest og flutningalest lentu saman í Egyptalandi í gærkvöldi. Slysið átti sér stað nærri bænum Shebin al-Qanater, norður af höfuðborginni Kaíró, en aðeins eru tvær vikur síðan tvær lestar lentu saman á svipuðum slóðum. Þá létust 58 manns.

Stunginn með hnífi í bakið

26 ára gamall maður leitaði á slysadeild í Reykjavík upp úr eitt í nótt eftir að hafa verið stunginn með hnífi í bakið. Hann þekkti til árásarmanns síns og náðist sá á hlaupum um hálffjögur í nótt, skammt frá heimili sínu í austurborginni.

Byssumaður myrðir ferðamann í Jórdaníu

Erlendir ferðamenn í Jórdaníu eru felmtri slegnir eftir að byssumaður varð einum ferðamanni að bana og særði fimm þegar skotið var á hóp ferðalanga í höfuðborginni, Amman í dag. Árásamaðurinn var þegar handtekinn en hann lét til skarar skríða fyrir utan hringleikahús sem ferðamenn sækja í hópum á sumri hverju.

Gíslataka í rússnesku fangelsi

Rússneskum sérsveitarmönnum tókst í dag að frelsa menn sem gæsluvarðhaldsfangar í fangelsi í Moskvu tóku í gíslingu. Engan mun hafa sakað í atganginum en heyra mátti skothríð og sprengingar úr nokkurri fjarlægð.

Þriggja bíla árekstur í Breiðholtinu

Lögregla og slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna áreksturs þriggja bíla á mótum Norðurfells og Vesturbergs í Breiðholti í Reykjavík. Einn var fluttur á slysadeild.

Steve Irwin allur

Ástralski "krókódílamaðurinn" Steve Irwin lést við köfun undan ströndum Ástralíu í dag. Skata stakk hann í hjartastað. Irwin var heimsfrægur fyrir vinsæla dýralífsþætti sína þar sem hann lagði líf sitt oftar en ekki hættu í samskiptum sínum við krókódíla og önnur hættuleg dýr. Steve Irwin var sjónvarpsáhorfendum um allan heim að góðu kunnur. Hann lét sig ekki muna um að fóðra krókódíl með annari hendi og barnið sitt í hinni. Það gerði hann fyrir framan sjónvarpsáhorfendur og hlaut bágt fyrir. Irwin var mikill áhugamaður um náttúruvernd og óþreytandi talsmaður krókódíla. Stundum þótti hann full glæfralegur framkomu við villidýrin. Hann meðhöndlaði krókódíla, hættulegar köngulær og snáka af virðingu en með hæfilegum gáska. Irwin var í dag að kafa við Batt rifið undan ströndu Queensland í norðaustur Ástralíu og var að taka upp sjónvarpsþátt um hættulegustu dýr í heimi. Hann synti of nálægt einni skötunni og hún stakk hann í hjartastað með hala sínum. John Howard forsætisráðherra Ástralíu sagði um Irwin að hann hefði verið einstakur maður og verið hjartfólginn bæði Áströlum og fólki um allan heim. Blóm og kransar streymdu í dag til dýragarðsins í Queensland í Ástralíu til minningar um Steve Irwin. Ökumenn þeyttu bílflautur til heiðurs honum er þeir óku þar hjá. Irwin lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn.

Ekki í skóla nema að landslög séu brotin

Fjöldi nýbúabarna hefur ekki getað byrjað í skóla í haust þar sem þau hafa enn ekki fengið kennitölu. Margra vikna bið er eftir kennitölum hjá þjóðskrá og á meðan geta skólayfirvöld ekki leyft þeim að fara í skólann nema brjóta landslög.

Gagnrýna sameiningu spítalanna

Læknafélags Íslands gagnrýnir mjög sameiningu spítalanna og segir nauðsynlegt að draga úr þeirri einokun sem þegar ríki í spítalamálum. Sömuleiðis varar félagið við alræðisvaldi sem heilbrigðisráðherra og forstjórum heilbrigðisstofnanna er veitt samkvæmt frumvarpi ráðherra sjálfs.

Ógnar hlutleysi Seðlabankans

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir mikinn miskilning að Davíð Oddsson sé hættur í pólitík. Spurningin nú sé hvort það sé líka misskilningur að Geir H. Harde sé leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að Davíð treysti ekki forystu Geirs H. Haarde. Davíð Oddsson tjáði sig ítarlega um helstu pólitísku ágreiningsmálin á Morgunvakt Ríkisútvarpsins fyrir helgi og í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Stjórnarandstaðan segir þetta ógna hlutleysi Seðlabankans.

Annan semji um lausn gísla

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Ísraela og Líbana hafa þekkst boð sitt um að semja um lausn tveggja ísraelskra hermanna sem skæruliðar Hizbollah rændu í júlí. Varð það kveikjan að átökum Ísraela og Hizbollah-liða í Líbanon.

Segir framkvæmdir við álver í Helguvík í hættu

Áform um uppbygging álvers í Helguvík eru í hættu ef ekki fást rannsóknarleyfi á jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga. Undirstofnanir ráðuneyta tefja vísvitandi fyrir veitingu leyfanna, segir forstjóri Hitaveitu Suðurnesja.

Býðst til að semja um lausn hermanna

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur boðist til að reyna að semja um lausn tveggja ísraelskra hermanna sem skæruliðar Hizbollah rændu í júlí. Mannránin urðu kveikjan að átökum Ísraela og Hizbollah-liða í Líbanon.

Vilja kanna kosti einkasjúkrahúss í Fossvogi

Læknafélag Íslands vill að skoðað verði hvort hægt verði að reka áfram sjúkrahús í Fossvogi, jafnvel í einkarekstri, eftir uppbyggingu við Hringbaut. Með því eigi læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn kost á öðrum vinnustað en Landspítalanum. Þetta kom fram í máli Sigurbjarnar Sveinssonar, formanns Læknafélags Íslands, í viðtali á NFS í morgun.

Segir tafir á veitingu rannsóknarleyfa

Tafir á afgreiðslu rannsóknarleyfa á jarðhitasvæðum á Reykjanesi geta tafið uppbyggingu álvers í Helguvík að mati forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Hann sakar undirsstofnanir ráðuneyta um að tefja vísivitandi veitingu rannsókanrleyfa vegna jarðvarmavirkjana á Reykjanesskaga.

Taka höndum saman til stuðnings Magna

Keppinautarnir Síminn og Og Vodafone hafa tekið höndum saman og hvetja stuðningsmenn Magna Ásgeirssonar að taka þátt í SMS-kosningunni vegna undanúrslitaþáttar RockStar Supernova aðfaranótt miðvikudagsins.

Vilja eldfjallafriðland á Reykjanesi

Vinstri hreyfingin grænt framboð í Reykjavík mun leggja fram tillögu um stofnun eldfjallafriðlands frá Þingvöllum að Reykjanestá og aðra um hlutlausa úttekt á Kárahnjúkavirkjun ásamt frestun fyllingu Hálslóns á fundi Borgarstjórnar á morgun. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hreyfingin hélt í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í dag.

Gæsluvarðhald vegna árásar á sambýliskonu

Tæplega þrítugur karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina vegna árásar á sambýliskonu sína. Árásin átti sér stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn rispaði konuna meðal annars með hnífi á hálsi og skrokki, en engin stungusár voru að finna á konunni, að sögn lögreglunnar.

Bryndís ráðin aðstoðarrektor á Bifröst

Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst í stað Magnúsar Árna Magnússonar sem lét af störfum fyrir helgi.

Stærsta farþegaflugvél heims í fyrsta farþegaflug

Stærsta farþegaþota heims, af gerðinni Airbus A380, fór í dag í sitt fyrsta farþegaflug með 474 farþega innanborðs. Þar voru starfsmenn Airbus á ferð en þeir höfðu boðið sig fram í ferðina sem er tilraunaflug með farþega. Þotan er tveggja hæða og með fjórum hreyflum.

Gæsluvarðhald framlengt yfir meintum hryðjuverkamönnum

Dómstóll í Bretlandi hefur framlengt gæSluvarðhald yfir átta breskum múslímum sem grunaðir eru um að hafa ætlaÐ að sprengja flugvélar á leið yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna í loft upp. Verða þeir í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti tvær vikur til viðbótar.

Vill auknar heimildir til að uppræta fíkniefnasölu

Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi, dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Hann segir mikilvægt í þessu ljósi að lögregla og tollgæsla fái auknar heimildir og fjármagn til að uppræta sölu- og dreifingarkerfi glæpahópsins.

Þokast í viðræðum um lausn hermannsins

Nokkuð hefur þokast í viðræðum ísraelskra stjórnvalda og Hamas-samtakanna um lausn ísraelska hermannsins sem rænt var við landamæri Gaza-svæðisins í júní síðastliðnum. Þetta sagði Ismal Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Katarar senda lið til Líbanons

Katar varð í dag fyrsta arabaríkið til að senda hermenn til friðargæslu í Líbanon í kjölfar átaka Ísraela og Hizbolla-samtakanna í júlí og ágúst.

Vilja fjölga nemendum um 500 á næstu fimm árum

Forsvarsmenn Háskólans á Bifröst stefna að því að fjölga nemendum þar um 500 á næstu fimm árum þannig að þeir verði 1200 árið 2011. Í undirbúningi er stofnun kennaradeildar við skólann.

Þinglýstum kaupsamningum fækkar mikið milli ára

Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um ríflega 46 prósent í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Fasteignamats ríkisins.

Stunginn í hjartastað

Ástralski "krókódílamaðurinn" Steve Irwin lést við köfun undan ströndum Ástralíu í dag. Skata stakk hann í hjartastað.

Gagnrýni á sjóræningjaveiðar tvískinnungur

Gagnrýni útgerðarmanna á svokallaðar sjóræningjaveiðar á Reykjaneshrygg helgast af tvískinnungi að mati Grétars Mar Jónssonar, Frjálslynda flokknum, en hann er jafnframt fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins. Grétar telur að menn ættu að líta sér nær því enginn munur væri á Smuguveiðum Íslendinga og veiða nefndra sjóræningjaskipa á Reykjaneshrygg.

Sameiningin skerðir þjónustu og valfrelsi

Varaformaður Læknafélags Íslands segir að sameining Borgarspítalans og Landspítalans hafi verið misráðin og að starfsmannastefna sameinaðs háskólasjúkrahúss skerði valfrelsi lækna og þjónustu við sjúklinga.

Sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins

Haraldur Ólafsson prófessor emiritus og fyrrverandi alþingismaður var sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins síðastliðinn föstudag. Heiðursmerki Letterstedtska félagsins er árlega veitt einum Norðurlandabúa fyrir mikilvægt framlag til norrænnar samvinnu.

UNICEF og Barcelona vinna saman

UNICEF og spænska knattspyrnufélagið Barcelona, sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur með, munu á fimmtudaginn skrifa undir fimm ára samstarfssamning vegna HIV-smitaðra barna og barna sem hafa orðið munaðarlaus vegna alnæmis.

Sjá næstu 50 fréttir