Fleiri fréttir Játar að hafa slegið Danann Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til í dag. 14.11.2004 00:01 Spjótunum beint að Hallgrími Eiginkonur og unnustur íslensku friðargæsluliðanna í Kabúl sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þær mótmæla fréttaflutningi af málum þeirra. Yfirmaður íslensku friðargæslunnar í Kabúl er gagnrýndur harkalega. Ekki er útilokað að mennirnir muni leita réttar síns. 14.11.2004 00:01 Brunnlokunum bísað Gripdeildir af óvenjulegu tagi gera Bretum nú lífið leitt en þjófnaður á járnsteyptum brunnlokum hefur færst þar mikið í vöxt að undanförnu. Rétt eins og hérlendis eru brunnarnir ofan í götum og strætum og er einfalt mál að fjarlægja lokin á þeim þótt þung séu. 14.11.2004 00:01 Vill halda í bjartsýnina Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, er ekki úrkula vonar um að kennarar og sveitarfélög nái að semja um kaup og kjör. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á laugardag kemur gerðardómur saman laugardaginn 20. nóvember. 14.11.2004 00:01 Morð í Keflavík? Lögreglan í Keflavík rannsakar andlát dansks hermanns í nótt og er útlendingur í haldi lögreglu, grunaður um að vera valdur að láti hans. Í fréttatilkynningu frá lögreglunni í Keflavík kemur fram að henni hafi verið tilkynnt um það laust upp úr klukkan fjögur í nótt að danskur hermaður væri slasaður á veitingastað í Keflavík. 13.11.2004 00:01 Merihlutinn sprunginn Meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn Vestmannaeyja er sprungið. Í bókun Lúðvík Bergvinssonar sem birt er á eyjar.net segir að ekki sé rétt að halda áfram samstarfi V-lista og Framsóknarflokks í ljósi trúnaðarbrest sem upp er kominn. Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hafi tekið þessa ákvörðun með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Eyjar.net hafa eftir Andrési Sigmundssyni Framsóknarflokki að þetta sé pólitískt áfall sem komi algjörlega í bakið á honum og hann áskili sér allan rétt til að fjalla um málið síðar. 13.11.2004 00:01 Frumvarpið verði endurskoðað Stjórn Kennarasambands Íslands skorar á ríkisstjórnina og Alþingi að endurskoða frumvarp til laga um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum með það að leiðarljósi að kennarar verði ekki sendir inn í skólana með óbreytt kjör. Sambandið vill með öðrum orðum ekki að bið verði á kjarabótum kennara eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. 13.11.2004 00:01 Blair viðstaddur minningu Bigleys Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar í dag að vera viðstaddur minningarþjónustu um breska gíslinn Kenneth Bigley, sem drepinn var í Írak fyrir nokkru. Blair flaug til heimabæjar Bigleys, Liverpool, að loknum fundum með George Bush, Bandaríkjaforseta, í Washington. 13.11.2004 00:01 Kosningar innan tveggja mánaða Ahmed Kúrí, forsætisráðherra Palestínu, hét því í morgun að forsetakosningar yrðu haldnar í Palestínun innan sextíu daga, eins og lög mæla fyrir um. Engar kosningar hafa verið haldnar frá því að Jassir Arafat vann yfirburðasigur í kosnungunum árið 1996. Pílagrímar flykkjast nú að gröf Arafats, sem jarðsettur var í Ramallah í gær. 13.11.2004 00:01 Moska brennd í Hollandi Moska múslíma í bænum Helden í Hollandi brann til grunna í morgun og telur lögregla að kveikt hafi verið í henni. Grunur leikur á að íkveikjan sé enn eitt hefndarverkið fyrir morðið á kvikmyndagerðarmannin Theo van Gogh, en kveikt hefur verið í tíu moskum í Hollandi í kjölfarið. 13.11.2004 00:01 Ástand í Fallujah hræðilegt Tugir þúsunda óbreyttra borgara hafast við í Fallujah í Írak við skelfilegar aðstæður, án matar, vatns og rafmagns. Uppreisnarmönnum virðist vaxa ásmeginn í Írak. Talsmenn hjálparstofnana segjast í vaxandi mæli hafa áhyggjur af óbreyttum borgurum í Fallujah, þar sem vatns- og rafmagnslaust er og matvæli af skornum skammti. 13.11.2004 00:01 Nýr meirihluti í Eyjum Lúðvík Bergvinsson og Arnar Sigurmundsson skrifuðu í gærkvöld undir viljayfirlýsingu um nýtt meirihlutasamstarf Vestmannaeyjalista og Sjálfstæðisflokks. Sex bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans eru sem sagt búnir að mynda meirihluta með einum bæjarfulltrúa Sjálfsstæðisflokks. Samkomulagið er undir orðunum „Friður og framfarir." 13.11.2004 00:01 Friður í nánd? Friðarumleitanir gætu hafist á ný innan skamms fyrir botni Miðjarðarhafs. Til stendur að kjósa nýjan forseta Palestínu fyrir 9. janúar næstkomandi. Pílagrímar flykkjast nú að gröf Jassirs Arafats, sem jarðsettur var í Ramallah í gær. Þeir leggja ólífugreinar, blóm og palestínska fána á gröfina. 13.11.2004 00:01 Gáfu 6 ára gömlum dreng raflost Lögreglumenn í Miami í Bandaríkjunum skutu í skutu í gær raflosti í sex ára gamlan dreng, sem hótaði að skera sig á skrifstofu skólastjóra í grunnskóla nokkrum í Miami. Drengurinn hafði þegar skorið sig á tveim stöðum þegar lögreglumenn komu á vettvang og þegar hann hugðist skera sig enn eina ferðina, var honum veitt rafstuð upp á 50 þúsund volt. 13.11.2004 00:01 Kýpurbúar vilja viðræður við Tyrki Stjórnvöld á Kýpur hafa farið þess á leit við Tyrki að koma af stað umræðum til þess að leysa þann hnút sem verið hefur í samskiptum ríkjanna. Tyrkir samþykkja ekki Kýpur sem sjálfstætt ríki og forseti Kýpur segir það verða að breytast ætli Tyrkir sér inngöngu í Evrópusambandið. 13.11.2004 00:01 Taugagas olli persaflóaheilkenni Persaflóaheilkennið svokallaða er tilkomið vegna eitrunar af völdum efnavopna og taugagass, samkvæmt nýrri skýrslu frá samtökum hermanna í Bandaríkjunum. Persaflóaheilkennið eru hrina sjúkdómseinkenna sem hafa hrjáð tugþúsundir hermanna sem börðust fyrir botni Miðjarðarhafs í fyrra Íraksstríðinu . 13.11.2004 00:01 29 ára Breti í haldi lögregu 29 ára gamall Breti er í haldi lögreglunnar í Keflavík grunaður um að hafa valdið dauða 33 ára dansks hermanns í nótt. Hinn látni kom til landsins í gærkvöldi með herflugvél danska hersins og átti að gista ásamt flugáhöfninni á hóteli í Keflavík. Hann fór ásamt félögum sínum út að skemmta sér í miðbæ Keflavíkur í gærkvöld. 13.11.2004 00:01 Synda frá Ægisíðu að Bessastöðum Þrettán manns hófu fyrir skömmu boðsund frá Ægisíðu að Bessastöðum í tilefni af útkomu ævisögu sundkappans frækna Eyjólfs Jónssonar. Eyjólfur var einn dáðasti afreksmaður Íslendinga um miðja síðustu öld. Árið 1962 bauð Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands Eyjólfi í eftirmiðdagskaffi, en boðið var háð því skilyrði að Eyjólfur kæmi syndandi að Bessastöðum. 13.11.2004 00:01 Frumvarpinu breytt Allsherjarnefnd hefur gert breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem miðað er að því að stöðva verkfall grunnskólakennara og setja kjör þeirra í gerðardóm. Þær gera ráð fyrir að gerðardómur verði skipaður þegar í næstu viku og að úrskurður dómsins verði afturvirkur til þess tíma þegar kennarar koma aftur til vinnu. 13.11.2004 00:01 Lúðvík beitti bolabrögðum og reyndist ódrengur "Lúðvík beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins," segir Andrés Sigmundsson,bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar slita á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn í gær. 13.11.2004 00:01 Nauðganir á Fílbeinsströndinni Ofbeldismenn á Fílabeinsströndinni eru sakaðir um að nauðga hvítum konum sem reyna að flýja landið. Uppreisnarmennirnir hunsa friðarviðræður í Suður-Afríku. Skærur brutust út í síðustu viku þegar stjórnarher landsins rauf vopnahlé og varpaði sprengjum á norðurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hafa haldið til frá því að þeir gerðu tilraun til valdaráns árið 2002. 13.11.2004 00:01 Ekki lengur leynd hjá ESSO Framlög ESSO til stjórnmálaflokka og ýmissa stjórnmálaframboða á árunum 1994 til 2004 voru samtals 21,6 milljónir króna. Í tilkynningu frá forstjóra ESSO segir að sundurliðun verði ekki gefin upp, enda líti félagið á öll þessi framlög sem trúnaðarmál milli viðkomandi aðila. Hins vegar hafi ESSO ákveðið að héðan í frá verði gefnar nánari upplýsingar um framlög sem félagið mun veita. 13.11.2004 00:01 Lög á kennaradeilu samþykkt Frumvarp til laga um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum, með áorðnum breytingum var samþykkt á Alþingi rétt eftir hádegi í dag. Samkvæmt lögunum verður gerðardómur skipaður til að leysa kjaradeilu kennara, náist ekki samkomulag við Launanefnd sveitarfélaga fyrir 20. nóvember. <font size="4"></font> 13.11.2004 00:01 Meira en þúsund skæruliðar drepnir Öryggismálaráðherra Íraks segir Bandaríkjamenn og þjóðvarnarlið Íraka hafa drepið yfir þúsund skæruliða í borginni Fallujah og handtekið tvöhundruð, í aðgerðum sem miða að því að ná borginni úr heljargreipum uppreisnarmanna. 13.11.2004 00:01 Þrjár bílveltur í mikilli hálku Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í gærmorgun. Allar bílvelturnar urðu vegna ísingar og hálku, en á svæðinu var rigning og þíða sem breyttist strax í krapa og ísingu á veginum. 13.11.2004 00:01 Útsvar í Reykjavík hækkað Borgarstjórnarflokkur Reykjavíkurlistans mun leggja til að útsvarsprósenta næsta árs hækki úr 12,7 í rúm þrettán prósent og fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði hækki úr 0,32% í 0,35%, á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn kemur. Áætlaður tekjuauki vegna þessa verður notaður til að greiða niður skuldir eða til að mæta hugsanlegum launahækkunum. 13.11.2004 00:01 Í framboð úr fangelsi Palestínumenn kjósa sér nýjan forseta í síðasta lagi 9. janúar, sagði Ahmed Qureia, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sem hét því að láta kosningar fara fram eins fljótt og auðið er. Samkvæmt palestínskum lögum þurfa þær að fara fram innan 60 daga frá andláti forsetans. 13.11.2004 00:01 Hafa áhyggjur af almenningi Hjálparsamtök lýsa miklum áhyggjum af aðbúnaði óbreyttra borgara í Falluja sem enn hafast við í borginni. Birgðalest Rauða hálfmánans var hleypt að sjúkrahúsi í vesturhluta borgarinnar en var bannað að dreifa matvælum til fólks í borginni meðan bardagar stæðu enn yfir. 13.11.2004 00:01 Blaðamannafélagið semur við SA Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í gær skammtímakjarasamning til eins árs. Samningurinn nær aðeins til blaðamanna Morgunblaðsins, en aðrir fjölmiðlar semja sér. 13.11.2004 00:01 Benda enn á Bandaríkjastjórn Það er vel mögulegt að leysa kjarnorkudeiluna á Kóreuskaga ef bandarísk stjórnvöld láta af því markmiði sínu að steypa Norður-Kóreustjórn af stóli. Þetta sagði talsmaður norður-kóreska utanríkisráðuneytisins í fyrstu yfirlýsingu þarlendra stjórnvalda um kjarnorkudeiluna eftir endurkjör George W. Bush Bandaríkjaforseta. 13.11.2004 00:01 Löggur og hermenn börðust Tveir afganskir lögreglumenn og tveir liðsmenn afgansks stríðsherra létust þegar kom til skotbardaga á milli fylkinga þeirra í Helmand-héraði. Atvikið þykir undirstrika þau vandamál sem stjórnvöld standa frammi fyrir, stríðsherrar halda enn í fylkingar sínar auk þess sem lögregla, her og öryggissveitir stríða á stundum hver við aðra. 13.11.2004 00:01 Kínverskar kolanámur hættulegastar Fjórir af hverjum fimm kolanámumönnum sem létu lífið í slysum á síðasta ári létust í Kína. Þá létust 6.702 einstaklingar í námuslysum í Kína. Fyrstu níu mánuði þessa árs létust 4.153 í námuslysum þrátt fyrir átak stjórnvalda til að auka öryggi í kolanámum. 13.11.2004 00:01 Leyniþjónusta í uppnámi Bandaríska leyniþjónustan, CIA, er í upplausn í kjölfar þess að Porter Goss tók til starfa sem nýr yfirmaður hennar. Fjöldi háttsettra manna hótar að segja af sér í kjölfar deilna við manninn sem Goss lætur stjórna daglegum rekstri, að því er fram kom í Washington Post. 13.11.2004 00:01 Löggur hjálpuðu til við innbrot Franskur innbrotsþjófur taldi það ekki eftir sér að fá lögregluna til að hjálpa sér við innbrot. Maðurinn hringdi á lögreglustöðina í Enghien-les-Bains, smábæ norðvestur af París, síðla kvölds og bað um hjálp við að komast inn í skartgripaverslun. Hann sagðist vera eigandi verslunarinnar en kvaðst hafa týnt lyklunum og kæmist því ekki inn. 13.11.2004 00:01 Breti grunaður um manndráp 29 ára gamall breskur ríkisborgari er í haldi lögreglu grunaður um að hafa valdið dauða þrjátíu og þriggja ára dansk hermanns á skemmtistað í Keflavík í nótt. 13.11.2004 00:01 Evrópuþjóðir skilja ekki alvöruna "Það er ekki nógu mikill skilningur á því meðal Evrópuþjóða hversu alvarleg þessi ógn er," sagði Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, þegar hann gagnrýndi Evrópuþjóðir fyrir að taka hryðjuverkaógnina ekki jafn alvarlega og bandarísk stjórnvöld. 13.11.2004 00:01 Heimsmet í dómínó Heimsmet var slegið í dómínó-kubba falli í Hollandi í gærkvöldi en þá féllu þrjár milljónir 992 þúsund 397 kubbar. Þetta dómínó-æði er árlegur viðburður í Hollandi og koma ungmenni víða að úr Evrópu saman til að sitja hokin á hækjum sér í um tvo mánuði að raða kubbunum. Fallið tekur nokkrar klukkustundir og er sýnt í beinni útsendingu út um alla álfuna. 13.11.2004 00:01 Vélarvana bátur skaut neyðarblysi Fjórar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Eyjarfirði voru kallaðar út um klukkan hálffimm í dag eftir að tilkynning barst um að neyðarblys hefði sést innarlega í Eyjafirði. Fljótlega eftir að tveir bátar björgunarsveita farnir af stað til leitar um fimmleytið barst tilkynning frá trillu að hún hefði komið að vélarvana hraðbát 13.11.2004 00:01 Lúðvík ásakaður um aðför og svik Vestmannaeyjalistinn hefur slitið samstarfi sínu við Framsóknarflokkinn og tekið upp meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Oddviti Framsóknarmanna fer hörðum orðum um Lúðvík Bergvinsson, alþingismann. 13.11.2004 00:01 Kaupa 70% í þekktri verslanakeðju Íslenskir fjárfestar hafa keypt tæp 70 prósent í Magasín du Nord, einni þekktustu verslanakeðju Danmerkur. Danskir fjölmiðlar segja kaupverðið vera tæpa 6 milljarða króna og fimmtíu prósentum yfir markaðsgengi. 13.11.2004 00:01 Útsvarið hækkar í Reykjavík Reykjavíkurborg mun taka upp hámarksútsvar frá áramótum og hækka fasteignaskatta, samkvæmt ákvörðun meirihluta R-listans í dag. Þetta þýðir að útsvar borgarbúa fer úr 12,7 prósentum upp í 13,03 prósent sem er hækkun um 0,33 prósentustig. Þessar skattahækkanir eru taldar skila borgarsjóði um 870 milljóna króna tekjuauka á næsta ári. 13.11.2004 00:01 Mikil nálykt yfir Fallujah Nálykt liggur yfir borginni Fallujah í Írak, þar sem sveitir Bandaríkjamanna og Íraka herja á skæruliða. Árásum fjölgar í súnni-þríhyrningnum í grennd og uppreisnarmenn hafa náð borginni Mósúl á sitt vald. 13.11.2004 00:01 Vilja ólmir friðarferlið af stað Palestínskir ráðamenn vilja ólmir halda áfram á braut friðar eftir fráfall Jassirs Arafats í vikunni. Stefnt er að kosningu nýs forseta innan tíðar og vilja leiðtogar Palestínumanna að friðarvegvísirinn verði endurreistur þegar í stað. 13.11.2004 00:01 Íhuga að mæta ekki á mánudag Lög voru sett á verkfall kennara í dag. Gerðardómur verður skipaður eftir viku takist deilendum ekki að semja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin kom til móts við óskir kennara og gerði breytingar á frumvarpinu. Forysta kennara segir það ekki nóg og að lögin séu ótæk. Stór hluti kennara íhugar enn að mæta ekki til vinnu á mánudaginn. 13.11.2004 00:01 Leikskólakennarar í verkfall? Leikskólakennarar taka ákvörðun á mánudaginn um hvort aflað verði verkfallsheimildar. Formaður félags leikskólakennara er svartsýnn á að samningar takist við sveitarfélögin. 13.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Játar að hafa slegið Danann Tæplega þrítugur Skoti, búsettur hér á landi, hefur játað að hafa slegið danska hermanninn Flemming Tolstrup höfuðhöggi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardags. Daninn missti meðvitund við höggið og lést skömmu síðar. Skotinn var látinn laus klukkan hálf þrjú í gær en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til í dag. 14.11.2004 00:01
Spjótunum beint að Hallgrími Eiginkonur og unnustur íslensku friðargæsluliðanna í Kabúl sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þær mótmæla fréttaflutningi af málum þeirra. Yfirmaður íslensku friðargæslunnar í Kabúl er gagnrýndur harkalega. Ekki er útilokað að mennirnir muni leita réttar síns. 14.11.2004 00:01
Brunnlokunum bísað Gripdeildir af óvenjulegu tagi gera Bretum nú lífið leitt en þjófnaður á járnsteyptum brunnlokum hefur færst þar mikið í vöxt að undanförnu. Rétt eins og hérlendis eru brunnarnir ofan í götum og strætum og er einfalt mál að fjarlægja lokin á þeim þótt þung séu. 14.11.2004 00:01
Vill halda í bjartsýnina Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, er ekki úrkula vonar um að kennarar og sveitarfélög nái að semja um kaup og kjör. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á laugardag kemur gerðardómur saman laugardaginn 20. nóvember. 14.11.2004 00:01
Morð í Keflavík? Lögreglan í Keflavík rannsakar andlát dansks hermanns í nótt og er útlendingur í haldi lögreglu, grunaður um að vera valdur að láti hans. Í fréttatilkynningu frá lögreglunni í Keflavík kemur fram að henni hafi verið tilkynnt um það laust upp úr klukkan fjögur í nótt að danskur hermaður væri slasaður á veitingastað í Keflavík. 13.11.2004 00:01
Merihlutinn sprunginn Meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn Vestmannaeyja er sprungið. Í bókun Lúðvík Bergvinssonar sem birt er á eyjar.net segir að ekki sé rétt að halda áfram samstarfi V-lista og Framsóknarflokks í ljósi trúnaðarbrest sem upp er kominn. Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hafi tekið þessa ákvörðun með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Eyjar.net hafa eftir Andrési Sigmundssyni Framsóknarflokki að þetta sé pólitískt áfall sem komi algjörlega í bakið á honum og hann áskili sér allan rétt til að fjalla um málið síðar. 13.11.2004 00:01
Frumvarpið verði endurskoðað Stjórn Kennarasambands Íslands skorar á ríkisstjórnina og Alþingi að endurskoða frumvarp til laga um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum með það að leiðarljósi að kennarar verði ekki sendir inn í skólana með óbreytt kjör. Sambandið vill með öðrum orðum ekki að bið verði á kjarabótum kennara eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. 13.11.2004 00:01
Blair viðstaddur minningu Bigleys Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar í dag að vera viðstaddur minningarþjónustu um breska gíslinn Kenneth Bigley, sem drepinn var í Írak fyrir nokkru. Blair flaug til heimabæjar Bigleys, Liverpool, að loknum fundum með George Bush, Bandaríkjaforseta, í Washington. 13.11.2004 00:01
Kosningar innan tveggja mánaða Ahmed Kúrí, forsætisráðherra Palestínu, hét því í morgun að forsetakosningar yrðu haldnar í Palestínun innan sextíu daga, eins og lög mæla fyrir um. Engar kosningar hafa verið haldnar frá því að Jassir Arafat vann yfirburðasigur í kosnungunum árið 1996. Pílagrímar flykkjast nú að gröf Arafats, sem jarðsettur var í Ramallah í gær. 13.11.2004 00:01
Moska brennd í Hollandi Moska múslíma í bænum Helden í Hollandi brann til grunna í morgun og telur lögregla að kveikt hafi verið í henni. Grunur leikur á að íkveikjan sé enn eitt hefndarverkið fyrir morðið á kvikmyndagerðarmannin Theo van Gogh, en kveikt hefur verið í tíu moskum í Hollandi í kjölfarið. 13.11.2004 00:01
Ástand í Fallujah hræðilegt Tugir þúsunda óbreyttra borgara hafast við í Fallujah í Írak við skelfilegar aðstæður, án matar, vatns og rafmagns. Uppreisnarmönnum virðist vaxa ásmeginn í Írak. Talsmenn hjálparstofnana segjast í vaxandi mæli hafa áhyggjur af óbreyttum borgurum í Fallujah, þar sem vatns- og rafmagnslaust er og matvæli af skornum skammti. 13.11.2004 00:01
Nýr meirihluti í Eyjum Lúðvík Bergvinsson og Arnar Sigurmundsson skrifuðu í gærkvöld undir viljayfirlýsingu um nýtt meirihlutasamstarf Vestmannaeyjalista og Sjálfstæðisflokks. Sex bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans eru sem sagt búnir að mynda meirihluta með einum bæjarfulltrúa Sjálfsstæðisflokks. Samkomulagið er undir orðunum „Friður og framfarir." 13.11.2004 00:01
Friður í nánd? Friðarumleitanir gætu hafist á ný innan skamms fyrir botni Miðjarðarhafs. Til stendur að kjósa nýjan forseta Palestínu fyrir 9. janúar næstkomandi. Pílagrímar flykkjast nú að gröf Jassirs Arafats, sem jarðsettur var í Ramallah í gær. Þeir leggja ólífugreinar, blóm og palestínska fána á gröfina. 13.11.2004 00:01
Gáfu 6 ára gömlum dreng raflost Lögreglumenn í Miami í Bandaríkjunum skutu í skutu í gær raflosti í sex ára gamlan dreng, sem hótaði að skera sig á skrifstofu skólastjóra í grunnskóla nokkrum í Miami. Drengurinn hafði þegar skorið sig á tveim stöðum þegar lögreglumenn komu á vettvang og þegar hann hugðist skera sig enn eina ferðina, var honum veitt rafstuð upp á 50 þúsund volt. 13.11.2004 00:01
Kýpurbúar vilja viðræður við Tyrki Stjórnvöld á Kýpur hafa farið þess á leit við Tyrki að koma af stað umræðum til þess að leysa þann hnút sem verið hefur í samskiptum ríkjanna. Tyrkir samþykkja ekki Kýpur sem sjálfstætt ríki og forseti Kýpur segir það verða að breytast ætli Tyrkir sér inngöngu í Evrópusambandið. 13.11.2004 00:01
Taugagas olli persaflóaheilkenni Persaflóaheilkennið svokallaða er tilkomið vegna eitrunar af völdum efnavopna og taugagass, samkvæmt nýrri skýrslu frá samtökum hermanna í Bandaríkjunum. Persaflóaheilkennið eru hrina sjúkdómseinkenna sem hafa hrjáð tugþúsundir hermanna sem börðust fyrir botni Miðjarðarhafs í fyrra Íraksstríðinu . 13.11.2004 00:01
29 ára Breti í haldi lögregu 29 ára gamall Breti er í haldi lögreglunnar í Keflavík grunaður um að hafa valdið dauða 33 ára dansks hermanns í nótt. Hinn látni kom til landsins í gærkvöldi með herflugvél danska hersins og átti að gista ásamt flugáhöfninni á hóteli í Keflavík. Hann fór ásamt félögum sínum út að skemmta sér í miðbæ Keflavíkur í gærkvöld. 13.11.2004 00:01
Synda frá Ægisíðu að Bessastöðum Þrettán manns hófu fyrir skömmu boðsund frá Ægisíðu að Bessastöðum í tilefni af útkomu ævisögu sundkappans frækna Eyjólfs Jónssonar. Eyjólfur var einn dáðasti afreksmaður Íslendinga um miðja síðustu öld. Árið 1962 bauð Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands Eyjólfi í eftirmiðdagskaffi, en boðið var háð því skilyrði að Eyjólfur kæmi syndandi að Bessastöðum. 13.11.2004 00:01
Frumvarpinu breytt Allsherjarnefnd hefur gert breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem miðað er að því að stöðva verkfall grunnskólakennara og setja kjör þeirra í gerðardóm. Þær gera ráð fyrir að gerðardómur verði skipaður þegar í næstu viku og að úrskurður dómsins verði afturvirkur til þess tíma þegar kennarar koma aftur til vinnu. 13.11.2004 00:01
Lúðvík beitti bolabrögðum og reyndist ódrengur "Lúðvík beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins," segir Andrés Sigmundsson,bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar slita á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn í gær. 13.11.2004 00:01
Nauðganir á Fílbeinsströndinni Ofbeldismenn á Fílabeinsströndinni eru sakaðir um að nauðga hvítum konum sem reyna að flýja landið. Uppreisnarmennirnir hunsa friðarviðræður í Suður-Afríku. Skærur brutust út í síðustu viku þegar stjórnarher landsins rauf vopnahlé og varpaði sprengjum á norðurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hafa haldið til frá því að þeir gerðu tilraun til valdaráns árið 2002. 13.11.2004 00:01
Ekki lengur leynd hjá ESSO Framlög ESSO til stjórnmálaflokka og ýmissa stjórnmálaframboða á árunum 1994 til 2004 voru samtals 21,6 milljónir króna. Í tilkynningu frá forstjóra ESSO segir að sundurliðun verði ekki gefin upp, enda líti félagið á öll þessi framlög sem trúnaðarmál milli viðkomandi aðila. Hins vegar hafi ESSO ákveðið að héðan í frá verði gefnar nánari upplýsingar um framlög sem félagið mun veita. 13.11.2004 00:01
Lög á kennaradeilu samþykkt Frumvarp til laga um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum, með áorðnum breytingum var samþykkt á Alþingi rétt eftir hádegi í dag. Samkvæmt lögunum verður gerðardómur skipaður til að leysa kjaradeilu kennara, náist ekki samkomulag við Launanefnd sveitarfélaga fyrir 20. nóvember. <font size="4"></font> 13.11.2004 00:01
Meira en þúsund skæruliðar drepnir Öryggismálaráðherra Íraks segir Bandaríkjamenn og þjóðvarnarlið Íraka hafa drepið yfir þúsund skæruliða í borginni Fallujah og handtekið tvöhundruð, í aðgerðum sem miða að því að ná borginni úr heljargreipum uppreisnarmanna. 13.11.2004 00:01
Þrjár bílveltur í mikilli hálku Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í gærmorgun. Allar bílvelturnar urðu vegna ísingar og hálku, en á svæðinu var rigning og þíða sem breyttist strax í krapa og ísingu á veginum. 13.11.2004 00:01
Útsvar í Reykjavík hækkað Borgarstjórnarflokkur Reykjavíkurlistans mun leggja til að útsvarsprósenta næsta árs hækki úr 12,7 í rúm þrettán prósent og fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði hækki úr 0,32% í 0,35%, á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn kemur. Áætlaður tekjuauki vegna þessa verður notaður til að greiða niður skuldir eða til að mæta hugsanlegum launahækkunum. 13.11.2004 00:01
Í framboð úr fangelsi Palestínumenn kjósa sér nýjan forseta í síðasta lagi 9. janúar, sagði Ahmed Qureia, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sem hét því að láta kosningar fara fram eins fljótt og auðið er. Samkvæmt palestínskum lögum þurfa þær að fara fram innan 60 daga frá andláti forsetans. 13.11.2004 00:01
Hafa áhyggjur af almenningi Hjálparsamtök lýsa miklum áhyggjum af aðbúnaði óbreyttra borgara í Falluja sem enn hafast við í borginni. Birgðalest Rauða hálfmánans var hleypt að sjúkrahúsi í vesturhluta borgarinnar en var bannað að dreifa matvælum til fólks í borginni meðan bardagar stæðu enn yfir. 13.11.2004 00:01
Blaðamannafélagið semur við SA Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í gær skammtímakjarasamning til eins árs. Samningurinn nær aðeins til blaðamanna Morgunblaðsins, en aðrir fjölmiðlar semja sér. 13.11.2004 00:01
Benda enn á Bandaríkjastjórn Það er vel mögulegt að leysa kjarnorkudeiluna á Kóreuskaga ef bandarísk stjórnvöld láta af því markmiði sínu að steypa Norður-Kóreustjórn af stóli. Þetta sagði talsmaður norður-kóreska utanríkisráðuneytisins í fyrstu yfirlýsingu þarlendra stjórnvalda um kjarnorkudeiluna eftir endurkjör George W. Bush Bandaríkjaforseta. 13.11.2004 00:01
Löggur og hermenn börðust Tveir afganskir lögreglumenn og tveir liðsmenn afgansks stríðsherra létust þegar kom til skotbardaga á milli fylkinga þeirra í Helmand-héraði. Atvikið þykir undirstrika þau vandamál sem stjórnvöld standa frammi fyrir, stríðsherrar halda enn í fylkingar sínar auk þess sem lögregla, her og öryggissveitir stríða á stundum hver við aðra. 13.11.2004 00:01
Kínverskar kolanámur hættulegastar Fjórir af hverjum fimm kolanámumönnum sem létu lífið í slysum á síðasta ári létust í Kína. Þá létust 6.702 einstaklingar í námuslysum í Kína. Fyrstu níu mánuði þessa árs létust 4.153 í námuslysum þrátt fyrir átak stjórnvalda til að auka öryggi í kolanámum. 13.11.2004 00:01
Leyniþjónusta í uppnámi Bandaríska leyniþjónustan, CIA, er í upplausn í kjölfar þess að Porter Goss tók til starfa sem nýr yfirmaður hennar. Fjöldi háttsettra manna hótar að segja af sér í kjölfar deilna við manninn sem Goss lætur stjórna daglegum rekstri, að því er fram kom í Washington Post. 13.11.2004 00:01
Löggur hjálpuðu til við innbrot Franskur innbrotsþjófur taldi það ekki eftir sér að fá lögregluna til að hjálpa sér við innbrot. Maðurinn hringdi á lögreglustöðina í Enghien-les-Bains, smábæ norðvestur af París, síðla kvölds og bað um hjálp við að komast inn í skartgripaverslun. Hann sagðist vera eigandi verslunarinnar en kvaðst hafa týnt lyklunum og kæmist því ekki inn. 13.11.2004 00:01
Breti grunaður um manndráp 29 ára gamall breskur ríkisborgari er í haldi lögreglu grunaður um að hafa valdið dauða þrjátíu og þriggja ára dansk hermanns á skemmtistað í Keflavík í nótt. 13.11.2004 00:01
Evrópuþjóðir skilja ekki alvöruna "Það er ekki nógu mikill skilningur á því meðal Evrópuþjóða hversu alvarleg þessi ógn er," sagði Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, þegar hann gagnrýndi Evrópuþjóðir fyrir að taka hryðjuverkaógnina ekki jafn alvarlega og bandarísk stjórnvöld. 13.11.2004 00:01
Heimsmet í dómínó Heimsmet var slegið í dómínó-kubba falli í Hollandi í gærkvöldi en þá féllu þrjár milljónir 992 þúsund 397 kubbar. Þetta dómínó-æði er árlegur viðburður í Hollandi og koma ungmenni víða að úr Evrópu saman til að sitja hokin á hækjum sér í um tvo mánuði að raða kubbunum. Fallið tekur nokkrar klukkustundir og er sýnt í beinni útsendingu út um alla álfuna. 13.11.2004 00:01
Vélarvana bátur skaut neyðarblysi Fjórar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Eyjarfirði voru kallaðar út um klukkan hálffimm í dag eftir að tilkynning barst um að neyðarblys hefði sést innarlega í Eyjafirði. Fljótlega eftir að tveir bátar björgunarsveita farnir af stað til leitar um fimmleytið barst tilkynning frá trillu að hún hefði komið að vélarvana hraðbát 13.11.2004 00:01
Lúðvík ásakaður um aðför og svik Vestmannaeyjalistinn hefur slitið samstarfi sínu við Framsóknarflokkinn og tekið upp meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Oddviti Framsóknarmanna fer hörðum orðum um Lúðvík Bergvinsson, alþingismann. 13.11.2004 00:01
Kaupa 70% í þekktri verslanakeðju Íslenskir fjárfestar hafa keypt tæp 70 prósent í Magasín du Nord, einni þekktustu verslanakeðju Danmerkur. Danskir fjölmiðlar segja kaupverðið vera tæpa 6 milljarða króna og fimmtíu prósentum yfir markaðsgengi. 13.11.2004 00:01
Útsvarið hækkar í Reykjavík Reykjavíkurborg mun taka upp hámarksútsvar frá áramótum og hækka fasteignaskatta, samkvæmt ákvörðun meirihluta R-listans í dag. Þetta þýðir að útsvar borgarbúa fer úr 12,7 prósentum upp í 13,03 prósent sem er hækkun um 0,33 prósentustig. Þessar skattahækkanir eru taldar skila borgarsjóði um 870 milljóna króna tekjuauka á næsta ári. 13.11.2004 00:01
Mikil nálykt yfir Fallujah Nálykt liggur yfir borginni Fallujah í Írak, þar sem sveitir Bandaríkjamanna og Íraka herja á skæruliða. Árásum fjölgar í súnni-þríhyrningnum í grennd og uppreisnarmenn hafa náð borginni Mósúl á sitt vald. 13.11.2004 00:01
Vilja ólmir friðarferlið af stað Palestínskir ráðamenn vilja ólmir halda áfram á braut friðar eftir fráfall Jassirs Arafats í vikunni. Stefnt er að kosningu nýs forseta innan tíðar og vilja leiðtogar Palestínumanna að friðarvegvísirinn verði endurreistur þegar í stað. 13.11.2004 00:01
Íhuga að mæta ekki á mánudag Lög voru sett á verkfall kennara í dag. Gerðardómur verður skipaður eftir viku takist deilendum ekki að semja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin kom til móts við óskir kennara og gerði breytingar á frumvarpinu. Forysta kennara segir það ekki nóg og að lögin séu ótæk. Stór hluti kennara íhugar enn að mæta ekki til vinnu á mánudaginn. 13.11.2004 00:01
Leikskólakennarar í verkfall? Leikskólakennarar taka ákvörðun á mánudaginn um hvort aflað verði verkfallsheimildar. Formaður félags leikskólakennara er svartsýnn á að samningar takist við sveitarfélögin. 13.11.2004 00:01