Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Íþróttadeild Sýnar skrifar 16. janúar 2026 12:32 Strákarnir okkar voru nánast farnir að geyspa í seinni hálfleik. EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Ísland vann afar öruggan þrettán marka sigur, 39-26, gegn Ítalíu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta. Spennustigið var hátt fyrir leik og þó strákarnir okkar hafi ekki verið lengi að hrista Ítalina af sér tók smástund að stilla miðið, fimm dauðafæri fóru forgörðum og Mengon bræðurnir, Simone og Marco, reyndust okkur mönnum aðeins erfiðir í upphafi leiks. Gísli Þorgeir Kristjánsson skapaði þrjú af þeim dauðafærum en fór svo að taka málin í sínar hendur, eftir að hafa dottið óþægilega á öxlina. Sem betur hafði það slæma fall engin áhrif á hann og Gísli fór að leika sér að áhættusækinni ítalskri vörn. Prjónaði sig í gegn og skoraði sjálfur eða lagði upp fyrir liðsfélaga með því að skilja boltann eftir. Gísli Þorgeir lék sér að Ítölum oft og tíðum. Ísland tók fimm marka forystu kafla um miðjan fyrri hálfleik. Skrautlegi þýski þjálfarinn Bob Hanning tók leikhlé til að reyna að stöðva blæðinguna hjá Ítalíu en það stoppaði íslensku sóknina ekki. Janus Daði Smárason sýndi snilldartakta á þeim kafla og innsiglaði 5-0 kaflann með því að stela boltanum og skora sjálfur úr hraðaupphlaupi. Forystan hélt síðan áfram að stækka þökk sé öflugum sóknarleik og vörn sem efldist með hverri mínútunni, þó markvarslan hafi verið frekar lítil í fyrri hálfleik. Ísland leiddi með níu mörkum, 21-12, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Höllin í Kristianstad var heimavöllur Íslands. EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Tíu marka forysta var svo tekin í fyrstu sókn seinni hálfleiks og strákarnir okkar héldu Ítölunum í þeirri hæfilegu fjarlægð lengi vel. Ítalía náði að minnka muninn aðeins þegar um tíu mínútur voru eftir en Ísland sigldi síðan fram úr á ný þegar línumaðurinn Christian Manojlovic fékk beint rautt spjald fyrir að gefa Ými Erni Gíslasyni olnbogaskot. Viktor Gísli Hallgrímsson hrökk líka í gang í markinu, sem hjálpaði mikið til, hann byrjaði hálfleikinn á að verja víti og tók síðan annað víti skömmu síðar sem kveikti vel í íslensku áhorfendunum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og utanríkisráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ásamt Malmer Stenergard (grænklædd við hlið Þorgerðar), utanríkisráðherra Svíþjóðar. EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Á þriðja þúsund íslenskra stuðningsmanna gátu andað létt og skemmt sér vel í seinni hálfleik. Þessi óhefðbundni ítalski handbolti, með hápressu í vörninni og oft engan línumann í sókninni, átti aldrei séns. Þrettán marka, mjög öruggur, sigur vannst að endingu og Snorri Steinn Guðjónsson gat leyft sér að hvíla lykilmenn undir lok leiks, sem mun koma sér vel þegar fram líða stundir. Stjörnur og skúrkar Ómar Ingi var í heimsklassa. EPA/Johan Nilsson SWEDEN OU Þríeyki Gísla Þorgeirs, Ómars Inga og Janusar Daða var algjörlega óstöðvandi í kvöld og skipuðu þeir efstu þrjú sætin hjá markahæstu mönnum Íslands. Ísland fékk líka mikið framlag úr vinstra horninu frá Orra Frey Þorkelssyni og Bjarka Má Elíssyni. Elliði Snær Viðarsson fór illa með færin en stóð sig vel varnarlega. Haukur Þrastarson spilaði ekkert fyrr en undir blálokin en átti ágætis innkomu. Bjarki Már var í banastuði. EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Hvað gerist næst? Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á sunnudag klukkan 17:00. Þriðji og síðasti leikur riðlakeppninnar, gegn Ungverjalandi, er svo á þriðjudaginn klukkan 19:30. Ungverjar og Pólverjar mætast síðar í kvöld. Viðtöl Tölfræðiskýrsla Einkunnir Besta sætið Sigur Íslands gegn Ítalíu verður gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið þar sem Aron Guðmundsson fær til sín tvo vel valda sérfræðinga. Þátturinn verður aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum síðar í kvöld. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026
Ísland vann afar öruggan þrettán marka sigur, 39-26, gegn Ítalíu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta. Spennustigið var hátt fyrir leik og þó strákarnir okkar hafi ekki verið lengi að hrista Ítalina af sér tók smástund að stilla miðið, fimm dauðafæri fóru forgörðum og Mengon bræðurnir, Simone og Marco, reyndust okkur mönnum aðeins erfiðir í upphafi leiks. Gísli Þorgeir Kristjánsson skapaði þrjú af þeim dauðafærum en fór svo að taka málin í sínar hendur, eftir að hafa dottið óþægilega á öxlina. Sem betur hafði það slæma fall engin áhrif á hann og Gísli fór að leika sér að áhættusækinni ítalskri vörn. Prjónaði sig í gegn og skoraði sjálfur eða lagði upp fyrir liðsfélaga með því að skilja boltann eftir. Gísli Þorgeir lék sér að Ítölum oft og tíðum. Ísland tók fimm marka forystu kafla um miðjan fyrri hálfleik. Skrautlegi þýski þjálfarinn Bob Hanning tók leikhlé til að reyna að stöðva blæðinguna hjá Ítalíu en það stoppaði íslensku sóknina ekki. Janus Daði Smárason sýndi snilldartakta á þeim kafla og innsiglaði 5-0 kaflann með því að stela boltanum og skora sjálfur úr hraðaupphlaupi. Forystan hélt síðan áfram að stækka þökk sé öflugum sóknarleik og vörn sem efldist með hverri mínútunni, þó markvarslan hafi verið frekar lítil í fyrri hálfleik. Ísland leiddi með níu mörkum, 21-12, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Höllin í Kristianstad var heimavöllur Íslands. EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Tíu marka forysta var svo tekin í fyrstu sókn seinni hálfleiks og strákarnir okkar héldu Ítölunum í þeirri hæfilegu fjarlægð lengi vel. Ítalía náði að minnka muninn aðeins þegar um tíu mínútur voru eftir en Ísland sigldi síðan fram úr á ný þegar línumaðurinn Christian Manojlovic fékk beint rautt spjald fyrir að gefa Ými Erni Gíslasyni olnbogaskot. Viktor Gísli Hallgrímsson hrökk líka í gang í markinu, sem hjálpaði mikið til, hann byrjaði hálfleikinn á að verja víti og tók síðan annað víti skömmu síðar sem kveikti vel í íslensku áhorfendunum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og utanríkisráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ásamt Malmer Stenergard (grænklædd við hlið Þorgerðar), utanríkisráðherra Svíþjóðar. EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Á þriðja þúsund íslenskra stuðningsmanna gátu andað létt og skemmt sér vel í seinni hálfleik. Þessi óhefðbundni ítalski handbolti, með hápressu í vörninni og oft engan línumann í sókninni, átti aldrei séns. Þrettán marka, mjög öruggur, sigur vannst að endingu og Snorri Steinn Guðjónsson gat leyft sér að hvíla lykilmenn undir lok leiks, sem mun koma sér vel þegar fram líða stundir. Stjörnur og skúrkar Ómar Ingi var í heimsklassa. EPA/Johan Nilsson SWEDEN OU Þríeyki Gísla Þorgeirs, Ómars Inga og Janusar Daða var algjörlega óstöðvandi í kvöld og skipuðu þeir efstu þrjú sætin hjá markahæstu mönnum Íslands. Ísland fékk líka mikið framlag úr vinstra horninu frá Orra Frey Þorkelssyni og Bjarka Má Elíssyni. Elliði Snær Viðarsson fór illa með færin en stóð sig vel varnarlega. Haukur Þrastarson spilaði ekkert fyrr en undir blálokin en átti ágætis innkomu. Bjarki Már var í banastuði. EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Hvað gerist næst? Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á sunnudag klukkan 17:00. Þriðji og síðasti leikur riðlakeppninnar, gegn Ungverjalandi, er svo á þriðjudaginn klukkan 19:30. Ungverjar og Pólverjar mætast síðar í kvöld. Viðtöl Tölfræðiskýrsla Einkunnir Besta sætið Sigur Íslands gegn Ítalíu verður gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið þar sem Aron Guðmundsson fær til sín tvo vel valda sérfræðinga. Þátturinn verður aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum síðar í kvöld.
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti