Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2025 20:06 Ómar Ingi lagði upp fyrstu tvö í seinni og skoraði næstu sex í röð. Igor Kralj/Pixsell/MB Media/Getty Images Íslendingalið Magdeburgar komst í kvöld áfram í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta eftir sterkan sigur á Flensburg á heimavelli. Ómar Ingi Magnússon fór mikinn. Magdeburg byrjaði betur og komst mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik. Flensburg skoraði tvö síðustu mörk hálfleiksins og staðan í hléi 18-14 fyrir Magdeburg. Óhætt er að segja að Ómar Ingi hafi tekið yfir leikinn strax eftir hléið. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk hálfleiksins fyrir Tim Hornke og skoraði svo sjálfur næstu sex mörk Magdeburgar. Það var ekki fyrr en Felix Claar skoraði 27. mark Magdeburgar í leiknum, eftir 43 mínútur, sem liðið skoraði mark í seinni hálfleik sem Ómar Ingi átti ekki beina aðkomu að. Eftir þessa grunnvinnu sem Ómar lagði í upphafi síðari hálfleiks var sigur Magdeburgar aldrei í hættu. Lykilmenn fengu hvíld á lokakaflanum en það kom ekki að sök. Leiknum lauk 35-29 og Magdeburg komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Ómar Ingi skoraði ellefu mörk úr 13 tilraunum og gaf að auki fjórar stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu eitt mark hvor fyrir Magdeburg en Gísli lagði upp fimm að auki. Arnar Freyr Arnarsson og Reynir Þór Stefánsson komust ekki á blað hjá Melsungen sem tapaði með sjö marka mun, 30-23, fyrir Bergischer í öðrum bikarleik kvöldsins. Þá fór Fuchse Berlín áfram eftir nauman 32-30 sigur á Kiel í spennuleik. Daninn Matthias Gidsel fór að venju fyrir Berlínarliðinu með níu mörk og fimm stoðsendingar. Þýski handboltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sjá meira
Magdeburg byrjaði betur og komst mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik. Flensburg skoraði tvö síðustu mörk hálfleiksins og staðan í hléi 18-14 fyrir Magdeburg. Óhætt er að segja að Ómar Ingi hafi tekið yfir leikinn strax eftir hléið. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk hálfleiksins fyrir Tim Hornke og skoraði svo sjálfur næstu sex mörk Magdeburgar. Það var ekki fyrr en Felix Claar skoraði 27. mark Magdeburgar í leiknum, eftir 43 mínútur, sem liðið skoraði mark í seinni hálfleik sem Ómar Ingi átti ekki beina aðkomu að. Eftir þessa grunnvinnu sem Ómar lagði í upphafi síðari hálfleiks var sigur Magdeburgar aldrei í hættu. Lykilmenn fengu hvíld á lokakaflanum en það kom ekki að sök. Leiknum lauk 35-29 og Magdeburg komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Ómar Ingi skoraði ellefu mörk úr 13 tilraunum og gaf að auki fjórar stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu eitt mark hvor fyrir Magdeburg en Gísli lagði upp fimm að auki. Arnar Freyr Arnarsson og Reynir Þór Stefánsson komust ekki á blað hjá Melsungen sem tapaði með sjö marka mun, 30-23, fyrir Bergischer í öðrum bikarleik kvöldsins. Þá fór Fuchse Berlín áfram eftir nauman 32-30 sigur á Kiel í spennuleik. Daninn Matthias Gidsel fór að venju fyrir Berlínarliðinu með níu mörk og fimm stoðsendingar.
Þýski handboltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sjá meira