Handbolti

Ómar Ingi fær meiri á­byrgð og tekur við kyndlinum af Aroni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon sést hér skora í landsleik á móti Bosníu þar sem hann var fyrirliði íslenska liðsins.
Ómar Ingi Magnússon sést hér skora í landsleik á móti Bosníu þar sem hann var fyrirliði íslenska liðsins. vísir/Anton

Ómar Ingi Magnússon verður fyrirliði íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handbolta á næsta ári en þetta staðfesti landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson í dag þegar hann opinberaði EM-hópinn sinn.

Ómar Ingi hefur verið fyrirliði íslenska liðsins í nokkrum leikjum síðan að Aron Pálmarsson setti handboltaskóna upp á hillu en þetta verður fyrsta stórmót hans sem fyrirliði íslenska landsliðsins.

Aron Pálmarsson tók við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val Sigurðssyni á sínum tíma en á síðustu árum hafa Arnór Þór Gunnarsson, Björgvin Páll Gústavsson og Ýmir Örn Gíslason verið fyrirliðar í forföllum Arons. 

Ómar Ingi fær því enn meiri ábyrgð á þessu móti og hann gæti líka spilað nýja leikstöðu. Snorri Steinn ræddi þann möguleika á blaðamannafundinum í dag að nota Ómar einnig sem leikstjórnanda.

Á undan Guðjóni Val var Ólafur Stefánsson fyrirliði liðsins en hann tók við bandinu á sínum tíma af Degi Sigurðssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×