Baráttukveðjur 1. maí! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 1. maí 2020 07:00 Í ár höldum við hátíðlegan 1.maí alþjóðlegan baráttudag verkafólks í skugga heimsfaraldurs Kórónuveirunnar illræmdu. Launafólk hefur þurft að berjast fyrir réttindum sínum og kjörum í háa herrans tíð en nú glímir það við ósýnilegan óvin, Covid-19 veiruna sem setur allt samfélagið á hliðina og heimsbyggð alla. Nú reynir á samtakamáttinn og samvinnu allra og að tryggja að öryggisnet velferðarkerfisins haldi. Heilbrigðiskerfið okkar hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn við þessar ótrúlega erfiðu aðstæður og allt það fólk sem þurft hafa að bregðast við ástandinu með auknu vinnuálagi og mikilli útsjónarsemi, allt þetta fólk á heiður skilinn. Það er ekki skrýtið að á þessum óvissutímum hrikti í ýmsum stoðum samfélagsins þegar þúsundir fólks missir vinnu sína og lifibrauð. Uppsagnir geta verið mikið áfall fyrir fólk og heimili. Við erum sterkt og sveigjanlegt samfélag þegar á reynir. Við munum vinna okkur saman í gegnum þessar fordæmalausu tíma og verðum að vernda okkar viðkvæmustu hópa og leita allra leiða til að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang þegar heimsfaraldrinum linnir. Á þessum erfiðu óvissutímum ber ríkið vissulega mikla ábyrgð á að vinna sem best úr flóknum aðstæðum sem ég tel að gert hafi verið. Sem betur fer er ríkissjóður vel staddur og í betri færum við að takast á við þetta áfall en hann var eftir hrunið sem við unnum okkur samt ótrúlega vel upp úr og þar skipti ferðaþjónustan miklu máli sem nú verður fyrir þessu mikla höggi. Fjölda aðgerða hefur verið hrint í framkvæmd eða eru í farvegi til að mæta erfiðri stöðu fjölda fólks og fyrirtækja til lengri og skemmri tíma. Þar má meðal annars nefna: ·Hlutabótaleiðina sem reynst hefur vel og verður framlengd og tryggir ráðningarsambandið. ·Laun í sóttkví og álagsgreiðslur til framlínufólks í heilbrigðisþjónustu. ·Brúarlán til stærri fyrirtækja og stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á lágum vöxtum og lokunarstyrki. ·Efling matvælaframleiðslu og stórauknir fjármunir í nýsköpun og fjárfestingar. ·Virkniúrræði á vinnumarkaði, sumarstörf fyrir námsmenn og frumkvöðlaverkefni. ·Frestun skattgreiðslna og endurgreiðsla af virðisaukaskatti af vinnu til að fjölga störfum. ·Stuðningur við viðkvæma hópa og aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og aðgerðir til að vinna gegn heimilisofbeldi. ·Eingreiðsla skattlaus til öryrkja 1. júní og frístundastyrkir til barna tekjulágra fjölskyldna. ·Flýtiframkvæmdir og stóraukin innviðauppbygging um allt land. Þetta eru dæmi um margt af því sem búið er að hrinda í framkvæmd eða verður gert á næstunni. Áfram verða stjórnvöld í viðbragðsstöðu til þess að gera það sem gera þarf á þessum óvissu tímum og mikilvægt er að eiga sem best samstarf við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélög og alla þá viðkvæmu hópa sem huga þarf að við þessar aðstæður. Nú sem aldrei fyrr þurfum við öll að taka höndum saman, launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld og sveitarfélög og verja störfin og kjör fólks og skapa ný störf og sækja fram saman af fullum krafti. Það eru varnir, vernd og viðspyrna sem við beitum og verum bjartsýn á framtíðina það er full ástæða til þess þrátt fyrir þennan mótbyr. Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér. Þetta á vel við á baráttudegi launafólks á þessum tímum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Verkalýðsdagurinn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár höldum við hátíðlegan 1.maí alþjóðlegan baráttudag verkafólks í skugga heimsfaraldurs Kórónuveirunnar illræmdu. Launafólk hefur þurft að berjast fyrir réttindum sínum og kjörum í háa herrans tíð en nú glímir það við ósýnilegan óvin, Covid-19 veiruna sem setur allt samfélagið á hliðina og heimsbyggð alla. Nú reynir á samtakamáttinn og samvinnu allra og að tryggja að öryggisnet velferðarkerfisins haldi. Heilbrigðiskerfið okkar hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn við þessar ótrúlega erfiðu aðstæður og allt það fólk sem þurft hafa að bregðast við ástandinu með auknu vinnuálagi og mikilli útsjónarsemi, allt þetta fólk á heiður skilinn. Það er ekki skrýtið að á þessum óvissutímum hrikti í ýmsum stoðum samfélagsins þegar þúsundir fólks missir vinnu sína og lifibrauð. Uppsagnir geta verið mikið áfall fyrir fólk og heimili. Við erum sterkt og sveigjanlegt samfélag þegar á reynir. Við munum vinna okkur saman í gegnum þessar fordæmalausu tíma og verðum að vernda okkar viðkvæmustu hópa og leita allra leiða til að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang þegar heimsfaraldrinum linnir. Á þessum erfiðu óvissutímum ber ríkið vissulega mikla ábyrgð á að vinna sem best úr flóknum aðstæðum sem ég tel að gert hafi verið. Sem betur fer er ríkissjóður vel staddur og í betri færum við að takast á við þetta áfall en hann var eftir hrunið sem við unnum okkur samt ótrúlega vel upp úr og þar skipti ferðaþjónustan miklu máli sem nú verður fyrir þessu mikla höggi. Fjölda aðgerða hefur verið hrint í framkvæmd eða eru í farvegi til að mæta erfiðri stöðu fjölda fólks og fyrirtækja til lengri og skemmri tíma. Þar má meðal annars nefna: ·Hlutabótaleiðina sem reynst hefur vel og verður framlengd og tryggir ráðningarsambandið. ·Laun í sóttkví og álagsgreiðslur til framlínufólks í heilbrigðisþjónustu. ·Brúarlán til stærri fyrirtækja og stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á lágum vöxtum og lokunarstyrki. ·Efling matvælaframleiðslu og stórauknir fjármunir í nýsköpun og fjárfestingar. ·Virkniúrræði á vinnumarkaði, sumarstörf fyrir námsmenn og frumkvöðlaverkefni. ·Frestun skattgreiðslna og endurgreiðsla af virðisaukaskatti af vinnu til að fjölga störfum. ·Stuðningur við viðkvæma hópa og aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og aðgerðir til að vinna gegn heimilisofbeldi. ·Eingreiðsla skattlaus til öryrkja 1. júní og frístundastyrkir til barna tekjulágra fjölskyldna. ·Flýtiframkvæmdir og stóraukin innviðauppbygging um allt land. Þetta eru dæmi um margt af því sem búið er að hrinda í framkvæmd eða verður gert á næstunni. Áfram verða stjórnvöld í viðbragðsstöðu til þess að gera það sem gera þarf á þessum óvissu tímum og mikilvægt er að eiga sem best samstarf við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélög og alla þá viðkvæmu hópa sem huga þarf að við þessar aðstæður. Nú sem aldrei fyrr þurfum við öll að taka höndum saman, launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld og sveitarfélög og verja störfin og kjör fólks og skapa ný störf og sækja fram saman af fullum krafti. Það eru varnir, vernd og viðspyrna sem við beitum og verum bjartsýn á framtíðina það er full ástæða til þess þrátt fyrir þennan mótbyr. Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér. Þetta á vel við á baráttudegi launafólks á þessum tímum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar