Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar 7. janúar 2026 08:30 Síðan ég hóf störf með fólki í afplánun og eftir afplánun hef ég heyrt ótal sögur um djúpstæð og langvarandi áföll, brotin kerfi, vonleysi og vanlíðan. Flestar þessara sagna byrja löngu áður en afplánun hefst. Á æskuárum mótaði vanræksla, ofbeldi eða fátækt líf þeirra, í skólum setti einelti mark sitt á viðkomandi og jafnvel fjölskyldur sem gerðu allt sem þær gátu urðu fyrir kerfislægum mistökum sem leiddu til skorts á nauðsynlegri aðstoð og stuðningi. Áföll af þessu tagi skilja eftir sár sem flækja daglegt líf og gera fangelsisvist og endurhæfingu sérstaklega viðkvæma. Því er mikilvægt að nálgast endurhæfingu með skilningi á þessum bakgrunni og áfallamiðaðri nálgun. Hópastarf gegnir lykilhlutverki í endurhæfingu kvenna í fangelsum. Það snýst ekki einungis um að stytta daginn, heldur er það meðvituð og mannúðleg leið til að efla sjálfsmynd, félagsfærni og andlega líðan. Í kvennadeildum fangelsa getur slíkt starf haft afgerandi áhrif, þar sem hlutfall kvenna með alvarlega áfallasögu er mun hærra en meðal karla. Í fangelsinu á Hólmsheiði eru haldin Konukvöld alla þriðjudaga þar sem tveir sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hitta konur í afplánun. Þar gefst tækifæri á samveru, trausts og þátttöku í fjölbreyttum verkefnum, þar á meðal sjálfsumönnun á borð við andlitsmaska, nagla- og hárumhirðu. Þótt slíkt kunni að virðast einfalt, hefur það djúpa og táknræna þýðingu fyrir konur sem oft hafa upplifað vanrækslu, ofbeldi eða skort á sjálfsákvörðunarrétti. Með því að hlúa að sjálfri sér og taka virkan þátt í eigin vellíðan styrkist sjálfsvirðing og geta til að taka stjórn á eigin lífi. Á Konukvöldum er einnig bakað saman, dansað og iðkað jóga sem eflir samkennd, jákvæð samskipti og félagslega þátttöku. Slík samvera skapar styðjandi og öruggt umhverfi þar sem konur geta verið þær sjálfar, án dóms eða væntinga. Konukvöldin skipa þannig stóran sess í áfallamiðaðri nálgun, þar sem áhersla er lögð á að styrkja sjálfræði. Markmið Konukvöldanna er jafnframt að efla tengsl, hæfni í samskiptum og draga úr félagslegri einangrun. Margar konur í fangelsum hafa ekki áður fengið tækifæri til að læra heilbrigð samskipti eða byggja upp traust í öruggu umhverfi. Í hópnum fá þær verkefni sem styrkja virka hlustun, mörk, samvinnu og tillitssemi. Þetta er færni sem nýtist langt út fyrir veggi fangelsisins og grundvallaratriði fyrir líf eftir afplánun. Að lokum er mikilvægt að skoða starf sem þetta í víðara samfélagslegu samhengi. Með aukinni hnattvæðingu eru fólksflutningar, vöruflutningar og ferðalög orðin óhjákvæmilegur hluti af samtímanum. Samfélög standa frammi fyrir fjölbreyttari hópum fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og þarfir. Spurningin er ekki hvort við eigum að bregðast við heldur hvernig. Mannúðleg og framsýn viðbrögð sem byggja á skilningi, forvörnum og félagslegri þátttöku eru mun líklegri til farsællar samfélagsstyrkingar en viðhorf sem byggja á útilokun, fordómum og jaðarsetningu. Að efla konur í fangelsum með félagslegu starfi er því ekki einungis spurning um velferð einstaklingsins, heldur um samfélagslega ábyrgð okkar allra. Með því að hlusta, skilja og bregðast við raunverulegum þörfum og taka tillit til sögu og áfalla hvers einstaklings, byggjum við upp bata, styrk og sjálfsvirðingu. Þannig leggjum við grunninn að öruggara, mannúðlegra og réttlátara samfélagi — bæði innan veggja fangelsa og utan þeirra. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í verkefninu Aðstoð eftir afplánun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan ég hóf störf með fólki í afplánun og eftir afplánun hef ég heyrt ótal sögur um djúpstæð og langvarandi áföll, brotin kerfi, vonleysi og vanlíðan. Flestar þessara sagna byrja löngu áður en afplánun hefst. Á æskuárum mótaði vanræksla, ofbeldi eða fátækt líf þeirra, í skólum setti einelti mark sitt á viðkomandi og jafnvel fjölskyldur sem gerðu allt sem þær gátu urðu fyrir kerfislægum mistökum sem leiddu til skorts á nauðsynlegri aðstoð og stuðningi. Áföll af þessu tagi skilja eftir sár sem flækja daglegt líf og gera fangelsisvist og endurhæfingu sérstaklega viðkvæma. Því er mikilvægt að nálgast endurhæfingu með skilningi á þessum bakgrunni og áfallamiðaðri nálgun. Hópastarf gegnir lykilhlutverki í endurhæfingu kvenna í fangelsum. Það snýst ekki einungis um að stytta daginn, heldur er það meðvituð og mannúðleg leið til að efla sjálfsmynd, félagsfærni og andlega líðan. Í kvennadeildum fangelsa getur slíkt starf haft afgerandi áhrif, þar sem hlutfall kvenna með alvarlega áfallasögu er mun hærra en meðal karla. Í fangelsinu á Hólmsheiði eru haldin Konukvöld alla þriðjudaga þar sem tveir sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hitta konur í afplánun. Þar gefst tækifæri á samveru, trausts og þátttöku í fjölbreyttum verkefnum, þar á meðal sjálfsumönnun á borð við andlitsmaska, nagla- og hárumhirðu. Þótt slíkt kunni að virðast einfalt, hefur það djúpa og táknræna þýðingu fyrir konur sem oft hafa upplifað vanrækslu, ofbeldi eða skort á sjálfsákvörðunarrétti. Með því að hlúa að sjálfri sér og taka virkan þátt í eigin vellíðan styrkist sjálfsvirðing og geta til að taka stjórn á eigin lífi. Á Konukvöldum er einnig bakað saman, dansað og iðkað jóga sem eflir samkennd, jákvæð samskipti og félagslega þátttöku. Slík samvera skapar styðjandi og öruggt umhverfi þar sem konur geta verið þær sjálfar, án dóms eða væntinga. Konukvöldin skipa þannig stóran sess í áfallamiðaðri nálgun, þar sem áhersla er lögð á að styrkja sjálfræði. Markmið Konukvöldanna er jafnframt að efla tengsl, hæfni í samskiptum og draga úr félagslegri einangrun. Margar konur í fangelsum hafa ekki áður fengið tækifæri til að læra heilbrigð samskipti eða byggja upp traust í öruggu umhverfi. Í hópnum fá þær verkefni sem styrkja virka hlustun, mörk, samvinnu og tillitssemi. Þetta er færni sem nýtist langt út fyrir veggi fangelsisins og grundvallaratriði fyrir líf eftir afplánun. Að lokum er mikilvægt að skoða starf sem þetta í víðara samfélagslegu samhengi. Með aukinni hnattvæðingu eru fólksflutningar, vöruflutningar og ferðalög orðin óhjákvæmilegur hluti af samtímanum. Samfélög standa frammi fyrir fjölbreyttari hópum fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og þarfir. Spurningin er ekki hvort við eigum að bregðast við heldur hvernig. Mannúðleg og framsýn viðbrögð sem byggja á skilningi, forvörnum og félagslegri þátttöku eru mun líklegri til farsællar samfélagsstyrkingar en viðhorf sem byggja á útilokun, fordómum og jaðarsetningu. Að efla konur í fangelsum með félagslegu starfi er því ekki einungis spurning um velferð einstaklingsins, heldur um samfélagslega ábyrgð okkar allra. Með því að hlusta, skilja og bregðast við raunverulegum þörfum og taka tillit til sögu og áfalla hvers einstaklings, byggjum við upp bata, styrk og sjálfsvirðingu. Þannig leggjum við grunninn að öruggara, mannúðlegra og réttlátara samfélagi — bæði innan veggja fangelsa og utan þeirra. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í verkefninu Aðstoð eftir afplánun
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun