Fleiri fréttir Hafna vopnahléi Allt virðist á leiðinni í sama farið á Gaza, eftir að Ísraelsmenn höfnuðu í gær tilboði um vopnahlé frá forsætisráðherra Palestínu. Framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna krefst þess að Ísraelsmenn leyfi hjálparstarfsmönnum að vinna óhindrað á svæðinu. 9.7.2006 12:08 Hagvöxtur eykst Heimsmeistaramótið í fótbolta eykur hagvöxt í Þýskalandi um núll komma þrjú prósent og tuttugu og fimm þúsund ný störf lifa áfram eftir að keppninni lýkur. Fjöldi áhorfenda er þegar mættur á Olympíuleikvanginn í Berlín, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í kvöld. 9.7.2006 12:02 Ölvun á Goslokahátíð Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum fór fram í nótt. Að sögn Lögreglunnar í Vestmannaeyjum sóttu um 2000 manns hátíðina, flestir gamlir Vestmannaeyingar. Talsvert hafi borið á ölvun en engin stórmál komið upp og fangageymslur verið tómar. 9.7.2006 09:56 Fyllerí á Akranesi Lögreglan á Akranesi segir að ástandið í bænum hafi ekki skánað í nótt. Allt tiltækt lögreglulið stóð vaktina vegna mikillra ólæta nóttina áður. Unglingafyllerí hefur sett svip sinn á hátíðina Írskir dagar sem lýkur í dag. 9.7.2006 09:29 145 létust í flugslysi í Rússlandi í morgun 145 manns fórust og 55 slösuðust þegar rússnesk Airbus A-310 farþegaflugvél fórst á flugvellinum í Irkutsk í Síberíu í nótt. Vélin rann yfir flugbrautina, skall utan í steinvegg og hafnaði loks á húsi þar sem hún brotnaði. Vélin varð alelda á skömmum tíma en um 50 manns tókst þó að forða sér úr brennanndi flakinu. 9.7.2006 08:42 Offituaðgerðin er að borga sig Offituaðgerð á Landspítalanum borgar sig upp á átta árum fyrir íslenska ríkið samkvæmt nýrri úttekt. Ung kona sem fór í slíka aðgerð um miðjan júní er þegar hætt að taka lyf sem hún tók að staðaldri fyrir aðgerðina og innan skamms hættir hún á þremur til viðbótar. 8.7.2006 20:45 Amfetamín flæðir til landsins Sprenging hefur orðið í innflutningi á amfetamíní ef marka má tölur um magnið sem yfirvöld hafa lagt hald á undanfarið. Frá áramótum hefur lögregla og tollgæsla tekið 60 kíló af amfetamíni í nokkrum stórum málum - en til samanburðar fundust 16 kíló allt árið í fyrra. Löggæsluyfirvöld telja engan vafa leika á því að þessi innflutningur sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. 8.7.2006 20:43 Slasaðist í rallý Ökumaður í rallaksturskeppni í Skagafirði slasaðist í dag þegar hann ók út af sérleið. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur, og er hugsanlega hryggbrotinn. Tuttugu mínútum eftir slysið slasaðist annar rallökumaður þegar bíll hans flaug yfir hæð og lenti harkalega á veginum. 8.7.2006 18:56 Boðar bjarta framtíð Stefán Eiríksson nýskipaður lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins boðar betri löggæslu með sameiningu embætta. 8.7.2006 18:53 Skipulögð glæpastarfsemi Sprenging hefur orðið í innflutningi á amfetamíní ef marka má tölur um magnið sem yfirvöld hafa lagt hald á undanfarið. Frá áramótum hefur lögregla og tollgæsla tekið 60 kíló af amfetamíni í nokkrum stórum málum - en til samanburðar fundust 16 kíló allt árið í fyrra. Löggæsluyfirvöld telja engan vafa leika á því að þessi innflutningur sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. 8.7.2006 18:47 Sex ára stúlka lætur lífið í loftárás Sex ára palestínsk stúlka lést í loftárás Ísraelshers nú undir kvöld. Það glittir þó í ljós í myrkrinu á Gasa-svæðinu, eftir að Ísraelsher dró liðsafla sinn á norðurhluta Gasa til baka í morgun. 8.7.2006 18:45 Ódýr leiga Stefán Kjærnested, eigandi 80 fermetra íbúðar, sem sjö pólskir starfsmenn Atlantsskipa greiddu 245 þúsund króna mánaðarleigu fyrir, segir það ódýra leigu. 8.7.2006 18:37 Sjötug mamma Sextíu og tveggja ára kona varð í vikunni sú elsta til að eignast barn í sögu Bretlands. Konan hefur verið gagnrýnd harkalega í Bretlandi fyrir að ákveða að eignast barn á sjötugsaldri. 8.7.2006 17:29 Slagsmál á Írskum dögum Ólæti, ofbeldi og ölvun setti svip sinn á Írska daga á Akranesi í gærnótt. Fjöldi unglinga eru í bænum og ætlar lögreglan að herða eftirlit fyrir kvöldið. 8.7.2006 13:22 Kallar eftir friði Forsætisráðherra Palestínu kallaði í morgun eftir friði á Gaza svæðinu. Þá hefur Ísraelsher dregið liðsafla sinn á norðurhluta Gaza til baka yfir landamæri Ísraels. Svæðið hefur gjörsamlega logað í óeirðum undanfarna daga og enn sauð uppúr í morgun. 8.7.2006 12:21 Skemmdarverk í miðbænum Þrír menn gengu berserksgang á Skólavörðustíg í nótt og brutu rúður í átta bílum. Eigandi eins bílsins segir ófremdarástand ríkja í bænum um helgar og vill fá eftirlitsmyndavélar í götuna. 8.7.2006 12:18 Ekki fundað um varnarmál Rætt var um framtíðarfyrirkomulag á vörnum landsins á fundi viðræðunefnda Íslands og Bandaríkjanna sem lauk í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöld. Ekki þótti ástæða til þess að funda áfram í dag. 8.7.2006 12:10 Fingrabendingar í Pólverjamáli Leigusali Pólverjanna, sem þurftu að greiða um 250.000 krónur á mánuði fyrir um 100 fermetra íbúð, neitar að tjá sig. Í gærkvöldi reyndi hann að koma ábyrgðinni yfir á Atlantsskip en því hafnar skipafélagið alfarið. 7.7.2006 22:46 Foreldrar fá ekki greiðslur Foreldrar barna sem greinast með langvinna sjúkdóma fá ekki greiðslur frá tryggingarfélögum ef börnin greinast fyrir þriggja mánaða aldur. 7.7.2006 22:43 Enginn viðræðufundur í varnarmálum á morgun Viðræðunefndir Bandaríkjamanna og Íslendinga um varnarmálin hafa setið á fundi í allan dag. Fundinum lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Enginn fundur verður á morgun eins jafnvel stóð til. 7.7.2006 18:57 Avion sagt hafa hagrætt bókhaldi Dótturfyrirtæki Avion í Bretlandi, Excel Airways, er sakað um að hafa hagrætt bókhaldi sínu á síðasta ári þannig að milliuppgjör sýndi milljarði króna betri stöðu en raunin var. Milliuppgjörið var lagt til grundvallar í hlutafjárútboði Avion undir lok síðasta árs. Avion hefur nú leiðrétt ársuppgjör dótturfyrirtækisins. 7.7.2006 18:52 Tilboð í flugleiðir innanlands opnuð Tilboð í ríkisstyrkt áætlunarflug voru opnuð í húsakynnum Vegagerðarinnar í gær. Flugfélag Vestmannaeyja átti lægsta tilboð í tvær flugleiðanna, Sauðárkrók og Hornafjörð. Flugfélagið Ernir átti lægsta tilboð í flug á Bíldudal og Gjögur og Flugfélag Íslands átti lægsta tilboð í Norðursvæði, það er Vopnafjörð, Þórshöfn og Grímsey. 7.7.2006 18:15 Vilja endurráðningu án skilyrða Læknafélag Íslands býður Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi, að leggja sitt að mörkum við að semja um starfsskyldur tveggja lækna sem sagt hefur verið upp störfum, ef spítalinn endurræður þá án skilyrða. 7.7.2006 17:59 Fá ekki greiðslur frá tryggingarfélögum Foreldrar barna sem greinast með langvinna sjúkdóma fá ekki greiddar greiðslur frá tryggingarfélögum ef börnin greinast fyrir þriggja mánaða aldur. Margrét Össurardóttir móðir, tíu mánaða langveikrar stúlku fær engar launagreiðslur í veikindum barnsins vegna þess að það greindist með sjúkdóms sinni tveimur mánuðum áður en nýtt frumvarp um launagreiðslur foreldrar í veikindum barna tók gildi. 7.7.2006 17:53 Komu í veg fyrir hryðjuverk Bandaríska Alríkislögreglan, FBI, tilkynnti í dag að starfsmönnum þeirra hefið tekist að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir á samgöngukerfi New York borgar. Hópur erlendra hryðjuverkamanna hafði unnið að skipulagningu hryðjuverkanna um nokkurt skeið. 7.7.2006 17:52 Samstaða um forgang vegaframkvæmda á Vestfjörðum Skyndilega virðist orðin samstaða um að vegaframkvæmdir á Vestfjörðum og Norðausturlandi eigi að hafa forgang. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi þingmaður Vestfjarðakjördæmis. 7.7.2006 16:57 Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli sektuð um 60 milljónir Flugþjónustunni á Keflavíkurflugvelli hefur verið gert að greiða um 60 milljónir í stjórnvaldssekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína við afgreiðslu farþegaflugvéla. 7.7.2006 15:01 Bush Senior goes Fishing 7.7.2006 13:55 Stefán Eiríksson nýr lögreglustjóri Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra hefur skipað Stefán Eiríksson, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, í embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frá og með 15. júlí næst komandi. Um er að ræða nýtt embætti sem varð til með sameiningu nokkurra lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu, þegar lögregluembættum landsins var fækkað. 7.7.2006 13:30 Nýr framkvæmdarstjóri Nýsköpunarsjóðs Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins samþykkti á fundi sínum í gær, 6. júlí, að ráða Finnboga Jónsson, sem framkvæmdastjóra sjóðsins. Finnbogi er fæddur á Akureyri 18. janúar 1950 . Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1970, fyrrihlutaprófi í eðlisverkfræði frá HÍ 1973, lokaprófi í eðlisverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi í Svíþjóð 1978 og lokaprófi í rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Lundi sama ár. 7.7.2006 13:15 Páll Bragi Kristjónsson hættur hjá Eddu Páll Bragi Kristjónsson, sem verið hefur forstjóri Eddu útgáfu í þrjú ár og stjórnarformaður félagsins í eitt ár þar á undan, hefur ákveðið að láta af störfum. Edda hefur um árabil átt við erfiðan rekstur að etja, þótt verulega hafi miðað í rétta átt síðustu ár, að sögn stjórnenda. 7.7.2006 12:45 Telja stjórnvöld hafa rétt til að ráða Hamas-leiðtoga af dögum Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Gaza-ströndina í morgun, bæði úr lofti og á landi. Þorri ísraelsks almennings telur að stjórnvöld hafi rétt til að ráða leiðtoga Hamas-samtakanna af dögum. 7.7.2006 12:45 Exceptional Lobster Season 7.7.2006 12:31 Ræða ráðstöfun mannvirkja varnarliðsins Ráðstöfun mannvirkja á Keflavíkurflugvelli er aðal umræðuefnið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjanna, sem var fram haldið í Þjóðmenningarhúsinu í morgun, eftir hlé síðan í apríl. Ekki er búist við að Bandaríkjamenn leggi fram varnaráætlun fyrir Ísland á fundinum, þótt þetta sé nefnt Varnarviðræður. 7.7.2006 12:30 Dagbækur Columbine morðingjanna gerðar opinbera Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gert opinber gögn frá fjölskyldum drengjanna tveggja sem myrtu 12 skólafélaga sína og kennara í gagnfræðiskólanum Columbine árið 1998. Meðal þess sem var gert opinbert eru dagbókafærslur drengjanna. 7.7.2006 12:30 Símafyrirtækin hefðu getað stöðvað tölvuþrjóta Íslensk símafyrirtæki hefðu getað komið í veg fyrir að erlendir tölvuþrjótar rændu umtalsverðum fjárhæðum úr heimabanka Íslendings. Þetta segir Friðrik Skúlason tölvufræðingur sem rannsakaði málið upp á eigin spítur og telur sig hafa komið upp um tölvuþrjótin. 7.7.2006 12:15 Gripnir með 12 kíló af amfetamíni Lögreglu-og tollgæslumenn fundu tólf kíló af amfetamíni falin í bíl, sem kom með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar í gærmorgun og er þetta lang mesta magn, sem vitað er til að reynt hafi verið að smygla með skipinu í einu. 7.7.2006 12:05 Sigurjón hættur á Fréttablaðinu Sigurjón M Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, hætti störfum þar í morgun og tekur við ritstjórn Blaðsins. Hann segist kveðja Fréttablaðið með söknuði. Það var á fréttafundi snemma í morgun sem Sigurjón tilkynnti samstarfsfólki sínu að hann hyggðist söðla um og taka við ritstjórn Blaðsins. Sigurjón, sem er gamall sjómaður, hefur staðið í stafni Fréttablaðsins allt frá endurreisn blaðsins. 7.7.2006 12:00 Nature's Diet 7.7.2006 11:41 Amphetamine Find on Ferry 7.7.2006 11:41 Idyllic Iceland 7.7.2006 11:40 Enginn varnarsamningur Varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjanna hófust í Þjóðmenningarhúsinu í dag, eftir hlé síðan í apríl. Fundurinn hófst klukkan níu í morgun. Ekki er búist við að Bandaríkjamenn leggi fram varnaráætlun fyrir Ísland á fundinum, heldur verði frekar rætt um ráðstöfun mannvirkja og annarra eigna á varnarsvæðinu. Þar eru meðal annars rúmlega 800 íbúðir og eru yfir 500 þeirra nú þegar tómar. Þá eru þar margvíslegar þjónustubyggingar auk hernaðarmannvirkja og slökkvibifreiða flugvsallarins en ekki hefur rætt um varnarsamning eins og vonir stóðu til. 7.7.2006 10:40 Tólf kíló af fíkniefnum fundust í Norrænu Lögreglu-og tollgæslumenn fundu tólf kíló af amfetamíni falin í bíl, sem kom með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar í gærmorgun og er þetta lang mesta magn, sem vitað er til að reynt hafi verið að smygla með skipinu í einu. Tveir Litháar, sem voru á bílnum voru handteknir og verður krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim í dag. Óskar Bjartmars, yfirlögregluþjónn vill ekki staðfesta að ábending hafi leitt til fundarins, en eftir að efnið fannst naut tollgæsla og lögregla heimamanna, aðstoðar manna frá Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og tollgæslunnar i Reykjavík, sem staddir voru eystra vegna skipakomunnar. 7.7.2006 10:06 Sluppu eftir fjölda velta Tvær stúlkur sluppu lítið meiddar þegar bíll þeirra valt undir Ingólfsfjalli austanverðu á sjöunda tímanum í morgun og valt nokkrar veltur. Þær komust sjálfar út úr bílflakinu en voru fluttar á Slysadeild Borgarspítalans til aðhlynningar. Báðar voru í bílbeltum. Sú sem ók mun hafa misst bílinn út fyrir slitlagið og reynt að rykkja honum inn á aftur, en við það snérist bíllinn og valt.- 7.7.2006 09:59 Ellefu manns handteknir vegna fíkniefna Ellefu manns á aldrinum 16 til 35 ára voru handteknir í Kópavogi og Hafnarfirði í nótt í tengslum við átta fíkniefnamál, sem upp komu í sameiginlegu átaki lögreglu í báðum bæjunum. Lagt var hald á anfetamín, hass, marijuana, kókaín, E-pillur og ýmis lyf, auk vopna. Flest málin voru svonefnd neyslumál, en í örðum tilvikum leikur grunur á sölu og dreyfingu. Ekki er lengra síðan en í fyrrinótt, að fjögur fíkniefnamál komu upp í Kópavogi.- 7.7.2006 09:51 Sjá næstu 50 fréttir
Hafna vopnahléi Allt virðist á leiðinni í sama farið á Gaza, eftir að Ísraelsmenn höfnuðu í gær tilboði um vopnahlé frá forsætisráðherra Palestínu. Framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna krefst þess að Ísraelsmenn leyfi hjálparstarfsmönnum að vinna óhindrað á svæðinu. 9.7.2006 12:08
Hagvöxtur eykst Heimsmeistaramótið í fótbolta eykur hagvöxt í Þýskalandi um núll komma þrjú prósent og tuttugu og fimm þúsund ný störf lifa áfram eftir að keppninni lýkur. Fjöldi áhorfenda er þegar mættur á Olympíuleikvanginn í Berlín, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í kvöld. 9.7.2006 12:02
Ölvun á Goslokahátíð Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum fór fram í nótt. Að sögn Lögreglunnar í Vestmannaeyjum sóttu um 2000 manns hátíðina, flestir gamlir Vestmannaeyingar. Talsvert hafi borið á ölvun en engin stórmál komið upp og fangageymslur verið tómar. 9.7.2006 09:56
Fyllerí á Akranesi Lögreglan á Akranesi segir að ástandið í bænum hafi ekki skánað í nótt. Allt tiltækt lögreglulið stóð vaktina vegna mikillra ólæta nóttina áður. Unglingafyllerí hefur sett svip sinn á hátíðina Írskir dagar sem lýkur í dag. 9.7.2006 09:29
145 létust í flugslysi í Rússlandi í morgun 145 manns fórust og 55 slösuðust þegar rússnesk Airbus A-310 farþegaflugvél fórst á flugvellinum í Irkutsk í Síberíu í nótt. Vélin rann yfir flugbrautina, skall utan í steinvegg og hafnaði loks á húsi þar sem hún brotnaði. Vélin varð alelda á skömmum tíma en um 50 manns tókst þó að forða sér úr brennanndi flakinu. 9.7.2006 08:42
Offituaðgerðin er að borga sig Offituaðgerð á Landspítalanum borgar sig upp á átta árum fyrir íslenska ríkið samkvæmt nýrri úttekt. Ung kona sem fór í slíka aðgerð um miðjan júní er þegar hætt að taka lyf sem hún tók að staðaldri fyrir aðgerðina og innan skamms hættir hún á þremur til viðbótar. 8.7.2006 20:45
Amfetamín flæðir til landsins Sprenging hefur orðið í innflutningi á amfetamíní ef marka má tölur um magnið sem yfirvöld hafa lagt hald á undanfarið. Frá áramótum hefur lögregla og tollgæsla tekið 60 kíló af amfetamíni í nokkrum stórum málum - en til samanburðar fundust 16 kíló allt árið í fyrra. Löggæsluyfirvöld telja engan vafa leika á því að þessi innflutningur sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. 8.7.2006 20:43
Slasaðist í rallý Ökumaður í rallaksturskeppni í Skagafirði slasaðist í dag þegar hann ók út af sérleið. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur, og er hugsanlega hryggbrotinn. Tuttugu mínútum eftir slysið slasaðist annar rallökumaður þegar bíll hans flaug yfir hæð og lenti harkalega á veginum. 8.7.2006 18:56
Boðar bjarta framtíð Stefán Eiríksson nýskipaður lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins boðar betri löggæslu með sameiningu embætta. 8.7.2006 18:53
Skipulögð glæpastarfsemi Sprenging hefur orðið í innflutningi á amfetamíní ef marka má tölur um magnið sem yfirvöld hafa lagt hald á undanfarið. Frá áramótum hefur lögregla og tollgæsla tekið 60 kíló af amfetamíni í nokkrum stórum málum - en til samanburðar fundust 16 kíló allt árið í fyrra. Löggæsluyfirvöld telja engan vafa leika á því að þessi innflutningur sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. 8.7.2006 18:47
Sex ára stúlka lætur lífið í loftárás Sex ára palestínsk stúlka lést í loftárás Ísraelshers nú undir kvöld. Það glittir þó í ljós í myrkrinu á Gasa-svæðinu, eftir að Ísraelsher dró liðsafla sinn á norðurhluta Gasa til baka í morgun. 8.7.2006 18:45
Ódýr leiga Stefán Kjærnested, eigandi 80 fermetra íbúðar, sem sjö pólskir starfsmenn Atlantsskipa greiddu 245 þúsund króna mánaðarleigu fyrir, segir það ódýra leigu. 8.7.2006 18:37
Sjötug mamma Sextíu og tveggja ára kona varð í vikunni sú elsta til að eignast barn í sögu Bretlands. Konan hefur verið gagnrýnd harkalega í Bretlandi fyrir að ákveða að eignast barn á sjötugsaldri. 8.7.2006 17:29
Slagsmál á Írskum dögum Ólæti, ofbeldi og ölvun setti svip sinn á Írska daga á Akranesi í gærnótt. Fjöldi unglinga eru í bænum og ætlar lögreglan að herða eftirlit fyrir kvöldið. 8.7.2006 13:22
Kallar eftir friði Forsætisráðherra Palestínu kallaði í morgun eftir friði á Gaza svæðinu. Þá hefur Ísraelsher dregið liðsafla sinn á norðurhluta Gaza til baka yfir landamæri Ísraels. Svæðið hefur gjörsamlega logað í óeirðum undanfarna daga og enn sauð uppúr í morgun. 8.7.2006 12:21
Skemmdarverk í miðbænum Þrír menn gengu berserksgang á Skólavörðustíg í nótt og brutu rúður í átta bílum. Eigandi eins bílsins segir ófremdarástand ríkja í bænum um helgar og vill fá eftirlitsmyndavélar í götuna. 8.7.2006 12:18
Ekki fundað um varnarmál Rætt var um framtíðarfyrirkomulag á vörnum landsins á fundi viðræðunefnda Íslands og Bandaríkjanna sem lauk í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöld. Ekki þótti ástæða til þess að funda áfram í dag. 8.7.2006 12:10
Fingrabendingar í Pólverjamáli Leigusali Pólverjanna, sem þurftu að greiða um 250.000 krónur á mánuði fyrir um 100 fermetra íbúð, neitar að tjá sig. Í gærkvöldi reyndi hann að koma ábyrgðinni yfir á Atlantsskip en því hafnar skipafélagið alfarið. 7.7.2006 22:46
Foreldrar fá ekki greiðslur Foreldrar barna sem greinast með langvinna sjúkdóma fá ekki greiðslur frá tryggingarfélögum ef börnin greinast fyrir þriggja mánaða aldur. 7.7.2006 22:43
Enginn viðræðufundur í varnarmálum á morgun Viðræðunefndir Bandaríkjamanna og Íslendinga um varnarmálin hafa setið á fundi í allan dag. Fundinum lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Enginn fundur verður á morgun eins jafnvel stóð til. 7.7.2006 18:57
Avion sagt hafa hagrætt bókhaldi Dótturfyrirtæki Avion í Bretlandi, Excel Airways, er sakað um að hafa hagrætt bókhaldi sínu á síðasta ári þannig að milliuppgjör sýndi milljarði króna betri stöðu en raunin var. Milliuppgjörið var lagt til grundvallar í hlutafjárútboði Avion undir lok síðasta árs. Avion hefur nú leiðrétt ársuppgjör dótturfyrirtækisins. 7.7.2006 18:52
Tilboð í flugleiðir innanlands opnuð Tilboð í ríkisstyrkt áætlunarflug voru opnuð í húsakynnum Vegagerðarinnar í gær. Flugfélag Vestmannaeyja átti lægsta tilboð í tvær flugleiðanna, Sauðárkrók og Hornafjörð. Flugfélagið Ernir átti lægsta tilboð í flug á Bíldudal og Gjögur og Flugfélag Íslands átti lægsta tilboð í Norðursvæði, það er Vopnafjörð, Þórshöfn og Grímsey. 7.7.2006 18:15
Vilja endurráðningu án skilyrða Læknafélag Íslands býður Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi, að leggja sitt að mörkum við að semja um starfsskyldur tveggja lækna sem sagt hefur verið upp störfum, ef spítalinn endurræður þá án skilyrða. 7.7.2006 17:59
Fá ekki greiðslur frá tryggingarfélögum Foreldrar barna sem greinast með langvinna sjúkdóma fá ekki greiddar greiðslur frá tryggingarfélögum ef börnin greinast fyrir þriggja mánaða aldur. Margrét Össurardóttir móðir, tíu mánaða langveikrar stúlku fær engar launagreiðslur í veikindum barnsins vegna þess að það greindist með sjúkdóms sinni tveimur mánuðum áður en nýtt frumvarp um launagreiðslur foreldrar í veikindum barna tók gildi. 7.7.2006 17:53
Komu í veg fyrir hryðjuverk Bandaríska Alríkislögreglan, FBI, tilkynnti í dag að starfsmönnum þeirra hefið tekist að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir á samgöngukerfi New York borgar. Hópur erlendra hryðjuverkamanna hafði unnið að skipulagningu hryðjuverkanna um nokkurt skeið. 7.7.2006 17:52
Samstaða um forgang vegaframkvæmda á Vestfjörðum Skyndilega virðist orðin samstaða um að vegaframkvæmdir á Vestfjörðum og Norðausturlandi eigi að hafa forgang. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi þingmaður Vestfjarðakjördæmis. 7.7.2006 16:57
Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli sektuð um 60 milljónir Flugþjónustunni á Keflavíkurflugvelli hefur verið gert að greiða um 60 milljónir í stjórnvaldssekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína við afgreiðslu farþegaflugvéla. 7.7.2006 15:01
Stefán Eiríksson nýr lögreglustjóri Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra hefur skipað Stefán Eiríksson, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, í embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frá og með 15. júlí næst komandi. Um er að ræða nýtt embætti sem varð til með sameiningu nokkurra lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu, þegar lögregluembættum landsins var fækkað. 7.7.2006 13:30
Nýr framkvæmdarstjóri Nýsköpunarsjóðs Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins samþykkti á fundi sínum í gær, 6. júlí, að ráða Finnboga Jónsson, sem framkvæmdastjóra sjóðsins. Finnbogi er fæddur á Akureyri 18. janúar 1950 . Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1970, fyrrihlutaprófi í eðlisverkfræði frá HÍ 1973, lokaprófi í eðlisverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi í Svíþjóð 1978 og lokaprófi í rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Lundi sama ár. 7.7.2006 13:15
Páll Bragi Kristjónsson hættur hjá Eddu Páll Bragi Kristjónsson, sem verið hefur forstjóri Eddu útgáfu í þrjú ár og stjórnarformaður félagsins í eitt ár þar á undan, hefur ákveðið að láta af störfum. Edda hefur um árabil átt við erfiðan rekstur að etja, þótt verulega hafi miðað í rétta átt síðustu ár, að sögn stjórnenda. 7.7.2006 12:45
Telja stjórnvöld hafa rétt til að ráða Hamas-leiðtoga af dögum Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Gaza-ströndina í morgun, bæði úr lofti og á landi. Þorri ísraelsks almennings telur að stjórnvöld hafi rétt til að ráða leiðtoga Hamas-samtakanna af dögum. 7.7.2006 12:45
Ræða ráðstöfun mannvirkja varnarliðsins Ráðstöfun mannvirkja á Keflavíkurflugvelli er aðal umræðuefnið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjanna, sem var fram haldið í Þjóðmenningarhúsinu í morgun, eftir hlé síðan í apríl. Ekki er búist við að Bandaríkjamenn leggi fram varnaráætlun fyrir Ísland á fundinum, þótt þetta sé nefnt Varnarviðræður. 7.7.2006 12:30
Dagbækur Columbine morðingjanna gerðar opinbera Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gert opinber gögn frá fjölskyldum drengjanna tveggja sem myrtu 12 skólafélaga sína og kennara í gagnfræðiskólanum Columbine árið 1998. Meðal þess sem var gert opinbert eru dagbókafærslur drengjanna. 7.7.2006 12:30
Símafyrirtækin hefðu getað stöðvað tölvuþrjóta Íslensk símafyrirtæki hefðu getað komið í veg fyrir að erlendir tölvuþrjótar rændu umtalsverðum fjárhæðum úr heimabanka Íslendings. Þetta segir Friðrik Skúlason tölvufræðingur sem rannsakaði málið upp á eigin spítur og telur sig hafa komið upp um tölvuþrjótin. 7.7.2006 12:15
Gripnir með 12 kíló af amfetamíni Lögreglu-og tollgæslumenn fundu tólf kíló af amfetamíni falin í bíl, sem kom með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar í gærmorgun og er þetta lang mesta magn, sem vitað er til að reynt hafi verið að smygla með skipinu í einu. 7.7.2006 12:05
Sigurjón hættur á Fréttablaðinu Sigurjón M Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, hætti störfum þar í morgun og tekur við ritstjórn Blaðsins. Hann segist kveðja Fréttablaðið með söknuði. Það var á fréttafundi snemma í morgun sem Sigurjón tilkynnti samstarfsfólki sínu að hann hyggðist söðla um og taka við ritstjórn Blaðsins. Sigurjón, sem er gamall sjómaður, hefur staðið í stafni Fréttablaðsins allt frá endurreisn blaðsins. 7.7.2006 12:00
Enginn varnarsamningur Varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjanna hófust í Þjóðmenningarhúsinu í dag, eftir hlé síðan í apríl. Fundurinn hófst klukkan níu í morgun. Ekki er búist við að Bandaríkjamenn leggi fram varnaráætlun fyrir Ísland á fundinum, heldur verði frekar rætt um ráðstöfun mannvirkja og annarra eigna á varnarsvæðinu. Þar eru meðal annars rúmlega 800 íbúðir og eru yfir 500 þeirra nú þegar tómar. Þá eru þar margvíslegar þjónustubyggingar auk hernaðarmannvirkja og slökkvibifreiða flugvsallarins en ekki hefur rætt um varnarsamning eins og vonir stóðu til. 7.7.2006 10:40
Tólf kíló af fíkniefnum fundust í Norrænu Lögreglu-og tollgæslumenn fundu tólf kíló af amfetamíni falin í bíl, sem kom með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar í gærmorgun og er þetta lang mesta magn, sem vitað er til að reynt hafi verið að smygla með skipinu í einu. Tveir Litháar, sem voru á bílnum voru handteknir og verður krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim í dag. Óskar Bjartmars, yfirlögregluþjónn vill ekki staðfesta að ábending hafi leitt til fundarins, en eftir að efnið fannst naut tollgæsla og lögregla heimamanna, aðstoðar manna frá Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og tollgæslunnar i Reykjavík, sem staddir voru eystra vegna skipakomunnar. 7.7.2006 10:06
Sluppu eftir fjölda velta Tvær stúlkur sluppu lítið meiddar þegar bíll þeirra valt undir Ingólfsfjalli austanverðu á sjöunda tímanum í morgun og valt nokkrar veltur. Þær komust sjálfar út úr bílflakinu en voru fluttar á Slysadeild Borgarspítalans til aðhlynningar. Báðar voru í bílbeltum. Sú sem ók mun hafa misst bílinn út fyrir slitlagið og reynt að rykkja honum inn á aftur, en við það snérist bíllinn og valt.- 7.7.2006 09:59
Ellefu manns handteknir vegna fíkniefna Ellefu manns á aldrinum 16 til 35 ára voru handteknir í Kópavogi og Hafnarfirði í nótt í tengslum við átta fíkniefnamál, sem upp komu í sameiginlegu átaki lögreglu í báðum bæjunum. Lagt var hald á anfetamín, hass, marijuana, kókaín, E-pillur og ýmis lyf, auk vopna. Flest málin voru svonefnd neyslumál, en í örðum tilvikum leikur grunur á sölu og dreyfingu. Ekki er lengra síðan en í fyrrinótt, að fjögur fíkniefnamál komu upp í Kópavogi.- 7.7.2006 09:51