Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Siggeir Ævarsson skrifar 28. janúar 2026 18:33 Amandine Justine Toi var frábær fyrir Hauka í kvöld. Vísir/Pawel Valskonur tóku á móti Íslandsmeisturum Hauka í Bónus-deild kvenna í kvöld en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 4. og 5. sæti í þéttum pakka í efri hluta deildarinnar en Haukar slíta sig frá Val eftir leik kvöldsins sem lauk með 90-97 sigri Hauka. Dagbjört Dögg sækir á körfunaVísir/Pawel Eftir nokkuð flata byrjun á tímabilinu hafa Haukar verið að sækja í sig veðrið og voru með fjóra sigra í röð fyrir leikinn og héldu uppteknum hætti í kvöld. Gestirnir náðu fljótt upp smá forskoti og leiddu með ellefu eftir góða lokarispu í fyrsta leikhluta. Alyssa Cerino hóf annan leikhluta með látum og setti átta stig í röð. Þá rönkuðu Haukar við sér og héldu muninum um það bil í tíu stigum og í hálfleik munaði aftur ellefu stigum, staðan 42-53 og Haukar í bílstjórasætinu fram að þessu. Alyssa Cerino var stigahæst Valskvenna og hélt þeim inni í leiknum með þristum ofar en einu sinniVísir/Pawel Valskonur komu mjög einbeittar út í seinni hálfleikinn og skoruðu fyrstu níu stig hálfleiksins án svars. Emil tók leikhlé í stöðunni 51-53. Heimakonur komus svo yfir í stöðunni 55-54 en þá fór Eyjólfur loks að hressast og á sama tíma virtust Valskonur missa einbeitinguna, þá sérstaklega varnarmegin, og fengu á sig nokkrar ódýrar körfur. Staðan 65-73 fyrir lokasprettinn. Haukar voru með pálmann í höndunum þegar þær ýttu muninn upp í tíu stig í upphafi fjórða leikhluta en Valskonur neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í þrjú stig í kjölfarið. Þær komust þó ekki nær og ég set spurningamerki við nokkrar ákvarðanir í sóknarleik Vals í lokin en skotin voru bara engan vegin að detta á ögurstundu. Tinna Guðrún á fleygiferð í kvöld. Hún skilaði 16 stigum í hús.Vísir/Pawel Þær neituðu þó að gefast upp og minnkuðu muninn aftur í þrjú og lokasekúndur leiksins urðu æsispennandi en Haukar héldu haus og lokuðu þessum leik með sanngjörnum 90-97 sigri. Atvik leiksins Áhlaup Vals í upphafi síðari hálfleiks má færa til bókar sem atvik leiksins. Þær hófu leikhlutann á 13-1 áhlaupi og komust einu stigi yfir. Þetta gerði það að verkum að seinni hálfleikurinn varð virkilega spennandi og úr varð hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. Stjörnur og skúrkar Amandine Justine Toi var frábær í liði Hauka og stigahæst á vellinum með 31 stig. Krystal-Jade Freeman skilaði góðri tvöfaldri tvennu með 16 stig og tíu fráköst. Þóra Kristín stýrði leik Hauka með styrkri hendi í kvöld. 15 stig frá henni og sex stoðsendingar.Vísir/Pawel Hjá Val var Alyssa Cerino stigahæst með 24 stig og átti nokkra risastóra þrista þegar neyðin var stærst. Þóranna Kika Hodge-Carr kom næst með 21 stig og níu fráköst en hún var mjög öflug undir lokin þegar Valskonur freistuðu þess að taka lokaáhlaup. Þóranna Kika var öflug í liði Vals í kvöld.Vísir/Pawel Dómarar Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Federick Alfred U Capellan dæmdu leikinn í kvöld. Ég tók varla eftir að þeir væru á gólfinu í fyrri hálfleik og það er alltaf besta jafnvægið. Eftir því sem leið á leikinn komu nokkrir áhugaverðir dómar og ódýrar villur og var augljóst að stuðningsmenn Vals voru ekki á eitt sáttir með þeirra frammistöðu að þessu sinni. Dómaratríó kvöldsinsVísir/Pawel Tap Vals verður þó varla skrifað á dómgæsluna sem var heilt yfir þokkaleg. Stemming og umgjörð Það verður að hrósa Völsurum fyrir flotta umgjörð og góða mætingu í kvöld. Pálmar Ragnarsson var mættur með heilan herskara af yngri flokka iðkendum sem héldu uppi fjörinu bæði fyrir leik og á milli leikhluta. Ég held að ég hafi bara ekki séð jafn góða mætingu í stúkuna á Hlíðarenda síðan í úrslitakeppninni síðasta vor. Viðtöl Emil Barja: „Stefna á að vinna restina af leikjunum“ Emil Barja fer yfir málin með sínum konumVísir/Pawel Emil Barja, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn í kvöld en viðurkenndi að Valskonur hefðu náð að skjóta honum skelk í bringu í upphafi síðari hálfleiks. „Algjörlega. Ég held að þær hafi meira að segja komist yfir, komust einu stigi yfir. Ég er ótrúlega ánægður bara að við létum þær ekki keyra yfir okkur. Náðum aðeins að koma til baka og þétta raðirnar og tókum þetta.“ „Við vissum alveg að þær væru að fara að taka áhlaup og þetta væri ekkert að fara að enda í einhverjum 20 stigum. Bara ótrúlega mikill karakter að geta tekið þetta á sig og bara komið til baka og byrjað upp á nýtt okkar áhlaup. Ég er mjög ánægður með leikinn.“ Emil fékk góða frammistöðu úr ýmsum áttum í kvöld og var að vonum sáttur með það. „Mér fannst allar sem voru með boltann, ég treysti þeim til að skora. Ég held að það sé líka svolítið styrkleikinn okkar. Við erum með fullt af skorurum sem geta stigið upp og tekið yfir leikinn. Við gátum alltaf fundið rétta „mis-match-ið“ sem við vorum að leita að og sótt á það.“ Sigurinn í kvöld er Haukum afar mikilvægur í ljósi þess hve deildin er jöfn á þessum tímapunkti. „Miðað við hvað deildin er jöfn akkúrat núna skiptir þetta alveg gríðarlegu máli. Við erum jöfn núna í efsta með nokkrum liðum eftir úrslitin í gær. Við verðum bara að halda áfram okkar. Byrjum á því að komast áfram í þennan efri hluta sem lítur ágætlega út núna. Svo erum við bara að stefna á að vinna restina af leikjunum.“ Þrátt fyrir að landa sigri og ágæta frammistöðu er alltaf rými fyrir bætingu og lítur Emil sérstaklega til frákastanna. „Eins og ég sagði fyrir leikinn þá erum við búin að leggja hvílíkt mikla áherslu á fráköst og það er það eina sem við töluðum um en við töpum þeim með tíu. Vorum að vinna reyndar eftir þriðja en svo enda þær á að taka hvert frákastið á eftir öðru í fjórða sem gerði mann svolítið stressaðan. En þá vitum við ennþá hvað við þurfum að bæta okkur í. Það er bara akkúrat þetta. Við getum skotið, við getum hlaupið og við getum spilað helvíti fína vörn en þessi fráköst eru ótrúlega mikilvæg og við verðum að vera betri þar.“ Jamil Abiad: „Við tókum fótinn af bensíngjöfinni“ Jamil Abiad er þjálfari ValsVísir/Pawel Jamil Abiad, þjálfari Vals, var ánægður með um það bil fimm mínútur af leik sinna kvenna í kvöld. Körfuboltinn er leikur áhlaupa og eftir gott áhlaup í upphafi síðari hálfleiks fjaraði undan Valskonum. „Við tókum fótinn af bensíngjöfinni. Eins og ég hef sagt allt tímabilið þá er það vörnin okkar sem setur tóninn. Við spiluðum vörn í um það bil fimm mínútur í þriðja leikhluta sem kom okkur inn í leikinn og við komumst yfir. En svo leyfðum við þeim að koma til baka og þetta var fram og til baka eftir það. Liðið sem náði flestum stoppum í lokin var liðin sem sótti sigur í dag. Þær spiluðu vel og við verðum að verða betri í að framkvæma það sem við viljum framkvæmda yfir lengri tíma í einu.“ Sóknarleikur Vals gekk illa undir lokin og fóru nokkur galopin færi forgörðum. Jamil viðurkenndi að það væri mjög svekkjandi að horfa upp á slík færi klikka. „Það er mjög svekkjandi, sérstaklega þegar þú ert að klikka úr auðveldum færum. Ég segi stelpunum alltaf að vont skot er bara tapaður bolti. Að tryggja að við tökum góð skot hjálpar okkur að bregðast við varnarmegin og koma okkur í stöður þar. Við brenndum af nokkrum auðveldum sniðskotum í lokin en Alyssa setti líka niður tvo ævintýralega þrista sem kom okkur nálægt þeim. En þegar öllu er á botninn hvolft er það vörnin og að ná stoppum þar sem skiptir öllu máli.“ Hann tekur þó engu að síður jákvæða punkta úr þessu tapi. „Engin spurning. Þriðji leikhlutinn er eitthvað sem við munum taka með okkur úr leiknum og reyna að spila þannig í lengri tíma. Við erum búin að vera gott varnarlið í vetur en þegar lið skora yfir 90 stig þá töpum við. Við þurfum bara að halda liðum í lægra skori og halda okkur við skipulagið okkar. Bónus-deild kvenna Valur Haukar
Valskonur tóku á móti Íslandsmeisturum Hauka í Bónus-deild kvenna í kvöld en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 4. og 5. sæti í þéttum pakka í efri hluta deildarinnar en Haukar slíta sig frá Val eftir leik kvöldsins sem lauk með 90-97 sigri Hauka. Dagbjört Dögg sækir á körfunaVísir/Pawel Eftir nokkuð flata byrjun á tímabilinu hafa Haukar verið að sækja í sig veðrið og voru með fjóra sigra í röð fyrir leikinn og héldu uppteknum hætti í kvöld. Gestirnir náðu fljótt upp smá forskoti og leiddu með ellefu eftir góða lokarispu í fyrsta leikhluta. Alyssa Cerino hóf annan leikhluta með látum og setti átta stig í röð. Þá rönkuðu Haukar við sér og héldu muninum um það bil í tíu stigum og í hálfleik munaði aftur ellefu stigum, staðan 42-53 og Haukar í bílstjórasætinu fram að þessu. Alyssa Cerino var stigahæst Valskvenna og hélt þeim inni í leiknum með þristum ofar en einu sinniVísir/Pawel Valskonur komu mjög einbeittar út í seinni hálfleikinn og skoruðu fyrstu níu stig hálfleiksins án svars. Emil tók leikhlé í stöðunni 51-53. Heimakonur komus svo yfir í stöðunni 55-54 en þá fór Eyjólfur loks að hressast og á sama tíma virtust Valskonur missa einbeitinguna, þá sérstaklega varnarmegin, og fengu á sig nokkrar ódýrar körfur. Staðan 65-73 fyrir lokasprettinn. Haukar voru með pálmann í höndunum þegar þær ýttu muninn upp í tíu stig í upphafi fjórða leikhluta en Valskonur neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í þrjú stig í kjölfarið. Þær komust þó ekki nær og ég set spurningamerki við nokkrar ákvarðanir í sóknarleik Vals í lokin en skotin voru bara engan vegin að detta á ögurstundu. Tinna Guðrún á fleygiferð í kvöld. Hún skilaði 16 stigum í hús.Vísir/Pawel Þær neituðu þó að gefast upp og minnkuðu muninn aftur í þrjú og lokasekúndur leiksins urðu æsispennandi en Haukar héldu haus og lokuðu þessum leik með sanngjörnum 90-97 sigri. Atvik leiksins Áhlaup Vals í upphafi síðari hálfleiks má færa til bókar sem atvik leiksins. Þær hófu leikhlutann á 13-1 áhlaupi og komust einu stigi yfir. Þetta gerði það að verkum að seinni hálfleikurinn varð virkilega spennandi og úr varð hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. Stjörnur og skúrkar Amandine Justine Toi var frábær í liði Hauka og stigahæst á vellinum með 31 stig. Krystal-Jade Freeman skilaði góðri tvöfaldri tvennu með 16 stig og tíu fráköst. Þóra Kristín stýrði leik Hauka með styrkri hendi í kvöld. 15 stig frá henni og sex stoðsendingar.Vísir/Pawel Hjá Val var Alyssa Cerino stigahæst með 24 stig og átti nokkra risastóra þrista þegar neyðin var stærst. Þóranna Kika Hodge-Carr kom næst með 21 stig og níu fráköst en hún var mjög öflug undir lokin þegar Valskonur freistuðu þess að taka lokaáhlaup. Þóranna Kika var öflug í liði Vals í kvöld.Vísir/Pawel Dómarar Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Federick Alfred U Capellan dæmdu leikinn í kvöld. Ég tók varla eftir að þeir væru á gólfinu í fyrri hálfleik og það er alltaf besta jafnvægið. Eftir því sem leið á leikinn komu nokkrir áhugaverðir dómar og ódýrar villur og var augljóst að stuðningsmenn Vals voru ekki á eitt sáttir með þeirra frammistöðu að þessu sinni. Dómaratríó kvöldsinsVísir/Pawel Tap Vals verður þó varla skrifað á dómgæsluna sem var heilt yfir þokkaleg. Stemming og umgjörð Það verður að hrósa Völsurum fyrir flotta umgjörð og góða mætingu í kvöld. Pálmar Ragnarsson var mættur með heilan herskara af yngri flokka iðkendum sem héldu uppi fjörinu bæði fyrir leik og á milli leikhluta. Ég held að ég hafi bara ekki séð jafn góða mætingu í stúkuna á Hlíðarenda síðan í úrslitakeppninni síðasta vor. Viðtöl Emil Barja: „Stefna á að vinna restina af leikjunum“ Emil Barja fer yfir málin með sínum konumVísir/Pawel Emil Barja, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn í kvöld en viðurkenndi að Valskonur hefðu náð að skjóta honum skelk í bringu í upphafi síðari hálfleiks. „Algjörlega. Ég held að þær hafi meira að segja komist yfir, komust einu stigi yfir. Ég er ótrúlega ánægður bara að við létum þær ekki keyra yfir okkur. Náðum aðeins að koma til baka og þétta raðirnar og tókum þetta.“ „Við vissum alveg að þær væru að fara að taka áhlaup og þetta væri ekkert að fara að enda í einhverjum 20 stigum. Bara ótrúlega mikill karakter að geta tekið þetta á sig og bara komið til baka og byrjað upp á nýtt okkar áhlaup. Ég er mjög ánægður með leikinn.“ Emil fékk góða frammistöðu úr ýmsum áttum í kvöld og var að vonum sáttur með það. „Mér fannst allar sem voru með boltann, ég treysti þeim til að skora. Ég held að það sé líka svolítið styrkleikinn okkar. Við erum með fullt af skorurum sem geta stigið upp og tekið yfir leikinn. Við gátum alltaf fundið rétta „mis-match-ið“ sem við vorum að leita að og sótt á það.“ Sigurinn í kvöld er Haukum afar mikilvægur í ljósi þess hve deildin er jöfn á þessum tímapunkti. „Miðað við hvað deildin er jöfn akkúrat núna skiptir þetta alveg gríðarlegu máli. Við erum jöfn núna í efsta með nokkrum liðum eftir úrslitin í gær. Við verðum bara að halda áfram okkar. Byrjum á því að komast áfram í þennan efri hluta sem lítur ágætlega út núna. Svo erum við bara að stefna á að vinna restina af leikjunum.“ Þrátt fyrir að landa sigri og ágæta frammistöðu er alltaf rými fyrir bætingu og lítur Emil sérstaklega til frákastanna. „Eins og ég sagði fyrir leikinn þá erum við búin að leggja hvílíkt mikla áherslu á fráköst og það er það eina sem við töluðum um en við töpum þeim með tíu. Vorum að vinna reyndar eftir þriðja en svo enda þær á að taka hvert frákastið á eftir öðru í fjórða sem gerði mann svolítið stressaðan. En þá vitum við ennþá hvað við þurfum að bæta okkur í. Það er bara akkúrat þetta. Við getum skotið, við getum hlaupið og við getum spilað helvíti fína vörn en þessi fráköst eru ótrúlega mikilvæg og við verðum að vera betri þar.“ Jamil Abiad: „Við tókum fótinn af bensíngjöfinni“ Jamil Abiad er þjálfari ValsVísir/Pawel Jamil Abiad, þjálfari Vals, var ánægður með um það bil fimm mínútur af leik sinna kvenna í kvöld. Körfuboltinn er leikur áhlaupa og eftir gott áhlaup í upphafi síðari hálfleiks fjaraði undan Valskonum. „Við tókum fótinn af bensíngjöfinni. Eins og ég hef sagt allt tímabilið þá er það vörnin okkar sem setur tóninn. Við spiluðum vörn í um það bil fimm mínútur í þriðja leikhluta sem kom okkur inn í leikinn og við komumst yfir. En svo leyfðum við þeim að koma til baka og þetta var fram og til baka eftir það. Liðið sem náði flestum stoppum í lokin var liðin sem sótti sigur í dag. Þær spiluðu vel og við verðum að verða betri í að framkvæma það sem við viljum framkvæmda yfir lengri tíma í einu.“ Sóknarleikur Vals gekk illa undir lokin og fóru nokkur galopin færi forgörðum. Jamil viðurkenndi að það væri mjög svekkjandi að horfa upp á slík færi klikka. „Það er mjög svekkjandi, sérstaklega þegar þú ert að klikka úr auðveldum færum. Ég segi stelpunum alltaf að vont skot er bara tapaður bolti. Að tryggja að við tökum góð skot hjálpar okkur að bregðast við varnarmegin og koma okkur í stöður þar. Við brenndum af nokkrum auðveldum sniðskotum í lokin en Alyssa setti líka niður tvo ævintýralega þrista sem kom okkur nálægt þeim. En þegar öllu er á botninn hvolft er það vörnin og að ná stoppum þar sem skiptir öllu máli.“ Hann tekur þó engu að síður jákvæða punkta úr þessu tapi. „Engin spurning. Þriðji leikhlutinn er eitthvað sem við munum taka með okkur úr leiknum og reyna að spila þannig í lengri tíma. Við erum búin að vera gott varnarlið í vetur en þegar lið skora yfir 90 stig þá töpum við. Við þurfum bara að halda liðum í lægra skori og halda okkur við skipulagið okkar.