35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar 9. janúar 2026 13:03 Ímyndaðu þér að þú sért að koma frá útlöndum, farir í gegnum vegabréfaeftirlit og sért komin heim til þín eftir á að giska 20 mínútur. Óraunhæft? Alls ekki. Þannig er þetta hér á Akureyri eftir að komið var á reglubundnu flugi milli bæjarins og Evrópu yfir vetrartímann með stuðningi ýmissa aðila þar sem munar þó líklega mestu um stuðning Isavia Innanlandsflugvalla og framlög úr Flugþróunarsjóði. Nýtt flughlað hefur verið tekið í notkun og sömuleiðis stærri og betri flugstöð. Þessar endurbætur á flugvellinum og greiðslur úr Flugþróunarsjóði hafa orðið til þess að millilandaflug um Akureyrarflugvöll hefur tekið heljarstökk fram á við. Árið 2024 fóru um 33.000 farþegar í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll en um 44.500 árið 2025, sem er um 35% aukning. Með sama framhaldi má gera ráð fyrir að farþegar í millilandaflugi um völlinn nálgist 150.000 árið 2030 og það munar um minna! Þau flugfélög sem nú hafa áætlunarflug til Akureyrar yfir vetrartímann munu vonandi festa sig enn frekar í sessi á komandi misserum og hefja beint flug allan ársins hring. Það tekur hins vegar sinn tíma að vinna markaðinn svo flugið verði algjörlega sjálfbært. Áframhaldandi og helst aukinn stuðningur úr Flugþróunarsjóði er afar mikilvægur til þess að svo megi verða. Ánægjulegt var að sjá að framlög í sjóðinn verða aukin um 100 milljónir á þessu ári en betur má ef duga skal. Tryggja þarf framlög ríkisins í sjóðinn á komandi árum og að þau verði ekki skorin niður að geðþótta með skömmum fyrirvara. Millilandaflugið um Akureyrarflugvöll er að verða lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu, á öllu Norður- og Austurlandi. Fjárfestar horfa til þess með velþóknun að beinar samgöngur séu tryggðar við önnur Evrópulönd og önnur gátt inn í landið gerir okkur kleift að jafna álagið á helstu ferðamannastaði. Þannig fær ferðaþjónustan byr undir báða vængi. Því má heldur ekki gleyma að Akureyrarflugvöllur er annar helsti varaflugvöllur landsins og styrking hans er gríðarlega mikilvæg fyrir landshlutann. Tryggjum framlög í Flugþróunarsjóð til framtíðar, bætum aðgengi ferðafólks að landshlutanum og og treystum stöðu svæðisborgarinnar Akureyrar. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyrarflugvöllur Akureyri Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að þú sért að koma frá útlöndum, farir í gegnum vegabréfaeftirlit og sért komin heim til þín eftir á að giska 20 mínútur. Óraunhæft? Alls ekki. Þannig er þetta hér á Akureyri eftir að komið var á reglubundnu flugi milli bæjarins og Evrópu yfir vetrartímann með stuðningi ýmissa aðila þar sem munar þó líklega mestu um stuðning Isavia Innanlandsflugvalla og framlög úr Flugþróunarsjóði. Nýtt flughlað hefur verið tekið í notkun og sömuleiðis stærri og betri flugstöð. Þessar endurbætur á flugvellinum og greiðslur úr Flugþróunarsjóði hafa orðið til þess að millilandaflug um Akureyrarflugvöll hefur tekið heljarstökk fram á við. Árið 2024 fóru um 33.000 farþegar í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll en um 44.500 árið 2025, sem er um 35% aukning. Með sama framhaldi má gera ráð fyrir að farþegar í millilandaflugi um völlinn nálgist 150.000 árið 2030 og það munar um minna! Þau flugfélög sem nú hafa áætlunarflug til Akureyrar yfir vetrartímann munu vonandi festa sig enn frekar í sessi á komandi misserum og hefja beint flug allan ársins hring. Það tekur hins vegar sinn tíma að vinna markaðinn svo flugið verði algjörlega sjálfbært. Áframhaldandi og helst aukinn stuðningur úr Flugþróunarsjóði er afar mikilvægur til þess að svo megi verða. Ánægjulegt var að sjá að framlög í sjóðinn verða aukin um 100 milljónir á þessu ári en betur má ef duga skal. Tryggja þarf framlög ríkisins í sjóðinn á komandi árum og að þau verði ekki skorin niður að geðþótta með skömmum fyrirvara. Millilandaflugið um Akureyrarflugvöll er að verða lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu, á öllu Norður- og Austurlandi. Fjárfestar horfa til þess með velþóknun að beinar samgöngur séu tryggðar við önnur Evrópulönd og önnur gátt inn í landið gerir okkur kleift að jafna álagið á helstu ferðamannastaði. Þannig fær ferðaþjónustan byr undir báða vængi. Því má heldur ekki gleyma að Akureyrarflugvöllur er annar helsti varaflugvöllur landsins og styrking hans er gríðarlega mikilvæg fyrir landshlutann. Tryggjum framlög í Flugþróunarsjóð til framtíðar, bætum aðgengi ferðafólks að landshlutanum og og treystum stöðu svæðisborgarinnar Akureyrar. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun