Fleiri fréttir

Leitað að þýskum ferðamanni

Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Andreas Mohr, þýsks ferðamanns sem ekkert hefur spurst til síðan á föstudag en þá var hann staddur á Akureyri. Fjölskylda mannsins segir hann hafa ætlað að ferðast á puttanum til Reykjavíkur um Kjalveg. Andreas er 33 ára með ljósrautt hár og blá augu, grannur og um 182 sentimetrar. Þeir sem vita um ferðir mannsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Breytingar á yfirstjórn Excel Airways Group

Steven Tomlinson rekstrarstjóri og Paul Roberts fjármálastjóri Excel Airways Group, dótturfélags Avion Group, hafa sagt upp störfum. Halldór Sigurðarson tekur við sem fjármálastjóri og Davíð Örn Halldórsson hefur störf sem yfirmaður nýstofnaðrar upplýsingatæknideildar félagsins.

Materazzi kallaði Zidane hryðjuverkamann

Samtökin SOS, sem berjast gegn kynþáttafordómum, fullyrða eftir heimildarmönnum sínum að Zinedine Zidane hafi skallað ítalska varnarmanninn Marco Materazzi í úrslitaleiknum á HM í gær eftir að sá ítalski kallaði hann "hryðjuverkamann."

Sálfræðingafélag Íslands fer í mál

Stjórn Sálfræðingafélags Íslands hefur ákveðið að fara í mál vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá í janúar sl. Áfrýjunarnefndin felldi úr gildi úrskurð Samkeppniseftirlitsins þess efnis að heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytinu bæri að semja við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera á sálfræðiviðtölum.

Lokaspretturinn hafinn í réttarhöldunum yfir Saddam

Lokaspretturinn í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samverkamönnum hans, hófst í dag. Aðalverjandi Saddams, auk fleiri verjenda sakborninganna, mættu þó ekki í réttinn í dag

Gassprenging líklega orsök hrunsins

Fjögurra hæða hús hrundi til grunna á Manhattan-eyju í New York í dag. Ekki liggur fyrir hvað olli þessu en talsmaður slökkviliðs New York borgar segir að við fyrstu sýn virðist sem gassprenging hafi orðið einhvers staðar í húsinu.

Lítið eftirlit á gamla lagersvæði Olís

Lítið sem ekkert eftirlit er á gamla lagersvæði Olís við Köllunarklettsveg. Undafarnar tvær vikur hafa spilliefni verið geymd þar á planinu vegna flutninga lagersins. Verið er að rýma gamla lagerinn en til stendur að afhenda Faxaflóahöfnum lóðina innan skamms.

Vextir af íbúðalánum hækka

Mánaðarleg afborgun af þriggja herbergja íbúð í Reykjavík var meira en helmingi hærri í maí síðastliðnum en fyrir tæpum tveimur árum. Þar ræður almenn hækkun fasteignaverðs mestu. Vextir á íbúðalánum hafa farið hækkandi að undanförnu og eru nú lægstir 4,95 prósent. Þegar samkeppni bankanna á fasteignamarkaðnum hófst hins vegar fyrir tæpum tveimur árum voru vextirnir lægstir 4,15 prósent.

7.5 milljónir til Austur-Tímor

Utanríkisráðherra veitir 7.5 milljónum króna til stuðnings við hjálparstarf Matvælaáætlunar Sameinuðu Þjóðanna á Austur-Tímor. Ástandið í landinu hefur versnað vegna vaxandi ólgu undanfarnar vikur og hafa tugir þúsunda manna þurft að yfirgefa heimili sín. Einnig verður 6,2 milljónum króna veitt til stuðnings hjálparstarfs Rauða hálfmánans í Palestínu.

Góðu fólki og 365 fjölmiðlum stefnt

Ríkisútvarpið og auglýsingahönnuður hafa stefnt 365 fjölmiðlum og auglýsingastofunni Góðu fólki fyrir héraðsdóm, fyrir meinta ólöglega notkun á auglýsingu sem hönnuð var fyrir Ríkisútvarpið inni í auglýsingu 365 fjölmiðla.

Ölvaður og réttindalaus ökumaður

Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um ölvaðan og réttindalausan ökumann á ferð um Suðureyri, hafði hann þá skömmu áður ekið á aðra bifreið. Ökumaðurinn reyndist réttindalaus í ofanálag en hann er ekki enn kominn á bílprófsaldurinn.

Norræn menningarhátíð heyrnalausra

Norræn menningarhátíð heyrnalausra verður sett í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 17:00. Menningarhátíð heyrnarlausra er hápunktur norræns samstarfs heyrnarlausra sem hefur staðið á allt frá árinu 1907.

Ræningjans enn leitað

Lögreglan í Reykjavík leitar enn að karlmanni, sem rændi verslunina Þingholt við Grundarstíg í gærkvöldi og komst undan.

Jarðborun við Kárahnjúka

Ekkert má nú út af bera við borun jarðganga við Kárahnjúka, svo ekki verði tafir á afhendingu raforku til álversins í Reyðarfirði á næsta ári.

Hús hrynur til grunna á Manhattan

Hús hrundi til grunna á Manhattan-eyju í New York nú fyrir skemmstu. Lögregla segir líklegast að sprenging sé orsökin en vill þó ekki staðfesta það.

Basajeff ráðinn af dögum

Rússneskar hersveitir réðu Shamil Basajeff, leiðtoga tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna, af dögum í morgun.

Skjálftar á Reykjanesi

Jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesi í nótt og mældust sterkustu skjálftarnir 2,5 og 2,7 á Richter. Síðan hafa orðið margir minni eftirskálftar á bilinu einn til einn og hálfur á Richter.

Ársfundur ÖSE-þingsins

Ársfundur ÖSE-þingsins var haldinn í Brussel 3.-7. júlí og var yfirskrift fundarins styrking mannöryggis.

Enginn talinn hafa lifað af

Farþegaflugvél með 45 manns um borð fórst í Pakistan í morgun. 41 farþegi og fjögurra manna áhöfn eru talin af.

Ísraelski hermaðurinn enn í haldi

Leiðtogi Hamas, Khaled Mashaal, sagði á blaðamannafundi sem hann hélt í Damaskus í Sýrlandi í morgun að ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit yrði ekki látinn laus nema að Ísraelar létu sjálfir palestínska fanga úr haldi.

Minnst 124 létust í flugslysinu í Síberíu

Flaggað er í hálfa stöng um allt Rússland í dag og viðburðir hafa verið felldir niður til að minnast þeirra sem létust í flugslysinu í Síberíu í fyrrinótt.

Forsetahjónin boðin í Hvíta húsið í kvöld

George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Laura Bush forsetafrú hafa boðið íslensku forsetahjónunum til kvöldverðar í Hvíta húsinu í kvöld. Kvöldverðurinn er til heiðurs Special Olympics, íþróttastarfi í þágu fatlaðra. Heiðursgestur kvöldsins verður Eunice Kennedy Shriver, upphafskona Special Olympics og systir John F. Kennedy heitins, en hún varð 85 ára í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaief forsetafrú flugu til Bandaríkjanna í gærkvöldi. Á meðan á heimsókn þeirra í Washington stendur mun Ólafur Ragnar eiga fundi með ýmsum áhrifa- og forystumönnum Special Olympics og þingmönnum á bandaríska þinginu.

Allir hálendisvegir opnir

Allir hálendisvegir hafa nú verið opnaðir og góð færð er um allt land. Víðast hvar eru þó vegaframkvæmdir í gangi og er mikilvægt að ökumenn taki tillit til þeirra og virði hraðatakmarkanir.

Kólnun heldur áfram á fasteignamarkaðnum

Kólnun heldur áfram á fasteignamarkaðnum og í síðustu viku var aðeins hundrað tuttugu og einum kaupsamningi þinglýst á höfuðborgarsvæðinu sem er 27 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna.

Réttað yfir Saddam Hussein á ný

Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, hófust aftur í morgun. Þetta er lokahluti réttarhaldanna yfir Saddam Hussein og sex öðrum.

Fimm særðust í loftárásum Ísraelsmanna í nótt

Fimm særðust, þeirra á meðal átta ára stúlka, í loftárásum Ísraelsmanna nærri Gaza borg í nótt. Ísraelski herinn segir að loftárásin hafi verið gerð á bíl sem fluttihermenn Hamas-samtakanna.

Avion dregur Exel til ábyrgðar

Stjórnendur Avion Group ætla að draga stjórnendur dótturfélagsins Exel til ábyrgðar fyrir að hafa ekki fylgt góðum reikningsskilavenjum þegar stjórnendur Exel sömdu um þjónustu við Alpha Airports síðastliðið sumar.

Rán í Þingholtunum

Karlmaður, sem talinn er vera á þrítugsaldri, rændi verslun í Þingholtunum í gærkvöldi og komst undan. Agreiðslukona var ein í versluninni þegar ræningjann bar að garði, enda stóð úrslitaleikur heimsmesitarakeppninnar í knattspyrnu sem hæst.

Flugvél ferst í Pakistan

Flugvél með 45 manns um borð fórst í Pakistan í morgun. Nýjustu fregnir herma að allir hafi farist. Ekki er vitað hvað olli slysinu og ekki liggur fyrir hvar slysið varð nákvæmlega eða hvernig vél fórst.

Sex þúsund gestir á Akureyri

Eitthvað umþaðbil sex þúsund gestir , sem voru á Akureyri vegna pollamótsins og Essómótsins, hurfu úr bænum eins og dögg fyrir sólu upp úr hádegi, eða fyrr en búist hafði verið við.

Röð bílasprengjuárása í Bagdad

Tólf biðu bana og 62 særðust í tveimur bílprengjuárásum í Austur-Bagdad í morgun. Þá létust sautján í tveimur slíkum árásum í höfuðborginni í gær, rétt hjá moskum sjía.

Jarðskjálftar á Reykjanesi

Tveir snarpir jarpðskjálftar urðu á Reykjanesi í nótt. Annar klukkan rúmlega þrjú aust-norð-austur af Reykjanestá upp á þrjá komma tvo á Richter og hinn klukkan hálf fimm norðaustur af Grindavík upp á þrjá komma einn á Richter.

Miklar umferðartafir inn í höfuðborgina

Óvenju miklar umferðartafir urðu bæði á Vesturlandsvegi og Suðrulandsvegi undir kvöld i gær þegar tugir þúsunda ökumanna reyndu í einu að komast til höfuðborgarinnar fyrir úrslitaleikinn í knattspyrnu.

Flugslys í Síberíu

Talið er að hemlunarbúnaður hafi bilað þegar flugmenn Airbus A-310 farþegaflugvélar misstu stjórn á vélinni við lendingu í Irkutsk í Síberíu í fyrrinótt.

Velta á Þorlákshafnarvegi

Fólksbíll valt á Þorlákshafnarvegi skammt frá hringtorginu við Hveragerði skömmu eftir leikslok í heimsmeistarakeppninni. Ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp lítið meidur, en reyndist ver töluvert ölvaður eftir teiti vegna úrslitaleiksins

Sjá næstu 50 fréttir