Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Kári Mímisson skrifar 29. janúar 2026 20:54 Hákon Örn Hjálmarsson og félagar í ÍR voru í ham í Höllinni í kvöld. Vísir/Diego Nýliðar Ármanns tóku á móti ÍR í Laugardalnum nú í kvöld. Ármenningar sem leikið hafa vel að undanförnu urðu fyrir áfalli í vikunni þegar ljóst var að Brandon Averette, sem skrifaði undir hjá liðinu fyrr í mánuðinum væri handleggsbrotin og gekkst undir aðgerð í gær. Því miður fyrir Ármenninga þá virtist þetta vera of stór biti fyrir þá að missa því liðið tapaði sannfærandi gegn ÍR í kvöld. Lokatölur 74-109. ÍR-ingar skoruðu fyrstu átta stig leiksins og tóku strax afgerandi forystu en munurinn eftir fyrsta leikhluta var strax orðinn 20 stig, 15-35. Varnarleikur Ármanns var ekki beint til útflutnings og þá var liðið að hitta illa. Gestirnir úr Breiðholti nýttu sér það aftur á móti afar vel en liðið spilaði afar vel í upphafi leiks ásamt því að spila góða svæðisvörn sem heimamenn réðu illa við. Í öðrum leikhluta tókst Ármenningum að herða varnarleik sinn til mikilla muna og stöðva blæðinguna en sprækir ÍR-ingar léku þó áfram afar vel með fyrirliðann Hákon Örn Hjálmarsson fremstan meðal jafningja. Staðan þegar flautað var til hálfleiks, 34-50 fyrir ÍR. Seinni hálfleikur var aftur á móti leikur kattarins að músinni og það verður að segjast að heimamenn sáu hreinlega aldrei til sólar í honum. ÍR-ingar fóru mikinn á meðan kanalausir Ármenningar náðu aldrei að sýna sínar bestu hliðar. Það má aftur á móti ekki taka neitt af liði ÍR en liðið lék stórkostlega hér í kvöld. Atvik leiksins Ég man ekki eftir að hafa séð lið fá fimm víti í röð en það fengu ÍR-ingar í kvöld eftir að dæmdar voru þrjár tæknivillur og ein persónuleg villa á Ármann. Zarko Jukic braut á Tómasi Orra löglega að mati heimamanna en dómarar leiksins vildu þó meina að svo væri ekki. Við þetta fór ein tæknivilla á Ingva Þór, ein á bekkinn og ein á Steinar Kaldal. Stjörnur og skúrkar Dimitrios Klonaras var atkvæðamestur í liði ÍR en hann var með 27 stig og 8 fráköst. Næstur á eftir honum var fyrirliðinn Hákon Örn Hjálmarsson með 18 stig og 7 stoðsendingar. Hjá heimamönnum voru þeir Daniel Love og Bragi Guðmundsson í rauninni þeir einu sem voru með framlag. Love var með 21 stig og 6 fráköst á meðan Bragi var með 26 stig og 6 fráköst. Dómarinn Í dag skal ég alveg viðurkenna að það voru nokkrir dómar sem ég skildi ekki ásamt fleirum. Hafandi sagt það þá geta Ármenningar ekki látið þetta fara svona í taugarnar á sér. Stemning og umgjörð Fín mæting í Höllina í kvöld enda um virkilega skemmtilegan Reykjavíkurslag. Sumir segja að KR - Valur sé stærsta einvígið í Reykjavík en Ármann - ÍR kemur væntanlega skammt á eftir. Steinar Kaldal þjálfari ÁrmannsVísir / Anton Brink Steinar: Þeir voru miklu betri en við Steinar Kaldal þjálfari Ármanns segir að sitt lið hafi mætt ofjarli sínum í kvöld. „Þeir voru miklu betri en við og mættu miklu sterkari til leiks. Við vissum alveg hvað væri að fara að gerast þegar þeir fóru svæðisvörnina en við vorum allt of hægir og leyfðum þeim að stilla sér upp í hana. Þeir voru aftur bara miklu betri en við hér í kvöld og eiga sigurinn fyllilega skilið.“ Stóru fréttir leiksins í kvöld voru þær að Bandaríkjamaðurinn í liði Ármanns, Brandon Averette, var ekki leikfær en hann er handleggsbrotinn. Brandon brotnaði í sigrinum gegn Val sem var hans fyrsti leikur fyrir félagið og lék svo brotinn gegn Keflavík. „Þetta er saga tímabilsins hjá okkur. Það brotnaði bein hjá honum í handarbakinu gegn Val fyrir tveimur vikum í hans fyrsta leik. Hann spilaði brotinn gegn Keflavík en eftir þann leik fór hann í myndatöku og þá kom í ljós að hann er brotinn og þurfti að fara í aðgerð í vikunni. Hann verður núna frá í einhverjar vikur og kemur svo sterkari til baka. Ég held að það hafi ekki haft nein áhrif á okkur hvort hann hefði verið með í kvöld eða ekki þar sem við mættum bara allt of flatir til leiks og hittum þar að auki illa. Það er vissulega mjög svekkjandi að missa Brandon eftir aðeins tvo leiki sem við höfum spilað mjög vel. Eins og ég segi þá er ég ekki viss hvort að hann hefði breytt miklu í kvöld.“ Næstu leikir Ármanns eru gegn Tindastól og Stjörnunni en eftir það eru afar mikilvægir leikir gegn Njarðvík, ÍA og Þór Þorlákshöfn. Þetta eru leikirnir sem ráða því hverjir falla eða halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Má reikna með því að Brandon nái þessum mikilvægu leikjum eftir mánuð? „Ég geri ráð fyrir því en við erum ekki að hugsa um neina leiki eftir einhverja mánuði. Við hugsum bara um næsta leik og ætlum að mæta í þann leik eins og alla aðra til þess að gera atlögu að sigri. Við tökum einn leik í einu en vitum af Brandon á leiðinni.“ Borce Ilievski, þjálfari ÍR,Vísir/Diego „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum ánægður með sannfærandi sigur sinna manna gegn Ármanni nú í kvöld. ÍR-liðið lék afar vel í dag gegn Ármanni sem hafði unnið tvo leiki í röð fyrir kvöldið í kvöld en lék kanalausir þar sem Brandon Averette er handleggsbrotinn. „Ég er mjög ánægður með liðið mitt. Við mættum vel inn í þetta verkefni eftir að hafa undirbúið okkur alla vikuna. Til þess að vinna hér í kvöld vissum við að við þyrftum að vera einbeittir frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu, sem mér þykir að strákunum hafi tekist í kvöld. Lykilatriðið var að fara eftir leikplaninu og okkur tókst að koma Ármenningum á óvart með því að byrja í svæðisvörn. Við náðum forystunni strax á upphafsmínútunni og bættum við hægt og rólega það sem eftir lifði leiks.“ Það hefur farið lítið fyrir Jacob Falko að undanförnu og það virðist eins og hlutverk hans hafi aðeins breyst. Borce segir að hlutverk Falko sé fyrst og síðast að vera umferðarstjórinn í sókninni og það sé að ganga vel þar sem liðið sé að fá framlög frá fleiri leikmönnum núna. „Falko er fyrst og fremst leikstjórnandinn okkar og þarf að tryggja að allir séu með í leiknum. Í leik eins og þessum í kvöld er Falko bara leikstjórnandi en þegar við þurfum stig þá er hann auðvitað til staðar fyrir okkur. Ég verð í leiðinni að fá að hrósa Hákoni fyrir hans framlag í kvöld en hann átti frábæran leik sem og Dimitri. Það var mikið undir fyrir okkur í þessum leik og við vissum að þetta yrði erfitt þar sem Ármann hefur leikið afar vel í síðustu leikjum liðsins og náð í tvo stóra sigra. Sjálfstraust er mikilvægt og því miður fyrir þá eru þeir að glíma við meiðsli eins og við sjáum á Brandon sem gat ekki leikið með þeim í kvöld. Það er mikill missir fyrir þá og ég vona að hann nái sér fljótt aftur og hjálpi Ármenningum það sem eftir er af tímabilinu.“ Með sigrinum í kvöld styrkja ÍR-ingar stöðu sína um að ná sæti í úrslitakeppninni þegar sex leikir eru eftir af deildarkeppninni. Borce segist hafa trú á liðinu sínu og virðist núna vera farinn að gæla við að kraftaverk geti gerst. „Allir eru að keppa um Íslandsmeistaratitilinn og við höfum nú þegar sýnt það að kraftaverk geta gerst. Ég hef mjög mikla trú á þessu liði ekki bara eftir þennan sigur heldur aðallega eftir að hafa séð þá á æfingum, hvernig þeir nálgast verkefnin og hversu vel þeir eru samstilltir. Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta. Síðustu tveir leikirnir voru gegn Stjörnunni og Tindastól sem eru með betri liðum í deildinni og við sáum þar að við getum keppt við þau ef við náum að halda einbeitingu eins og við gerðum í kvöld.“ Bónus-deild karla Ármann ÍR
Nýliðar Ármanns tóku á móti ÍR í Laugardalnum nú í kvöld. Ármenningar sem leikið hafa vel að undanförnu urðu fyrir áfalli í vikunni þegar ljóst var að Brandon Averette, sem skrifaði undir hjá liðinu fyrr í mánuðinum væri handleggsbrotin og gekkst undir aðgerð í gær. Því miður fyrir Ármenninga þá virtist þetta vera of stór biti fyrir þá að missa því liðið tapaði sannfærandi gegn ÍR í kvöld. Lokatölur 74-109. ÍR-ingar skoruðu fyrstu átta stig leiksins og tóku strax afgerandi forystu en munurinn eftir fyrsta leikhluta var strax orðinn 20 stig, 15-35. Varnarleikur Ármanns var ekki beint til útflutnings og þá var liðið að hitta illa. Gestirnir úr Breiðholti nýttu sér það aftur á móti afar vel en liðið spilaði afar vel í upphafi leiks ásamt því að spila góða svæðisvörn sem heimamenn réðu illa við. Í öðrum leikhluta tókst Ármenningum að herða varnarleik sinn til mikilla muna og stöðva blæðinguna en sprækir ÍR-ingar léku þó áfram afar vel með fyrirliðann Hákon Örn Hjálmarsson fremstan meðal jafningja. Staðan þegar flautað var til hálfleiks, 34-50 fyrir ÍR. Seinni hálfleikur var aftur á móti leikur kattarins að músinni og það verður að segjast að heimamenn sáu hreinlega aldrei til sólar í honum. ÍR-ingar fóru mikinn á meðan kanalausir Ármenningar náðu aldrei að sýna sínar bestu hliðar. Það má aftur á móti ekki taka neitt af liði ÍR en liðið lék stórkostlega hér í kvöld. Atvik leiksins Ég man ekki eftir að hafa séð lið fá fimm víti í röð en það fengu ÍR-ingar í kvöld eftir að dæmdar voru þrjár tæknivillur og ein persónuleg villa á Ármann. Zarko Jukic braut á Tómasi Orra löglega að mati heimamanna en dómarar leiksins vildu þó meina að svo væri ekki. Við þetta fór ein tæknivilla á Ingva Þór, ein á bekkinn og ein á Steinar Kaldal. Stjörnur og skúrkar Dimitrios Klonaras var atkvæðamestur í liði ÍR en hann var með 27 stig og 8 fráköst. Næstur á eftir honum var fyrirliðinn Hákon Örn Hjálmarsson með 18 stig og 7 stoðsendingar. Hjá heimamönnum voru þeir Daniel Love og Bragi Guðmundsson í rauninni þeir einu sem voru með framlag. Love var með 21 stig og 6 fráköst á meðan Bragi var með 26 stig og 6 fráköst. Dómarinn Í dag skal ég alveg viðurkenna að það voru nokkrir dómar sem ég skildi ekki ásamt fleirum. Hafandi sagt það þá geta Ármenningar ekki látið þetta fara svona í taugarnar á sér. Stemning og umgjörð Fín mæting í Höllina í kvöld enda um virkilega skemmtilegan Reykjavíkurslag. Sumir segja að KR - Valur sé stærsta einvígið í Reykjavík en Ármann - ÍR kemur væntanlega skammt á eftir. Steinar Kaldal þjálfari ÁrmannsVísir / Anton Brink Steinar: Þeir voru miklu betri en við Steinar Kaldal þjálfari Ármanns segir að sitt lið hafi mætt ofjarli sínum í kvöld. „Þeir voru miklu betri en við og mættu miklu sterkari til leiks. Við vissum alveg hvað væri að fara að gerast þegar þeir fóru svæðisvörnina en við vorum allt of hægir og leyfðum þeim að stilla sér upp í hana. Þeir voru aftur bara miklu betri en við hér í kvöld og eiga sigurinn fyllilega skilið.“ Stóru fréttir leiksins í kvöld voru þær að Bandaríkjamaðurinn í liði Ármanns, Brandon Averette, var ekki leikfær en hann er handleggsbrotinn. Brandon brotnaði í sigrinum gegn Val sem var hans fyrsti leikur fyrir félagið og lék svo brotinn gegn Keflavík. „Þetta er saga tímabilsins hjá okkur. Það brotnaði bein hjá honum í handarbakinu gegn Val fyrir tveimur vikum í hans fyrsta leik. Hann spilaði brotinn gegn Keflavík en eftir þann leik fór hann í myndatöku og þá kom í ljós að hann er brotinn og þurfti að fara í aðgerð í vikunni. Hann verður núna frá í einhverjar vikur og kemur svo sterkari til baka. Ég held að það hafi ekki haft nein áhrif á okkur hvort hann hefði verið með í kvöld eða ekki þar sem við mættum bara allt of flatir til leiks og hittum þar að auki illa. Það er vissulega mjög svekkjandi að missa Brandon eftir aðeins tvo leiki sem við höfum spilað mjög vel. Eins og ég segi þá er ég ekki viss hvort að hann hefði breytt miklu í kvöld.“ Næstu leikir Ármanns eru gegn Tindastól og Stjörnunni en eftir það eru afar mikilvægir leikir gegn Njarðvík, ÍA og Þór Þorlákshöfn. Þetta eru leikirnir sem ráða því hverjir falla eða halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Má reikna með því að Brandon nái þessum mikilvægu leikjum eftir mánuð? „Ég geri ráð fyrir því en við erum ekki að hugsa um neina leiki eftir einhverja mánuði. Við hugsum bara um næsta leik og ætlum að mæta í þann leik eins og alla aðra til þess að gera atlögu að sigri. Við tökum einn leik í einu en vitum af Brandon á leiðinni.“ Borce Ilievski, þjálfari ÍR,Vísir/Diego „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum ánægður með sannfærandi sigur sinna manna gegn Ármanni nú í kvöld. ÍR-liðið lék afar vel í dag gegn Ármanni sem hafði unnið tvo leiki í röð fyrir kvöldið í kvöld en lék kanalausir þar sem Brandon Averette er handleggsbrotinn. „Ég er mjög ánægður með liðið mitt. Við mættum vel inn í þetta verkefni eftir að hafa undirbúið okkur alla vikuna. Til þess að vinna hér í kvöld vissum við að við þyrftum að vera einbeittir frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu, sem mér þykir að strákunum hafi tekist í kvöld. Lykilatriðið var að fara eftir leikplaninu og okkur tókst að koma Ármenningum á óvart með því að byrja í svæðisvörn. Við náðum forystunni strax á upphafsmínútunni og bættum við hægt og rólega það sem eftir lifði leiks.“ Það hefur farið lítið fyrir Jacob Falko að undanförnu og það virðist eins og hlutverk hans hafi aðeins breyst. Borce segir að hlutverk Falko sé fyrst og síðast að vera umferðarstjórinn í sókninni og það sé að ganga vel þar sem liðið sé að fá framlög frá fleiri leikmönnum núna. „Falko er fyrst og fremst leikstjórnandinn okkar og þarf að tryggja að allir séu með í leiknum. Í leik eins og þessum í kvöld er Falko bara leikstjórnandi en þegar við þurfum stig þá er hann auðvitað til staðar fyrir okkur. Ég verð í leiðinni að fá að hrósa Hákoni fyrir hans framlag í kvöld en hann átti frábæran leik sem og Dimitri. Það var mikið undir fyrir okkur í þessum leik og við vissum að þetta yrði erfitt þar sem Ármann hefur leikið afar vel í síðustu leikjum liðsins og náð í tvo stóra sigra. Sjálfstraust er mikilvægt og því miður fyrir þá eru þeir að glíma við meiðsli eins og við sjáum á Brandon sem gat ekki leikið með þeim í kvöld. Það er mikill missir fyrir þá og ég vona að hann nái sér fljótt aftur og hjálpi Ármenningum það sem eftir er af tímabilinu.“ Með sigrinum í kvöld styrkja ÍR-ingar stöðu sína um að ná sæti í úrslitakeppninni þegar sex leikir eru eftir af deildarkeppninni. Borce segist hafa trú á liðinu sínu og virðist núna vera farinn að gæla við að kraftaverk geti gerst. „Allir eru að keppa um Íslandsmeistaratitilinn og við höfum nú þegar sýnt það að kraftaverk geta gerst. Ég hef mjög mikla trú á þessu liði ekki bara eftir þennan sigur heldur aðallega eftir að hafa séð þá á æfingum, hvernig þeir nálgast verkefnin og hversu vel þeir eru samstilltir. Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta. Síðustu tveir leikirnir voru gegn Stjörnunni og Tindastól sem eru með betri liðum í deildinni og við sáum þar að við getum keppt við þau ef við náum að halda einbeitingu eins og við gerðum í kvöld.“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti