Handbolti

Dagur hengdi hrak­spá hand­boltasér­fræðings upp á króatíska hótelinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur Sigurðsson fann leið til að kveikja í sínum mönnum.
Dagur Sigurðsson fann leið til að kveikja í sínum mönnum. vísir/getty

Þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta, Dagur Sigurðsson, virðist nýta öll tækifæri sem gefast til að brýna sína menn áfram á Evrópumótinu.

Fyrir EM birti danski handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen spá sína um mótið á Twitter. Þar sagði hann líklegast að Króatar myndu valda mestum vonbrigðum á EM.

Sænski íþróttafréttamaðurinn Johan Flinck rakst á tíst Boysens útprentað á vegg á hóteli króatíska liðsins í Malmö.

Strákarnir hans Dags eru á góðri leið með að afsanna hrakspár Boysens en þeir eru með fjögur stig í milliriðli II.

Króatía sigraði Ísland, 29-30, á föstudaginn og sigraði svo Sviss í fyrradag, 24-28.

Mikil spenna er í milliriðli II en Ísland, Svíþjóð, Slóvenía og Króatía eru öll með fjögur stig þegar tveimur umferðum er ólokið. Klukkan 17:00 í dag mæta Króatar Slóvenum. Tvö efstu lið milliriðils II komast í undanúrslitin á EM. 

Króatía lenti í 2. sæti E-riðils. Liðið vann Georgíu, 32-29, og Holland, 29-35, en tapaði fyrir Svíþjóð, 33-25. Það er eini tapleikur króatíska liðsins á EM.

Dagur er á sínu þriðja stórmóti með króatíska liðið en hann tók við því fyrir tæpum tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×