Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2025 13:34 Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu með Magdeburg og í bæði skiptin verið valinn bestur í úrslitunum í Köln. Getty/Jürgen Fromme Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard hefur tekið saman lista yfir tíu bestu handboltamenn heims og hann valdi tvo Íslendinga. Nyegaard hefur um árabil verið helsti sérfræðingur TV 2 um handbolta en hann segir það hafa verið afar vandasamt að taka saman listann, enda sé úrvalið af frábærum handboltamönnum mjög gott. Skilaboðin voru skýr um að Nyegaard ætti ekki að láta leikmenn græða neitt á fortíðinni. Hér væri um að ræða þá tíu sem væru bestir akkúrat í dag, nú þegar hálfur mánuður er í að Evrópumótið hefjist. Íslendingarnir á listanum eru Magdeburgar-makkerarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Þeir hafa báðir verið í fantaformi í vetur, í aðalhlutverkum hjá liði sem enn hefur ekki tapað leik í þýsku 1. deildinni. Ómar Ingi Magnússon verður með Íslandi á EM í janúar eftir meiðslin sem héldu honum meðal annars frá síðasta stórmóti; HM í janúar.vísir/Anton Segir Gísla stöðugt setja ný viðmið Í umsögn um Gísla skrifaði Nyegaard: „Íslenska undrið setur stöðugt ný viðmið varðandi það hversu vel hann getur staðið sig í heimi þar sem allir fylgjast sérstaklega með hans helsta styrkleika; einvígi, einvígi, einvígi. Það hefur kostað meiðsli á leiðinni, en þrátt fyrir alvarleg meiðsli er hugrekki áfram algjörlega afgerandi hluti af persónuleika hans. Kristjánsson sættir sig heldur ekki við skotnýtingu undir 70 og 80 prósentum. Og svo toppaði hann fögnuðinn yfir Meistaradeildartitlinum með því að vera valinn verðmætasti leikmaður (MVP) keppninnar.“ Ómar með eindæmum snjall og þarf bara hnappagat Í umsögn um Ómar skrifaði Nyegaard: „Með eindæmum snjall og með yfirsýn sem fáir búa yfir. Strategískur leikmaður sem hefur verið meira en afgerandi fyrir ríkjandi Meistaradeildarmeistara ársins 2025. Íslendingurinn þarf aðeins opnun á stærð við hið fræga hnappagat og þá finnur hann leiðina. Á minnstu svæðum, oftast fljúgandi rétt yfir gólfinu, tekst honum aftur og aftur að sýna listir sínar. Annaðhvort með því að skora sjálfur eða á síðustu stundu að búa yfir þeirri einstöku yfirsýn að koma liðsfélögum sínum í færi. Hvort sem það er til hægri eða vinstri, þá geturðu verið viss um að sá snjalli finnur bestu lausnina. Og líkt og hjá liðsfélaga hans, Felix Claar, eru mistök nánast ekki hluti af Magnússon-pakkanum. Innan við einn og hálfur tapaður bolti að meðaltali í leik.“ Nyegaard er með fjóra landa sína á listanum, tvo Frakka, einn Svía og einn Spánverja. Þetta eru þeir Mathias Gidsel, Emil Nielsen, Simon Pytlick, Magnus Saugstrup, Dika Mem, Ludovic Fabregas, Sergey Hernández og Felix Claar. EM karla í handbolta 2026 Handbolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira
Nyegaard hefur um árabil verið helsti sérfræðingur TV 2 um handbolta en hann segir það hafa verið afar vandasamt að taka saman listann, enda sé úrvalið af frábærum handboltamönnum mjög gott. Skilaboðin voru skýr um að Nyegaard ætti ekki að láta leikmenn græða neitt á fortíðinni. Hér væri um að ræða þá tíu sem væru bestir akkúrat í dag, nú þegar hálfur mánuður er í að Evrópumótið hefjist. Íslendingarnir á listanum eru Magdeburgar-makkerarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Þeir hafa báðir verið í fantaformi í vetur, í aðalhlutverkum hjá liði sem enn hefur ekki tapað leik í þýsku 1. deildinni. Ómar Ingi Magnússon verður með Íslandi á EM í janúar eftir meiðslin sem héldu honum meðal annars frá síðasta stórmóti; HM í janúar.vísir/Anton Segir Gísla stöðugt setja ný viðmið Í umsögn um Gísla skrifaði Nyegaard: „Íslenska undrið setur stöðugt ný viðmið varðandi það hversu vel hann getur staðið sig í heimi þar sem allir fylgjast sérstaklega með hans helsta styrkleika; einvígi, einvígi, einvígi. Það hefur kostað meiðsli á leiðinni, en þrátt fyrir alvarleg meiðsli er hugrekki áfram algjörlega afgerandi hluti af persónuleika hans. Kristjánsson sættir sig heldur ekki við skotnýtingu undir 70 og 80 prósentum. Og svo toppaði hann fögnuðinn yfir Meistaradeildartitlinum með því að vera valinn verðmætasti leikmaður (MVP) keppninnar.“ Ómar með eindæmum snjall og þarf bara hnappagat Í umsögn um Ómar skrifaði Nyegaard: „Með eindæmum snjall og með yfirsýn sem fáir búa yfir. Strategískur leikmaður sem hefur verið meira en afgerandi fyrir ríkjandi Meistaradeildarmeistara ársins 2025. Íslendingurinn þarf aðeins opnun á stærð við hið fræga hnappagat og þá finnur hann leiðina. Á minnstu svæðum, oftast fljúgandi rétt yfir gólfinu, tekst honum aftur og aftur að sýna listir sínar. Annaðhvort með því að skora sjálfur eða á síðustu stundu að búa yfir þeirri einstöku yfirsýn að koma liðsfélögum sínum í færi. Hvort sem það er til hægri eða vinstri, þá geturðu verið viss um að sá snjalli finnur bestu lausnina. Og líkt og hjá liðsfélaga hans, Felix Claar, eru mistök nánast ekki hluti af Magnússon-pakkanum. Innan við einn og hálfur tapaður bolti að meðaltali í leik.“ Nyegaard er með fjóra landa sína á listanum, tvo Frakka, einn Svía og einn Spánverja. Þetta eru þeir Mathias Gidsel, Emil Nielsen, Simon Pytlick, Magnus Saugstrup, Dika Mem, Ludovic Fabregas, Sergey Hernández og Felix Claar.
EM karla í handbolta 2026 Handbolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira