Baráttukveðjur 1. maí! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 1. maí 2020 07:00 Í ár höldum við hátíðlegan 1.maí alþjóðlegan baráttudag verkafólks í skugga heimsfaraldurs Kórónuveirunnar illræmdu. Launafólk hefur þurft að berjast fyrir réttindum sínum og kjörum í háa herrans tíð en nú glímir það við ósýnilegan óvin, Covid-19 veiruna sem setur allt samfélagið á hliðina og heimsbyggð alla. Nú reynir á samtakamáttinn og samvinnu allra og að tryggja að öryggisnet velferðarkerfisins haldi. Heilbrigðiskerfið okkar hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn við þessar ótrúlega erfiðu aðstæður og allt það fólk sem þurft hafa að bregðast við ástandinu með auknu vinnuálagi og mikilli útsjónarsemi, allt þetta fólk á heiður skilinn. Það er ekki skrýtið að á þessum óvissutímum hrikti í ýmsum stoðum samfélagsins þegar þúsundir fólks missir vinnu sína og lifibrauð. Uppsagnir geta verið mikið áfall fyrir fólk og heimili. Við erum sterkt og sveigjanlegt samfélag þegar á reynir. Við munum vinna okkur saman í gegnum þessar fordæmalausu tíma og verðum að vernda okkar viðkvæmustu hópa og leita allra leiða til að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang þegar heimsfaraldrinum linnir. Á þessum erfiðu óvissutímum ber ríkið vissulega mikla ábyrgð á að vinna sem best úr flóknum aðstæðum sem ég tel að gert hafi verið. Sem betur fer er ríkissjóður vel staddur og í betri færum við að takast á við þetta áfall en hann var eftir hrunið sem við unnum okkur samt ótrúlega vel upp úr og þar skipti ferðaþjónustan miklu máli sem nú verður fyrir þessu mikla höggi. Fjölda aðgerða hefur verið hrint í framkvæmd eða eru í farvegi til að mæta erfiðri stöðu fjölda fólks og fyrirtækja til lengri og skemmri tíma. Þar má meðal annars nefna: ·Hlutabótaleiðina sem reynst hefur vel og verður framlengd og tryggir ráðningarsambandið. ·Laun í sóttkví og álagsgreiðslur til framlínufólks í heilbrigðisþjónustu. ·Brúarlán til stærri fyrirtækja og stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á lágum vöxtum og lokunarstyrki. ·Efling matvælaframleiðslu og stórauknir fjármunir í nýsköpun og fjárfestingar. ·Virkniúrræði á vinnumarkaði, sumarstörf fyrir námsmenn og frumkvöðlaverkefni. ·Frestun skattgreiðslna og endurgreiðsla af virðisaukaskatti af vinnu til að fjölga störfum. ·Stuðningur við viðkvæma hópa og aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og aðgerðir til að vinna gegn heimilisofbeldi. ·Eingreiðsla skattlaus til öryrkja 1. júní og frístundastyrkir til barna tekjulágra fjölskyldna. ·Flýtiframkvæmdir og stóraukin innviðauppbygging um allt land. Þetta eru dæmi um margt af því sem búið er að hrinda í framkvæmd eða verður gert á næstunni. Áfram verða stjórnvöld í viðbragðsstöðu til þess að gera það sem gera þarf á þessum óvissu tímum og mikilvægt er að eiga sem best samstarf við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélög og alla þá viðkvæmu hópa sem huga þarf að við þessar aðstæður. Nú sem aldrei fyrr þurfum við öll að taka höndum saman, launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld og sveitarfélög og verja störfin og kjör fólks og skapa ný störf og sækja fram saman af fullum krafti. Það eru varnir, vernd og viðspyrna sem við beitum og verum bjartsýn á framtíðina það er full ástæða til þess þrátt fyrir þennan mótbyr. Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér. Þetta á vel við á baráttudegi launafólks á þessum tímum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Verkalýðsdagurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Í ár höldum við hátíðlegan 1.maí alþjóðlegan baráttudag verkafólks í skugga heimsfaraldurs Kórónuveirunnar illræmdu. Launafólk hefur þurft að berjast fyrir réttindum sínum og kjörum í háa herrans tíð en nú glímir það við ósýnilegan óvin, Covid-19 veiruna sem setur allt samfélagið á hliðina og heimsbyggð alla. Nú reynir á samtakamáttinn og samvinnu allra og að tryggja að öryggisnet velferðarkerfisins haldi. Heilbrigðiskerfið okkar hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn við þessar ótrúlega erfiðu aðstæður og allt það fólk sem þurft hafa að bregðast við ástandinu með auknu vinnuálagi og mikilli útsjónarsemi, allt þetta fólk á heiður skilinn. Það er ekki skrýtið að á þessum óvissutímum hrikti í ýmsum stoðum samfélagsins þegar þúsundir fólks missir vinnu sína og lifibrauð. Uppsagnir geta verið mikið áfall fyrir fólk og heimili. Við erum sterkt og sveigjanlegt samfélag þegar á reynir. Við munum vinna okkur saman í gegnum þessar fordæmalausu tíma og verðum að vernda okkar viðkvæmustu hópa og leita allra leiða til að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang þegar heimsfaraldrinum linnir. Á þessum erfiðu óvissutímum ber ríkið vissulega mikla ábyrgð á að vinna sem best úr flóknum aðstæðum sem ég tel að gert hafi verið. Sem betur fer er ríkissjóður vel staddur og í betri færum við að takast á við þetta áfall en hann var eftir hrunið sem við unnum okkur samt ótrúlega vel upp úr og þar skipti ferðaþjónustan miklu máli sem nú verður fyrir þessu mikla höggi. Fjölda aðgerða hefur verið hrint í framkvæmd eða eru í farvegi til að mæta erfiðri stöðu fjölda fólks og fyrirtækja til lengri og skemmri tíma. Þar má meðal annars nefna: ·Hlutabótaleiðina sem reynst hefur vel og verður framlengd og tryggir ráðningarsambandið. ·Laun í sóttkví og álagsgreiðslur til framlínufólks í heilbrigðisþjónustu. ·Brúarlán til stærri fyrirtækja og stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á lágum vöxtum og lokunarstyrki. ·Efling matvælaframleiðslu og stórauknir fjármunir í nýsköpun og fjárfestingar. ·Virkniúrræði á vinnumarkaði, sumarstörf fyrir námsmenn og frumkvöðlaverkefni. ·Frestun skattgreiðslna og endurgreiðsla af virðisaukaskatti af vinnu til að fjölga störfum. ·Stuðningur við viðkvæma hópa og aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og aðgerðir til að vinna gegn heimilisofbeldi. ·Eingreiðsla skattlaus til öryrkja 1. júní og frístundastyrkir til barna tekjulágra fjölskyldna. ·Flýtiframkvæmdir og stóraukin innviðauppbygging um allt land. Þetta eru dæmi um margt af því sem búið er að hrinda í framkvæmd eða verður gert á næstunni. Áfram verða stjórnvöld í viðbragðsstöðu til þess að gera það sem gera þarf á þessum óvissu tímum og mikilvægt er að eiga sem best samstarf við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélög og alla þá viðkvæmu hópa sem huga þarf að við þessar aðstæður. Nú sem aldrei fyrr þurfum við öll að taka höndum saman, launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld og sveitarfélög og verja störfin og kjör fólks og skapa ný störf og sækja fram saman af fullum krafti. Það eru varnir, vernd og viðspyrna sem við beitum og verum bjartsýn á framtíðina það er full ástæða til þess þrátt fyrir þennan mótbyr. Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér. Þetta á vel við á baráttudegi launafólks á þessum tímum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar