Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar 21. janúar 2026 11:00 Það var að mörgu leiti athyglisvert að fylgjast með fundi í Bæjarstjórn Kópavogs s.l. þriðjudag. Í umræðu, sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Bergljót Kristinsdóttir hóf, um fyrstu hækkun ársins 2026 á leikskólagjöldum í Kópavogi, sem gerir þau þau dýrustu á landinu, afhjúpaðist afstaða Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra hans til mögulegra lækkana eða leiðréttingar á leikskólagjöldum, það kemur ekki til greina og er ekki til umræðu að þeirra hálfu. Virkar módelið? Kópavogsmódelið í leikskólamálum er nú að komast á sitt þriðja ár og hefur að mörgu leiti tekist bara ágætlega a.m.k. er óumdeilt að ánægja starfsmanna er meiri, lokarnir á deildum eða skólum vegna manneklu hafa dregist mjög saman. Margir foreldrar og börn eru ánægðir með breytingarnar, aðrir eru óánægðir eins og gengur og gerist í stórum og flóknum málaflokki þar sem þarfir og aðstæður fólks eru mjög misjafnar en í grunninn hefur “ástandið” í leikskólum bæjarins batnað. Módelið er ekki fullkomið, frekar en önnur mannanna verk, og þarf og á að vera undir sífeldri endurskoðun og rýni með það að markmiði að bæta leikskólana í Kópavogi. Er dvalarkostnaður sanngjarn? Það er rétt að halda því til haga að Bergljót og Samfylkingin studdu Kópavogsmódelið þegar það var samþykkt í bæjarstjórn en við höfum bent á frá upphafi að gjaldskráin væri of brött, þ.e.a.s þeir sem ekki geta stytt dvalartíma barnanna sinna niður í 6 tíma á dag eða 30 tíma á viku eða minna þurfa að borga of mikið fyrir dvölina, þar sé vitlaust gefið. Á mannamáli má segja að grunnhugmyndin í Kópavogsmódelinu sé að 6 tímar á dag eða 30 tímar á viku séu fríir en svo sé rukkað hressilega fyrir umframvistun til að sem flestir velji að stytta dvalartíma barna sinna og þá leysast ýmis vandamál varðandi mönnun sem t.d. urðu til vegna styttingu vinnuvikunnar. Þetta hafa tæp 30% foreldra í Kópavogi kosið að gera en rúmlega 70% eru með börn sín lengur en 30 tíma og örugglega af margvíslegum ástæðum, lítið bakland, vinnuskylda o.s.frv. Eftir síðustu hækkun sem var til umræðu á þriðjudaginn kosta sjö klukkutímar 29.331 og átta 44.001 og þeir foreldrar sem þurfa á 9 tíma vistun fyrir barnið sitt borga 75.589 krónur og þetta finnst okkur í Samfylkingunni frekar skörp/brött hækkun. Það hafa heldur engar rannsóknir eða tilraunir hafa verið gerðar með að finna hvar “sársaukamörk” eða virðismörk leikskólagjalda eru hjá foreldrum, þ.e.a.s. hversu lágt gjöldin gætu farið áður en þeir foreldrar sem hafa stytt vistun barna sinna myndu aftur fara að lengja dvalartímann. Bæjarstjórinn hélt því samt ítrekað fram í ræðustól að ef gjöldin yrðu lækkuð, að því virtist þó ekki væri nema um eina krónu því þá myndi kerfið hrynja, samt geta önnur sveitarfélög með svipaða lausn haft lægri gjöld. Kostnaðarhlutdeild foreldra Svo er önnur hlið á þessum gjöldum. Kostnaðarhlutur foreldra fyrir Kópavogsmódelið var um 10% af rekstarkostnaði leikskólanna í bænum. Hluturinn er ennþá 10% en bara 70% foreldra sem borga þennan hlut og þurfa því eðlilega að borga meira hver um sig til að halda þessu hlutfalli. Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins var alveg skýr með það á bæjarstjórnarfundinum að þessa hlutdeild og þar með leikskólagjöldin standi ekki til að lækka. Þá vitum við það, a.m.k. framyfir kosningar 16. maí. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi 7. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Kópavogur Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Það var að mörgu leiti athyglisvert að fylgjast með fundi í Bæjarstjórn Kópavogs s.l. þriðjudag. Í umræðu, sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Bergljót Kristinsdóttir hóf, um fyrstu hækkun ársins 2026 á leikskólagjöldum í Kópavogi, sem gerir þau þau dýrustu á landinu, afhjúpaðist afstaða Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra hans til mögulegra lækkana eða leiðréttingar á leikskólagjöldum, það kemur ekki til greina og er ekki til umræðu að þeirra hálfu. Virkar módelið? Kópavogsmódelið í leikskólamálum er nú að komast á sitt þriðja ár og hefur að mörgu leiti tekist bara ágætlega a.m.k. er óumdeilt að ánægja starfsmanna er meiri, lokarnir á deildum eða skólum vegna manneklu hafa dregist mjög saman. Margir foreldrar og börn eru ánægðir með breytingarnar, aðrir eru óánægðir eins og gengur og gerist í stórum og flóknum málaflokki þar sem þarfir og aðstæður fólks eru mjög misjafnar en í grunninn hefur “ástandið” í leikskólum bæjarins batnað. Módelið er ekki fullkomið, frekar en önnur mannanna verk, og þarf og á að vera undir sífeldri endurskoðun og rýni með það að markmiði að bæta leikskólana í Kópavogi. Er dvalarkostnaður sanngjarn? Það er rétt að halda því til haga að Bergljót og Samfylkingin studdu Kópavogsmódelið þegar það var samþykkt í bæjarstjórn en við höfum bent á frá upphafi að gjaldskráin væri of brött, þ.e.a.s þeir sem ekki geta stytt dvalartíma barnanna sinna niður í 6 tíma á dag eða 30 tíma á viku eða minna þurfa að borga of mikið fyrir dvölina, þar sé vitlaust gefið. Á mannamáli má segja að grunnhugmyndin í Kópavogsmódelinu sé að 6 tímar á dag eða 30 tímar á viku séu fríir en svo sé rukkað hressilega fyrir umframvistun til að sem flestir velji að stytta dvalartíma barna sinna og þá leysast ýmis vandamál varðandi mönnun sem t.d. urðu til vegna styttingu vinnuvikunnar. Þetta hafa tæp 30% foreldra í Kópavogi kosið að gera en rúmlega 70% eru með börn sín lengur en 30 tíma og örugglega af margvíslegum ástæðum, lítið bakland, vinnuskylda o.s.frv. Eftir síðustu hækkun sem var til umræðu á þriðjudaginn kosta sjö klukkutímar 29.331 og átta 44.001 og þeir foreldrar sem þurfa á 9 tíma vistun fyrir barnið sitt borga 75.589 krónur og þetta finnst okkur í Samfylkingunni frekar skörp/brött hækkun. Það hafa heldur engar rannsóknir eða tilraunir hafa verið gerðar með að finna hvar “sársaukamörk” eða virðismörk leikskólagjalda eru hjá foreldrum, þ.e.a.s. hversu lágt gjöldin gætu farið áður en þeir foreldrar sem hafa stytt vistun barna sinna myndu aftur fara að lengja dvalartímann. Bæjarstjórinn hélt því samt ítrekað fram í ræðustól að ef gjöldin yrðu lækkuð, að því virtist þó ekki væri nema um eina krónu því þá myndi kerfið hrynja, samt geta önnur sveitarfélög með svipaða lausn haft lægri gjöld. Kostnaðarhlutdeild foreldra Svo er önnur hlið á þessum gjöldum. Kostnaðarhlutur foreldra fyrir Kópavogsmódelið var um 10% af rekstarkostnaði leikskólanna í bænum. Hluturinn er ennþá 10% en bara 70% foreldra sem borga þennan hlut og þurfa því eðlilega að borga meira hver um sig til að halda þessu hlutfalli. Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins var alveg skýr með það á bæjarstjórnarfundinum að þessa hlutdeild og þar með leikskólagjöldin standi ekki til að lækka. Þá vitum við það, a.m.k. framyfir kosningar 16. maí. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi 7. febrúar.
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar