Handbolti

Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í ís­lenska riðlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson gat brosað eftir góðan sigur þótt frammistaðan hafi ekki verið neitt frábær. Eftir að hafa byrjað leikinn 4-0 undir var fjögurra marka sigur vel þeginn.
Dagur Sigurðsson gat brosað eftir góðan sigur þótt frammistaðan hafi ekki verið neitt frábær. Eftir að hafa byrjað leikinn 4-0 undir var fjögurra marka sigur vel þeginn. Getty/Sanjin Strukic

Dagur Sigurðsson stýrði króatíska landsliðinu til sigurs á Svisslendingum í kvöld í lokaleik dagsins í íslenska milliriðlinum.

Króatía vann leikinn með fjögurra marka mun, 28-24 og hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í milliriðlinum.

Fjögur lið, þar á meðal Ísland og Króatía, eru nú jöfn með fjögur stig og það stefnir í gríðarlega baráttu um sætin tvö sem eru í boði í undanúrslitum EM.

Leikurinn byrjaði samt hræðilega fyrir króatíska liðið því Svisslendingar skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum og voru næði 5-0 og 5-1 yfir á upphafsmínútum leiksins.

Fyrsta mark Króatanna kom ekki fyrr en eftir níu mínútna leik. Króatíska liðið sneri leiknum með fjórum mörkum í röð sem breyttu stöðunni úr 7-5 fyrir Sviss í 9-7 fyrir Króatíu.

Króatarnir voru síðan tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11.

Í seinni hálfleik voru Króatarnir alltaf skrefinu á undan. Þeir náðu mest fimm marka forskoti en í lokin munaði fjórum mörkum.

Zvonimir Srna og Ivan Martinović voru markahæstir með fimm mörk en Dominik Kuzmanović markvörður var valinn maður leiksins. Kuzmanović varði ekki mörg skot en þau komu á mikilvægum tímapunktum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×