Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar 6. janúar 2026 21:02 Í skemmtilegu jólaboði sem ég fór í yfir hátíðarnar voru til umræðu áramótaheit fólks fyrir nýja árið og voru þar nefnd ýmis misraunhæf markmið og væntingar sem fólk hefur til ársins. Við borðið var fólk á öllum aldri, en þegar röðin kom að ungu pari við borðið sögðu þau samhljóma „Ætli það sé ekki bara að reyna að fá leikskólapláss“. Sorglega staðreyndin er, að af öllum þeim áramótaheitum sem nefnd voru er þetta sennilega það óraunhæfasta af þeim öllum. Þetta unga par býr í Reykjavík eins og undirritaður og því minnti þetta áramótaheit mig óneitanlega á tilfinningu sem ég þekki vel og ekki af góðu. Ég og konan mín vorum í nákvæmlega þessum sporum fyrir sjö árum síðan og aftur fyrir þremur árum síðan, að fá ekki leikskólapláss fyrr enn löngu eftir að fæðingarorlof kláraðist með tilheyrandi óvissu og púsluspili. Það á ekki að vera hausverkur foreldra að finna út úr því hvernig skuli brúa bilið. Í alltof langan tíma hefur meirihlutanum í Reykjavík ekki tekist að finna lausnir. Síðustu tvö kjörtímabil hef ég fylgst vel með málum hér í borginni og sérstaklega umræðu um leikskólamálin sem sprettur upp reglulega. Þeir sem hafa talað máli foreldra og mótmælt stöðunni eiga þar mikið hrós skilið. Sérstaklega ber að hrósa þeim foreldrum sem hafa staðið fyrir ýmsum aðgerðum til að vekja athygli á slæmri stöðu mála. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafa í lengri tíma talað fyrir lausnum til þess að að brúa bilið. Hugmyndir á borð við heimgreiðslur með börnum sem fá ekki pláss á leikskóla að loknu fæðingarorlofi, að greiða götur sjálfstætt starfandi leikskóla og leikskóla á vegum atvinnurekenda eða að líta til nágrannasveitarfélaga varðandi leiðir sem hafa sýnt sig virka til að stytta biðlista hafa ekki fengið hljómgrunn meirihlutans í Reykjavík. Staðan er sú að hvert sem litið er í málaflokknum er það alltaf sama sagan. Vandræðagangur Reykjavíkur er mikill og hefur verið það í alltof langan tíma. Í vor gefst okkur tækifæri til þess að söðla um og fá nýjan meirihluta í borginni þar sem von er á raunverulegum breytingum. Gleymum ekki hvaða flokkar hafa setið við stjórnvölinn síðastliðinn áratug og bera ábyrgð á biðlistum og áhyggjufullum foreldrum. Ég ásamt hundruðum annarra foreldra þekkjum vonleysið sem fylgir biðinni eftir plássi á leikskóla hér í Reykjavík og ég óska þess að að ungt fólk fari bráðlega að finna að yfirvöldum í borginni þeirra sé annt um að leysa þennan vanda. Höfundur er fjölskyldufaðir, íbúi í Reykjavík og formaður félags Sjálfstæðismanna í Langholtshverfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Sjá meira
Í skemmtilegu jólaboði sem ég fór í yfir hátíðarnar voru til umræðu áramótaheit fólks fyrir nýja árið og voru þar nefnd ýmis misraunhæf markmið og væntingar sem fólk hefur til ársins. Við borðið var fólk á öllum aldri, en þegar röðin kom að ungu pari við borðið sögðu þau samhljóma „Ætli það sé ekki bara að reyna að fá leikskólapláss“. Sorglega staðreyndin er, að af öllum þeim áramótaheitum sem nefnd voru er þetta sennilega það óraunhæfasta af þeim öllum. Þetta unga par býr í Reykjavík eins og undirritaður og því minnti þetta áramótaheit mig óneitanlega á tilfinningu sem ég þekki vel og ekki af góðu. Ég og konan mín vorum í nákvæmlega þessum sporum fyrir sjö árum síðan og aftur fyrir þremur árum síðan, að fá ekki leikskólapláss fyrr enn löngu eftir að fæðingarorlof kláraðist með tilheyrandi óvissu og púsluspili. Það á ekki að vera hausverkur foreldra að finna út úr því hvernig skuli brúa bilið. Í alltof langan tíma hefur meirihlutanum í Reykjavík ekki tekist að finna lausnir. Síðustu tvö kjörtímabil hef ég fylgst vel með málum hér í borginni og sérstaklega umræðu um leikskólamálin sem sprettur upp reglulega. Þeir sem hafa talað máli foreldra og mótmælt stöðunni eiga þar mikið hrós skilið. Sérstaklega ber að hrósa þeim foreldrum sem hafa staðið fyrir ýmsum aðgerðum til að vekja athygli á slæmri stöðu mála. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafa í lengri tíma talað fyrir lausnum til þess að að brúa bilið. Hugmyndir á borð við heimgreiðslur með börnum sem fá ekki pláss á leikskóla að loknu fæðingarorlofi, að greiða götur sjálfstætt starfandi leikskóla og leikskóla á vegum atvinnurekenda eða að líta til nágrannasveitarfélaga varðandi leiðir sem hafa sýnt sig virka til að stytta biðlista hafa ekki fengið hljómgrunn meirihlutans í Reykjavík. Staðan er sú að hvert sem litið er í málaflokknum er það alltaf sama sagan. Vandræðagangur Reykjavíkur er mikill og hefur verið það í alltof langan tíma. Í vor gefst okkur tækifæri til þess að söðla um og fá nýjan meirihluta í borginni þar sem von er á raunverulegum breytingum. Gleymum ekki hvaða flokkar hafa setið við stjórnvölinn síðastliðinn áratug og bera ábyrgð á biðlistum og áhyggjufullum foreldrum. Ég ásamt hundruðum annarra foreldra þekkjum vonleysið sem fylgir biðinni eftir plássi á leikskóla hér í Reykjavík og ég óska þess að að ungt fólk fari bráðlega að finna að yfirvöldum í borginni þeirra sé annt um að leysa þennan vanda. Höfundur er fjölskyldufaðir, íbúi í Reykjavík og formaður félags Sjálfstæðismanna í Langholtshverfi
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun