Fleiri fréttir

Banaslys á Garðskagavegi

Einn lést og tveir eru alvarlega slasaðir eftir bílslys á Garðskagavegi rétt norðan við Sandgerði.

Alvarlegar athugasemdir

Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt.

Þyrla á leið að sækja sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið út á Halamið norð-vestur af Vestjörðum að sækja sjómann. Ekki er enn vitað hvað amar að honum.

Maður játar á sig nauðgunar tilraun

Maðurinn sem reyndi að nauðga ungri konu í Breiðholti í síðustu viku hefur verið handtekinn. Maðurinn, sem er 28 ára, var handtekinn í morgun og viðurkenndi hann verknaðinn í framhaldinu.

Eldur verður hvolpum að bana

Lögregla í bænum Lowell í Massachusetts í Bandaríkjunum rannsakar nú tildrög elds sem kviknaði í flutningabíl með þeim afleiðingum að sextíu hvolpar drápust.

Hizbollah-samtökin ætla ekki að afvopnast

Hizbollah-samtökin ætla sér ekki að afvopnast heldur hyggjast þau einungis setja vopn sín í geymslur í bili. Ráðamenn fjölmargra þjóða vinna nú hörðum höndum að því að koma saman friðargæsluliði til að senda til Líbanons.

Ráðið niðurlögum skógarelda á Spáni

Slökkviliðsmönnum í Galasíu á norð-vestur Spáni hefur tekist að ráða niðurlögum skógerelda sem hafa logað þar á stóru svæði síðasta hálfa mánuðinn.

Vinna þarf deiliskipulag fyrir Ellingsen-reit aftur

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi deiliskipulag á svokölluðum Ellingssen-reit í vesturbæ Reykjavíkur á þeim forsendum að það samræmist ekki ákvæðum um aðalskipulag Reykjavíkurborgar. Úrskurðurinn hefur í för með sér að framkvæmdum á reitnum seinkar líklega um marga mánuði.

Rannsaka lifnaðarhætti hvala

Vísindamenn á bátnum Söngur hvalsins eða "Song of the Whale" hafa lokið rannsóknum sínum á hvölum við strendur Íslands. Við tekur úrvinnsla gagna en í stað þess að veiða hvali í vísindaskyni skoða þeir lifnaðarhætti þeirra í sjónum, hljóðrita söng þeirra og mynda þá með neðansjávarmyndavélum.

Plánetum sólkerfisins gæti fjölgað úr níu í tólf

Plánetum sólkerfisins fjölgar úr níu í tólf á næstunni ef stjörnufræðingar ákveða að víkka út skilgreininguna á fyrirbærinu á þingi sínu í Prag. Málið er umdeilt þar sem búast má við að fjöldi reikistjarna muni margfaldast í kjölfarið.

Gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu

Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. Í júlí hefti The New Scientist er sagt frá því að í Brasilíu hafi brostið göng í samskonar stíflu og Kárahnjúkastíflu með þeim afleiðingum að hún lak.

Olía í sjóinn eftir loftárás Ísraela

Fimmtán þúsund tonn af olíu hafa lekið í sjóinn undan ströndum Líbanons eftir að Ísraelsher gerði loftárá á bæinn Byblos, sem stendur um þrjátíu og fimm kílómetrum norður af Beirút.

Gætu þurft að fresta afplánun einhverra dóma

Fangelsi landsins eru yfirfull og ef fram heldur sem horfir þurfa fangelsisyfirvöld að fresta afplánun dóma sumra manna vegna plássleysis. Norrænir fangelsisstjórar ræða meðal annars leiðir til að senda erlenda fanga til síns heima til afplánunar og reyna þannig að taka á vandanum.

Alcoa kærir fjórtán mótmælendur

Vinna lá niðri hjá fjórtán hundruð manns hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði í morgun. Lögregla klifraði upp í krana til að ná mótmælendum niður. Alcoa Fjarðaál hefur kært fjórtán einstaklinga til lögreglunnar á Eskifirði og upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir þetta ekki verða liðið.

Þingeyrarflugvöllur vígður

Þingeyrarflugvöllur, sem hefur verið endurbyggður, verður vígður 19. ágúst af Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra.

Mikill viðbúnaður vegna Menningarnætur

Menningarnótt er stærsti viðburður landsins og er gert ráð fyrir að þeir sem líti við í miðborginni verði á bilinu 60-100 þúsund talsins. Síðustu fjögur ár hefur verið starfandi aðgerðarstjórn milli Höfuðborgarstofu og þeirra sem koma að öryggismálum á hátíðinni og hittust fulltrúar þeirra í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í dag til að fara yfir helstu mál. Slökkviliðið og Lögreglan verða með sameiginlega aðstöðu fyrir viðbragðslið sitt í Ingólfsstræti og eiga gestir að geta leitað þanngað fari eitthvað úrskeiðis. Öflug umferðargæsla verður allan daginn í borginni og verður fjölmörgum götum lokað vegna dagskráratriða og Reykjavíkurmaraþonsins. Ökumenn eru því hvattir til að kynna sér umferðatakmarkanir á heimasíðu lögreglunnar logreglan.is en þar má einnig sjá upplýsingar hugsanleg bílastæði í nágrenni miðborgarinnar. Foreldrar og aðstandendur barna eru beðnir um að hafa sérstaka á gát á þeim í mannþrönginni en athvarf fyrir týnd börn verður staðsett í húsi Unglingasmiðjunnar við Amtmannsstíg 5a og verður símanúmer Reykjavíkur borgar símanúmer athvarfsins það er 4 11 11 11. Eftir miðnætti verður opnað athvarf í Foreldrahúsinu í Vonarstræti og verða börn yngri en 16 ára færð þanngað ef þau eru úti eftir lögboðin útivistartíma, sem og þau sem ekki hafa náð 18 ára aldri en eru undir áhrifum áfengis. Í fyrra brutust út mikil slagsmál milli unglinga og vildi Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn Reykjavíkur brýna fyrir foreldrum að "nesta" unglinga sína ekki upp af áfengi á Menningarnótt eða öðrum dögum.

Vinstri hreyfingin grænt vill rannsókn á hönnun Kárahnjúkavirkjunnar

Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs tekur undir kröfu Náttúruverndar Íslands um að hrint verði af stað óháðri og gagnsærri rannsókn á þeirri áhættu sem tekin er með byggingu Kárahnjúkavirkjunnar áður en byrjað verði að safna vatni í Hálslón.

Lokað vegna malbikunar

Hringvegur 1 er lokaður til suðurs frá Grundartangavegi að Akrafjallsvegi við Hvalfjarðargöng næstu þrjá daga vegna malbikunar. Akrein til suðurs verður lokuð frá klukkan 7:30 til klukkan 20:00 á þessu tímabili. Vegfarendum er bent á að aka Akrafjallsveg.

Rafmagn komið á að nýju

Rafmagn er komið á aftur í Hálsahverfi á Krókhálsi og Grafarholti. Rafmagnslaust varð þar skömmu fyrir þrjú í dag þegar grafið var í háspennustreng á framkvæmdasvæði við Korpu.

Segja vaxtahækkun Seðlabankans misráðna

Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtahækkun Seðlabankans misráðna og byggja á röngu mati á þróun mála á tveimur lykilmörkuðum hagkerfisins, vinnumarkaðnum og fasteignamarkaðnum. Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins segir að brýnt sé að Seðlabankinn gangi í takt við efnahagslífið og taki mark á öllum þeim teiknum sem nú séu um niðursveifluna í efnahagslífinu.

Flugvél snúið af leið vegna gruns um hryðjuverk

Vél United flugfélagsins bandaríska sem var á leið til Washington frá Lundúnum var látin lenda í Boston fyrir stundu vegna óróa um borð í vélinni. Kona sem var um borð mun hafa lent í útistöðum við áhöfn vélarinnar og fyrir vikið var ákveðið að leita í farangri um borð þegar vélinni hafði verið lent.

Alþjóðasamtök flugumferðastjóra lýsa yfir áhyggjum

Alþjóðasamtök flugumferðastjóra lýsa áhyggjum vegna nýs vaktakerfis íslenskra flugumferðastjóra. Flugumferðarstjórar hafa neitað að vinna yfirvinnu frá því nýtt vaktakerfi var innleitt hjá Flugmálastjórn um miðjan marsmánuð.

Byrjað er að hleypa umferð um Kjalarnesið

Lögreglan hefur opnað aftur fyrir umferð um Kjalarnesið eftir að Vesturlandsvegi var lokað að hluta vegna bílslyss fyrr í dag. Búast má við einhverjum töfum til að byrja með þar sem umferð er hleypt í gegn í hollum.

Farþegi lést og ökumaður slasaðist

Farþegi lést og ökumaður slasaðist mjög alvarlega þegar tvær jeppabifreiðar rákust saman á Vesturlandsvegi rétt við kjúklingabúið Móa í hádeginu. Ökumaður hins jeppans er ekki talinn vera alvarlega slasaður. Lögregla er enn við störf á vettvangi og er Vesturlandsvegur lokaður frá afleggjaranum að Þingvöllum að syðri munna Hvalfjarðarganga á meðan lögreglan sinnir störfum sínum. Ökumönnum er bent á að fara um Kjósaskarð þar til vegurinn hefur verið opnaður. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.

Fjórtán mótmælendur kærðir

Fjórtán mótmælendur hafa verið kærðir fyrir mótmælin á byggingasvæði álversins á Reyðarfirði í morgun.

Margir Danir vilja afþakka pappírsflóðið

Límmiðar á póstkassa til að afþakka fríblöð seljast nú eins og heitar lummur í Danmörku. Fólk óttast að sitja uppi með ógrynni af pappír þegar þrjú fríblöð fara að berast á dag. Forsmekkurinn flaug inn um bréfalúgur í Kaupmannahöfn og Árhúsum þegar útgáfufyrirtæki Berlingske tidende reið á vaðið með fyrsta tölublað fríblaðsins Dato.

Bílslys varð á Kjalarnesi

Alvarlegt umferðarslys varð á Kjalarnesi nú rétt eftir hádegi nærri meðferðarheimili SÁÁ í Vík. Verið er að klippa bílflök utan af hinum slösuðu. Umferð um veginn er lokuð í báðar áttir.

Skutu japanskan sjómann út af landamæradeilu

Rússneska strandgæslan skaut í nótt á japanskan fiskibát við Kúrileyjaklasann með þeim afleiðingum að japanskur sjómaður lét lífið. Áratuga löng landamæradeila milli Rússlands og Japans um Kúrileyjarnar er enn óútkljáð - með þessum afleiðingum.

Íranar vilja ræða um kjarnorkuáætlunina

Íranar eru tilbúnir til viðræðna um að falla frá umdeildri kjarnorkuáætlun sinni. Utanríkisráðherra Írans tilkynnti þetta í dag en bætti við að hvað sem öllum viðræðum liði, þá sæju Íranar sér enn ekki góða ástæðu til að falla frá áætlun um auðgun úrans.

Kemur ekki til greina að svipta Grass Nóbelnum

Nóbelsstofnunin hefur hafnað beiðnum um að svipta rithöfundinn Gunther Grass nóbelsverðlaunum sem hann hlaut árið 1999. Háværar raddir kröfðust þess að Grass yrði sviptur heiðrinum eftir að hann játaði í blaðaviðtali á laugardag að hann hefði þjónað í stormsveitum nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

Meira en 10 þúsund töskur í óskilum hjá British Airways

Yfir 10 þúsund töskur sem farþegar breska flugfélagsins British Airways hafa innritað á síðustu dögum hafa ekki skilað sér aftur til eigendanna. Flugfélagið segir töskurnar bíða í hrúgum á breskum flugvöllum og hyggst nú höfða skaðabótamál á hendur rekstraraðila stærstu flugvallanna, því auk þessa hafi flugfélagið þurft að aflýsa yfir 700 flugum síðan hertar öryggisreglur tóku gildi síðastliðinn fimmtudag. Rekstraraðili þriggja stærstu flugvalla í Bretlandi, þar með talið Heathrow, segir stöðuna sem upp er komin nú fordæmislausa og því ekki hægt að ætlast til að fyrirtækið sé undir hana búið.

Ferðamaður beið bana við Hrafntinnusker

Erlendur ferðamaður beið bana þegar hann varð undir hruni í íshelli við Hrafntinnusker, skammt frá svonefndum Laugavegi, á níunda tímanum í morgun. Samferðamenn hans kölluðu á aðstoð þar sem þeir töldu að hann hefði lokast inn í hellinum, en þeir höfðu náð til hans áður en björgunarlið kom á vettvang, og var hann þá látinn. Þá var meðal annars búið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, en henni var snúið við ásamt flestum björgunarmönnunum. Hinir munu flytja lík mannsins til byggða.

Þúsundir aðdáanda Elvis minnast 29 ára ártíðar hans

Þúsundir aðdáenda sönghetjunnar Elvis Presley komu hvaðanæva að úr heiminum í gærkvöld til að minnast 29 ára ártíðar söngvarans á heimili hans í Graceland í Tennessee. Fyrstu aðdáendurnir komu til Graceland-setursins um kvöldmatarleytið á mánudagskvöld og stóðu í röð til að bíða eftir kertaathöfninni. Fyrir marga er nokkurs konar pílagrímsferð til heiðurs kónginum sem sumir trúa þó ekki að sé látinn en samkvæmt opinberum skjölum lést hann af hjartaslagi og ofnotkun læknadóps þann 16. ágúst árið 1977.

Lögreglumenn á leið upp krana á eftir mótmælanda

Tveir lögreglumenn eru nú að klifra up í háan byggingakrana á vinnusvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði, til að ná niður mótmælanda, sem klifraði þar upp í morgun í mótmælaskyni við framkvæmdirnar.

Slys við Hrafntinnusker

Talið er maður sé lokaður inni í íshelli við Hrafntinnusker, eftir að hellirinn féll saman í morgun. Talið er að einn maður sé lokaður inn í hellinum og er þyrla Landhelgisgæslunnar á leið á staðinn ásamt lögreglu og björgunarsveitarmönnum.

Mótmælendur hlekkjaðir við vinnukrana á Reyðarfirði

Ellefu mótmælendur ruddust inn á vinnusvæði Alcoa á Reyðarfirði í morgun og hafa þrír hlekkjað sig við 40 - 50 metra háan vinnukrana með lök sem mótmæli hafa verið áletruð á. Nokkuð hvassviðri er á svæðinu og þykir því enn frekari hætta geta staðið að þessum aðgerðum. Flestir mótmælandanna hafa fest sig við vinnuvélar en tveir hafa verið handteknir.

Fjöldagrafir teknar í Týrus

Sprengjugnýrinn hefur hljóðnað um sinn fyrir botni Miðjarðarhafs og í tóminu er hægt að hefjast handa við að ganga frá eftir ógnaröldina. Lík 40 fórnarlamba árásanna undanfarinn mánuð voru greftruð í fjöldagröf í Týrus í gær. Líkin voru lögð í grunnar, númeraðar grafir og gert ráð fyrir því að fjölskyldur hinna látnu eigi hægt um vik að finna kistur ættingja sinna og finna þeim betri hvílu þegar allt er um garð gengið. Áður hafa Týrus-búar tekið tvær viðlíka fjöldagrafir þar sem hvíla yfir hundrað manns. Á níunda hundrað Líbana létu lífið í átökunum og 157 Ísraelar.

Leitar enn árásarmannsins í Breiðholti

Lögregla leitar enn árásarmannsins, sem réðst á stúlku í Breiðholti að næturlagi í síðustu viku og reyndi að nauðga henni. Stúlkan, sem var á leið til vinnu, náði að slíta sig frá árásarmanninum og leita hjálpar, en meðal annars þurfti að gera að bitsári á hálsi hennar. Hún hefur ekki getað gefið góða lýsingu á árásarmanninum.

Sjá næstu 50 fréttir