Fleiri fréttir Flugumferðarstjóri þvingaður til vinnu veikur Flugumferðarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sem tilkynnti sig veikan í gærmorgun, var úrskurðaður vinnufær af trúnaðarlækni og í framhaldinu sagt að mæta til vinnu. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir atburðinn fáheyrðan og stórhættulegan. 31.7.2006 22:49 Slasaðist alvarlega eftir útafakstur Ökumaður á tvítugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Landspítalans eftir útaf akstur á Sandgerðisvegi um klukkan hálf sjö í kvöld. Ökumaður var einn í bílnum. Hann mun hafa kastast út úr ökutækinu eftir að bílbelti slitnaði. Tildrög slyssins eru ókunn en lögreglan í Reykjanesbæ fer með rannsók þess. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu. 31.7.2006 22:03 Sala jókst um 85% milli ára Sala Össurar á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam 4,8 milljörðum íslenskra króna. Söluaukningin jókst um 85% frá öðrum árstjórðungi árið 2005, mælt í Bandaríkjadölum. Þá var söluaukning vegna innri vaxtar 8%. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að aukning í sölu á stoðtækjum hafi verið umfram væntingar og sala á spelkum og stuðningsvörum hafi verið í takt við áætlanir. 31.7.2006 21:35 Sútað fiskroð gefur vel í aðra hönd Sútað fiskroð með merkinu Nike eða Prada gefur vel í aðra hönd. Rekstrargrundvöllur fyrirtækisins Sjávarleðurs á Sauðárkróki virðist tryggur og í fyrsta sinn frá stofnun þess árið 1995 er það farið að skila hagnaði. 31.7.2006 21:30 Fornt akkeri á þurrt Fornleifafræðingum á vegum Hólarannsóknarinnar tókst í dag að losa af hafsbotni við Kolkuós í Skagafirði fornt akkeri sem er talið staðfesta kenninguna um skipalægi suður af Elínarhólma. Talið er að Kolkuós hafi verið ein meginhöfn Norðlendinga á öldum áður og Elínarhólmi landfastur og því heppilegur til uppskipunar. 31.7.2006 21:13 Brýnt að veita fjármagni til fornleifarannsókna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir brýnt að veita fjármagni til fornleifarannsókna svo hægt sé að ljúka þeim. Hún telur ástæðu til að styrkja Forneleifasjóð þar sem Kristnuhátíðarsjóðs njóti ekki lengur við. 31.7.2006 20:47 Ekkert vopnahlé í Líbanon í bráð Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að ekkert verði af vopnahléi í Líbanon í bráð. Forseti Egyptalands segir hættu á að friðarferlið í Mið-Austurlöndum öllum verði að engu ef árásum á Suður-Líbanon verði ekki hætt. 31.7.2006 18:55 Réðist með ofbeldi inn á skrifstofur Bónusvideo Karlmaður á þrítugsaldri réðst inn á skrifstofur Bónusvídeós í Hafnarfirði í dag, barði tvær konur og reyndi að ræna töskum með peningum í. Hann var yfirbugaður af vegfarendum eftir að hafa stokkið út um glugga í meira en fjögurra metra hæð. 31.7.2006 18:30 Litlu stærra en höfuðborgarsvæðið Helsta átakasvæðið í Líbanon er litlu stærra en Stór-Reykjavíkursvæðið. Íbúar höfuðborgarinnar Beirút fara ekki varhluta af árásunum í suðurhluta landsins, því ekki eru nema um áttatíu kílómetrar þarna á milli. 31.7.2006 18:30 Fleiri ísraelskir hermenn kallaðir til þjónustu Ísraelar halda áfram loftárásum sínum í Suður-Líbanon, þrátt fyrir heit um að gefa Líbönum grið í tvo sólarhringa. Varnarmálaráðherra Ísraels boðar einnig aukinn landhernað í Líbanon. Að sögn yfirmanna í Ísraelsher er loftárásunum í dag ætlað að styðja við landhernað í Taibe í Suður-Líbanon. 31.7.2006 18:17 RARIK hf. tekur formlega við á morgun Hlutafélagið RARIK hf. tekur formlega við allri starfsemi Rafmagnsveitna ríkisins á morgun, fyrsta ágúst. Á stofnfundi hlutafélagsins í dag var kjörið í fimm manna stjórn og ákveðið ganga til samninga við Tryggja Þór Haraldsson í stöðu forstjóra RARIK hf. Tryggvi Þór hefur verið settur rafmagnsveitustjóri undanfarin misseri. 31.7.2006 17:52 Jarðhitinn sparar okkur 30 milljarða árlega í hitakostnað Jarðhitinn á Íslandi sparar þjóðarbúinu 30 milljarða árlega í upphitun húsa. Brenna þyrfi 800 þúsund tonnum af jarðeldsneyti á ári, ef kynda ætti allan húsakost landsmanna upp með olíu. Jarðvarminn á Íslandi er þannig jafnvel verðmætari en fólk gerir sér grein fyrir að mati Sigurðar Friðleifssonar hjá Orkusetri. 31.7.2006 17:42 Leiðsegir fólki um Kárahnúkasvæðið Ómar Ragnarsson fréttamaður segir ferðamenn um Kárahnúkasvæðið marga hverja vera undrandi á umfangi miðlunarlónsins sem senn verður fyllt. Hann mun verja sumarfríi sínu á Kárahnjúkum í sumar til að fræða ferðamenn um svæðið. 31.7.2006 17:32 Áverkar sem eiga heima í stríði Áverkar sem hljótast af ofbeldi í miðborg Reykjavíkur um helgar eiga heima í stríði - ekki í skemmtanalífi. Þetta segir yfirlæknir á slysadeild Landspítalans. Hann vill að fræðsla um ofbeldi og slæmar afleiðingar þess hefjist strax í leikskóla. 31.7.2006 17:16 Fundur um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna Næsti fundur samninganefnda Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf ríkjanna verður haldinn í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, dagana 3. og 4. ágúst n.k. Albert Jónsson, sendiherra, fer fyrir íslensku samninganefndinni en hún er skipuð fulltrúum úr forsætis-, utanríkis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti. 31.7.2006 16:11 Fíkniefni finnast á Sauðárkróki Rúmlega tvítugur maður var handtekinn á Sauðárkróki aðfaranótt sunnudags fyrir vörslu fíkniefna. Maðurinn var tekinn í teiti í heimahúsi og fundust á honum rúm sex grömm af hassi og tæplega þrjú grömm af amfetamíni sem hann ætlaði til sölu. Málið telst upplýst. 31.7.2006 15:14 Umræðufundur um ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Ástandið, í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, verður tekið fyrir á opnum umræðufundi í Valhöll á morgunn. 31.7.2006 14:46 Malbikunarframkvæmdir á Suðurlandsvegi Malbikunarframkvæmdir hefjast í kvöld á Suðurlandsvegi í Hveradalabrekku. Gert er ráð fyrir að verkið taki einn og hálfan sólarhring og mega vegfarendur búast við umferðartöfum á meðan á því stendur. 31.7.2006 14:40 Vélarvana bátur úti fyrir Rifi Um klukkan tvö fékk Neyðarlínan tilkynningu um vélarvana bát eina sjómílu norður af Rifi á Snæfellsnesi. Björgunarskipið Björg var komið að bátnum tuttugu mínútum seinna og dró hann í land. Báturinn er 8 metra langur línu- og handfærabátur og var einn maður um borð. 31.7.2006 14:24 Ingólfur Hartvigsson ráðinn sóknarprestur í Kirkjubæjarklausturprestakalli Ingólfur Hartvigsson hefur verið ráðinn í embætti sóknarprests í Kirkjubæjarklausturprestakalli frá og með 1. ágúst. 31.7.2006 13:51 Rán í Hafnarfirði Rán var framið um eitt leitið í dag á skrifstofum Bónusvídeó í Hafnarfirði. Tveir menn eru taldir koma við sögu. Einn hefur verið handtekinn en annar komst undan á bíl. 31.7.2006 13:34 Sendinefndir Indlands og Pakistans funda Sendinefndir Indlands og Pakistans hittust í dag í fyrsta skipti frá því að sprengingar í lestakerfi Múmbei urðu á þriðja hundrað manns að bana. 31.7.2006 13:19 Tónleikar Sigur Rósar í kvikmyndahúsi í London Tónleikar Sigur Rósar á Miklatúni í gærkvöldi voru ekki bara vel sóttir hér á landi heldur var fullt hús í kvikmyndahúsinu National Film Theatre í London þar sem tónleikunum var sjónvarpað beint á kvikmyndatjald. 31.7.2006 13:12 Sjávarleður skilar hagnaði Fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki er farið að skila hagnaði, í fyrsta sinn frá stofnun þess árið 1995 og forsvarsmaður þess segir að reksturinn gangi jafnvel betur nú en í fyrra, þegar gerður var samningur við hinn þekkta íþróttavöruframleiðanda NIKE. 31.7.2006 13:08 Siv í formann eða varaformann? Spenna fer vaxandi meðal framsóknarmanna fyrir flokksþingið eftir þrjár vikur, vegna óvissu um framboð Sivjar Friðleifsdóttur til formanns eða varaformanns. 31.7.2006 13:01 Laun stjórnenda fjármálafyrirtækja hækka meira en annarra Laun stjórnenda fjármálafyrirtækja hækka mun meira en laun annarra stjórnenda í þjóðfélaginu, samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar, og höfðu fimm tekjuhæstu mennirnir í þeim flokki á bilinu tíu til tuttugu og tvær milljónir króna á mánuði. 31.7.2006 12:55 Heat Wave Predicted 31.7.2006 12:15 Mannanafnanefnd Malasíu tekur til hendinni Mannanafnanefnd í Malasíu stendur í ströngu þessa dagana. Nú hefur í fyrsta sinn verið gefinn út listi yfir nöfn sem fólk er hvatt til að sniðganga. Á listanum eru nöfn eins og Hitler, Skítugur Hundur og 007. 31.7.2006 12:15 Fimm í haldi í strippbúllustríði Fimm voru handteknir á skemmtistaðnum Bóhem í Reykjavík laust eftir miðnætti í gærkvöldi. Þeir héldu starfsfólki staðarins í gíslingu. Lögreglan auk sérsveitarmanna handtók mennina sem eru enn í haldi. 31.7.2006 12:06 Borgarráð í viðræðum um hverfislöggæslu Borgarráð hefur samþykkt að taka upp viðræður við dómsmálaráðuneytið og Lögregluna í Reykjavík um að koma á fót sýnilegri hverfislöggæslu í öllum hverfum borgarinnar. Dagur B. Eggertsson segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í dag, að í ljósi þess hversu mikið ofbeldi hefur átt sér stað í miðborginni undanfarið ætti einnig að athuga grundvöll fyrir aukinni miðborgarvakt lögreglu. 31.7.2006 12:03 Straumur-Burðarás kaupir hlut í ráðgjafafyrirtæki Straumur-Burðarás hefur keypt 50% hlut í breska ráðgjafafyrirtækinu Stamford Partners og gert kaupréttarsamning um annað hlutafé félagsins. Þetta kemur fram í morgunkorni Glitnis. 31.7.2006 11:44 Ísraelar halda áfram árásum í Líbanon Varnarmálaráðherra Ísraels tilkynnti í morgun að landhernaður Ísraela yrði aukinn í Líbanon á næstu dögum. Þar með renna út í sandinn vonir um að tveggja sólarhringa hlé á loftárásum gæti leitt til friðar. 31.7.2006 11:29 Bíll alelda Bíll stóð í ljósum logum og mikinn reyk lagði frá honum á Suðurlandsbraut rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Slökkviliðið var kallað á svæðið og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Bíllinn var yfirgefinn og ekki á númerum. Ekki er vitað hver upptök eldsins voru. 31.7.2006 11:23 Hætta á mikilli mengun í Rússlandi Rússnesk yfirvöld vara nú við stóru umhverfisslysi eftir að ein helsta olíuleiðsla í Rússlandi lak í Bryansk-héraði í Vestur-Rússlandi. Yfir 10 ferkílómetra svæði er mengað, skógar, ár og vötn. Ekki er enn vitað hvað olli lekanum en hin 4000 kílómetra langa Drushba-olíuleiðsla getur flutt yfir 1,2 milljónir tunna af olíu á dag. 31.7.2006 11:00 Um fimmtán þúsund manns á Sigur Rós Lögregla telur að um fimmtán þúsund manns hafi verið á hljómleikum Sigur Rósar og Aminu á Klambratúni, eða Miklatúni í gærkvöldi. 31.7.2006 09:55 Smáskjálftar út frá Gjögurtá Hrina smáskjálfta varð út frá Gjögurtá, út af austanverðu mynni Eyjafjarðar í gær. Alls mældust 69 skjálftar og voru þeir sterkustu 1,7 á Richter. Jarðvísindamenn á Veðurstofunni segja hrynur sem þessar algengar út af Norðurlandi og að hrinan í gær viti ekki á frekari tíðindi. 31.7.2006 09:53 Gay Pride í Brasilíu Sannkölluð karnivalstemning var á Copacabana-ströndinni í Rio de Janeiro í gær, þegar brasilíska Gay Pride skrúðgangan fór þar um. 31.7.2006 09:48 Mótmæli við Kárahnjúka Hópur fólks mótmælti virkjanaframkvæmdum við Kárahnjúka í gær með því að fara inn á vinnusvæði og leggjast þar á vegi. Við það stöðaðist umferð. 31.7.2006 09:44 Húsnæðisveltan dregst saman Húsnæðisveltan á höfuðbörgarsvæðinu dregst enn saman og var aðeins hundrað og fjórum kaupsamningum þinglýst í síðustu viku. 31.7.2006 09:42 Bifhjólamaður stingur af Bifhjólamaður mældist á 145 kílómetra hraða á Hafnarfjarðarvegi um Kópavog í gærkvöldi, en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og stakk af til Reykjavíkur. 31.7.2006 09:39 Fórnarlamba minnst Tugir Líbana söfnuðust saman á píslarvottatorginu í miðbæ Beirút í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba loftárásanna á Kana. 31.7.2006 09:35 Ekið á sex ára stúlku á reiðhjóli Ekið var á sex ára stúlku á reiðhjóli, á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, rétt fyrir klukkan níu í morgun. Stúlkan er ekki talin alvarlega slösuð. Hún meiddist þó á vinstri fæti og var flutt á slysadeildina í Fossvogi. 31.7.2006 09:29 Ísraelar fallast á tímabundið vopnahlé Ísraelar hafa fallist á að gera tveggja sólarhringa hlé á loftárásum sínum í Suður-Líbanon. Þetta er gert til að hægt sé að rannsaka hvers vegna gerð var loftárás á þorpið Kana í fyrrinótt. 31.7.2006 09:18 Allur úrgangur endurunninn Moltugerð á Sauðárkróki í tilraunaskyni gaf það góða raun að innan tíðar verður farið að vinna 18 rúmmetra af úrgangi á dag í þremur stórum tromlum. Hlutafélagið Jarðgerð stendur fyrir því að nýta með þessum hætti allan lífrænan úrgang sem til fellur hjá sveitarfélaginu og nágrenni, sem ekki er hægt að nýta í fóðurgerð. 30.7.2006 20:21 Ellefu létust í bíslysi í Malasíu Ellefu manns létu lífið í rútuslysi í Malasíu í dag. Fólkið var á leið á árlega hátíð sem kristnir menn halda til dýrðar heilagri Önnu í Penang-fylki í norðurhluta landsins, þegar bíllinn rann út af veginum og fór á hvolf. Í bílnum voru 46 menn, aðallega af indverskum uppruna. 30.7.2006 19:50 Sjá næstu 50 fréttir
Flugumferðarstjóri þvingaður til vinnu veikur Flugumferðarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sem tilkynnti sig veikan í gærmorgun, var úrskurðaður vinnufær af trúnaðarlækni og í framhaldinu sagt að mæta til vinnu. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir atburðinn fáheyrðan og stórhættulegan. 31.7.2006 22:49
Slasaðist alvarlega eftir útafakstur Ökumaður á tvítugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Landspítalans eftir útaf akstur á Sandgerðisvegi um klukkan hálf sjö í kvöld. Ökumaður var einn í bílnum. Hann mun hafa kastast út úr ökutækinu eftir að bílbelti slitnaði. Tildrög slyssins eru ókunn en lögreglan í Reykjanesbæ fer með rannsók þess. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu. 31.7.2006 22:03
Sala jókst um 85% milli ára Sala Össurar á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam 4,8 milljörðum íslenskra króna. Söluaukningin jókst um 85% frá öðrum árstjórðungi árið 2005, mælt í Bandaríkjadölum. Þá var söluaukning vegna innri vaxtar 8%. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að aukning í sölu á stoðtækjum hafi verið umfram væntingar og sala á spelkum og stuðningsvörum hafi verið í takt við áætlanir. 31.7.2006 21:35
Sútað fiskroð gefur vel í aðra hönd Sútað fiskroð með merkinu Nike eða Prada gefur vel í aðra hönd. Rekstrargrundvöllur fyrirtækisins Sjávarleðurs á Sauðárkróki virðist tryggur og í fyrsta sinn frá stofnun þess árið 1995 er það farið að skila hagnaði. 31.7.2006 21:30
Fornt akkeri á þurrt Fornleifafræðingum á vegum Hólarannsóknarinnar tókst í dag að losa af hafsbotni við Kolkuós í Skagafirði fornt akkeri sem er talið staðfesta kenninguna um skipalægi suður af Elínarhólma. Talið er að Kolkuós hafi verið ein meginhöfn Norðlendinga á öldum áður og Elínarhólmi landfastur og því heppilegur til uppskipunar. 31.7.2006 21:13
Brýnt að veita fjármagni til fornleifarannsókna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir brýnt að veita fjármagni til fornleifarannsókna svo hægt sé að ljúka þeim. Hún telur ástæðu til að styrkja Forneleifasjóð þar sem Kristnuhátíðarsjóðs njóti ekki lengur við. 31.7.2006 20:47
Ekkert vopnahlé í Líbanon í bráð Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að ekkert verði af vopnahléi í Líbanon í bráð. Forseti Egyptalands segir hættu á að friðarferlið í Mið-Austurlöndum öllum verði að engu ef árásum á Suður-Líbanon verði ekki hætt. 31.7.2006 18:55
Réðist með ofbeldi inn á skrifstofur Bónusvideo Karlmaður á þrítugsaldri réðst inn á skrifstofur Bónusvídeós í Hafnarfirði í dag, barði tvær konur og reyndi að ræna töskum með peningum í. Hann var yfirbugaður af vegfarendum eftir að hafa stokkið út um glugga í meira en fjögurra metra hæð. 31.7.2006 18:30
Litlu stærra en höfuðborgarsvæðið Helsta átakasvæðið í Líbanon er litlu stærra en Stór-Reykjavíkursvæðið. Íbúar höfuðborgarinnar Beirút fara ekki varhluta af árásunum í suðurhluta landsins, því ekki eru nema um áttatíu kílómetrar þarna á milli. 31.7.2006 18:30
Fleiri ísraelskir hermenn kallaðir til þjónustu Ísraelar halda áfram loftárásum sínum í Suður-Líbanon, þrátt fyrir heit um að gefa Líbönum grið í tvo sólarhringa. Varnarmálaráðherra Ísraels boðar einnig aukinn landhernað í Líbanon. Að sögn yfirmanna í Ísraelsher er loftárásunum í dag ætlað að styðja við landhernað í Taibe í Suður-Líbanon. 31.7.2006 18:17
RARIK hf. tekur formlega við á morgun Hlutafélagið RARIK hf. tekur formlega við allri starfsemi Rafmagnsveitna ríkisins á morgun, fyrsta ágúst. Á stofnfundi hlutafélagsins í dag var kjörið í fimm manna stjórn og ákveðið ganga til samninga við Tryggja Þór Haraldsson í stöðu forstjóra RARIK hf. Tryggvi Þór hefur verið settur rafmagnsveitustjóri undanfarin misseri. 31.7.2006 17:52
Jarðhitinn sparar okkur 30 milljarða árlega í hitakostnað Jarðhitinn á Íslandi sparar þjóðarbúinu 30 milljarða árlega í upphitun húsa. Brenna þyrfi 800 þúsund tonnum af jarðeldsneyti á ári, ef kynda ætti allan húsakost landsmanna upp með olíu. Jarðvarminn á Íslandi er þannig jafnvel verðmætari en fólk gerir sér grein fyrir að mati Sigurðar Friðleifssonar hjá Orkusetri. 31.7.2006 17:42
Leiðsegir fólki um Kárahnúkasvæðið Ómar Ragnarsson fréttamaður segir ferðamenn um Kárahnúkasvæðið marga hverja vera undrandi á umfangi miðlunarlónsins sem senn verður fyllt. Hann mun verja sumarfríi sínu á Kárahnjúkum í sumar til að fræða ferðamenn um svæðið. 31.7.2006 17:32
Áverkar sem eiga heima í stríði Áverkar sem hljótast af ofbeldi í miðborg Reykjavíkur um helgar eiga heima í stríði - ekki í skemmtanalífi. Þetta segir yfirlæknir á slysadeild Landspítalans. Hann vill að fræðsla um ofbeldi og slæmar afleiðingar þess hefjist strax í leikskóla. 31.7.2006 17:16
Fundur um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna Næsti fundur samninganefnda Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf ríkjanna verður haldinn í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, dagana 3. og 4. ágúst n.k. Albert Jónsson, sendiherra, fer fyrir íslensku samninganefndinni en hún er skipuð fulltrúum úr forsætis-, utanríkis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti. 31.7.2006 16:11
Fíkniefni finnast á Sauðárkróki Rúmlega tvítugur maður var handtekinn á Sauðárkróki aðfaranótt sunnudags fyrir vörslu fíkniefna. Maðurinn var tekinn í teiti í heimahúsi og fundust á honum rúm sex grömm af hassi og tæplega þrjú grömm af amfetamíni sem hann ætlaði til sölu. Málið telst upplýst. 31.7.2006 15:14
Umræðufundur um ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Ástandið, í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, verður tekið fyrir á opnum umræðufundi í Valhöll á morgunn. 31.7.2006 14:46
Malbikunarframkvæmdir á Suðurlandsvegi Malbikunarframkvæmdir hefjast í kvöld á Suðurlandsvegi í Hveradalabrekku. Gert er ráð fyrir að verkið taki einn og hálfan sólarhring og mega vegfarendur búast við umferðartöfum á meðan á því stendur. 31.7.2006 14:40
Vélarvana bátur úti fyrir Rifi Um klukkan tvö fékk Neyðarlínan tilkynningu um vélarvana bát eina sjómílu norður af Rifi á Snæfellsnesi. Björgunarskipið Björg var komið að bátnum tuttugu mínútum seinna og dró hann í land. Báturinn er 8 metra langur línu- og handfærabátur og var einn maður um borð. 31.7.2006 14:24
Ingólfur Hartvigsson ráðinn sóknarprestur í Kirkjubæjarklausturprestakalli Ingólfur Hartvigsson hefur verið ráðinn í embætti sóknarprests í Kirkjubæjarklausturprestakalli frá og með 1. ágúst. 31.7.2006 13:51
Rán í Hafnarfirði Rán var framið um eitt leitið í dag á skrifstofum Bónusvídeó í Hafnarfirði. Tveir menn eru taldir koma við sögu. Einn hefur verið handtekinn en annar komst undan á bíl. 31.7.2006 13:34
Sendinefndir Indlands og Pakistans funda Sendinefndir Indlands og Pakistans hittust í dag í fyrsta skipti frá því að sprengingar í lestakerfi Múmbei urðu á þriðja hundrað manns að bana. 31.7.2006 13:19
Tónleikar Sigur Rósar í kvikmyndahúsi í London Tónleikar Sigur Rósar á Miklatúni í gærkvöldi voru ekki bara vel sóttir hér á landi heldur var fullt hús í kvikmyndahúsinu National Film Theatre í London þar sem tónleikunum var sjónvarpað beint á kvikmyndatjald. 31.7.2006 13:12
Sjávarleður skilar hagnaði Fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki er farið að skila hagnaði, í fyrsta sinn frá stofnun þess árið 1995 og forsvarsmaður þess segir að reksturinn gangi jafnvel betur nú en í fyrra, þegar gerður var samningur við hinn þekkta íþróttavöruframleiðanda NIKE. 31.7.2006 13:08
Siv í formann eða varaformann? Spenna fer vaxandi meðal framsóknarmanna fyrir flokksþingið eftir þrjár vikur, vegna óvissu um framboð Sivjar Friðleifsdóttur til formanns eða varaformanns. 31.7.2006 13:01
Laun stjórnenda fjármálafyrirtækja hækka meira en annarra Laun stjórnenda fjármálafyrirtækja hækka mun meira en laun annarra stjórnenda í þjóðfélaginu, samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar, og höfðu fimm tekjuhæstu mennirnir í þeim flokki á bilinu tíu til tuttugu og tvær milljónir króna á mánuði. 31.7.2006 12:55
Mannanafnanefnd Malasíu tekur til hendinni Mannanafnanefnd í Malasíu stendur í ströngu þessa dagana. Nú hefur í fyrsta sinn verið gefinn út listi yfir nöfn sem fólk er hvatt til að sniðganga. Á listanum eru nöfn eins og Hitler, Skítugur Hundur og 007. 31.7.2006 12:15
Fimm í haldi í strippbúllustríði Fimm voru handteknir á skemmtistaðnum Bóhem í Reykjavík laust eftir miðnætti í gærkvöldi. Þeir héldu starfsfólki staðarins í gíslingu. Lögreglan auk sérsveitarmanna handtók mennina sem eru enn í haldi. 31.7.2006 12:06
Borgarráð í viðræðum um hverfislöggæslu Borgarráð hefur samþykkt að taka upp viðræður við dómsmálaráðuneytið og Lögregluna í Reykjavík um að koma á fót sýnilegri hverfislöggæslu í öllum hverfum borgarinnar. Dagur B. Eggertsson segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í dag, að í ljósi þess hversu mikið ofbeldi hefur átt sér stað í miðborginni undanfarið ætti einnig að athuga grundvöll fyrir aukinni miðborgarvakt lögreglu. 31.7.2006 12:03
Straumur-Burðarás kaupir hlut í ráðgjafafyrirtæki Straumur-Burðarás hefur keypt 50% hlut í breska ráðgjafafyrirtækinu Stamford Partners og gert kaupréttarsamning um annað hlutafé félagsins. Þetta kemur fram í morgunkorni Glitnis. 31.7.2006 11:44
Ísraelar halda áfram árásum í Líbanon Varnarmálaráðherra Ísraels tilkynnti í morgun að landhernaður Ísraela yrði aukinn í Líbanon á næstu dögum. Þar með renna út í sandinn vonir um að tveggja sólarhringa hlé á loftárásum gæti leitt til friðar. 31.7.2006 11:29
Bíll alelda Bíll stóð í ljósum logum og mikinn reyk lagði frá honum á Suðurlandsbraut rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Slökkviliðið var kallað á svæðið og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Bíllinn var yfirgefinn og ekki á númerum. Ekki er vitað hver upptök eldsins voru. 31.7.2006 11:23
Hætta á mikilli mengun í Rússlandi Rússnesk yfirvöld vara nú við stóru umhverfisslysi eftir að ein helsta olíuleiðsla í Rússlandi lak í Bryansk-héraði í Vestur-Rússlandi. Yfir 10 ferkílómetra svæði er mengað, skógar, ár og vötn. Ekki er enn vitað hvað olli lekanum en hin 4000 kílómetra langa Drushba-olíuleiðsla getur flutt yfir 1,2 milljónir tunna af olíu á dag. 31.7.2006 11:00
Um fimmtán þúsund manns á Sigur Rós Lögregla telur að um fimmtán þúsund manns hafi verið á hljómleikum Sigur Rósar og Aminu á Klambratúni, eða Miklatúni í gærkvöldi. 31.7.2006 09:55
Smáskjálftar út frá Gjögurtá Hrina smáskjálfta varð út frá Gjögurtá, út af austanverðu mynni Eyjafjarðar í gær. Alls mældust 69 skjálftar og voru þeir sterkustu 1,7 á Richter. Jarðvísindamenn á Veðurstofunni segja hrynur sem þessar algengar út af Norðurlandi og að hrinan í gær viti ekki á frekari tíðindi. 31.7.2006 09:53
Gay Pride í Brasilíu Sannkölluð karnivalstemning var á Copacabana-ströndinni í Rio de Janeiro í gær, þegar brasilíska Gay Pride skrúðgangan fór þar um. 31.7.2006 09:48
Mótmæli við Kárahnjúka Hópur fólks mótmælti virkjanaframkvæmdum við Kárahnjúka í gær með því að fara inn á vinnusvæði og leggjast þar á vegi. Við það stöðaðist umferð. 31.7.2006 09:44
Húsnæðisveltan dregst saman Húsnæðisveltan á höfuðbörgarsvæðinu dregst enn saman og var aðeins hundrað og fjórum kaupsamningum þinglýst í síðustu viku. 31.7.2006 09:42
Bifhjólamaður stingur af Bifhjólamaður mældist á 145 kílómetra hraða á Hafnarfjarðarvegi um Kópavog í gærkvöldi, en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og stakk af til Reykjavíkur. 31.7.2006 09:39
Fórnarlamba minnst Tugir Líbana söfnuðust saman á píslarvottatorginu í miðbæ Beirút í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba loftárásanna á Kana. 31.7.2006 09:35
Ekið á sex ára stúlku á reiðhjóli Ekið var á sex ára stúlku á reiðhjóli, á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, rétt fyrir klukkan níu í morgun. Stúlkan er ekki talin alvarlega slösuð. Hún meiddist þó á vinstri fæti og var flutt á slysadeildina í Fossvogi. 31.7.2006 09:29
Ísraelar fallast á tímabundið vopnahlé Ísraelar hafa fallist á að gera tveggja sólarhringa hlé á loftárásum sínum í Suður-Líbanon. Þetta er gert til að hægt sé að rannsaka hvers vegna gerð var loftárás á þorpið Kana í fyrrinótt. 31.7.2006 09:18
Allur úrgangur endurunninn Moltugerð á Sauðárkróki í tilraunaskyni gaf það góða raun að innan tíðar verður farið að vinna 18 rúmmetra af úrgangi á dag í þremur stórum tromlum. Hlutafélagið Jarðgerð stendur fyrir því að nýta með þessum hætti allan lífrænan úrgang sem til fellur hjá sveitarfélaginu og nágrenni, sem ekki er hægt að nýta í fóðurgerð. 30.7.2006 20:21
Ellefu létust í bíslysi í Malasíu Ellefu manns létu lífið í rútuslysi í Malasíu í dag. Fólkið var á leið á árlega hátíð sem kristnir menn halda til dýrðar heilagri Önnu í Penang-fylki í norðurhluta landsins, þegar bíllinn rann út af veginum og fór á hvolf. Í bílnum voru 46 menn, aðallega af indverskum uppruna. 30.7.2006 19:50