Fleiri fréttir Krefjast þess að Tómas Zoega fari aftur í stöðu sína tafarlaust Stjórn Geðlæknafélags Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun yfirstjórnar Landspítala Háskólasjúkrahúss að virða ekki dóm hæstaréttar í máli Tómasar frá 8. júní síðastliðnum, en hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að brottvikning Tómasar úr stöðu yfirlæknis hafi verið ólögmæt. Stjórnin krefst þess að yfirstjórn Landspítala Háskólasjúkrahúss fari að lögum og Tómas Zoega fari aftur í stöðu yfirlæknis á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss án skilyrða 22.6.2006 10:58 Ármann Kr. Ólafsson nýr formaður Strætó Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfullrúi í Kópavogi, var í gær kjörinn nýr formaður Strætó. Alls starfa um 360 manns við leiðarkerfi Strætó. 115 strætisvagnar aka um leiðarkerfið, samtals 9.300.000 kílómetra á ári um sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og milli Reykjavíkur og Akraness. 22.6.2006 10:10 Leiðtogar Ísraels og Palestínu fallast í faðma Forsætisráðherra Ísraels Ehud Olmert og forseti Palestínu Mahmoud Abbas féllust í faðma í Jórdaníu í dag en þetta er í fyrsta skipti sem þeir hittast síðan flokkur Olmerts vann þingkosningarnar í mars. Leiðtogarnir taka þátt í tveggja daga ráðstefnu undir heitinu Heimur í hættu en formlegur leiðtogafundur er ráðgerður innan tveggja vikna 22.6.2006 09:57 Segist hafa greitt skatta sem nái til þátta í skýrslutöku Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir að hann hafi þegar greitt 66 milljónir króna í skatta sem nái til þeirra þátta sem hann hafi verið boðaður til skýrslutöku vegna hjá ríkislögreglustjóra í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Jóni. 22.6.2006 09:30 Kröfðust fullkomins prentfrelsis í Rússlandi Áætlað er að fimm til sjö hundruð manns hafi safnast saman í Moskvu til að krefjast fullkomins prentfrelsis í landinu þar sem fólkið segir ríkisvaldið stjórna fjölmiðlum með harðri hendi. 22.6.2006 09:00 Ýja að því að fyrirtæki taki mið af verðlagningu hvor annars Kúabændur láta að því liggja á heimasíðu sinni að fóðursölufyrirtækin Lífland og Fóðurblandan taki mið af verðlagningu hvor annars. Þeir benda á að í fyrradag hafi Fóðurblandan hækkað kjarnfóðurverð um fjögur og hálft prósent, eða upp í 37 krónur kílóið, en strax í gær hafi Lífland gert slíkt hið sama og sé verðið nákvæmlega það sama hjá báðum. 22.6.2006 08:45 Saddam Hussein í mótmælasvelti Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hefur hafið mótmælasvelti ásamt öðrum sakborningum í réttarhöldunum í Írak eftir að einn af lögfræðingum forsetans var drepinn í gær. Þetta er þriðji lögmaður Husseins sem er drepinn. 22.6.2006 08:30 Hafði afskipti af 14 ára pilti vegna fíkniefnamáls Fjórtán ára piltur var sá yngsti í hópi sex manna sem lögreglan í Kópavogi hafði afskipti af í þremur fíkniefnamálum sem upp komu í bænum í gær. Fimm voru handteknir en vegna aldurs var aðeins haft afskipti af piltinum, sem viðurkenndi neyslu, og fá barnaverndaryfirvöld mál hans til meðferðar. 22.6.2006 08:15 Útilokar ekki að leita til ríkissaksóknara Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra útilokar ekki að hún leiti til ríkissaksóknara vegna málalykta í kæru hennar á hendur fjórum umhverfisverndunarsinnum sem hún taldi hafa hótað sér ofbeldi. Mótmælendurnir báru spjald sem á stóð: „Drekkjum Valgerði, ekki Íslandi“ í göngu Íslandsvina á dögunum. 22.6.2006 08:00 Átta menn ákærðir fyrir að myrða Íraka Bandaríski sjóherinn tilkynnti í gær að sjö hermenn og einn sjóliði hefðu verið ákærðir fyrir að myrða íraskan borgara í Hamdania í apríl síðastliðnum. 22.6.2006 07:45 Sex fluttir á sjúkrahús eftir árekstur í Keflavík Sex voru fluttir á sjúkrahúsið í Keflavík til rannsókna eftir harðan þriggja bíla árekstur á gatnamótum Vesturgötu og Hringbrautar í Keflavík í gærkvöldi. Enginn var þó alvarlega slasaður en allir kvörtuðu undan eymslum hér og þar. 22.6.2006 07:30 Friðrik inn fyrir Þórð Má hjá Straumi-Burðarási Átökum á löngum stjórnarfundi í Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka lyktaði með því undir miðnætti að meirihluti stjórnar ákvað að reka Þórð Má Jóhannesson, forstjóra bankans, og ráða í hans stað Friðrik Jóhannsson, sem er formaður stjórnar Kauphallar Íslands og var áður forstjóri Burðaráss. 22.6.2006 07:15 Skotbardagi við handtöku spilltra fangavarða Tveir létust í átökum sem brutust út þegar reynt var að handtaka fangaverði í Flórída í dag. Fangaverðirnir voru grunaðir um að hafa borgað kvenkyns föngum fyrir kynlífsþjónustu, auk þess að útvega þeim áfengi og fíkniefni. Búið var að handtaka fimm mannanna þegar sá sjötti dró upp byssu sína og hóf skothríð. Hann var annar þeirra sem létust en hinn var starfsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þriðji maðurinn, starfsmaður í fangelsinu, slasaðist en líðan hans er stöðug. 21.6.2006 23:02 Þyrla Trítons sótti tvo slasaða sjómenn Þyrla danska varðskipsins Tríton lenti með tvo menn við Landspítalann í Fossvogi á tíunda tímanum í kvöld. Báðir höfðu slasast á hendi. Annar mannanna var um borð í færeyska togaranum Ran, um 600 sjómílur suðvestur af Reykjanesi, en að sögn Landhelgisgæslunnar missti hann framan af tveimur fingrum. 21.6.2006 22:28 Lítið vald kjörinna fulltrúa, segir bæjarstjórinn á Ísafirði Bæjarstjórinn á Ísafirði segir greinilegt að kjörnir fulltrúar ráði ekki þegar kemur að málefnum ráðuneytanna. Flutningur launagreiðslna heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum sé bara lítið dæmi. Sú breyting hefur orðið að launagreiðslur til starfsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði og Patreksfirði fara nú beint af reikningi fyrir sunnan inná reikninga starfsmannanna. Þannig minnkar velta viðskiptabanka Heilbrigðisstofnananna um hálfan milljarð árlega auk þess sem störfum við launavinnslu fækkar. 21.6.2006 22:00 Ákæra hugsanlega gefin út á morgun vegna Sancy Lögreglustjórinn á Eskifirði mun líklega gefa út ákæru á morgun vegna færeyska togarans Sancy sem skipverjar á Óðni færðu til hafnar á Eskifirði í fyrradag. Skipstjóri og stýrimaður togarans voru í yfirheyrslum fram á kvöld vegna málsins. 21.6.2006 21:52 Waters við múrinn í Ísrael Íslandsvinurinn Roger Waters krotaði á múrinn eða girðinguna sem aðskilur Vesturbakkann og Ísraelsríki. "Þetta er ótrúlegt. Ég er mjög ánægður að hafa séð vegginn," sagði Waters við þetta tækifæri. Heimsókn Waters til Ísraels og Palestínu er hluti af tónleikaferð hans, en hann tók þá ákvörðun að færa tónleika sína frá Tel Aviv í friðarþorpið Neve Shalom Wahat al-Salam, sem bæði er búið Ísraelum og Palestínumönnum. Rokkarinn sagði að þrátt fyrir að hann hefði séð myndir væri það sláandi að standa við vegginn, sjá kort og áætlanir og hvað hann gerir samfélaginu. Waters var einmitt forsprakki hljómsveitarinnar Pink Floyd sem gaf út lagið The Wall á sínum tíma, ádeilu á einræði og kúgun. 21.6.2006 21:06 Sýknaður af ákæru um að hafa stolið matvælum Karlmaður var í dag sýknaður Í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um þjófnað á matvælum. Maðurinn var ákærður í desember á síðasta ári fyrir að stolið fjórum pakkningum af heilum humri, tveimur lambahryggjum og þremur lambaframbógum úr frystigám við verslunina Bónus á Akureyri, en verðmæti þýfisins var rúmar fimmtán þúsund krónur. 21.6.2006 20:47 Suðurríkjaþingmenn á móti lögum um kosningarétt Þingmenn úr suðurríkjunum standa gegn frumvarpi um kosningarétt á Bandaríska þinginu. Til stendur að framlengja lögin um kosningarétt frá 1965, en þau renna út á næsta ári. Samstaða var milli repúblikana og demókrata um nýtt frumvarp en tvö atriði í því eru ekki að skapi suðurríkjaþingmannanna. 21.6.2006 20:32 Snæuglu sleppt á Hólmavík Snæuglu sem dvalið hefur í Húsdýragarðinum í endurhæfingu í 10 mánuði var sleppt í dag. Snæuglan, ungur karlfugl, fannst flækt í gaddavír við Hólmavík í september á síðasta ári. 21.6.2006 20:09 Kjálki græddur á kornabarn Kínverskir læknar græddu í morgun kjálka á eins árs gamlan dreng sem var bitinn heiftarlega af asna fyrir hálfum mánuði. Þótt enn sé of snemmt að segja til um batahorfurnar virðist aðgerðin hafa heppnast ágætlega. 21.6.2006 20:00 Hafna hugmyndum um að fresta skattalækkunum Málfundafélagið Óðinn, félag launþegar í Sjálfstæðisflokkinum í Reykjavík, hafnar alfarið hugmyndum um að dregið verði úr eða frestað verði boðuðum skattalækkunum af hálfu ríkisstjórnarinnar. 21.6.2006 19:57 Lögmaður Saddams myrtur Einum af aðallögfræðingum Saddams Hussein var rænt í morgun og hann myrtur. Hann er sá þriðji í verjendaliðinu sem fellur fyrir hendi morðingja. 21.6.2006 19:15 SA sögð beita hótunum Samtök atvinnulífsins segja fyrirhugaða vinnustöðvun starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn ólögmæta og minna á mögulega bótaskyldu verkalýðsfélaga og starfsmanna. Forsvarsmaður annars verkalýðsfélags starfsmanna segir samtökin beita hótunum. 21.6.2006 19:15 Steinn Eiríksson ráðinn sveitarstjóri á Borgarfirði eystri Steinn Eiríksson, eigandi og framkvæmdastjóri Álfasteins á Borgarfirði eystri, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps til áramóta. Fréttavefurinn Austurlandid.is greinir frá því að Steinn hafi verið kjörinn í hreppsnefnd í síðustu sveitastjórnarkosningum en óbundin kosning var á Borgarfirði eystri. Magnús Þorsteinsson, fráfarandi sveitarstjóri, tilkynnti fyrir kosningar að hann myndi ekki gefa kost á sér til starfans áfram. 21.6.2006 19:13 Bush vill loka Guantanamo-fangelsinu George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum. 21.6.2006 18:45 Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í yfirlýsingu að nýjasta ákæran í Baugsmálinu hafi beðið hnekki þegar dómari málsins óskaði eftir skýringum saksóknara á henni fyrir dómi í dag. 21.6.2006 18:00 Skaðleg smáskilaboð Gífurlegur fjöldi SMS smáskilaboða, jafnvel yfir hundrað þúsund, voru send á íslensk GSM símanúmer um tíu-leytið í morgun. Skilaboðin geymdu upplýsingar um erlenda stefnumótasíðu og ef farið er inn á heimasíðuna mun tölva viðkomandi smitast af skaðlegum tölvuvírus. 21.6.2006 18:00 Vill hefja lóðaúthlutun á Geldinganesi á næsta ári Meirihlutinn í borgarstjórn vill hefja úthlutun lóða á Geldinganesi strax á næsta ári. Borgarfulltrúi Samfylkingar segir þetta róttækt afturhvarf frá fyrri stefnu skipulagsráðs borgarinnar. 21.6.2006 17:45 Nýr samningur gerir ráð fyrir að biðlistar styttist Barna- og unglingageðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss og Miðstöð heilsuverndar barna hafa undirritað samstarfssamning vegna þjónustu við börn með erfiðleika á geð- og hegðunarsviði. Langir biðlistar hafa myndast á Barna- og unglingageðdeild og skortur er á viðeigandi þjónustu við börn með hegðunar-eða geðvanda. Samningurinn miðar að því að draga úr álagi á Barna- og unglingageðdeild og stytta biðtíma barna og fjölskyldna eftir sérhæfðum úrræðum. 21.6.2006 17:45 Ekið á hjólandi vegfaranda Ekið var á hjólandi vegfaranda á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hjólreiðamaðurinn slasaðist ekki en fékk nokkrar skrámur og var ekki fluttur á slysadeild. Tveir sjúkrabílar komu engu að síður á staðinn og skoðuðu sjúkraliðsmenn manninn. 21.6.2006 17:44 Ráðuneytið skiptir sér ekki af málum Tómasar Zoega Að sögn ráðuneytisstjóra Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins skiptir ráðuneytið sér ekkert af ráðningarmálum Landspítala háskólasjúkrahúss og starfsmannaráðningar er ekki hægt að kæra til ráðuneytisins. Það er því ljóst að Heilbrigðisráðuneytið mun hvorki taka afstöðu né ákvörðun í málum Tómasar Zoega. 21.6.2006 17:38 Nýjar ákærur hugsanlegar í Baugsmálinu Ekki er útilokað að von sé á nýjum ákærum í Baugsmálinu, eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fyrirtækisins, fékk boð um að mæta í yfirheyrslur hjá Ríkislögreglustjóra í næstu viku. Málflutningur í Baugsmálinu fór fram í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag. 21.6.2006 17:34 Mikil vonbrigði með „ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar" Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með ábyrgðarleysi ríkistjórnarinnar gagnvart mögulegu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins þegar forsendur kjarasamninga eru brostnar. 21.6.2006 17:20 Skipstjórinn aftur færður til yfirheyrslu Yfirheyrslu yfir stýrimanni togarans Sancy lauk rétt í þessu en þær hófust í morgun. Lögreglan á Eskifirði gerir ráð fyrir að hefja á ný yfirheyrslu yfir skipstjóra togarans nú síðdegis og að hún muni standa fram eftir kvöldi. Þá er verið að vinna úr gögnum siglingartölvu togarans en fyrstu upplýsingar gefa til kynna að þau 20 tonn af fiski sem voru um borð í togaranum, hafi verið veidd í íslenski lögsögu. 21.6.2006 16:23 Miklar tafir á umferð Sæbrautin er lokuð í báðar áttir frá Kirkjusandi að Laugarnesvegi, en til stóð að opna hana um klukkan fimm. Umferð er mjög hæg um hjáleiðina um Laugarnesveg og tekur leiðin í gegnum hnútinn að minnsta kosti kortér. 21.6.2006 15:59 Orkuveitan verður ekki seld Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ítrekaði það á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag að fyrirtækið yrði ekki selt. Alfreð Þorsteinsson, sem lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar eftir 12 ára starf, segir hins vegar að góð staða fyrirtækisins gefi borginni færi á að selja hlut sinn í Landsvirkjun. 21.6.2006 15:45 Jón Ásgeir boðaður til yfirheyrslu vegna meintra skattalagabrota Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur verið boðaður til yfirheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra í næstu viku, vegna meintra skattalagabrota. Þetta kom fram í málflutningi Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21.6.2006 14:53 Putting on your thinking cap? 21.6.2006 13:55 Bush vill loka Guantanamo Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í dag að hann vilji loka fangelsinu í Guantanamo og senda flesta fangana þar til síns heima. Nokkrir verði þó leiddir fyrir rétt í Bandaríkjunum, þeir fangar sem forsetinn skilgreinir sem "kaldrifjaða morðingja". Bush lét þessi orð falla á fundi sínum með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna í Vín í dag. 21.6.2006 13:48 City Council to Enforce Equal Rights 21.6.2006 13:31 Bauhaus Store Approved 21.6.2006 13:29 Lögreglumaður kærir líkamsárás Lögreglumaður sem fimm pörupiltar réðust á síðustu helgi hefur lagt fram kæru vegna málsins. Ofbeldismönnunum hefur verið sleppt. 21.6.2006 13:26 Munnlegur málflutningur í Baugsmálinu Nú stendur yfir munnlegur málflutningur í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, hefur í morgun fært rök fyrir því að kaup Baugs á Vöruveltunni, sem átti 10-11 búðirnar, séu tæk til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir tugi staðreyndavilla vera í ákæruskjálinu. 21.6.2006 13:15 Rannsókn á tveimur landhelgisbrotum? Ríkissaksóknari ákveður á næstu dögum hvort rannsókn verður haldið áfram á meintu landhelgisbroti færeysks togara, sem Fokkervél Gæslunnar stóð að meintu broti í íslenskri lögsögu í fyrra. Rannsókn á nýju meintu broti annars færeysks togara er fram haldið á Eskifirði í dag. 21.6.2006 13:00 Sjá næstu 50 fréttir
Krefjast þess að Tómas Zoega fari aftur í stöðu sína tafarlaust Stjórn Geðlæknafélags Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun yfirstjórnar Landspítala Háskólasjúkrahúss að virða ekki dóm hæstaréttar í máli Tómasar frá 8. júní síðastliðnum, en hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að brottvikning Tómasar úr stöðu yfirlæknis hafi verið ólögmæt. Stjórnin krefst þess að yfirstjórn Landspítala Háskólasjúkrahúss fari að lögum og Tómas Zoega fari aftur í stöðu yfirlæknis á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss án skilyrða 22.6.2006 10:58
Ármann Kr. Ólafsson nýr formaður Strætó Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfullrúi í Kópavogi, var í gær kjörinn nýr formaður Strætó. Alls starfa um 360 manns við leiðarkerfi Strætó. 115 strætisvagnar aka um leiðarkerfið, samtals 9.300.000 kílómetra á ári um sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og milli Reykjavíkur og Akraness. 22.6.2006 10:10
Leiðtogar Ísraels og Palestínu fallast í faðma Forsætisráðherra Ísraels Ehud Olmert og forseti Palestínu Mahmoud Abbas féllust í faðma í Jórdaníu í dag en þetta er í fyrsta skipti sem þeir hittast síðan flokkur Olmerts vann þingkosningarnar í mars. Leiðtogarnir taka þátt í tveggja daga ráðstefnu undir heitinu Heimur í hættu en formlegur leiðtogafundur er ráðgerður innan tveggja vikna 22.6.2006 09:57
Segist hafa greitt skatta sem nái til þátta í skýrslutöku Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir að hann hafi þegar greitt 66 milljónir króna í skatta sem nái til þeirra þátta sem hann hafi verið boðaður til skýrslutöku vegna hjá ríkislögreglustjóra í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Jóni. 22.6.2006 09:30
Kröfðust fullkomins prentfrelsis í Rússlandi Áætlað er að fimm til sjö hundruð manns hafi safnast saman í Moskvu til að krefjast fullkomins prentfrelsis í landinu þar sem fólkið segir ríkisvaldið stjórna fjölmiðlum með harðri hendi. 22.6.2006 09:00
Ýja að því að fyrirtæki taki mið af verðlagningu hvor annars Kúabændur láta að því liggja á heimasíðu sinni að fóðursölufyrirtækin Lífland og Fóðurblandan taki mið af verðlagningu hvor annars. Þeir benda á að í fyrradag hafi Fóðurblandan hækkað kjarnfóðurverð um fjögur og hálft prósent, eða upp í 37 krónur kílóið, en strax í gær hafi Lífland gert slíkt hið sama og sé verðið nákvæmlega það sama hjá báðum. 22.6.2006 08:45
Saddam Hussein í mótmælasvelti Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hefur hafið mótmælasvelti ásamt öðrum sakborningum í réttarhöldunum í Írak eftir að einn af lögfræðingum forsetans var drepinn í gær. Þetta er þriðji lögmaður Husseins sem er drepinn. 22.6.2006 08:30
Hafði afskipti af 14 ára pilti vegna fíkniefnamáls Fjórtán ára piltur var sá yngsti í hópi sex manna sem lögreglan í Kópavogi hafði afskipti af í þremur fíkniefnamálum sem upp komu í bænum í gær. Fimm voru handteknir en vegna aldurs var aðeins haft afskipti af piltinum, sem viðurkenndi neyslu, og fá barnaverndaryfirvöld mál hans til meðferðar. 22.6.2006 08:15
Útilokar ekki að leita til ríkissaksóknara Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra útilokar ekki að hún leiti til ríkissaksóknara vegna málalykta í kæru hennar á hendur fjórum umhverfisverndunarsinnum sem hún taldi hafa hótað sér ofbeldi. Mótmælendurnir báru spjald sem á stóð: „Drekkjum Valgerði, ekki Íslandi“ í göngu Íslandsvina á dögunum. 22.6.2006 08:00
Átta menn ákærðir fyrir að myrða Íraka Bandaríski sjóherinn tilkynnti í gær að sjö hermenn og einn sjóliði hefðu verið ákærðir fyrir að myrða íraskan borgara í Hamdania í apríl síðastliðnum. 22.6.2006 07:45
Sex fluttir á sjúkrahús eftir árekstur í Keflavík Sex voru fluttir á sjúkrahúsið í Keflavík til rannsókna eftir harðan þriggja bíla árekstur á gatnamótum Vesturgötu og Hringbrautar í Keflavík í gærkvöldi. Enginn var þó alvarlega slasaður en allir kvörtuðu undan eymslum hér og þar. 22.6.2006 07:30
Friðrik inn fyrir Þórð Má hjá Straumi-Burðarási Átökum á löngum stjórnarfundi í Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka lyktaði með því undir miðnætti að meirihluti stjórnar ákvað að reka Þórð Má Jóhannesson, forstjóra bankans, og ráða í hans stað Friðrik Jóhannsson, sem er formaður stjórnar Kauphallar Íslands og var áður forstjóri Burðaráss. 22.6.2006 07:15
Skotbardagi við handtöku spilltra fangavarða Tveir létust í átökum sem brutust út þegar reynt var að handtaka fangaverði í Flórída í dag. Fangaverðirnir voru grunaðir um að hafa borgað kvenkyns föngum fyrir kynlífsþjónustu, auk þess að útvega þeim áfengi og fíkniefni. Búið var að handtaka fimm mannanna þegar sá sjötti dró upp byssu sína og hóf skothríð. Hann var annar þeirra sem létust en hinn var starfsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þriðji maðurinn, starfsmaður í fangelsinu, slasaðist en líðan hans er stöðug. 21.6.2006 23:02
Þyrla Trítons sótti tvo slasaða sjómenn Þyrla danska varðskipsins Tríton lenti með tvo menn við Landspítalann í Fossvogi á tíunda tímanum í kvöld. Báðir höfðu slasast á hendi. Annar mannanna var um borð í færeyska togaranum Ran, um 600 sjómílur suðvestur af Reykjanesi, en að sögn Landhelgisgæslunnar missti hann framan af tveimur fingrum. 21.6.2006 22:28
Lítið vald kjörinna fulltrúa, segir bæjarstjórinn á Ísafirði Bæjarstjórinn á Ísafirði segir greinilegt að kjörnir fulltrúar ráði ekki þegar kemur að málefnum ráðuneytanna. Flutningur launagreiðslna heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum sé bara lítið dæmi. Sú breyting hefur orðið að launagreiðslur til starfsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði og Patreksfirði fara nú beint af reikningi fyrir sunnan inná reikninga starfsmannanna. Þannig minnkar velta viðskiptabanka Heilbrigðisstofnananna um hálfan milljarð árlega auk þess sem störfum við launavinnslu fækkar. 21.6.2006 22:00
Ákæra hugsanlega gefin út á morgun vegna Sancy Lögreglustjórinn á Eskifirði mun líklega gefa út ákæru á morgun vegna færeyska togarans Sancy sem skipverjar á Óðni færðu til hafnar á Eskifirði í fyrradag. Skipstjóri og stýrimaður togarans voru í yfirheyrslum fram á kvöld vegna málsins. 21.6.2006 21:52
Waters við múrinn í Ísrael Íslandsvinurinn Roger Waters krotaði á múrinn eða girðinguna sem aðskilur Vesturbakkann og Ísraelsríki. "Þetta er ótrúlegt. Ég er mjög ánægður að hafa séð vegginn," sagði Waters við þetta tækifæri. Heimsókn Waters til Ísraels og Palestínu er hluti af tónleikaferð hans, en hann tók þá ákvörðun að færa tónleika sína frá Tel Aviv í friðarþorpið Neve Shalom Wahat al-Salam, sem bæði er búið Ísraelum og Palestínumönnum. Rokkarinn sagði að þrátt fyrir að hann hefði séð myndir væri það sláandi að standa við vegginn, sjá kort og áætlanir og hvað hann gerir samfélaginu. Waters var einmitt forsprakki hljómsveitarinnar Pink Floyd sem gaf út lagið The Wall á sínum tíma, ádeilu á einræði og kúgun. 21.6.2006 21:06
Sýknaður af ákæru um að hafa stolið matvælum Karlmaður var í dag sýknaður Í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um þjófnað á matvælum. Maðurinn var ákærður í desember á síðasta ári fyrir að stolið fjórum pakkningum af heilum humri, tveimur lambahryggjum og þremur lambaframbógum úr frystigám við verslunina Bónus á Akureyri, en verðmæti þýfisins var rúmar fimmtán þúsund krónur. 21.6.2006 20:47
Suðurríkjaþingmenn á móti lögum um kosningarétt Þingmenn úr suðurríkjunum standa gegn frumvarpi um kosningarétt á Bandaríska þinginu. Til stendur að framlengja lögin um kosningarétt frá 1965, en þau renna út á næsta ári. Samstaða var milli repúblikana og demókrata um nýtt frumvarp en tvö atriði í því eru ekki að skapi suðurríkjaþingmannanna. 21.6.2006 20:32
Snæuglu sleppt á Hólmavík Snæuglu sem dvalið hefur í Húsdýragarðinum í endurhæfingu í 10 mánuði var sleppt í dag. Snæuglan, ungur karlfugl, fannst flækt í gaddavír við Hólmavík í september á síðasta ári. 21.6.2006 20:09
Kjálki græddur á kornabarn Kínverskir læknar græddu í morgun kjálka á eins árs gamlan dreng sem var bitinn heiftarlega af asna fyrir hálfum mánuði. Þótt enn sé of snemmt að segja til um batahorfurnar virðist aðgerðin hafa heppnast ágætlega. 21.6.2006 20:00
Hafna hugmyndum um að fresta skattalækkunum Málfundafélagið Óðinn, félag launþegar í Sjálfstæðisflokkinum í Reykjavík, hafnar alfarið hugmyndum um að dregið verði úr eða frestað verði boðuðum skattalækkunum af hálfu ríkisstjórnarinnar. 21.6.2006 19:57
Lögmaður Saddams myrtur Einum af aðallögfræðingum Saddams Hussein var rænt í morgun og hann myrtur. Hann er sá þriðji í verjendaliðinu sem fellur fyrir hendi morðingja. 21.6.2006 19:15
SA sögð beita hótunum Samtök atvinnulífsins segja fyrirhugaða vinnustöðvun starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn ólögmæta og minna á mögulega bótaskyldu verkalýðsfélaga og starfsmanna. Forsvarsmaður annars verkalýðsfélags starfsmanna segir samtökin beita hótunum. 21.6.2006 19:15
Steinn Eiríksson ráðinn sveitarstjóri á Borgarfirði eystri Steinn Eiríksson, eigandi og framkvæmdastjóri Álfasteins á Borgarfirði eystri, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps til áramóta. Fréttavefurinn Austurlandid.is greinir frá því að Steinn hafi verið kjörinn í hreppsnefnd í síðustu sveitastjórnarkosningum en óbundin kosning var á Borgarfirði eystri. Magnús Þorsteinsson, fráfarandi sveitarstjóri, tilkynnti fyrir kosningar að hann myndi ekki gefa kost á sér til starfans áfram. 21.6.2006 19:13
Bush vill loka Guantanamo-fangelsinu George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum. 21.6.2006 18:45
Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í yfirlýsingu að nýjasta ákæran í Baugsmálinu hafi beðið hnekki þegar dómari málsins óskaði eftir skýringum saksóknara á henni fyrir dómi í dag. 21.6.2006 18:00
Skaðleg smáskilaboð Gífurlegur fjöldi SMS smáskilaboða, jafnvel yfir hundrað þúsund, voru send á íslensk GSM símanúmer um tíu-leytið í morgun. Skilaboðin geymdu upplýsingar um erlenda stefnumótasíðu og ef farið er inn á heimasíðuna mun tölva viðkomandi smitast af skaðlegum tölvuvírus. 21.6.2006 18:00
Vill hefja lóðaúthlutun á Geldinganesi á næsta ári Meirihlutinn í borgarstjórn vill hefja úthlutun lóða á Geldinganesi strax á næsta ári. Borgarfulltrúi Samfylkingar segir þetta róttækt afturhvarf frá fyrri stefnu skipulagsráðs borgarinnar. 21.6.2006 17:45
Nýr samningur gerir ráð fyrir að biðlistar styttist Barna- og unglingageðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss og Miðstöð heilsuverndar barna hafa undirritað samstarfssamning vegna þjónustu við börn með erfiðleika á geð- og hegðunarsviði. Langir biðlistar hafa myndast á Barna- og unglingageðdeild og skortur er á viðeigandi þjónustu við börn með hegðunar-eða geðvanda. Samningurinn miðar að því að draga úr álagi á Barna- og unglingageðdeild og stytta biðtíma barna og fjölskyldna eftir sérhæfðum úrræðum. 21.6.2006 17:45
Ekið á hjólandi vegfaranda Ekið var á hjólandi vegfaranda á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hjólreiðamaðurinn slasaðist ekki en fékk nokkrar skrámur og var ekki fluttur á slysadeild. Tveir sjúkrabílar komu engu að síður á staðinn og skoðuðu sjúkraliðsmenn manninn. 21.6.2006 17:44
Ráðuneytið skiptir sér ekki af málum Tómasar Zoega Að sögn ráðuneytisstjóra Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins skiptir ráðuneytið sér ekkert af ráðningarmálum Landspítala háskólasjúkrahúss og starfsmannaráðningar er ekki hægt að kæra til ráðuneytisins. Það er því ljóst að Heilbrigðisráðuneytið mun hvorki taka afstöðu né ákvörðun í málum Tómasar Zoega. 21.6.2006 17:38
Nýjar ákærur hugsanlegar í Baugsmálinu Ekki er útilokað að von sé á nýjum ákærum í Baugsmálinu, eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fyrirtækisins, fékk boð um að mæta í yfirheyrslur hjá Ríkislögreglustjóra í næstu viku. Málflutningur í Baugsmálinu fór fram í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag. 21.6.2006 17:34
Mikil vonbrigði með „ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar" Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með ábyrgðarleysi ríkistjórnarinnar gagnvart mögulegu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins þegar forsendur kjarasamninga eru brostnar. 21.6.2006 17:20
Skipstjórinn aftur færður til yfirheyrslu Yfirheyrslu yfir stýrimanni togarans Sancy lauk rétt í þessu en þær hófust í morgun. Lögreglan á Eskifirði gerir ráð fyrir að hefja á ný yfirheyrslu yfir skipstjóra togarans nú síðdegis og að hún muni standa fram eftir kvöldi. Þá er verið að vinna úr gögnum siglingartölvu togarans en fyrstu upplýsingar gefa til kynna að þau 20 tonn af fiski sem voru um borð í togaranum, hafi verið veidd í íslenski lögsögu. 21.6.2006 16:23
Miklar tafir á umferð Sæbrautin er lokuð í báðar áttir frá Kirkjusandi að Laugarnesvegi, en til stóð að opna hana um klukkan fimm. Umferð er mjög hæg um hjáleiðina um Laugarnesveg og tekur leiðin í gegnum hnútinn að minnsta kosti kortér. 21.6.2006 15:59
Orkuveitan verður ekki seld Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ítrekaði það á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag að fyrirtækið yrði ekki selt. Alfreð Þorsteinsson, sem lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar eftir 12 ára starf, segir hins vegar að góð staða fyrirtækisins gefi borginni færi á að selja hlut sinn í Landsvirkjun. 21.6.2006 15:45
Jón Ásgeir boðaður til yfirheyrslu vegna meintra skattalagabrota Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur verið boðaður til yfirheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra í næstu viku, vegna meintra skattalagabrota. Þetta kom fram í málflutningi Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21.6.2006 14:53
Bush vill loka Guantanamo Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í dag að hann vilji loka fangelsinu í Guantanamo og senda flesta fangana þar til síns heima. Nokkrir verði þó leiddir fyrir rétt í Bandaríkjunum, þeir fangar sem forsetinn skilgreinir sem "kaldrifjaða morðingja". Bush lét þessi orð falla á fundi sínum með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna í Vín í dag. 21.6.2006 13:48
Lögreglumaður kærir líkamsárás Lögreglumaður sem fimm pörupiltar réðust á síðustu helgi hefur lagt fram kæru vegna málsins. Ofbeldismönnunum hefur verið sleppt. 21.6.2006 13:26
Munnlegur málflutningur í Baugsmálinu Nú stendur yfir munnlegur málflutningur í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, hefur í morgun fært rök fyrir því að kaup Baugs á Vöruveltunni, sem átti 10-11 búðirnar, séu tæk til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir tugi staðreyndavilla vera í ákæruskjálinu. 21.6.2006 13:15
Rannsókn á tveimur landhelgisbrotum? Ríkissaksóknari ákveður á næstu dögum hvort rannsókn verður haldið áfram á meintu landhelgisbroti færeysks togara, sem Fokkervél Gæslunnar stóð að meintu broti í íslenskri lögsögu í fyrra. Rannsókn á nýju meintu broti annars færeysks togara er fram haldið á Eskifirði í dag. 21.6.2006 13:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent