Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar 18. desember 2025 15:31 Ég er nýflutt aftur á Seyðisfjörð eftir að hafa búið í Reykjavík í yfir 30 ár. Hér er ég fædd og uppalin. Við hjónin fluttum hingað í vor og keyptum hús til að losa fjármagn og vera nær dóttur okkar sem hér býr. Ég hef fylgst með umræðu um nýja samgönguáætlun ríkisins og er bæði reið og sár. Sú niðurstaða sem þar birtist er skýr: Seyðisfjörður virðist ekki lengur skipta máli. Ég er ekki manneskja sem æsir sig á netinu eða hellir sér yfir fólk með svívirðingum. En þegar stjórnvöld taka ákvarðanir sem grafa undan framtíð heils samfélags er þögn ekki valkostur. Þið segist vinna fyrir fólkið í landinu. Þá spyr ég einfaldlega: Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur á Seyðisfirði? Hvernig ætlið þið að tryggja að dóttir mín og ungt fólk hér hafi raunverulega framtíð? Ekki í orði, heldur í verki. Við hjónin höfum fjárfest í húsi hér. Með þessari samgönguáætlun hafið þið að öllum líkindum rýrt verðmæti hennar verulega. Ef við viljum selja og flytja á brott er það orðið mun erfiðara. Ber ríkið enga ábyrgð á þeirri stöðu sem það sjálft skapar? Á Seyðisfirði býr duglegt og skapandi fólk sem hefur byggt líf sitt á þeirri forsendu að hér sé hægt að búa við sambærileg lífsskilyrði og annars staðar á landinu. Nú eruð þið að segja okkur að sú forsenda standist ekki lengur. Fólk hér sækir vinnu, þjónustu, íþróttir barna og daglegt líf til Egilsstaða. Samgöngur þangað eru ekki munaður heldur lífsnauðsyn. Hvernig ætlið þið að tryggja öryggi okkar þegar Fjarðarheiði er lokuð, þegar aurskriður falla eða snjóflóð lokar leiðum – á sama tíma og veður útilokar sjó- og flugsamgöngur? Er svarið virkilega að við eigum einfaldlega að sætta okkur við að vera afskipt? Að framtíð atvinnu hér takmarkist við örfá störf í laxeldi eða stóriðju annars staðar á Austurlandi? Á fólk á landsbyggðinni ekki rétt á vali? Við sækjum alla okkar grunnþjónustu til Egilsstaða. Við tilheyrum Múlaþingi. Samt er verið að taka ákvarðanir sem gera það sífellt hættulegra og erfiðara að lifa eðlilegu lífi hér. Þegar gagnrýnt er að samgönguráðherra hafi ekki lesið skýrslu sem hann vitnar í, er það kallað „tittlingaskítur“. Er það viðhorfið til okkar? Að áhyggjur okkar séu smámunir? Ég kaus Viðreisn í síðustu kosningum. Þar áður Samfylkinguna. Í dag spyr ég: Hvað fæ ég í staðinn fyrir atkvæðið mitt? Hvernig ætla þessir flokkar að standa með fólki eins og mér – ekki í ræðu, heldur í raunverulegum aðgerðum? Munið þetta: Það koma aftur kosningar. Seyðfirðingar og íbúar Múlaþings eru ekki bara þeir sem hér búa í dag, heldur líka þeir sem eiga hér fjölskyldu, eignir og framtíð undir. Ekki svara mér með klisjum um „erfiðar ákvarðanir“. Sýnið mér og öðrum hér þá virðingu að svara af hreinskilni – og útskýra hvernig þið ætlið að tryggja að Seyðisfjörður verði ekki fórnarkostnaður í samgöngumálum ríkisins. Höfundur er Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er nýflutt aftur á Seyðisfjörð eftir að hafa búið í Reykjavík í yfir 30 ár. Hér er ég fædd og uppalin. Við hjónin fluttum hingað í vor og keyptum hús til að losa fjármagn og vera nær dóttur okkar sem hér býr. Ég hef fylgst með umræðu um nýja samgönguáætlun ríkisins og er bæði reið og sár. Sú niðurstaða sem þar birtist er skýr: Seyðisfjörður virðist ekki lengur skipta máli. Ég er ekki manneskja sem æsir sig á netinu eða hellir sér yfir fólk með svívirðingum. En þegar stjórnvöld taka ákvarðanir sem grafa undan framtíð heils samfélags er þögn ekki valkostur. Þið segist vinna fyrir fólkið í landinu. Þá spyr ég einfaldlega: Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur á Seyðisfirði? Hvernig ætlið þið að tryggja að dóttir mín og ungt fólk hér hafi raunverulega framtíð? Ekki í orði, heldur í verki. Við hjónin höfum fjárfest í húsi hér. Með þessari samgönguáætlun hafið þið að öllum líkindum rýrt verðmæti hennar verulega. Ef við viljum selja og flytja á brott er það orðið mun erfiðara. Ber ríkið enga ábyrgð á þeirri stöðu sem það sjálft skapar? Á Seyðisfirði býr duglegt og skapandi fólk sem hefur byggt líf sitt á þeirri forsendu að hér sé hægt að búa við sambærileg lífsskilyrði og annars staðar á landinu. Nú eruð þið að segja okkur að sú forsenda standist ekki lengur. Fólk hér sækir vinnu, þjónustu, íþróttir barna og daglegt líf til Egilsstaða. Samgöngur þangað eru ekki munaður heldur lífsnauðsyn. Hvernig ætlið þið að tryggja öryggi okkar þegar Fjarðarheiði er lokuð, þegar aurskriður falla eða snjóflóð lokar leiðum – á sama tíma og veður útilokar sjó- og flugsamgöngur? Er svarið virkilega að við eigum einfaldlega að sætta okkur við að vera afskipt? Að framtíð atvinnu hér takmarkist við örfá störf í laxeldi eða stóriðju annars staðar á Austurlandi? Á fólk á landsbyggðinni ekki rétt á vali? Við sækjum alla okkar grunnþjónustu til Egilsstaða. Við tilheyrum Múlaþingi. Samt er verið að taka ákvarðanir sem gera það sífellt hættulegra og erfiðara að lifa eðlilegu lífi hér. Þegar gagnrýnt er að samgönguráðherra hafi ekki lesið skýrslu sem hann vitnar í, er það kallað „tittlingaskítur“. Er það viðhorfið til okkar? Að áhyggjur okkar séu smámunir? Ég kaus Viðreisn í síðustu kosningum. Þar áður Samfylkinguna. Í dag spyr ég: Hvað fæ ég í staðinn fyrir atkvæðið mitt? Hvernig ætla þessir flokkar að standa með fólki eins og mér – ekki í ræðu, heldur í raunverulegum aðgerðum? Munið þetta: Það koma aftur kosningar. Seyðfirðingar og íbúar Múlaþings eru ekki bara þeir sem hér búa í dag, heldur líka þeir sem eiga hér fjölskyldu, eignir og framtíð undir. Ekki svara mér með klisjum um „erfiðar ákvarðanir“. Sýnið mér og öðrum hér þá virðingu að svara af hreinskilni – og útskýra hvernig þið ætlið að tryggja að Seyðisfjörður verði ekki fórnarkostnaður í samgöngumálum ríkisins. Höfundur er Seyðfirðingur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun