Fleiri fréttir

112 látnir í Indóníesíu

Að minnsta kosti 112 manns eru látnir og hundrað er saknað á eyjunni Sulawesi á Indónesíu eftir miklar rigningar og aurskriður síðustu tvo sólarhringa. Talið er að margir séu grafnir í leðju.

Kríuvarp hafið af fullum krafti í Grímsey

Þótt kríuvarp viðrist nánast ætla að misfarast víðasthvar á Suður- og Vesturlandi er krían farin að verpa af fullum krafti í Grímsey. Of snemmt er þó að spá um afkomu unganna þar, en talsverður ungadauði varð í eynni í fyrra, sem rakinn er til skorts á sandsíli í hafinu, en síli er aðalfæða kríunnar.

Mega banna stúlkum að bera blæjur í skólum

Oslóarborg hefur fengið heimild til þess að banna stúlkum í grunnskólum að bera blæjur sem hylja andlit stúlknanna frá komandi hausti, eftir því sem Aftenposten greinir frá.

Nokkrir hálendisvegir opnaðir á morgun

Sprengisandsleið er enn lokuð og verður lokuð út mánuðinn hið minnsta, samkvæmt upplysingum Vegagerðarinnar. Þá er útlit fyrir að Skagafjarðarleilð og Eyjafjarðarleið verði lokaðar enn lengur. Á morgun verða hins vegar nokkrar leiðir opnaðar eins og til dæmis Dómadalsleið og frá Búrfelli í Landmannalaugar.

Ísland - dýrast í heimi

Norska hagstofan og evrópska hagstofan eru ekki sammála um hvaða ríki er hið ríkasta í heimi, en þær eru einhuga um það að Ísland sé dýrasta land í heimi. Norska hagstofan segir að Lichtenstein sé ríkasta landið en Eurostat segir að Lúxemborg sé það ríkasta.

Stofnfrumurannsóknir vekja vonir

Stofnfrumurannsóknir bandarískra vísindamanna gefa von um að vinna megi á móti lömun með því að rækta úr stofnfrumum taugar og annað sem upp á vantar til að lamaðir vöðvar geti hreyfst á ný.

Ekki ákveðið hvort skipstjóri Sancy verði ákærður

Skýrslutöku af skipstjóranum á færeyska togaranum Sancy, sem tekinn var af varðskipinu Óðni í fyrrinótt, lauk á áttunda tímanum í gærkvöld. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort skipstjórinn verði ákærður.

Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt smygl

Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að smygla tæpu kílói af amfetamíni og 3,8 kílóum af kannabis til landsins í bíl með Norrænu í desember síðastliðnum.

Einn af aðalverjendum Husseins drepinn

Einn af aðallögfræðingum Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, hefur verið drepinn. Þetta hefur íröksk lögregla staðfest. Manninum, Khamis al-Obaidi, mun hafa verið rænt í Bagdad og hann skotinn skömmu síðar en líkið af honum fannst í höfuðborginni.

Boða vinnustöðvun á sunnudag vegna launadeilu

Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun.

Ótryggt ástand í Sri Lanka

Ástandið í Sri Lanka er ótryggt eftir þá óöld sem þar hefur ríkt. Á annað hundrað manns hafa látið lífið í árásum Tamíl-tígra og stjórnarhersins síðustu daga.

Mikil öryggisgæsla í Vín vegna heimsóknar Bush

Mikil öryggisgæsla verður í Vín í Austurríki í kvöld og og á morgun en Bush Bandaríkjaforseti kom til borgarinnar í kvöld til fundar við fulltrúa Evrópusambandsins sem verður á morgun. Þrjú þúsund lögreglumenn verða að störfum í borginni næsta sólahring en búist er við mótmælum vegna heimsóknar forsetans.

Charles Taylor kominn til Hollands

Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, kom til Hollands í kvöld þar sem réttað verður yfir honum en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi í 10 ára borgarastríði í Sierra Leone.

Starfsfólk Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli leggur niður vinnu á sunnudaginn

Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun.

Dyrhólaey lokuð fyrir almennri umferð

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka fyrir almennri umferð inn á Dyrhólaey og Háey til og með 25. júní. Dyrhólaey er friðuð en Umhverfisstofnun mun, í samráði við landeigendur og nytjarétthafa, fylgjast með framgangi varps í eynni. Í framhaldi verður tekin ákvörðun um hvort rétt sé að opna fyrir umferð almennings á Dyrhólaey og Háey.

Úttekt verður gerð á jafnréttismálum hjá Reykjavíkurborg

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu Svandísar Svavarsdóttur og Árna Þórs Sigurðssonar, Vinstri grænum, um láta fara fram úttekt á kynjajafnréttismálum hjá Reykjavíkurborg. Tillagan var samþykkt samhljóða en hún gerir ráð fyrir að fela mannréttindanefnd að láta gera úttekt á stöðu kynjajafnréttismála hjá Reykjavíkurborg.

Dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir að hafa kastað gangstéttarbroti í andliti annars manns fyrir utan skemmtistað á Selfossi í júní á síðasta ári. Mennirnir voru báðir að skemmta sér en til átaka kom með þeim afleiðingum að annar maðurinn kastaði broti úr gangstéttarhellu í hinn og við það maðurinn hlaut áverka í andliti og sex tennur brotnuðu.

Vonbrigði ASÍ með tillögur ríkisstjórnarinnar

Ekkert samkomulag virðist vera í sjónmáli milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Formaður ASÍ varð fyrir vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar að nýjum skattleysismörkum sem ræddar voru í dag.

Skýrslutöku haldið áfram á morgun

Skýrslutaka af skipstjórinum á færeyska togaranum Sancy, sem tekinn var af varðskipinu Óðni í fyrrinótt, lauk á áttunda tímanum í dag. Skýrslutaka hófst í morgun hjá lögreglunni á Eskifirði en enn hefur ekkert verið ákveðið hvort hann verði ákærður.

Maður slasaðist í laxveiði

Hjálparsveit skáta í Aðaldal, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit voru kallaðar út vegna manns sem hafði slasast á bökkum Laxár í Mývatnssveit á sjöunda tímanum í kvöld er hann var við laxveiði. Talið er að maðurinn hafi farið úr mjaðmalið en björgunarsveitin og hjálparsveitirnar fluttu manninn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík til aðhlynningar.

Íslensku forvarnarverðlaunin afhent í fyrsta sinn

Þorsteinn Pétursson, forvarna- og fræðslufulltrúi lögreglunnar á Akureyri, fékk Íslensku forvarnarverðlaunin sem voru afhent í dag. Þorsteinn hefur um árabil heimsótt alla leik-og grunnskóla á Akureyri, auk Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri til að fræða unga fólkið um umferðarmál og fíkniefni og allt þar á milli. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en verðlaunaveitingin er samstarfsverkefni Sjóvá, Landsbjargar, Landspítala-háskólasjúkrahúss og Lýðheilsustöðvar.

Borgarstjórn samþykkir tillögu F-listans um Heilsuverndarstöðina

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að vísa tillögu Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um Heilsuverndarstöð Reykjavíkur til borgaráðs. Tillaga Ólafs um Heilsuverndarstöðina er á þá leið að heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn sjái til þess að sú heilsuverndar- og heilsugæslustarfsemi, sem fer fram á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, verði þar áfram og að Heilsuverndarstöðin komist aftur í eigu almennings.

Starfsfólk IGS leggur niður vinnu á sunnudaginn

Starfsfólk Icelandair, í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, hefur ákveðið að leggja niður störf frá kl. 5 á sunnudagsmorgun til kl. 8, á háannatíma, til að mótmæla kjörum og vinnuaðstöðu.

Fasteignaféagið Stoðir kaupir fasteignafélagið Löngustétt

Fasteignafélagið Stoðir hefur gengið frá kaupum á fasteignafélaginu Löngustétt. Um er að ræða yfir 30.000 fermetra skrifstofu og verslunarhúsnæði. Meðal helstu fasteigna Löngustéttar eru Laugavegur 182, Dalshraun 1 í Hafnarfirði, Austurstræti 8, Pósthússtræti 1 og 3, stærsti hluti verslunarkjarnans við Þverholt í Mosfellsbæ og verslunarkjarna við Sunnumörk í Hveragerði. Stoðir er með yfir 300.000 fermetra húsnæðis í eignasafni sínu á Íslandi og yfir 150.000 fermetra húsnæðs í Danmörku í gegnum fasteignafélagið Atlas.

Gífurlegt tjón hjá Alcan

Framleiðsla álversins í Straumvík hefur hrunið um helming eftir alvarlega rafmagnsbilun. Þrjá til fjóra mánuði tekur að koma framleiðslunni í eðlilegt horf og gæti tap vegna orðið á annan milljarð.

Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl

Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Maðurinn reyndi að smygla tæpu kílói af amfetamíni og um 3,8 kílóum af kannabis til landsins í bíl með Norrænu í desember síðastliðnum.

Undirbjóða vinnu annarra útlendinga

Formaður Samiðnar segir dæmi um að erlendir starfsmenn frá nýjum aðildarríkjum EES, sem koma til landsins á eigin vegum, reyni að hafa vinnu af öðrum útlendingum með undirboðum.

Listasafn opnað með viðhöfn í París

Jacques Chirac, Frakklandsforseti, opnaði í dag nýtt listasafn í París. Þetta mun vera fyrsta stóra safnið sem tekið er í notkun þar í borg í frá því 1977 þegar Pompidou safnið var opnað.

Einn stofnenda ETA handtekinn

Einn stofnenda ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, var meðal þeirra 12 sem handteknir voru í Frakklandi og á Spáni í dag þegar áhlaup var gert á höfuðstöðvar glæpasamtaka í löndunum tveimur.

Þjóðvarðliðar sendir til New Orleans

Borgarstjórinn í New Orleans í Bandaríkjunum kallaði eftir aðstoð þjóðvarðliða í gær svo hægt yrði að stöðva öldu ofbeldis í borginni. Fimm ungmenni voru skotnir til bana við bifreið sína um liðna helgi og er árásin sú mannskæðasta í New Orleans í 11 ár.

Erfðabreytileiki eykur hættu á brjóstakrabbameini

Rannsókn sem Íslensk erfðagreining gerði tengir erfðabreytileika við aukna hættu á brjóstakrabbameini. Grein um rannsóknina var birt í dag í læknatímaritinu PloS Medicine. Rannsóknin náði til eitt þúsund kvenna sem hafa greinst með brjóstakrabbamein á Íslandi.

Samningur Reykjavíkurborgar og Bauhaus undirritaður

Í dag var undirritaður samningur um sölu borgarinnar á umdeildri lóð við Vesturlandsveg til þýska byggingavöruverslunarfyrirtækisins Bauhaus. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og fulltrúar alþjóðlegu verslanakeðjunnar undirrituðu samninginn um fjögurleytið í Höfða.

Ástandið í Sómalíu

Sameinuðu þjóðirnar kanna hvort ástandið í Sómalíu sé tryggt eftir mannskæð átök undanfarið. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna halda til höfuðborgarinnar, Mogadishu, seinna í vikunni til að ræða við fulltrúa íslömsku dómstólanna sem náðu völdum í borginni fyrr í mánuðinum.

Tamíltígrar segjast vilja virða vopnahlé

Tamíltígrar í Sri Lanka hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir biðja liðsmenn sína um að virða vopnahlé frá árinu 2002. Ofbeldi hefur farið stigvaxandi á eyjunni undanfarinn mánuð en nú segjast skæruliðasamtökin vilja binda enda á ofbeldi auk þess sem þau segjast munu tryggja öryggi norrænna friðargæsluliða.

Leiðtogi al-Qaeda í Írak segist persónulega ábyrgur fyrir morðum

Nýr leiðtogi al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna í Írak, Abu Hamza al-Muhajer, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann lýsir ábyrgð á hendur sér fyrir pyntingar og morð á tveimur bandarískum hermönnum sem rænt var af herstöð í síðustu viku. Í yfirlýsingunni segir að Muhajer hafi myrt mennina með eigin hendi.

Bandarísku hermennirnir látnir

Tveir bandarískir hermenn, sem saknað hafði verið frá því á föstudag, fundust skammt suður af Bagdad í morgun. Lík mannanna báru þess merki að þeir hefðu verið pyntaðir. Uppreisnarhópur tengdur al Qaeda samtökunum sagðist hafa numið mennina á brott frá landamærastöð þar sem þeir unnu.

Ítalskur saksóknari kærir bandarískan hermann

Ítalskur saksóknari hefur að sögn þarlendra fjölmiðla ákveðið að ákæra bandarískan hermann fyrir að hafa myrt ítalskan leyniþjónustumann við varðstöð í Írak í fyrra. Líklegt er að réttað verði í málinu að honum fjarstöddum og hann kærður fyrir morð og tvö morðtilræði.

Mótmæli á Akureyri

Hundruð manna hafa ritað nöfn sín á mótmælalista gegn því að íþróttaleikvanginum á Akureyri verði fórnað fyrir annað skipulag. Talsmaður óánægðra segir menningarlegt stórslys í vændum.

Sjá næstu 50 fréttir