Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2026 21:40 Justin James sneri aftur í lið Álftaness í kvöld. vísir/hulda margrét Álftanes vann mikilvægan sigur á ÍA, 89-83, í endurkomuleik Justins James í Kaldalónshöllinni í kvöld. James hafði nokkuð hægt um sig í leiknum en afþiðnaði á réttum tíma og fór langt með að tryggja Álftnesingum sigurinn þegar hann setti niður þriggja stiga körfu þegar ein mínúta og nítján sekúndur voru eftir og kom sínum mönnum í 85-81. Lítill glans var á spilamennsku Álftaness í kvöld en liðið kláraði dæmið og landaði sterkum sigri. Með honum komust Álftnesingar upp í 6. sæti deildarinnar. Skagamenn eru áfram á botninum með sex stig en þeir hafa tapað sjö leikjum í röð. Akurnesingar mættu beittir til leiks og settu niður þrjár þriggja stiga körfur á fyrstu þremur mínútunum. Þeir spiluðu ljómandi fínan sóknarleik og þegar ein mínúta og 27 sekúndur voru eftir af 1. leikhluta kom Daryll Morsell þeim þrettán stigum yfir, 15-28. Næsta karfa ÍA kom svo ekki fyrr en ein mínúta og 35 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá minnkaði Josip B muninn í 37-36. Þrátt fyrir ótrúlegar ófarir Skagamanna í sókninni nýttu Álftnesingar sér það ekki betur en svo að munurinn var bara eitt stig í hálfleik, 41-40. Þegar verst gekk í sókninni hélt ÍA sér inni í leiknum með því að komast á vítalínuna en þaðan skoraði liðið öll átta stigin sín á tíu mínútna kaflanum sem áður var nefndur. Álftanes byrjaði seinni hálfleikinn ívið betur en síðan tók Morsell til sinna ráða. Hann skoraði tíu stig á stuttum tíma og Skagamenn komust á beinu brautina. Þeir náðu sex stiga forskoti, 53-59, eftir að hafa skorað níu stig í röð. Álftnesingar svöruðu með 9-0 kafla og þeir leiddu með þremur stigum, 68-65, fyrir lokaleikhlutann. Liðin skiptust á höggum í 4. leikhluta. Morsell hélt áfram að setja niður skot og hann kom ÍA fimm stigum yfir, 74-79, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Þá kom fát á Skagamenn sem töpuðu boltanum í þremur sóknum í röð og Álftnesingar komust í 82-79. Gestirnir minnkuðu muninn í eitt stig, 82-81, en þá lyfti James sér upp, negldi niður þristi og fór langt með að klára leikinn. ÍA minnkaði muninn í 87-83 þegar Barnjak setti niður tvö víti en David Okeke skoraði síðustu stig leiksins, 89-83. Atvik leiksins Auðvelt val að þessu sinni. Þriggja stiga karfan hjá James undir lokin kom Álftnesingum í heimahöfn og var auðvitað viðeigandi í endurkomuleiknum. Stjörnur og skúrkar James var nokkuð spakur í leiknum og skoraði aðeins fimm körfur. En tvær þeirra komu undir lokin og hann endaði með átján stig. Okeke var öflugur í seinni hálfleik og skilaði tuttugu stigum og Nikola Miscovic skilaði tólf stigum af bekknum. Morsell var nokkuð rólegur í fyrri hálfleik og skoraði þá aðeins átta stig. Það kviknaði heldur betur á honum eftir hlé og hann hélt ÍA þá inni í leiknum með frábærum sóknartöktum. Hann lauk leik með þrjátíu stig og átta fráköst. Dokovic og Styrmir létu einnig talsvert að sér kveða. Sá fyrrnefndi skoraði tuttugu stig en sá síðarnefndi fjórtán. Barnjak átti afar erfitt uppdráttar í skotunum og klikkaði á tólf af þeim fjórtán sem hann tók í leiknum. Stemmning og umgjörð Fínasta mæting var í Kaldalónshöllina í kvöld og bæjarbúar voru greinilega spenntir fyrir endurkomu James. Og hann olli þeim ekki vonbrigðum. Dómarar Gunnlaugur Briem, Birgir Örn Hjörvarsson og Sigurbaldur Frímannsson dæmdu leik kvöldsins. Þeir fengu á köflum bágt fyrir frá leikmönnum og stuðningsmönnum liðanna. Viðtöl Bónus-deild karla UMF Álftanes ÍA
Álftanes vann mikilvægan sigur á ÍA, 89-83, í endurkomuleik Justins James í Kaldalónshöllinni í kvöld. James hafði nokkuð hægt um sig í leiknum en afþiðnaði á réttum tíma og fór langt með að tryggja Álftnesingum sigurinn þegar hann setti niður þriggja stiga körfu þegar ein mínúta og nítján sekúndur voru eftir og kom sínum mönnum í 85-81. Lítill glans var á spilamennsku Álftaness í kvöld en liðið kláraði dæmið og landaði sterkum sigri. Með honum komust Álftnesingar upp í 6. sæti deildarinnar. Skagamenn eru áfram á botninum með sex stig en þeir hafa tapað sjö leikjum í röð. Akurnesingar mættu beittir til leiks og settu niður þrjár þriggja stiga körfur á fyrstu þremur mínútunum. Þeir spiluðu ljómandi fínan sóknarleik og þegar ein mínúta og 27 sekúndur voru eftir af 1. leikhluta kom Daryll Morsell þeim þrettán stigum yfir, 15-28. Næsta karfa ÍA kom svo ekki fyrr en ein mínúta og 35 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá minnkaði Josip B muninn í 37-36. Þrátt fyrir ótrúlegar ófarir Skagamanna í sókninni nýttu Álftnesingar sér það ekki betur en svo að munurinn var bara eitt stig í hálfleik, 41-40. Þegar verst gekk í sókninni hélt ÍA sér inni í leiknum með því að komast á vítalínuna en þaðan skoraði liðið öll átta stigin sín á tíu mínútna kaflanum sem áður var nefndur. Álftanes byrjaði seinni hálfleikinn ívið betur en síðan tók Morsell til sinna ráða. Hann skoraði tíu stig á stuttum tíma og Skagamenn komust á beinu brautina. Þeir náðu sex stiga forskoti, 53-59, eftir að hafa skorað níu stig í röð. Álftnesingar svöruðu með 9-0 kafla og þeir leiddu með þremur stigum, 68-65, fyrir lokaleikhlutann. Liðin skiptust á höggum í 4. leikhluta. Morsell hélt áfram að setja niður skot og hann kom ÍA fimm stigum yfir, 74-79, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Þá kom fát á Skagamenn sem töpuðu boltanum í þremur sóknum í röð og Álftnesingar komust í 82-79. Gestirnir minnkuðu muninn í eitt stig, 82-81, en þá lyfti James sér upp, negldi niður þristi og fór langt með að klára leikinn. ÍA minnkaði muninn í 87-83 þegar Barnjak setti niður tvö víti en David Okeke skoraði síðustu stig leiksins, 89-83. Atvik leiksins Auðvelt val að þessu sinni. Þriggja stiga karfan hjá James undir lokin kom Álftnesingum í heimahöfn og var auðvitað viðeigandi í endurkomuleiknum. Stjörnur og skúrkar James var nokkuð spakur í leiknum og skoraði aðeins fimm körfur. En tvær þeirra komu undir lokin og hann endaði með átján stig. Okeke var öflugur í seinni hálfleik og skilaði tuttugu stigum og Nikola Miscovic skilaði tólf stigum af bekknum. Morsell var nokkuð rólegur í fyrri hálfleik og skoraði þá aðeins átta stig. Það kviknaði heldur betur á honum eftir hlé og hann hélt ÍA þá inni í leiknum með frábærum sóknartöktum. Hann lauk leik með þrjátíu stig og átta fráköst. Dokovic og Styrmir létu einnig talsvert að sér kveða. Sá fyrrnefndi skoraði tuttugu stig en sá síðarnefndi fjórtán. Barnjak átti afar erfitt uppdráttar í skotunum og klikkaði á tólf af þeim fjórtán sem hann tók í leiknum. Stemmning og umgjörð Fínasta mæting var í Kaldalónshöllina í kvöld og bæjarbúar voru greinilega spenntir fyrir endurkomu James. Og hann olli þeim ekki vonbrigðum. Dómarar Gunnlaugur Briem, Birgir Örn Hjörvarsson og Sigurbaldur Frímannsson dæmdu leik kvöldsins. Þeir fengu á köflum bágt fyrir frá leikmönnum og stuðningsmönnum liðanna. Viðtöl