Fleiri fréttir Nýr aðstoðamaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur verið ráðinn. Arnar Þór Sævarsson, héraðsdómslögmaður,hefur verið ráðinn aðstoðarmaður iðnaðar-og viðskiptaráðherra frá og með 1. júlí næst komandi. Arnar Þór er 34 ára og hefur áður starfað hjá Fjármálaeftirlitinu og þar á eftir Símanum. Hann er útskrifaður frá Háskóla Íslands árið 1999 en öðlaðist hérðasdómslögmannaréttindi árið 2000 og lauk prófi í verðbéfaviðskiptum árið 2001. 30.6.2006 11:16 Ökumenn kúgaðir í Peking Lögreglan í Peking í Kína varaði í gær ökumenn við óvenjulegri fjárkúgunarstarfsemi sem hópur manna hefur orðið uppvís að þar í borg. Þeir hafa nefnilega stundað það að valda árekstrum við ökumenn utanbæjarbíla og heimta svo háar upphæðir í skaðabætur. 30.6.2006 11:15 Ferð Discovery verður ekki frestað Stjórnendur bandarísku Geimferðastofnunarinnar, NASA, segja að hægt verði að skjóta Discovery-geimflauginni á loft um laugardaginn eins og fyrirhugað er. Þeir segjast vissulega þurfa að taka tillit til veðurs en það eigi þó ekki að tefja áæltað geimskot. Þetta verður þá í fyrsta sinn í tæpt ár sem flauginni er skotið á loft. 30.6.2006 11:00 A Journey Home Postponed 30.6.2006 10:58 356% Difference in Price 30.6.2006 10:57 Ísland tekur þátt í Feneyjar tvíæringnum Ísland mun í ár, í fyrsta sinn, taka þátt í Feneyja tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag er haldin verður í Feneyjum 10. september til 19. nóvember. Framlag Íslendinga mun vera kynning á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við Austurhöfn í Reykjavík ásamt skipulagi og uppbyggingu í miðborginni. Hönnun hússins verður í brennidepli en ásamt því verður lögð áhersla á að kynna Reykjavík sem menningar og ráðstefnuborg. 30.6.2006 10:53 IGS Strike Resolved 30.6.2006 10:48 Euro 2006 30.6.2006 10:48 Bush vill nýjan herrétt Bush Bandaríkjaforseti útilokar ekki að mál fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu fari fyrir herrétt þó Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að skipan slíks dómstóls sé ólögmæt. Úrskurður réttarins frá í gær er sagður mikið áfall fyrir Bandaríkjaforseta. 30.6.2006 10:45 Markaðsdagur í Bolungarvík Hinn árlegi Markaðsdagur í Bolungarvík er á morgun, 1. júlí. Fjölbreytt dagskrá verður yfir daginn og fjölmargir sölubásar verða á staðnum. Skemmtuninni lýkur svo um kvöldið með stórdansleik. 30.6.2006 10:34 Icelandic Secret Service? 30.6.2006 10:30 Jarðskjálfti upp á 2,5 á Richter Jarðskjálfti upp á 2,5 á Richter varð norðvestur af Grindavík laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Ekki er vitað um neitt tjón af hans völdum, en fólk, sem var vakandi í Grindavík, fann hann greinilega. 30.6.2006 10:30 Fiskiskipi siglt á bryggjukantinn í Grindavíkurhöfn Engan sakaði þegar fiskiskipið Tjaldanes GK 525, sigldi fyrir nokkru afli á bryggjukant í Grindavíkurhöfn um sexleytið í gærkvöldi. 30.6.2006 10:15 Eldur í rafmagnstöflu á Mýrargötu Slökkviliðið var kallað út rétt eftir níu í morgun til að slökkva eld í Slippnum við Mýrargötu. Eldur hafði kviknað í rafmagnstöflu og gekk fljótt og greiðlega að slökkva eldinn og reykræsta. 30.6.2006 10:05 Nýtt myndband frá bin Laden Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, vottar Abu Musab al-Zarqawi, látnum leiðtoga samtakanna í Írak, virðingu sína á nýju myndbandi sem birt var á vefsíðu íslamskra öfgamanna í nótt. (LUM) Þar hrósar hann al-Zarqawi og ver árásir hans á óbreytta borgara. Hann krefst þess einnig að bandarísk stjórnvöld afhendi ættingjum al-Zarqawi líkið af honum. Myndbandið sýnir ekki nýjar myndir af bin Laden heldur er þar gamla mynd af honum að finna, auk myndar af al-Zarqawi. Nýjar myndir hafa ekki verið teknar af bin Laden síðan í október 2004. Ekki hefur fengist formlega staðfest að þetta sé rödd bin Laden sem heyrist á myndbandinu en það er þó talið líklegt. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, fer nú yfir myndbandið sem er það fjórða frá bin Laden í ár reynist það ósvikið. 30.6.2006 10:00 Ríkisstjórn Hollands víkur Forsætisráðherra Hollands, Jan Peter Balkenende, tilkynnti í gær um afsögn ríkisstjórnar landsins, eftir að ráðherrar í einum flokka samsteypustjórnarinnar sögðu sig úr henni. Mikið ósætti hefur verið innan stjórnarinnar eftir að ráðherra innflytjendamála svipti þingkonuna fyrrverandi Hrisi Ali ríkisborgararétti á þeim forsendum að hún hefði logið til um nafn þegar hún kom til landsins árið 1992. 30.6.2006 09:45 Hjón dæmd í fangelsi fyrir ofbeldi hvort gegn öðru Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrrverandi hjón í fimm og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi hvort gegn öðru. Karlinn fyrir að hafa gengið í skrokk á konunni, og konuna fyrir að hafa stungið karlinn með hnífi. 30.6.2006 09:45 356% verðmunur á grænmenti og ávöxtum milli búða Allt að 356% verðmunur reyndist á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Alls voru 40 tegundir af grænmeti og ávöxtum kannaðar og var yfir 100% munur í 27 tilvikum. 30.6.2006 09:30 Mannfall við landamærin í Kasmír Indverskir hermenn skutu átta menn til bana þegar þeir reyndu að smygla sér yfir landamæri indverska og pakistanska hluta Kasmírs-héraðs í morgun. Talsmaður hersins segir þá hafa verið íslamska vígamenn. 30.6.2006 09:15 Actavis flytur hluta framleiðslu til Króatíu verði Pliva keypt Lyfjafyrirtækið Actavis fyrirhugar að flytja hluta framleiðslu sinnar til Króatíu þar sem framleiðsukostnaður er lágur, ef því tekst að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva. Stjórn Pliva mælti á mánudag með því við hluthafa að ganga til samninga við bandaríkst fyrirtæki um sölu á Pliva í stað Actavis. 30.6.2006 09:00 Búist við fjölda uppsagna Búist er við að fjöldi starfsmanna hjá Svæðisskrifstofum um málefna fatlaðra muni segja upp störfum í dag, vegna óánægju með hægagang í kjaraviðræðum BHM við ríkið. Starfsmenn Svæðisskrifstofu Reykjaness ætla að skila inn uppsagnabréfum kl 11:00 og starfsmenn í Reykjavík kl 14:00. Búist er við að fleiri munu gera slíkt hið sama í kjölfarið. 30.6.2006 08:51 Fylgi Samfylkingarinnar aðeins um 24% Fylgi Samfylkingarinnar mælist aðeins rúm 24%, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, en það er talsvert undir kjörfylgi í síðustu kosningum, og hið minnsta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum eftir kosningarnar. Sjálfstæðisflokkurinn bætir hinsvegar talsvert við sig frá kosningunum og mælist með rösk 42%. 30.6.2006 08:35 Árásum á Gaza haldið áfram Ísraelskar herþotur gerðu í nótt árásir á ýmis skotmörk á Gaza-svæðinu, þar á meðal innanríkisráðuneyti heimastjórnar Palestínumanna og skrifstofur Fatah-hreyfingar Abbas, forseta, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið. 30.6.2006 08:15 Aldursmerkingu á myndum og leikjum breytt Aldursmerkingar á kvikmyndum, sjónvarpsefni og tölvuleikjum taka breytingum nú um mánaðmótin þegar ný lög um eftirlit með aðgengi barna að þessu efni taka gildi. Framleiðendur og dreifendur munu þá sjálfir merkja efnið á viðeigandi hátt en Barnaverndarstofa sinnir eftirliti vegna þess. 30.6.2006 08:00 Félagsmenn BHM segja upp störfum Stjórnendur á sambýlum fyrir fatlaða afhenda uppsagnarbréf sín í dag og rennur uppsagnarfresturinn út ýmist eftir einn eða þrjá mánuði. Skelfilegt ástand getur skapast á sambýlunum ef ekki fást fagmenntaðir í staðinn. 30.6.2006 07:45 Gríðarlegur verðmunur Munur á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu nemur allt að 365 prósentum, samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem gerð var í vikunni. 30.6.2006 07:45 Konur kjósa í fyrsta sinn Þingkosningar voru haldnar í Kúveit í gær og var þetta í fyrsta sinn sem konur fengu að kjósa í hinu olíuríka arabalandi. Kjörstaðir voru kynskiptir. 30.6.2006 07:45 Fylgi Samfylkingar ekki minna frá kosningum Sjálfstæðisflokkurinn hefur 42,5 prósenta fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins en fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 24,2 prósent. Vinstri græn hafa 14,8 prósenta fylgi og Frjálslyndi flokkurinn 6,2 30.6.2006 07:30 Úrskurður kveðinn upp í dag Arngrímur Ísberg, dómari í Baugsmálinu, kveður í dag upp úrskurð um það hvort endurákærum í Baugsmálinu verði vísað frá dómi eða ekki. Verjendur ákærðu í málinu, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Tryggva Jónssonar og Jóns Geralds Sullenberger, kröfðust þess að endurákærum í málinu yrði vísað frá dómi vegna "ágalla og viðamikilla staðreyndavillna í ákæru," eins og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, lét hafa eftir sér fyrir dómi. 30.6.2006 07:30 Segja upp 22 starfsmönnum Tuttugu og tveimur starfsmönnum Vátryggingafélags Íslands, VÍS, verður sagt upp störfum frá og með mánaðamótum vegna skipulagsbreytinga hjá fyrirtækinu. 30.6.2006 07:15 Farþegar geta andað léttar Sættir hafa náðst í deilum starfsmanna IGS, dótturfyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, og stjórnar fyrirtækisins, en sem kunnugt er lögðu starfsmenn niður vinnu í þrjá tíma seinasta sunnudag til að mótmæla kjörum og vinnuaðstöðu. 30.6.2006 07:15 Upplýsingum verði safnað Ný Þjóðaröryggisdeild á að safna upplýsingum um hryðjuverk áður en til þeirra kemur. Mikilvægt að læra af öðrum þjóðum, segir Björn Bjarnason. 30.6.2006 07:15 Fangaréttarhöld eru lögleysa Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að stríðsglæparéttarhöld yfir föngum sem hafa verið í haldi í bandarískum fangabúðum á Kúbu, brjóti bæði í bága við bandarísk herlög og Genfarsáttmálana. 30.6.2006 07:15 Unnið er að gerð samnings við Kína Fríverslunarsamningar skipta miklu fyrir fyrirtæki á Íslandi. Samningarnir opna fyrirtækjum leið inn á nýja markaði. Mikilvægt að gera samninga við lönd í Asíu vegna mikils vaxtar í framtíðinni. 30.6.2006 07:00 Drakk úr einni flösku Litháinn Romas Kosakovski er ákærður fyrir að reyna að smygla amfetamínvökva og brennisteinssýru til landsins. Amfetamínvökvinn hefði dugað til að framleiða sautján og hálft kíló af amfetamíni. 30.6.2006 07:00 Verðum að afstýra mansali Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði hafa skorað á Norrænu ráðherranefndina að útbúa sameiginlega norræna verkefnaáætlun í baráttunni við mansal. 30.6.2006 07:00 Ríkisstjórnir heims axli meiri ábyrgð Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti á mánudag ríkisstjórnir heims til að gæta vopnabúra sinna betur og setja aukinn kraft í að eyða ólöglegum vopnum. Á alþjóðlegri ráðstefnu um ólöglega vopnasölu sem nú stendur yfir sagði Annan vopnasmyglara, þjófa og spillta embættismenn höfuðandstæðinga þeirra sem vilja koma böndum á ólöglega vopnasölu í heiminum, en þó mættu ríkisstjórnir heimsins leggja mun meira af mörkum til að sporna við henni. 30.6.2006 07:00 Vilja ókeypis getnaðarvarnir Ungmennaráð Hafnarfjarðar fundaði með bæjarstjórn Hafnarfjarðar í vikunni og lagði ungt fólk í bænum þar fram tillögur sínar um það sem betur mætti fara. Tillögurnar eru afrakstur ungmennaþings sem haldið var í lok apríl. 30.6.2006 06:45 Búist við fjölda á góðgerðadag Góðgerðarmál Tívolíið við Smáralind verður með góðgerðadag, fjórða árið í röð, næstkomandi mánudag. 30.6.2006 06:45 Búast við svari frá Íransstjórn Bandaríkin, Rússland og önnur iðnríki í hópi átta stærstu iðnríkja heims sögðust í gær vænta þess að írönsk stjórnvöld veiti svar í næstu viku við tilboði stórveldanna til lausnar deilunni um kjarnorkuáform Írana. 30.6.2006 06:45 Segir af sér vegna Hirsi Hollenski forsætisráðherrann, Jan Peter Balkenende, lýsti því yfir að þriggja ára samsteypustjórn hans muni segja af sér eftir að þrír ráðherrar sögðu sig úr henni í gær. Ætlar Balkenende að senda Beatrix drottningu bréf þess efnis í dag. 30.6.2006 06:45 Alhæft um afgreiðsluvenjur Lyfjafræðingar eru ósáttir við fullyrðingar Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra og telja umræðuna ómálefnalega. Þeir segja ekki hægt að alhæfa um afgreiðsluvenjur lyfjafræðinga út frá einni verðkönnun sem einungis nái til fárra lyfja. 30.6.2006 06:30 Ísraelar handtaka Palestínuþingmenn Ísraelsher hélt áfram hörðum hernaðaraðgerðum á Gaza-strönd í gær. Tugir palestínskra þingmanna voru handteknir til að auka þrýsting á Palestínumenn. 30.6.2006 06:30 Þakka fyrir góð viðbrögð Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, þau Dagný Jónsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Birkir Jón Jónsson og Jón Kristjánsson, voru á ferð um kjördæmið og komu í fyrradag við á Eskifirði þar sem þau ræddu við lögreglumenn sem staðið höfðu í ströngu vegna mengunarslyssins á Eskifirði í fyrradag. 30.6.2006 06:00 Gera átak gegn utanvegaakstri Ferðaklúbburinn 4x4, Vélhjólaíþróttaklúbburinn, Ferðafélag Íslands, Útivist, Umhverfisstofnun, Landgræðsla ríkisins og Landvernd kynntu í dag átak gegn utanvegaakstri. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hóf átakið formlega með opnun vefsíðu sem ætlað er að fræða fólk. 30.6.2006 05:45 Sjá næstu 50 fréttir
Nýr aðstoðamaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur verið ráðinn. Arnar Þór Sævarsson, héraðsdómslögmaður,hefur verið ráðinn aðstoðarmaður iðnaðar-og viðskiptaráðherra frá og með 1. júlí næst komandi. Arnar Þór er 34 ára og hefur áður starfað hjá Fjármálaeftirlitinu og þar á eftir Símanum. Hann er útskrifaður frá Háskóla Íslands árið 1999 en öðlaðist hérðasdómslögmannaréttindi árið 2000 og lauk prófi í verðbéfaviðskiptum árið 2001. 30.6.2006 11:16
Ökumenn kúgaðir í Peking Lögreglan í Peking í Kína varaði í gær ökumenn við óvenjulegri fjárkúgunarstarfsemi sem hópur manna hefur orðið uppvís að þar í borg. Þeir hafa nefnilega stundað það að valda árekstrum við ökumenn utanbæjarbíla og heimta svo háar upphæðir í skaðabætur. 30.6.2006 11:15
Ferð Discovery verður ekki frestað Stjórnendur bandarísku Geimferðastofnunarinnar, NASA, segja að hægt verði að skjóta Discovery-geimflauginni á loft um laugardaginn eins og fyrirhugað er. Þeir segjast vissulega þurfa að taka tillit til veðurs en það eigi þó ekki að tefja áæltað geimskot. Þetta verður þá í fyrsta sinn í tæpt ár sem flauginni er skotið á loft. 30.6.2006 11:00
Ísland tekur þátt í Feneyjar tvíæringnum Ísland mun í ár, í fyrsta sinn, taka þátt í Feneyja tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag er haldin verður í Feneyjum 10. september til 19. nóvember. Framlag Íslendinga mun vera kynning á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við Austurhöfn í Reykjavík ásamt skipulagi og uppbyggingu í miðborginni. Hönnun hússins verður í brennidepli en ásamt því verður lögð áhersla á að kynna Reykjavík sem menningar og ráðstefnuborg. 30.6.2006 10:53
Bush vill nýjan herrétt Bush Bandaríkjaforseti útilokar ekki að mál fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu fari fyrir herrétt þó Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að skipan slíks dómstóls sé ólögmæt. Úrskurður réttarins frá í gær er sagður mikið áfall fyrir Bandaríkjaforseta. 30.6.2006 10:45
Markaðsdagur í Bolungarvík Hinn árlegi Markaðsdagur í Bolungarvík er á morgun, 1. júlí. Fjölbreytt dagskrá verður yfir daginn og fjölmargir sölubásar verða á staðnum. Skemmtuninni lýkur svo um kvöldið með stórdansleik. 30.6.2006 10:34
Jarðskjálfti upp á 2,5 á Richter Jarðskjálfti upp á 2,5 á Richter varð norðvestur af Grindavík laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Ekki er vitað um neitt tjón af hans völdum, en fólk, sem var vakandi í Grindavík, fann hann greinilega. 30.6.2006 10:30
Fiskiskipi siglt á bryggjukantinn í Grindavíkurhöfn Engan sakaði þegar fiskiskipið Tjaldanes GK 525, sigldi fyrir nokkru afli á bryggjukant í Grindavíkurhöfn um sexleytið í gærkvöldi. 30.6.2006 10:15
Eldur í rafmagnstöflu á Mýrargötu Slökkviliðið var kallað út rétt eftir níu í morgun til að slökkva eld í Slippnum við Mýrargötu. Eldur hafði kviknað í rafmagnstöflu og gekk fljótt og greiðlega að slökkva eldinn og reykræsta. 30.6.2006 10:05
Nýtt myndband frá bin Laden Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, vottar Abu Musab al-Zarqawi, látnum leiðtoga samtakanna í Írak, virðingu sína á nýju myndbandi sem birt var á vefsíðu íslamskra öfgamanna í nótt. (LUM) Þar hrósar hann al-Zarqawi og ver árásir hans á óbreytta borgara. Hann krefst þess einnig að bandarísk stjórnvöld afhendi ættingjum al-Zarqawi líkið af honum. Myndbandið sýnir ekki nýjar myndir af bin Laden heldur er þar gamla mynd af honum að finna, auk myndar af al-Zarqawi. Nýjar myndir hafa ekki verið teknar af bin Laden síðan í október 2004. Ekki hefur fengist formlega staðfest að þetta sé rödd bin Laden sem heyrist á myndbandinu en það er þó talið líklegt. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, fer nú yfir myndbandið sem er það fjórða frá bin Laden í ár reynist það ósvikið. 30.6.2006 10:00
Ríkisstjórn Hollands víkur Forsætisráðherra Hollands, Jan Peter Balkenende, tilkynnti í gær um afsögn ríkisstjórnar landsins, eftir að ráðherrar í einum flokka samsteypustjórnarinnar sögðu sig úr henni. Mikið ósætti hefur verið innan stjórnarinnar eftir að ráðherra innflytjendamála svipti þingkonuna fyrrverandi Hrisi Ali ríkisborgararétti á þeim forsendum að hún hefði logið til um nafn þegar hún kom til landsins árið 1992. 30.6.2006 09:45
Hjón dæmd í fangelsi fyrir ofbeldi hvort gegn öðru Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrrverandi hjón í fimm og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi hvort gegn öðru. Karlinn fyrir að hafa gengið í skrokk á konunni, og konuna fyrir að hafa stungið karlinn með hnífi. 30.6.2006 09:45
356% verðmunur á grænmenti og ávöxtum milli búða Allt að 356% verðmunur reyndist á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Alls voru 40 tegundir af grænmeti og ávöxtum kannaðar og var yfir 100% munur í 27 tilvikum. 30.6.2006 09:30
Mannfall við landamærin í Kasmír Indverskir hermenn skutu átta menn til bana þegar þeir reyndu að smygla sér yfir landamæri indverska og pakistanska hluta Kasmírs-héraðs í morgun. Talsmaður hersins segir þá hafa verið íslamska vígamenn. 30.6.2006 09:15
Actavis flytur hluta framleiðslu til Króatíu verði Pliva keypt Lyfjafyrirtækið Actavis fyrirhugar að flytja hluta framleiðslu sinnar til Króatíu þar sem framleiðsukostnaður er lágur, ef því tekst að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva. Stjórn Pliva mælti á mánudag með því við hluthafa að ganga til samninga við bandaríkst fyrirtæki um sölu á Pliva í stað Actavis. 30.6.2006 09:00
Búist við fjölda uppsagna Búist er við að fjöldi starfsmanna hjá Svæðisskrifstofum um málefna fatlaðra muni segja upp störfum í dag, vegna óánægju með hægagang í kjaraviðræðum BHM við ríkið. Starfsmenn Svæðisskrifstofu Reykjaness ætla að skila inn uppsagnabréfum kl 11:00 og starfsmenn í Reykjavík kl 14:00. Búist er við að fleiri munu gera slíkt hið sama í kjölfarið. 30.6.2006 08:51
Fylgi Samfylkingarinnar aðeins um 24% Fylgi Samfylkingarinnar mælist aðeins rúm 24%, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, en það er talsvert undir kjörfylgi í síðustu kosningum, og hið minnsta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum eftir kosningarnar. Sjálfstæðisflokkurinn bætir hinsvegar talsvert við sig frá kosningunum og mælist með rösk 42%. 30.6.2006 08:35
Árásum á Gaza haldið áfram Ísraelskar herþotur gerðu í nótt árásir á ýmis skotmörk á Gaza-svæðinu, þar á meðal innanríkisráðuneyti heimastjórnar Palestínumanna og skrifstofur Fatah-hreyfingar Abbas, forseta, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið. 30.6.2006 08:15
Aldursmerkingu á myndum og leikjum breytt Aldursmerkingar á kvikmyndum, sjónvarpsefni og tölvuleikjum taka breytingum nú um mánaðmótin þegar ný lög um eftirlit með aðgengi barna að þessu efni taka gildi. Framleiðendur og dreifendur munu þá sjálfir merkja efnið á viðeigandi hátt en Barnaverndarstofa sinnir eftirliti vegna þess. 30.6.2006 08:00
Félagsmenn BHM segja upp störfum Stjórnendur á sambýlum fyrir fatlaða afhenda uppsagnarbréf sín í dag og rennur uppsagnarfresturinn út ýmist eftir einn eða þrjá mánuði. Skelfilegt ástand getur skapast á sambýlunum ef ekki fást fagmenntaðir í staðinn. 30.6.2006 07:45
Gríðarlegur verðmunur Munur á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu nemur allt að 365 prósentum, samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem gerð var í vikunni. 30.6.2006 07:45
Konur kjósa í fyrsta sinn Þingkosningar voru haldnar í Kúveit í gær og var þetta í fyrsta sinn sem konur fengu að kjósa í hinu olíuríka arabalandi. Kjörstaðir voru kynskiptir. 30.6.2006 07:45
Fylgi Samfylkingar ekki minna frá kosningum Sjálfstæðisflokkurinn hefur 42,5 prósenta fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins en fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 24,2 prósent. Vinstri græn hafa 14,8 prósenta fylgi og Frjálslyndi flokkurinn 6,2 30.6.2006 07:30
Úrskurður kveðinn upp í dag Arngrímur Ísberg, dómari í Baugsmálinu, kveður í dag upp úrskurð um það hvort endurákærum í Baugsmálinu verði vísað frá dómi eða ekki. Verjendur ákærðu í málinu, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Tryggva Jónssonar og Jóns Geralds Sullenberger, kröfðust þess að endurákærum í málinu yrði vísað frá dómi vegna "ágalla og viðamikilla staðreyndavillna í ákæru," eins og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, lét hafa eftir sér fyrir dómi. 30.6.2006 07:30
Segja upp 22 starfsmönnum Tuttugu og tveimur starfsmönnum Vátryggingafélags Íslands, VÍS, verður sagt upp störfum frá og með mánaðamótum vegna skipulagsbreytinga hjá fyrirtækinu. 30.6.2006 07:15
Farþegar geta andað léttar Sættir hafa náðst í deilum starfsmanna IGS, dótturfyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, og stjórnar fyrirtækisins, en sem kunnugt er lögðu starfsmenn niður vinnu í þrjá tíma seinasta sunnudag til að mótmæla kjörum og vinnuaðstöðu. 30.6.2006 07:15
Upplýsingum verði safnað Ný Þjóðaröryggisdeild á að safna upplýsingum um hryðjuverk áður en til þeirra kemur. Mikilvægt að læra af öðrum þjóðum, segir Björn Bjarnason. 30.6.2006 07:15
Fangaréttarhöld eru lögleysa Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að stríðsglæparéttarhöld yfir föngum sem hafa verið í haldi í bandarískum fangabúðum á Kúbu, brjóti bæði í bága við bandarísk herlög og Genfarsáttmálana. 30.6.2006 07:15
Unnið er að gerð samnings við Kína Fríverslunarsamningar skipta miklu fyrir fyrirtæki á Íslandi. Samningarnir opna fyrirtækjum leið inn á nýja markaði. Mikilvægt að gera samninga við lönd í Asíu vegna mikils vaxtar í framtíðinni. 30.6.2006 07:00
Drakk úr einni flösku Litháinn Romas Kosakovski er ákærður fyrir að reyna að smygla amfetamínvökva og brennisteinssýru til landsins. Amfetamínvökvinn hefði dugað til að framleiða sautján og hálft kíló af amfetamíni. 30.6.2006 07:00
Verðum að afstýra mansali Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði hafa skorað á Norrænu ráðherranefndina að útbúa sameiginlega norræna verkefnaáætlun í baráttunni við mansal. 30.6.2006 07:00
Ríkisstjórnir heims axli meiri ábyrgð Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti á mánudag ríkisstjórnir heims til að gæta vopnabúra sinna betur og setja aukinn kraft í að eyða ólöglegum vopnum. Á alþjóðlegri ráðstefnu um ólöglega vopnasölu sem nú stendur yfir sagði Annan vopnasmyglara, þjófa og spillta embættismenn höfuðandstæðinga þeirra sem vilja koma böndum á ólöglega vopnasölu í heiminum, en þó mættu ríkisstjórnir heimsins leggja mun meira af mörkum til að sporna við henni. 30.6.2006 07:00
Vilja ókeypis getnaðarvarnir Ungmennaráð Hafnarfjarðar fundaði með bæjarstjórn Hafnarfjarðar í vikunni og lagði ungt fólk í bænum þar fram tillögur sínar um það sem betur mætti fara. Tillögurnar eru afrakstur ungmennaþings sem haldið var í lok apríl. 30.6.2006 06:45
Búist við fjölda á góðgerðadag Góðgerðarmál Tívolíið við Smáralind verður með góðgerðadag, fjórða árið í röð, næstkomandi mánudag. 30.6.2006 06:45
Búast við svari frá Íransstjórn Bandaríkin, Rússland og önnur iðnríki í hópi átta stærstu iðnríkja heims sögðust í gær vænta þess að írönsk stjórnvöld veiti svar í næstu viku við tilboði stórveldanna til lausnar deilunni um kjarnorkuáform Írana. 30.6.2006 06:45
Segir af sér vegna Hirsi Hollenski forsætisráðherrann, Jan Peter Balkenende, lýsti því yfir að þriggja ára samsteypustjórn hans muni segja af sér eftir að þrír ráðherrar sögðu sig úr henni í gær. Ætlar Balkenende að senda Beatrix drottningu bréf þess efnis í dag. 30.6.2006 06:45
Alhæft um afgreiðsluvenjur Lyfjafræðingar eru ósáttir við fullyrðingar Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra og telja umræðuna ómálefnalega. Þeir segja ekki hægt að alhæfa um afgreiðsluvenjur lyfjafræðinga út frá einni verðkönnun sem einungis nái til fárra lyfja. 30.6.2006 06:30
Ísraelar handtaka Palestínuþingmenn Ísraelsher hélt áfram hörðum hernaðaraðgerðum á Gaza-strönd í gær. Tugir palestínskra þingmanna voru handteknir til að auka þrýsting á Palestínumenn. 30.6.2006 06:30
Þakka fyrir góð viðbrögð Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, þau Dagný Jónsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Birkir Jón Jónsson og Jón Kristjánsson, voru á ferð um kjördæmið og komu í fyrradag við á Eskifirði þar sem þau ræddu við lögreglumenn sem staðið höfðu í ströngu vegna mengunarslyssins á Eskifirði í fyrradag. 30.6.2006 06:00
Gera átak gegn utanvegaakstri Ferðaklúbburinn 4x4, Vélhjólaíþróttaklúbburinn, Ferðafélag Íslands, Útivist, Umhverfisstofnun, Landgræðsla ríkisins og Landvernd kynntu í dag átak gegn utanvegaakstri. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hóf átakið formlega með opnun vefsíðu sem ætlað er að fræða fólk. 30.6.2006 05:45