Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. desember 2025 13:46 Merkileg grein birtist í Morgunblaðinu 1. desember síðastliðinn. Fullveldisdag okkar Íslendinga. Þar hélt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar á pennanum. Var henni tíðrætt um sæti Íslands við borðið á alþjóðavettvangi en minntist hins vegar ekkert á Evrópusambandið í þeim efnum þrátt fyrir að öllum hafi væntanlega verið ljóst hver væru undirliggjandi skilaboðin. Það er að segja innganga landsins í sambandið. „Sæti Íslands við borðið, hvort sem það hefur verið hjá Atlantshafsbandalaginu eða EFTA, hefur styrkt fullveldi Íslands,“ sagði Þorgerður þannig meðal annars í greininni. Hins vegar fjalla Atlantshafsbandalagið (NATO) og Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA) ekki aðeins um mjög afmörkuð svið, annars vegar varnarmál og hins vegar fríverzlun, heldur eru ákvarðanir í báðum tilfellum teknar með einróma samþykki ólíkt því sem gerist innan Evrópusambandsins. Með inngöngu í Evrópusambandið er valdið yfir nær öllum málaflokkum ríkja framselt til stofnana þess og einróma samþykki heyrir til undantekninga en var áður reglan. Í flestum tilfellum fer vægi ríkja innan sambandsins eftir því hversu fjölmenn þau eru. Til að mynda yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs þess, valdamestu stofnunarinnar, allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í einum alþingismanni. Þetta yrði sætið við borðið innan Evrópusambandsins. Með öðrum orðum var Þorgerður að bera saman epli og appelsínur. Alþjóðlegt samstarf sem er til þess fallið að styrkja fullveldi landsins og hagsmuni íslenzku þjóðarinnar er vitanlega af hinu góða. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðlegt samstarf með einhverjum eðlilegum formerkjum. Enda hefur þar á bæ verið leynt og ljóst stefnt að því frá upphafi að til yrði sambandsríki. Samvinna er eitt en samruni hins vegar allt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Merkileg grein birtist í Morgunblaðinu 1. desember síðastliðinn. Fullveldisdag okkar Íslendinga. Þar hélt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar á pennanum. Var henni tíðrætt um sæti Íslands við borðið á alþjóðavettvangi en minntist hins vegar ekkert á Evrópusambandið í þeim efnum þrátt fyrir að öllum hafi væntanlega verið ljóst hver væru undirliggjandi skilaboðin. Það er að segja innganga landsins í sambandið. „Sæti Íslands við borðið, hvort sem það hefur verið hjá Atlantshafsbandalaginu eða EFTA, hefur styrkt fullveldi Íslands,“ sagði Þorgerður þannig meðal annars í greininni. Hins vegar fjalla Atlantshafsbandalagið (NATO) og Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA) ekki aðeins um mjög afmörkuð svið, annars vegar varnarmál og hins vegar fríverzlun, heldur eru ákvarðanir í báðum tilfellum teknar með einróma samþykki ólíkt því sem gerist innan Evrópusambandsins. Með inngöngu í Evrópusambandið er valdið yfir nær öllum málaflokkum ríkja framselt til stofnana þess og einróma samþykki heyrir til undantekninga en var áður reglan. Í flestum tilfellum fer vægi ríkja innan sambandsins eftir því hversu fjölmenn þau eru. Til að mynda yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs þess, valdamestu stofnunarinnar, allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í einum alþingismanni. Þetta yrði sætið við borðið innan Evrópusambandsins. Með öðrum orðum var Þorgerður að bera saman epli og appelsínur. Alþjóðlegt samstarf sem er til þess fallið að styrkja fullveldi landsins og hagsmuni íslenzku þjóðarinnar er vitanlega af hinu góða. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðlegt samstarf með einhverjum eðlilegum formerkjum. Enda hefur þar á bæ verið leynt og ljóst stefnt að því frá upphafi að til yrði sambandsríki. Samvinna er eitt en samruni hins vegar allt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun