Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar 29. janúar 2026 09:32 Í umræðu um kennsluaðferðina Byrjendalæsi kemur hvað eftir annað fram sá misskilningur að börnum sé ekki kennd lestrartæknin, þ.e. að þekkja stafi og hljóð þeirra og æfa fimi í lestri, með nægilega markvissum hætti. Umræða er oft byggð á sögusögnum og hugarburði um aðferðina frekar en fyrirliggjandi gögnum sem leiðir til þess að umræðan lendir á villigötum. En hvernig er þetta í raun? Hvernig er stafa- og hljóðakennsla útfærð í Byrjendalæsi? Er mikill munur á áherslum í læsiskennslu hvað þetta varðar í Byrjendalæsisskólum og öðrum skólum? Og eru vísbendingar um það að lestrarfærni barna í Byrjendalæsisskólum þróist hægar en hjá íslenskum börnum almennt? Samband stafs og hljóðs Kennsla í stöfum, hljóðum og lestrarfærni hefur frá upphafi verið hluti af Byrjendalæsi. Stafainnlögnin tengist þeim texta eða bók sem unnið er með hverju sinni og að jafnaði eru lagðir inn tveir stafir á viku í 1. bekk. Þegar stafirnir hafa verið lagðir inn snýst tæknivinnan um aðra þætti sem styðja við lestur og stafsetningu. Svona lýsir Rósa Eggertsdóttir þessum hluta kennslunnar í grein í Skímu 2007: Í öðru þrepi, eftir upplestur og umræður, tekur við tæknivinna. Hún snýst meðal annars um hljóðvitund, samband stafs og hljóðs, stafagerð, ritun óhljóðréttra orða, samsett orð, stóran og lítinn staf og annað sem þarf að læra. Í hverjum texta er valið lykilorð til að ræða og rannsaka. Það verður stökkpallur fyrir tæknilega vinnu tengda lestrinum en efniviður hennar kemur úr orðaforða textans. Dæmi um þetta gæti t.d. verið að þegar unnið er með bókina Búkollu væri valið lykilorðið HALI og unnið með stafina H og A. Börnin æfa sig í að greina hljóð stafanna, tengja saman hljóð, leita að orðum sem byrja á þeim hljóðum eða hafa hljóðin í orðinu og æfa sig að skrifa stafina. Í Byrjendalæsi er lögð áhersla á að mæta mismunandi þörfum nemenda. Verkefnin sem þau vinna í þessum hluta læsiskennslunnar geta því verið misþung. Á meðan nemendur sem ekki eru öruggir á stöfum og hljóðum leita að orðum sem byrja á stafnum geta þau sem eru lengra komin skrifað niður lista af orðum eða æft sig að lesa orð eða texta sem tengist sögunni. Í Byrjendalæsisskólum fer hluti lestrarþjálfunar fram á heimilum barnanna. Fyrirkomulagið á þeim hluta námsins er það sama og í flestum öðrum skólum. Börnin fá heim með sér hæfilega þungar lestrarbækur og lesa fyrir foreldra sína. Lögð er áhersla á að börnin hafi eitthvert val um lesefni og flestir skólar hafa þann háttinn á að lesefni er þyngarflokkað og nemendur fá að velja úr viðeigandi þyngdarflokki. Lítill munur á því hve mikið er unnið með tæknilega færni í Byrjendalæsisskólum og öðrum skólum Á árunum 2011–2015 var gerð stór rannsókn á Byrjendalæsi þar sem skoðað var hvernig kennslan er útfærð í Byrjendalæsisskólum og hvernig sá stuðningur sem skólarnir fengu við innleiðinguna gagnaðist þeim. Niðurstöðum þeirrar rannsóknar eru gerð skil í bókinni Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð, sem kom út 2017. Einn liður í þessari rannsókn var spurningakönnun sem var send til rúmlega 900 kennara í 1.–4. bekk í 121 grunnskóla; 68 þeirra höfðu innleitt kennsluaðferðina Byrjendalæsi en 53 skólar notuðu aðrar aðferðir í læsiskennslu. Tæplega 600 kennarar svöruðu könnuninni og var svarhlutfall því um 65%. Markmið könnunarinnar var að skoða hversu mikil áhersla var lögð á vinnu með helstu undirþætti læsis og hvort greina mætti mun á áherslum í læsiskennslu í skólum sem höfðu innleitt Byrjendalæsi og öðrum skólum. Spurt var um skipulag læsiskennslu og kennarar beðnir að merkja við hve oft væri unnið með ólík viðfangsefni og verkefni í læsiskennslunni. Niðurstöður sýndu að rækt er lögð við tæknilegan þátt læsiskennslunnar í skólunum. Meirihluti kennara sagðist vinna með stafa- og hljóðaþekkingu (59%) og öryggi og leshraða (75%) daglega eða nokkrum sinnum á dag en færri unnu svo oft með réttritun (36%) og skrift (47%). Kennarar í Byrjendalæsisskólum lögðu aðeins minni áherslu á tæknilegu þættina í 1. og 2. bekk. Munurinn mældist ekki marktækur á vinnu með stafa- og hljóðaþekkingu og réttritun, en var hins marktækur hvað varðar vinnu með öryggi og leshraða og skrift. Í 3. og 4. bekk unnu Byrjendalæsiskennarar heldur meira með tæknilegu þættina en kennarar í öðrum skólum en munurinn þar mældist ekki marktækur. Heilt á litið var því ekki að sjá að það væri mikill munur á áherslum skóla hvað þennan þátt læsiskennslunnar varðar. Stafaþekking og lesfimi nemenda í Byrjendalæsisskólum þróast á sama hátt og hjá íslenskum börnum almennt Á árunum 2022–2024 var gerð rannsókn þar sem fylgst var með þróun lestrarfærni rúmlega 300 barna í 1.– 2. bekk í 11 Byrjendalæsisskólum. Stafaþekking var prófuð þrisvar sinnum þegar börnin voru í 1. bekk, í september, janúar og maí. Lesfimi var metin í janúar og maí í 1. bekk og í september, janúar og maí í 2. bekk. Prófið sem notað var til að meta stafaþekkingu innihélt alla 32 stafi íslenska stafrófsins auk tvíhljóðanna au, ei og ey eða samtals 35 stafi. Niðurstöður sýndu að við lok 1. bekkjar þekktu öll börnin heiti og hljóð fleiri en 10 stafa og um 90% þeirra þekktu 30 eða fleiri stafi. Þetta eru svipaðar niðurstöður og í öðrum rannsóknum á stafaþekkingu íslenskra barna (sjá t.d. rannsókn Rannveigar Oddsdóttur og Hrafnhildar Ragnarsdóttur, 2021 og rannsókn Jóhönnu Maríu Bjarnadóttur o.fl., 2025). Flest íslensk börn hafa lært flesta eða alla stafina við lok 1. bekkjar en hópur barna er skemmra á veg kominn. Lesfimi barnanna var metin með prófum sem flestir grunnskólar leggja fyrir (Lesfimipróf Lesferils MMS) og meta lestrarhraða í fjölda rétt lesinna orða á mínútu. Niðurstöður árganga eru aðgengilegar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og var frammistaða úrtaksins borin saman við þær tölur. Meðalfjöldi rétt lesinna orða á mínútu var á öllum mælingunum nánast sá sami og hjá árganginum í heild og dreifing í frammistöðu hópsins miðað við lesfimiviðmið MMS var líka sambærileg. Það eru því engar vísbendingar um það að árangur barna í Byrjendalæsisskólum sé slakari í tæknilegum þáttum lestrar en árangur íslenskra barna almennt. Höfundur er lektor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Heimildir Jóhanna María Bjarnadóttir, Guðrún Lilja Kristófersdóttir, Auður Soffíu Björgvinsdóttir, Anna-Lind Pétursdóttir og Amelia Jara Larimer. (2025). Kunna öll börn stafahljóðin í upphafi 2. bekkjar? Áhrif sumarfrís, móðurmáls, kyns og stafaþekkingar við upphaf grunnskóla. Netla. https://ojs.hi.is/index.php/netla/article/view/4217/2815 Rannveig Oddsdóttir og Hrafnhildur Ragnarsdóttir. (2021). Stafurinn minn og stafurinn þinn: Þróun stafaþekkingar íslenskra barna á aldrinum 4–6 ára. Tímarit um uppeldi og menntun, 30(2), 89–114. https://ojs.hi.is/index.php/tuuom/article/view/3457 Rannveig Oddsdóttir, Rúnar Sigþórsson, Sigríður Margrét Sigurðardóttir og Kjartan Ólafsson.(2022). Developing literacy education in Iceland: Literacy curriculum and practice in schools using beginning literacy and schools unsing other methods. Education 3–13. Doi: 10.1080/03004279.2022.2112735 Rannveig Oddsdóttir, Rúnar Sigþórsson, Sigríður Margrét Sigurðardóttir og Kjartan Ólafsson. (2022). Læsiskennsla í Byrjendalæsisskólum og öðrum skólum. Skólaþræðir. http://skolathraedir.is/2022/11/17/laesiskennsla-i-byrjendalaesisskolum-og-odrum-skolum/ Rannveig Oddsdóttir. (2025). Þróun lestrarfærni í 1.-2. bekk í ellefu Byrjendalæsis skólum. Netla. https://ojs.hi.is/index.php/netla/article/view/4252/2821. Rósa Eggertsdóttir. (2007). Byrjendalæsi.Skíma, 30(2), 17–21. Rúnar Sigþórsson og Gretar L. Mariósson. (2017). Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðerð. Háskólaútgáfan Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Læsi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Í umræðu um kennsluaðferðina Byrjendalæsi kemur hvað eftir annað fram sá misskilningur að börnum sé ekki kennd lestrartæknin, þ.e. að þekkja stafi og hljóð þeirra og æfa fimi í lestri, með nægilega markvissum hætti. Umræða er oft byggð á sögusögnum og hugarburði um aðferðina frekar en fyrirliggjandi gögnum sem leiðir til þess að umræðan lendir á villigötum. En hvernig er þetta í raun? Hvernig er stafa- og hljóðakennsla útfærð í Byrjendalæsi? Er mikill munur á áherslum í læsiskennslu hvað þetta varðar í Byrjendalæsisskólum og öðrum skólum? Og eru vísbendingar um það að lestrarfærni barna í Byrjendalæsisskólum þróist hægar en hjá íslenskum börnum almennt? Samband stafs og hljóðs Kennsla í stöfum, hljóðum og lestrarfærni hefur frá upphafi verið hluti af Byrjendalæsi. Stafainnlögnin tengist þeim texta eða bók sem unnið er með hverju sinni og að jafnaði eru lagðir inn tveir stafir á viku í 1. bekk. Þegar stafirnir hafa verið lagðir inn snýst tæknivinnan um aðra þætti sem styðja við lestur og stafsetningu. Svona lýsir Rósa Eggertsdóttir þessum hluta kennslunnar í grein í Skímu 2007: Í öðru þrepi, eftir upplestur og umræður, tekur við tæknivinna. Hún snýst meðal annars um hljóðvitund, samband stafs og hljóðs, stafagerð, ritun óhljóðréttra orða, samsett orð, stóran og lítinn staf og annað sem þarf að læra. Í hverjum texta er valið lykilorð til að ræða og rannsaka. Það verður stökkpallur fyrir tæknilega vinnu tengda lestrinum en efniviður hennar kemur úr orðaforða textans. Dæmi um þetta gæti t.d. verið að þegar unnið er með bókina Búkollu væri valið lykilorðið HALI og unnið með stafina H og A. Börnin æfa sig í að greina hljóð stafanna, tengja saman hljóð, leita að orðum sem byrja á þeim hljóðum eða hafa hljóðin í orðinu og æfa sig að skrifa stafina. Í Byrjendalæsi er lögð áhersla á að mæta mismunandi þörfum nemenda. Verkefnin sem þau vinna í þessum hluta læsiskennslunnar geta því verið misþung. Á meðan nemendur sem ekki eru öruggir á stöfum og hljóðum leita að orðum sem byrja á stafnum geta þau sem eru lengra komin skrifað niður lista af orðum eða æft sig að lesa orð eða texta sem tengist sögunni. Í Byrjendalæsisskólum fer hluti lestrarþjálfunar fram á heimilum barnanna. Fyrirkomulagið á þeim hluta námsins er það sama og í flestum öðrum skólum. Börnin fá heim með sér hæfilega þungar lestrarbækur og lesa fyrir foreldra sína. Lögð er áhersla á að börnin hafi eitthvert val um lesefni og flestir skólar hafa þann háttinn á að lesefni er þyngarflokkað og nemendur fá að velja úr viðeigandi þyngdarflokki. Lítill munur á því hve mikið er unnið með tæknilega færni í Byrjendalæsisskólum og öðrum skólum Á árunum 2011–2015 var gerð stór rannsókn á Byrjendalæsi þar sem skoðað var hvernig kennslan er útfærð í Byrjendalæsisskólum og hvernig sá stuðningur sem skólarnir fengu við innleiðinguna gagnaðist þeim. Niðurstöðum þeirrar rannsóknar eru gerð skil í bókinni Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð, sem kom út 2017. Einn liður í þessari rannsókn var spurningakönnun sem var send til rúmlega 900 kennara í 1.–4. bekk í 121 grunnskóla; 68 þeirra höfðu innleitt kennsluaðferðina Byrjendalæsi en 53 skólar notuðu aðrar aðferðir í læsiskennslu. Tæplega 600 kennarar svöruðu könnuninni og var svarhlutfall því um 65%. Markmið könnunarinnar var að skoða hversu mikil áhersla var lögð á vinnu með helstu undirþætti læsis og hvort greina mætti mun á áherslum í læsiskennslu í skólum sem höfðu innleitt Byrjendalæsi og öðrum skólum. Spurt var um skipulag læsiskennslu og kennarar beðnir að merkja við hve oft væri unnið með ólík viðfangsefni og verkefni í læsiskennslunni. Niðurstöður sýndu að rækt er lögð við tæknilegan þátt læsiskennslunnar í skólunum. Meirihluti kennara sagðist vinna með stafa- og hljóðaþekkingu (59%) og öryggi og leshraða (75%) daglega eða nokkrum sinnum á dag en færri unnu svo oft með réttritun (36%) og skrift (47%). Kennarar í Byrjendalæsisskólum lögðu aðeins minni áherslu á tæknilegu þættina í 1. og 2. bekk. Munurinn mældist ekki marktækur á vinnu með stafa- og hljóðaþekkingu og réttritun, en var hins marktækur hvað varðar vinnu með öryggi og leshraða og skrift. Í 3. og 4. bekk unnu Byrjendalæsiskennarar heldur meira með tæknilegu þættina en kennarar í öðrum skólum en munurinn þar mældist ekki marktækur. Heilt á litið var því ekki að sjá að það væri mikill munur á áherslum skóla hvað þennan þátt læsiskennslunnar varðar. Stafaþekking og lesfimi nemenda í Byrjendalæsisskólum þróast á sama hátt og hjá íslenskum börnum almennt Á árunum 2022–2024 var gerð rannsókn þar sem fylgst var með þróun lestrarfærni rúmlega 300 barna í 1.– 2. bekk í 11 Byrjendalæsisskólum. Stafaþekking var prófuð þrisvar sinnum þegar börnin voru í 1. bekk, í september, janúar og maí. Lesfimi var metin í janúar og maí í 1. bekk og í september, janúar og maí í 2. bekk. Prófið sem notað var til að meta stafaþekkingu innihélt alla 32 stafi íslenska stafrófsins auk tvíhljóðanna au, ei og ey eða samtals 35 stafi. Niðurstöður sýndu að við lok 1. bekkjar þekktu öll börnin heiti og hljóð fleiri en 10 stafa og um 90% þeirra þekktu 30 eða fleiri stafi. Þetta eru svipaðar niðurstöður og í öðrum rannsóknum á stafaþekkingu íslenskra barna (sjá t.d. rannsókn Rannveigar Oddsdóttur og Hrafnhildar Ragnarsdóttur, 2021 og rannsókn Jóhönnu Maríu Bjarnadóttur o.fl., 2025). Flest íslensk börn hafa lært flesta eða alla stafina við lok 1. bekkjar en hópur barna er skemmra á veg kominn. Lesfimi barnanna var metin með prófum sem flestir grunnskólar leggja fyrir (Lesfimipróf Lesferils MMS) og meta lestrarhraða í fjölda rétt lesinna orða á mínútu. Niðurstöður árganga eru aðgengilegar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og var frammistaða úrtaksins borin saman við þær tölur. Meðalfjöldi rétt lesinna orða á mínútu var á öllum mælingunum nánast sá sami og hjá árganginum í heild og dreifing í frammistöðu hópsins miðað við lesfimiviðmið MMS var líka sambærileg. Það eru því engar vísbendingar um það að árangur barna í Byrjendalæsisskólum sé slakari í tæknilegum þáttum lestrar en árangur íslenskra barna almennt. Höfundur er lektor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Heimildir Jóhanna María Bjarnadóttir, Guðrún Lilja Kristófersdóttir, Auður Soffíu Björgvinsdóttir, Anna-Lind Pétursdóttir og Amelia Jara Larimer. (2025). Kunna öll börn stafahljóðin í upphafi 2. bekkjar? Áhrif sumarfrís, móðurmáls, kyns og stafaþekkingar við upphaf grunnskóla. Netla. https://ojs.hi.is/index.php/netla/article/view/4217/2815 Rannveig Oddsdóttir og Hrafnhildur Ragnarsdóttir. (2021). Stafurinn minn og stafurinn þinn: Þróun stafaþekkingar íslenskra barna á aldrinum 4–6 ára. Tímarit um uppeldi og menntun, 30(2), 89–114. https://ojs.hi.is/index.php/tuuom/article/view/3457 Rannveig Oddsdóttir, Rúnar Sigþórsson, Sigríður Margrét Sigurðardóttir og Kjartan Ólafsson.(2022). Developing literacy education in Iceland: Literacy curriculum and practice in schools using beginning literacy and schools unsing other methods. Education 3–13. Doi: 10.1080/03004279.2022.2112735 Rannveig Oddsdóttir, Rúnar Sigþórsson, Sigríður Margrét Sigurðardóttir og Kjartan Ólafsson. (2022). Læsiskennsla í Byrjendalæsisskólum og öðrum skólum. Skólaþræðir. http://skolathraedir.is/2022/11/17/laesiskennsla-i-byrjendalaesisskolum-og-odrum-skolum/ Rannveig Oddsdóttir. (2025). Þróun lestrarfærni í 1.-2. bekk í ellefu Byrjendalæsis skólum. Netla. https://ojs.hi.is/index.php/netla/article/view/4252/2821. Rósa Eggertsdóttir. (2007). Byrjendalæsi.Skíma, 30(2), 17–21. Rúnar Sigþórsson og Gretar L. Mariósson. (2017). Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðerð. Háskólaútgáfan
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar