„Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2026 07:31 Íslensku landsliðsstrákarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson, Björgvin Páll Gústavsson og Bjarki Már Elísson fagna góðum sigri saman. Vísir/Hulda Margrét Logi Geirsson hefur miklar væntingar til íslenska handboltalandsliðsins fyrir Evrópumótið í handbolta sem hefst í næstu viku. Logi er einn af sérfræðingum Ríkissjónvarpsins í umfjölluninni um EM í ár. Logi ræddi leið íslenska landsliðsins að mögulegum verðlaunum á mótinu í ár í Biðstofunni á RÚV en íslensku strákarnir virðast hafa verið mjög heppnir með mótherja að þessu sinni samkvæmt erlendum fjölmiðlum sem Logi hefur verið að skoða vel fyrir mótið. „Við erum taldir af 24 liðum, fimmta besta liðið. Fimmta líklegasta liðið til þess að vinna þetta mót,“ sagði Logi Geirsson. „Fjölmiðlar erlendis, sem ég er búinn að skoða mikið núna undanfarið, hafa verið að segja að þetta séu tvær leiðir í þessu móti. Við erum með Ítalíu, Póllandi og Ungverjalandi í riðlinum. Svo förum við bara í Svíþjóð, Króatíu, Slóveníu og Færeyjar, allar ríkjandi í milliriðlinum. Það er mín von,“ sagði Logi. Sleppa við bestu liðin „Þannig að við sleppum við fjórfalda heimsmeistara, Dani. Við sleppum við ríkjandi Evrópumeistara, Frakka, Spánverja, Þýskaland. Þetta eru lið sem geta ekki einu sinni mætt okkur fyrr en í undanúrslitum,“ sagði Logi. „Það er verið að tala um það að Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit,“ sagði Logi. „Við eigum okkur alveg rétt á að dreyma af því að liðið hefur unnið sér bara inn þann rétt og á þann stað. Að vera mjög sterkt og geta náð góðum úrslitum,“ sagði Logi. Draumurinn er verðlaun „Ég er bara búinn að sjá þetta fyrir mér sem svona þrjú lög væntinga. Lágmarkið er náttúrulega að komast upp úr riðlinum. Raunhæfa markmiðið er átta liða úrslit, undanúrslit og draumurinn er verðlaun,“ sagði Logi. „Þetta finnst mér bara mjög raunhæft. Ég velti fyrir mér líka, hvernig fer þetta fram í liðinu? Ef ég væri inni í klefa. Ég spegla þetta mikið bara í okkar tíma. Hversu margir sitja inni í klefa þegar er verið að setja markmiðin og trúa þeir geti unnið medalíu? Nei, ég bara raunverulega velti þessu fyrir mér,“ sagði Logi. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins er á móti Ítalíu 16. janúar næstkomandi eða á föstudaginn í næstu viku. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Logi ræddi leið íslenska landsliðsins að mögulegum verðlaunum á mótinu í ár í Biðstofunni á RÚV en íslensku strákarnir virðast hafa verið mjög heppnir með mótherja að þessu sinni samkvæmt erlendum fjölmiðlum sem Logi hefur verið að skoða vel fyrir mótið. „Við erum taldir af 24 liðum, fimmta besta liðið. Fimmta líklegasta liðið til þess að vinna þetta mót,“ sagði Logi Geirsson. „Fjölmiðlar erlendis, sem ég er búinn að skoða mikið núna undanfarið, hafa verið að segja að þetta séu tvær leiðir í þessu móti. Við erum með Ítalíu, Póllandi og Ungverjalandi í riðlinum. Svo förum við bara í Svíþjóð, Króatíu, Slóveníu og Færeyjar, allar ríkjandi í milliriðlinum. Það er mín von,“ sagði Logi. Sleppa við bestu liðin „Þannig að við sleppum við fjórfalda heimsmeistara, Dani. Við sleppum við ríkjandi Evrópumeistara, Frakka, Spánverja, Þýskaland. Þetta eru lið sem geta ekki einu sinni mætt okkur fyrr en í undanúrslitum,“ sagði Logi. „Það er verið að tala um það að Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit,“ sagði Logi. „Við eigum okkur alveg rétt á að dreyma af því að liðið hefur unnið sér bara inn þann rétt og á þann stað. Að vera mjög sterkt og geta náð góðum úrslitum,“ sagði Logi. Draumurinn er verðlaun „Ég er bara búinn að sjá þetta fyrir mér sem svona þrjú lög væntinga. Lágmarkið er náttúrulega að komast upp úr riðlinum. Raunhæfa markmiðið er átta liða úrslit, undanúrslit og draumurinn er verðlaun,“ sagði Logi. „Þetta finnst mér bara mjög raunhæft. Ég velti fyrir mér líka, hvernig fer þetta fram í liðinu? Ef ég væri inni í klefa. Ég spegla þetta mikið bara í okkar tíma. Hversu margir sitja inni í klefa þegar er verið að setja markmiðin og trúa þeir geti unnið medalíu? Nei, ég bara raunverulega velti þessu fyrir mér,“ sagði Logi. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins er á móti Ítalíu 16. janúar næstkomandi eða á föstudaginn í næstu viku.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira