Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar 1. janúar 2026 12:30 Við búum í frábærri borg. Hér er gott og fjölbreytt skóla- og frístundastarf, velferðarþjónusta sem er aðdráttarafl fyrir fólk úr öðrum sveitarfélögum, húsnæðisuppbygging er í sögulegu hámarki sem og uppbygging nýrra leikskóla. Stuðningur við íþróttastarf er með því mesta sem gerist í alþjóðlegum samanburði, sundlaugar borgarinnar laða að sér heimamenn og erlenda ferðamenn í tugþúsundatali í hverri viku og eru nú komnar á skrá UNESCO yfir merkar menningarminjar. Borgin býður lengsta opnunartíma sundlauga á landinu og það er til dæmis opið í dag – sund á nýársdag er frábær byrjun á árinu! Mikil ánægja Borgin hefur tekið stakkaskiptum til hins betra á undanförnum áratugum og breyst úr grámyglulegri bílaborg í kraumandi menningarborg sem t.d. býður barnafjölskyldum betri þjónustu varðandi leikskóla, frístundastuðning, almenningsíþróttir og velferðarþjónustu en víða þekkist í öðrum löndum. Ánægja foreldra með starfið á leikskóla barna sinna mælist ítrekað yfir 90% og langflestir foreldrar fá leikskólapláss í sínu hverfi. Á þessu hausti var byrjað að taka á móti börnum frá 16 mánaða aldri og mikil uppbygging er framundan á allra næstu árum þegar nýjum plássum munu fjölga um nærri 1800 eða rúmlega 30%. Á næstu vikum kynnum við nýjar tillögur um bætt starfsumhverfi leikskóla þar sem við ætlum að bæta daglegt líf barnmargra fjölskyldna samhliða því að styðja betur við bakið á leikskólastjórnendum m.a. í tengslum við húsnæðis- og viðhaldsmál. Frístundastyrkurinn hefur hækkað um helming á kjörtímabilinu og er nú nýting hans meiri en nokkru sinni fyrr eða um 82%. Framlög til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku hafa margfaldast og ný fjölmenningarstefna leggur grunn að enn frekari umbótum í þeim málaflokki. Húsnæðisuppbygging og betri almenningssamgöngur Mikill kraftur er í húsnæðisuppbygging borgarinnar og eftir því sem þéttingarverkefni klárast eykst áherslan á uppbyggingu á nýjum svæðum, s.s. í Höllunum við Úlfarsárdal, Ártúnshöfða, Keldnalandi og víðar þar sem við leggjum sérstaka áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, efnaminna fólk og blandaða byggð. Almenningssamgöngur eru að verða ákjósanlegri valkostur fyrir fleiri með bættri þjónustu Strætó, styttri biðtíma og fjölgun ferða. Bílastæðum fjölgar með nýjum bílastæðahúsum sem síður gera kröfur um að nýta dýrmætt borgarland ofanjarðar. Við höfum tækifæri til að ná meiri sátt í flugvallarmálinu með því að verja innanlands- og sjúkraflug en draga úr óþarfa flugumferð á sama tíma og hægt er að hefja löngu tímabæra uppbyggingu húsnæðis fyrir ungt fólk í hjarta borgarinnar. Ég er stoltur af öllu því öfluga starfsfólki borgarinnar sem sinnir störfum sínum af fagmennsku og dugnaði alla daga ársins. Metum það sem vel er gert um leið og við höldum áfram að bæta það sem betur má fara. Áfram Reykjavík – gleðilegt ár! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við búum í frábærri borg. Hér er gott og fjölbreytt skóla- og frístundastarf, velferðarþjónusta sem er aðdráttarafl fyrir fólk úr öðrum sveitarfélögum, húsnæðisuppbygging er í sögulegu hámarki sem og uppbygging nýrra leikskóla. Stuðningur við íþróttastarf er með því mesta sem gerist í alþjóðlegum samanburði, sundlaugar borgarinnar laða að sér heimamenn og erlenda ferðamenn í tugþúsundatali í hverri viku og eru nú komnar á skrá UNESCO yfir merkar menningarminjar. Borgin býður lengsta opnunartíma sundlauga á landinu og það er til dæmis opið í dag – sund á nýársdag er frábær byrjun á árinu! Mikil ánægja Borgin hefur tekið stakkaskiptum til hins betra á undanförnum áratugum og breyst úr grámyglulegri bílaborg í kraumandi menningarborg sem t.d. býður barnafjölskyldum betri þjónustu varðandi leikskóla, frístundastuðning, almenningsíþróttir og velferðarþjónustu en víða þekkist í öðrum löndum. Ánægja foreldra með starfið á leikskóla barna sinna mælist ítrekað yfir 90% og langflestir foreldrar fá leikskólapláss í sínu hverfi. Á þessu hausti var byrjað að taka á móti börnum frá 16 mánaða aldri og mikil uppbygging er framundan á allra næstu árum þegar nýjum plássum munu fjölga um nærri 1800 eða rúmlega 30%. Á næstu vikum kynnum við nýjar tillögur um bætt starfsumhverfi leikskóla þar sem við ætlum að bæta daglegt líf barnmargra fjölskyldna samhliða því að styðja betur við bakið á leikskólastjórnendum m.a. í tengslum við húsnæðis- og viðhaldsmál. Frístundastyrkurinn hefur hækkað um helming á kjörtímabilinu og er nú nýting hans meiri en nokkru sinni fyrr eða um 82%. Framlög til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku hafa margfaldast og ný fjölmenningarstefna leggur grunn að enn frekari umbótum í þeim málaflokki. Húsnæðisuppbygging og betri almenningssamgöngur Mikill kraftur er í húsnæðisuppbygging borgarinnar og eftir því sem þéttingarverkefni klárast eykst áherslan á uppbyggingu á nýjum svæðum, s.s. í Höllunum við Úlfarsárdal, Ártúnshöfða, Keldnalandi og víðar þar sem við leggjum sérstaka áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, efnaminna fólk og blandaða byggð. Almenningssamgöngur eru að verða ákjósanlegri valkostur fyrir fleiri með bættri þjónustu Strætó, styttri biðtíma og fjölgun ferða. Bílastæðum fjölgar með nýjum bílastæðahúsum sem síður gera kröfur um að nýta dýrmætt borgarland ofanjarðar. Við höfum tækifæri til að ná meiri sátt í flugvallarmálinu með því að verja innanlands- og sjúkraflug en draga úr óþarfa flugumferð á sama tíma og hægt er að hefja löngu tímabæra uppbyggingu húsnæðis fyrir ungt fólk í hjarta borgarinnar. Ég er stoltur af öllu því öfluga starfsfólki borgarinnar sem sinnir störfum sínum af fagmennsku og dugnaði alla daga ársins. Metum það sem vel er gert um leið og við höldum áfram að bæta það sem betur má fara. Áfram Reykjavík – gleðilegt ár! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar