„Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2026 19:34 Viggó Kristjánsson var gjörsamlega frábær fyrir íslenska liðið í dag. Vísir/Viggó Viggó Kristjánsson var maður leiksins er Ísland vann frækinn átta marka sigur gegn Svíum á EM í handbolta í dag. Viggó kom inn af bekknum og skoraði ellefu mörk úr jafn mörgum skotum. Það er því óhætt að segja að hann hafi nýtt tækifærið vel og fyrsta spurning sem hann fékk í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leik var hversu peppaður hann hefði verið að koma inn og láta ljós sitt skína á skalanum 1-10. „Bara tíu. Það var bara kominn tími til,“ sagði Viggó einfaldlega eftir leikinn. „Ég var ekkert brjálaður, en auðvitað var ég kannski langt niðri eftir Króataleikinn. En það var bara það kvöld,“ bætti Viggó við. „Sem betur fer kemur bara strax leikur tveimur dögum seinna og það þurfti bara að undirbúa sig fyrir þann leik. Ég fann það bara að við vildum allir vinna þennan leik í dag. Það fór ekkert á milli mála að orkan í leikmönnum var allt önnur en á móti Króötum.“ Þá segir Viggó að orkan sem vantaði gegn Króötum hafi skilað sér í hús í dag. „Já, og öll hjálparvörnin í dag og bara þessi íslenska geðveiki sem við tölum oft um, þetta var hún. Og stúkan með og þetta var bara ótrúlega gaman.“ Þá segir hann það hafa komið skemmtilega á óvart að sjá og heyra að Íslendingar hafi svo gott sem átt höllina í Svíþjóð, þrátt fyrir að hafa verið í miklum minnihluta. „Það var ótrúlega skemmtilegt og ég held bara að áhorfendur hafi fundið það að við komum með orkuna á vellinum og svo kom orkan úr stúkunni og saman tókum við yfir. Þeir komu vissulega með áhlaup þarna í byrjun seinni, en við héldum áfram að þora og náðum að halda þessu forskoti.“ Hann viðurkennir þó að það hafi verið óþægilegt að vita af Svíunum að anda ofan í hálsmálið á íslenska liðinu. „Auðvitað halda þeir áfram að setja þrýsting á okkur. Þeir eru með frábært lið og við fórum að leka inn fleiri mörkum en við vorum að gera í fyrri hálfleik. Sem betur fer héldum við áfram að þora í sókninni. Við héldum áfram að þora að taka skot og við héldum áfram að þora að keyra á þá í seinni bylgjunni og það skipti máli. Við fengum nokkur auðveld mörk, en annars hefði þetta kannski getað orðið erfiðara.“ Leikurinn var þó ekki aðeins dans á rósum fyrir Viggó, því hann snéri sig þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka og gat ekki klárað leikinn. Hann er þó viss um að hann verði klár í næsta leik. „Ég bara snéri mig þegar það voru einhverjar tíu mínútur eftir. Ég held að ég hafi stigið ofan á Gísla Þorgeir í vörninni. Hann á ekkert að vera þarna í vörninni að þvælast fyrir,“ sagði Viggó léttur. „Þetta var ekki gott, en ég vonast til að ná mér sem fyrst,“ sagði Viggó að lokum. Klippa: Viggó eftir sigurinn gegn Svíum Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira
Viggó kom inn af bekknum og skoraði ellefu mörk úr jafn mörgum skotum. Það er því óhætt að segja að hann hafi nýtt tækifærið vel og fyrsta spurning sem hann fékk í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leik var hversu peppaður hann hefði verið að koma inn og láta ljós sitt skína á skalanum 1-10. „Bara tíu. Það var bara kominn tími til,“ sagði Viggó einfaldlega eftir leikinn. „Ég var ekkert brjálaður, en auðvitað var ég kannski langt niðri eftir Króataleikinn. En það var bara það kvöld,“ bætti Viggó við. „Sem betur fer kemur bara strax leikur tveimur dögum seinna og það þurfti bara að undirbúa sig fyrir þann leik. Ég fann það bara að við vildum allir vinna þennan leik í dag. Það fór ekkert á milli mála að orkan í leikmönnum var allt önnur en á móti Króötum.“ Þá segir Viggó að orkan sem vantaði gegn Króötum hafi skilað sér í hús í dag. „Já, og öll hjálparvörnin í dag og bara þessi íslenska geðveiki sem við tölum oft um, þetta var hún. Og stúkan með og þetta var bara ótrúlega gaman.“ Þá segir hann það hafa komið skemmtilega á óvart að sjá og heyra að Íslendingar hafi svo gott sem átt höllina í Svíþjóð, þrátt fyrir að hafa verið í miklum minnihluta. „Það var ótrúlega skemmtilegt og ég held bara að áhorfendur hafi fundið það að við komum með orkuna á vellinum og svo kom orkan úr stúkunni og saman tókum við yfir. Þeir komu vissulega með áhlaup þarna í byrjun seinni, en við héldum áfram að þora og náðum að halda þessu forskoti.“ Hann viðurkennir þó að það hafi verið óþægilegt að vita af Svíunum að anda ofan í hálsmálið á íslenska liðinu. „Auðvitað halda þeir áfram að setja þrýsting á okkur. Þeir eru með frábært lið og við fórum að leka inn fleiri mörkum en við vorum að gera í fyrri hálfleik. Sem betur fer héldum við áfram að þora í sókninni. Við héldum áfram að þora að taka skot og við héldum áfram að þora að keyra á þá í seinni bylgjunni og það skipti máli. Við fengum nokkur auðveld mörk, en annars hefði þetta kannski getað orðið erfiðara.“ Leikurinn var þó ekki aðeins dans á rósum fyrir Viggó, því hann snéri sig þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka og gat ekki klárað leikinn. Hann er þó viss um að hann verði klár í næsta leik. „Ég bara snéri mig þegar það voru einhverjar tíu mínútur eftir. Ég held að ég hafi stigið ofan á Gísla Þorgeir í vörninni. Hann á ekkert að vera þarna í vörninni að þvælast fyrir,“ sagði Viggó léttur. „Þetta var ekki gott, en ég vonast til að ná mér sem fyrst,“ sagði Viggó að lokum. Klippa: Viggó eftir sigurinn gegn Svíum
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira