Fleiri fréttir

B6 vítamín gegn Parkinsons?

Neysla B6 vítamíns virðist minnka líkurnar á að fá Parkinsons-sjúkdóminn. Því meira B6 vítamín, því betra. Hollensk rannsókn bendir til þess að neysla B6 vítamíns minnki líkurnar á Parkinsons. Parkinsons er sjúkdómur sem stafar af því að magn boðefnisins dópamíns minnkar hratt í heilanum. Dópamín er notað til að stjórna hreyfingum líkamans.

Mikill verðmunur á nikótínlyfjum

Verð á nikótínlyfjum hefur hækkað töluvert frá því í janúar samkvæmt nýlegri könnun Neytendasamtakanna. Veðhækkunin nemur allt að tuttugu og fjórum prósentum í sumum apótekum.

Búið að slökkva eldinn

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan átta í kvöld vegna elds í blokk við Kársnesbraut í Kópavogi. Eldurinn hafði kviknað í íbúð á efstu hæð en hún var þá mannlaus. Betur fór en á horfðist í fyrstu en um minniháttar bruna var að ræða og gekk slökkvistarf greiðlega. Ekki er vitað með tjón að svo stöddu en lögregla fer með rannsókn málsins. Líklegt þykir að um íkveikju hafi verið að ræða.

Eldur í íbúðablokk á Kársnesbraut

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt í þessu vegna elds í íbúðablokk við Kársnesbraut í Kópavogi. Slökkviliðsmenn eru komnir á staðinn en svo virðist sem um minniháttar bruna sé að ræða. Nokkur reykur er í íbúðinni en slökkviliðsmenn eru að störfum. Einn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en honum varð ekki meint af. Nokkrar nærliggjandi íbúðir voru rýmdar þegar eldurinn kom upp en ekki reyndist þörf á að rýma alla blokkinni.

Um 4.600 manns eiga bókaðar ferðir til Eyja

Um 4.600 manns eiga bókaðar ferðir til Vestmannaeyja um næstu helgi. Fréttavefurinn Suðurland.is greinir frá því að flestir farþeganna eigi bókað far með Herjólfi til Eyja eða rúmlega 3.000 manns. Um 940 farþegar munu fljúga með Flugvfélagi Vestmannaeyja og þá eiga um 600 manns bókað flug til Eyja með Landsflugi en Landsflug mun fljúga frá Reykjavík, Höfn í Hornafirði og Sauðárkróki.

Ekki gerð krafa um tafarlaust vopnahlé

Útvötnuð yfirlýsing um átökin í Líbanon varð afrakstur neyðarfundar utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í dag. Andstaða Breta og Þjóðverja kom í veg fyrir kröfu um tafarlaust vopnahlé.

Sr. Elínborg ráðin afleysingaprestur í Grindavík

Sr. Elínborg Gísladóttir hefur verið ráðin afleysingaprestur í Grindavík. Fréttavefurinn Víkurfréttir.is greinir frá því að sr. Elínborg muni gegn starfinu til loka maí á næsta ári í fjarveru sr. Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur sem varð forseti bæjarstjórnar eftir kosningarnar í vor. Elínborg hefur áður gegnt starfi afleysingaprests, í Ólafsfirði í þrjú ár og í Grafarvogskikrju í 17 mánuði. Hún er fædd árið 1959, lauk embættisprófi 1998 og hlaut prestsvígslu árið 2001.

Heimilt að semja við Eykt

Félagsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að fyrrverandi meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis hafi verið heimilt að semja við Eykt um uppbyggingu á nýju hverfi í bænum.

Kaupþing banki selur hlut í Exista

Kaupþing banki hefur selt 6,1% hlut í Exista til alls níu lífeyrissjóða á Íslandi. Þessi hluti samsvarar um 30% af heildareign bankans í félaginu.

Líðan mannsins eftir atvikum

Líðan unga mannsins, sem slasaðist alvarlega á Sandgerðisvegi í gærkvöldi þegar bíll hans fór útaf og bílbeltið slitnaði, er eftir atvikum góð. Hann er undir eftirliti lækna á gjörgæslu Landspítalans en hann er mikið slasaður. Hann er þó ekki í öndunarvél en hann verður áfram undir eftirliti lækna næstu daga. Hann var einn í bílnum og kastaðist út úr honum eftir að beltið slitnaði. Lögregla og Rannsóknanefnd bílslysa rannsaka tildrög slyssins, og af hverju bílbeltið slitnaði.

BSRB stefnir bæjarstjórn Snæfellsbæjar

BSRB hefur ákveðið að stefna bæjarstjórn Snæfellsbæjar, verði uppsagnir sex starfsmanna sundlauga og íþróttahúsa í sveitarfélaginu ekki dregnar til baka. Uppsagnirnar standa í tengslum við skipulagsbreytingar en BSRB segir kjarasamninga kveða skýrt á um að slíkar breytingar geti átt sér stað án þess að fólki sé sagt upp störfum.

Tíu ár frá því að Ólafur Ragnar var kjörinn forseti

Í dag eru tíu ár síðan Ólafur Ragnar Grímsson tók formlega við embætti forseta Íslands. Það má segja að hver merkisdagurinn reki hvorn annan í þessari viku hjá forsetanum því í gær fékk Dorrit Mousaieff forsætisfrú íslenskan ríkisborgararétt.

Methagnaður viðskiptabankanna

Methagnaður er á rekstri viðskiptabankanna á þessu ári, en fyrstu sex mánuði ársins nam hagnaðurinn rúmlega 72 milljörðum króna. Glitnir hefur aldrei skilað meiri hagnaði og hagnaður KB banka og Landsbanka er meiri en á sama tíma í fyrra.

1200 öryrkjar missa lífeyrisbæturnar 1. nóvember

Um 1200 öryrkjar munu að líkindum missa allar lífeyrisbætur sínar þann 1. nóvember næstkomandi eftir sérstaka tekjuathugun Greiðslustofu lífeyrissjóða. Bætur 1100 manns til viðbótar skerðast á sama tíma.

Mikið álag á Reiknistofu bankanna

Mikið álag hefur verið á Reiknisstofu bankanna frá því í gærkvöldi, en í dag eru stærstu mánaðarmót ársins vegna greiðslna hins opinbera á vaxtabótum og ofgreiddum sköttum.

BSRB hótar kæru á hendur Snæfellsbæ

BSRB hefur ákveðið að stefna bæjarstjórn Snæfellsbæjar, verði uppsagnir sex starfsmanna sundlauga og íþróttahúsa í sveitarfélaginu ekki dregnar til baka. Uppsagnirnar standa í tengslum við skipulagsbreytingar en BSRB segir kjarasamninga kveða skýrt á um að slíkar breytingar geti átt sér stað án þess að fólki sé sagt upp störfum.

Lögreglan neitar að hafa ekið á mótmælanda

Lögreglan á Egilsstöðum vísar á bug ásökunum Ólafs Páls Sigurðssonar um að hafa ekið á hann við fjölskyldubúðir Íslandsvina nálægt Kárahnjúkavirkjun. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, segir að maðurinn hafi verið ógnandi, eins og sjáist á þessari mynd lögreglunnar sem NFS fékk afhenta.

Sturla hyggst höggva á hnútinn

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, ætlar að fá utanaðkomandi aðila til að skoða nýtt vaktafyrirkomulag flugumferðarstjóra í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Flugumferðarstjórar funduðu með ráðherra í morgun, en þeir hafa neitað að vinna yfirvinnu frá því nýtt vaktafyrirkomulag tók gildi í vor.

Stýrivextir hafa lítil áhrif á þenslu

Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa lítil áhrif á þenslu í þjóðfélaginu. Þetta segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Hann segir Seðlabankann vinna að því að finna áhrifaríkari leið til að slá á þensluna. Þrátt fyrir að stýrivextir Seðlabankans hafi hækkað mikið á þessu ári þá virðist ekkert lát vera á þenslu í þjóðfélaginu.

Hjálpargögn komust loks til Kana

Bílalest með hjálpargögnum komst til Kana í Líbanon nú í morgun, þrátt fyrir að Ísraelar haldi loftárásum sínum áfram í Líbanon. Ísraelskur landher sækir nú lengra inn í Suður-Líbanon til að berjast gegn skæruliðum Hisbollah.

Indversk skólarúta endaði í skurði

Minnst sex börn létust þegar skólarúta skall ofan í skurð á Norður-Indlandi í morgun. Um það bil fimmtíu börn voru í rútunni þegar slysið varð. Íbúar á svæðinu stukku þegar ofan í vatnið til að reyna að bjarga sem flestum. Búið er að bjarga tólf börnum.

Fiskur að verða munaðarvara á Íslandi

Skortur á ferskum fiski og hörð samkeppni um það litla sem í boði er, hefur valdið 40% verðhækkun á fiskmörkuðum á aðeins tveimur mánuðum. Aðeins brot af því er enn komið út í verðlagið í fiskbúðum.

Hermönnunum allar bjargir bannaðar

Þeir tæplega 500 hermenn, sem enn eru eftir í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli, komast ekki lengur í sund, því sundlauginni var lokað í gær, um leið og aðal-Vallarhliðinu. Félagsheimilinu og bókasafninu var líka lokað, internetkaffinu, aðal veitingahúsinu og matvöruverslun sömuleiðis.

Umfangsmikil GSM uppbygging Og Vodafone í Eyjafirði

Og Vodafone hefur nú lokið umfangsmikilli uppbyggingu á GSM kerfi fyrirtækisins á ákveðnum svæðum í Eyjafirði. Uppbyggingin hófst við Sörlagötu á Akureyri í febrúar á þessu ári en lauk við Klauf/Hrafnagil um helgina.

Tony og tortímandinn ætla að berjast gegn mengun

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætla að sniðganga ríkisstjórn George Bush, og finna sameiginlegar leiðir til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Mörgæsir aftur til heimkynna sinna

49 Magellan mörgæsum var sleppt aftur út í náttúruna eftir að þeim var bjargað úr olíuflekk við strendur Suður-Argentínu í maí. Þær voru frelsinu fegnar þegar þeim var sleppt aftur á kaldri strönd í Patagóníu, með málmhring um löppina til merkingar.

Fyrstu þjóðhátíðargestirnir komnir til Eyja

Fyrstu þjóðhátíðargestirnir eru byrjaðir að tínast ti lEyja, en ekki er þó enn farið að tjalda í Herjólfsdal. Að sögn lögreglu verður öflugt fíkniefnaeftirlit bæði á flugvellinum og við Herjólfsbryggjuna. Fíkniefnahundar og lilðsauki úr landi verða lögreglunni í Eyjum til halds og trausts við það.

Kenna hvorir öðrum um ofbeldið

Fulltrúar Líbanons og Ísraels kenndu hvorir öðrum um sprenginguna í Kana á aðfaranótt sunnudags, þegar þeir ávörpuðu fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi.

Meira herlið til Líbanons

Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í morgun tillögu Amir Peretz, varnarmálaráðherra, að senda meira herlið inn í Suður-Líbanon til að berjast gegn skæruliðum Hisbollah. Tillagan var samþykkt samhljóða, stuttu eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels útilokaði vopnahlé svo lengi sem Ísraelar teldu öryggi sínu ógnað.

Allt að loka á vellinum

Þeir tæplega fimm hundruð hermenn, sem enn eru eftir í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli komast ekki lengur í sund, því sundlauginni var lokað í gær . Félagsheimilinu og bókasafninu var líka lokað, internetkaffinu, aðalveitingahúsinu og matvöruverslun sömuleiðis. ADSL tenging var tekin af, beinar sjónvarpsútsendingar felldar niður og bílaþjónustunni lokað.

Papeyin vélarvana skammt frá Grindavík

Brunnbáturinn Papey, sem er 150 tonn að stærð með þriggja manna áhöfn, missti vélarafl þegar hann átti skammt ófarið til Grindavíkur undir morgun með farm af lifandi laxi austan af Fjörðum. Skipverjar óskuðu eftir aðstoð og var björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík sent til móts við þá, en þeim tókst að koma vélinni aftur í gang.

Bílbeltið gaf sig

Bílbelti slitnaði á ögurstund, með þeim afleiðingum að ökumaður á tvítugsaldri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann ók út af Sandgerðisvegi um klukkan hálf sjö í gærkvöldi og bílinn valt. Hann var einn í bílnum og kastaðist út úr honum eftir að beltið slitnaði.

Kastró stígur af stóli til hvíldar

Fídel Kastró, einræðisherra á Kúbu mun láta tímabundið af leiðtogaembætti Kúbu meðan hann leggst inn á sjúkrahús. Bróðir hans stendur í brúnni á meðan.

Lokað fyrir fullt og fast

Umferð um aðalhlið varnarsvæðisins á Miðnesheiði hefur verið hætt. Hliðið var tekið í notkun í mars 2005, fyrir fimmtán mánuðum. Kostnaður við framkvæmdir vegna þess nam rúmum 130 milljónum króna en reist voru ný varðskýli og bygging fyrir vegabréfaumsýslu auk breytinga á bílastæðum og girðingu.

Sjá næstu 50 fréttir