Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar 11. desember 2025 15:31 Niðurstaða Hæstaréttar í Vaxtamáli gegn Arion banka (nr. 24/2025) þann 10. desember veldur vonbrigðum. Neytendasamtökin fóru fram með fimm mismunandi Vaxtamál gegn bönkunum þremur. Markmiðið var að saman hefðu þessi mál sem víðtækast fordæmisgildi fyrir sem flesta lántaka. Með mikilli einföldun má segja að samtökin hafi viljað fá skorið úr um tvö meginatriði. Annars vegar hvort skilmálar bankanna fara, eða hafi farið, gegn lögum sem gilda um lánveitingar til neytenda. Hins vegar hvort skilmálarnir teljist ósanngjarnir í skilningi samningalaga. Íslenskur fasteignalánamarkaður er neytendum flókinn, en líklega er stærsta spurningin sem tilvonandi lántakar standa frammi fyrir hvort þeir kjósa verðtryggt eða óverðtryggt lán. Það sem helst skilur að Vaxtamálin tvö sem Hæstiréttur hefur þegar dæmt í er að í tilviki Íslandsbanka giltu lög um fasteignalán til neytenda, en lögin tóku gildi þann 1. apríl 2017. Í málinu gegn Arion banka giltu aftur á móti lög um neytendalán sem jafnframt áttu við um fasteignir áður en áðurgreind sérlög tóku gildi. Með það fyrir augum að fá sem skýrasta mynd af réttarstöðunni ákváðu Neytendasamtökin að láta reyna á rétt neytenda gagnvart bönkunum, hvort tveggja vegna lána sem voru tekin fyrir og eftir gildistöku nýju laganna. Þannig völdu samtökin ólík lán, verðtryggð sem óverðtryggð, tekin fyrir gildistöku nýju laganna. Í eldri lögunum, sem giltu í málinu gegn Arion banka, var tiltekið að í lánasamningi skyldi koma fram á „skýran og hnitmiðaðan hátt“ hvernig vaxtaákvarðanir væru teknar. Í núgildandi lögum um fasteignalán eru gerðar mun afdráttarlausari kröfur en þar segir að viðmið vaxtaákvarðana skuli vera „skýr, aðgengileg, hlutlæg og unnt að sannreyna.“ Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu með dómi í Vaxtamálinu gegn Íslandsbanka (nr. 55/2024) þann 14. október sl. að skilmálar Íslandsbanka hefðu bæði brotið gegn lögum um lánveitingar til neytenda og verið ósanngjarnir. Það lán hafði verið veitt eftir gildistöku nýju laganna. Málið gegn Arion banka sneri hins vegar að láni sem var tekið í gildistíma eldri laga og í því komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að skilmáli Arion banka hafi verið sanngjarn þar sem „lántaki ætti þess jafnan kost að endurfjármagna lán á virkum markaði…“ Þá var það niðurstaða Hæstaréttar að eftirfarandi skilmáli væri skýr og hnitmiðaður með hliðsjón af þágildandi lögum: „Við ákvarðanir á breytilegum vöxtum íbúðalána Arion banka er horft til breytinga á ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa útgefinna m.a. af Íbúðalánasjóði, bönkum og fjármálastofnunum á Íslandi, ríkissjóði Íslands eða sveitarfélögum, breytinga á fjármögnunarkostnaði, rekstrarkostnaði, smásöluálagningu bankans og álagningu bankans vegna útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans ræðst annars vegar af arðsemiskröfu eigin fjár og hins vegar af kostnaði við aðra fjármögnun bankans. Hlutfallið milli þessara tveggja þátta er breytilegt og ræðst meðal annars af ákvörðunum opinberra yfirvalda. Fjármögnunarkostnaður er metinn á vaxtaákvörðunardegi. Með rekstrarkostnaði er átt við rekstrarkostnað bankans eins og er hann áætlaður fram í tímann á vaxtaákvörðunardegi, miðað við síðasta uppgjör bankans. Með smásöluálagningu er átt við álagningu bankans eins og markaðsaðstæður gefa tilefni til. Með álagningu vegna útlánaáhættu er átt við mat bankans á framtíðargreiðslufalli og mat á tjóni bankans vegna framtíðargreiðslufalls sambærilegra og/eða hliðstæðra lána, sem byggir meðal annars á fyrri reynslu bankans. Vaxtabreytingardagar eru um mánaðamót, en vaxtabreytingar eru að jafnaði tilkynntar með 30 daga fyrirvara. Áskilur bankinn sér rétt til að breyta vöxtum með skemmri fyrirvara, að því marki sem slíkar breytingar leiða af þáttum sem bankinn hefur ekki stjórn á. Samkvæmt ofangreindu verða vextir lánsins ávallt í samræmi við þá vexti sem gilda gagnvart nýjum sambærilegum og/eða hliðstæðum lánum. Þegar grunnvextir lánsins eru ákveðnir eru þeir þættir sem mynda vextina metnir sjálfstætt. Í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort aðstæður gefi tilefni til breytinga á vöxtunum. Getur breyting hvers þáttar um sig gefið tilefni til breytinga á vöxtunum.“ Skilmálinn er vissulega ítarlegur og telur upp um 20 mismunandi atriði sem bankinn getur „horft til“. En að mati Neytendasamtakanna er hann hins vegar óskýr og auk þess hlaðinn sérfræðihugtökum sem eru neytendum illskiljanleg og loðin. Þá er hvergi er tekið fram hvert sé vægi þátta við ákvörðun um vaxtabreytingar eða hvernig skuli „horft“ á þá. En ekki tjáir að deila við dómarann, hvað þá dómara Hæstaréttar. Mikilvægt er að halda til haga að niðurstaða nýfallins dóms í máli Arion banka hefur einkum fordæmisgildi að því er varðar fasteignalán, með samskonar skilmála, sem tekið er fyrir 1. apríl 2017. Skýrt fordæmi Vaxtamálsins gegn Íslandsbanka stendur enn óhaggað og fasteignalánalögin frá 2017 veita lántökum verulega ríkari rétt, eins og dómurinn sýnir. Hæstiréttur á eftir að kveða upp dóm í tveimur Vaxtamálum, bæði gegn Landsbankanum. Annað þeirra snýr að óverðtryggðu fasteignaláni -uppgreiddu- sem var tekið í gildistíð núgildandi laga og mun vonandi veita svör um endurkröfurétt neytenda. Hitt málið snýst um verðtryggt skuldabréfalán tekið árið 2006. Málin voru flutt í Hæstarétti 3. og 8. desember sl., og er dóma að vænta öðru hvorum megin við áramót. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Neytendur Vaxtamálið Lánamál Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Dómsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Niðurstaða Hæstaréttar í Vaxtamáli gegn Arion banka (nr. 24/2025) þann 10. desember veldur vonbrigðum. Neytendasamtökin fóru fram með fimm mismunandi Vaxtamál gegn bönkunum þremur. Markmiðið var að saman hefðu þessi mál sem víðtækast fordæmisgildi fyrir sem flesta lántaka. Með mikilli einföldun má segja að samtökin hafi viljað fá skorið úr um tvö meginatriði. Annars vegar hvort skilmálar bankanna fara, eða hafi farið, gegn lögum sem gilda um lánveitingar til neytenda. Hins vegar hvort skilmálarnir teljist ósanngjarnir í skilningi samningalaga. Íslenskur fasteignalánamarkaður er neytendum flókinn, en líklega er stærsta spurningin sem tilvonandi lántakar standa frammi fyrir hvort þeir kjósa verðtryggt eða óverðtryggt lán. Það sem helst skilur að Vaxtamálin tvö sem Hæstiréttur hefur þegar dæmt í er að í tilviki Íslandsbanka giltu lög um fasteignalán til neytenda, en lögin tóku gildi þann 1. apríl 2017. Í málinu gegn Arion banka giltu aftur á móti lög um neytendalán sem jafnframt áttu við um fasteignir áður en áðurgreind sérlög tóku gildi. Með það fyrir augum að fá sem skýrasta mynd af réttarstöðunni ákváðu Neytendasamtökin að láta reyna á rétt neytenda gagnvart bönkunum, hvort tveggja vegna lána sem voru tekin fyrir og eftir gildistöku nýju laganna. Þannig völdu samtökin ólík lán, verðtryggð sem óverðtryggð, tekin fyrir gildistöku nýju laganna. Í eldri lögunum, sem giltu í málinu gegn Arion banka, var tiltekið að í lánasamningi skyldi koma fram á „skýran og hnitmiðaðan hátt“ hvernig vaxtaákvarðanir væru teknar. Í núgildandi lögum um fasteignalán eru gerðar mun afdráttarlausari kröfur en þar segir að viðmið vaxtaákvarðana skuli vera „skýr, aðgengileg, hlutlæg og unnt að sannreyna.“ Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu með dómi í Vaxtamálinu gegn Íslandsbanka (nr. 55/2024) þann 14. október sl. að skilmálar Íslandsbanka hefðu bæði brotið gegn lögum um lánveitingar til neytenda og verið ósanngjarnir. Það lán hafði verið veitt eftir gildistöku nýju laganna. Málið gegn Arion banka sneri hins vegar að láni sem var tekið í gildistíma eldri laga og í því komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að skilmáli Arion banka hafi verið sanngjarn þar sem „lántaki ætti þess jafnan kost að endurfjármagna lán á virkum markaði…“ Þá var það niðurstaða Hæstaréttar að eftirfarandi skilmáli væri skýr og hnitmiðaður með hliðsjón af þágildandi lögum: „Við ákvarðanir á breytilegum vöxtum íbúðalána Arion banka er horft til breytinga á ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa útgefinna m.a. af Íbúðalánasjóði, bönkum og fjármálastofnunum á Íslandi, ríkissjóði Íslands eða sveitarfélögum, breytinga á fjármögnunarkostnaði, rekstrarkostnaði, smásöluálagningu bankans og álagningu bankans vegna útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans ræðst annars vegar af arðsemiskröfu eigin fjár og hins vegar af kostnaði við aðra fjármögnun bankans. Hlutfallið milli þessara tveggja þátta er breytilegt og ræðst meðal annars af ákvörðunum opinberra yfirvalda. Fjármögnunarkostnaður er metinn á vaxtaákvörðunardegi. Með rekstrarkostnaði er átt við rekstrarkostnað bankans eins og er hann áætlaður fram í tímann á vaxtaákvörðunardegi, miðað við síðasta uppgjör bankans. Með smásöluálagningu er átt við álagningu bankans eins og markaðsaðstæður gefa tilefni til. Með álagningu vegna útlánaáhættu er átt við mat bankans á framtíðargreiðslufalli og mat á tjóni bankans vegna framtíðargreiðslufalls sambærilegra og/eða hliðstæðra lána, sem byggir meðal annars á fyrri reynslu bankans. Vaxtabreytingardagar eru um mánaðamót, en vaxtabreytingar eru að jafnaði tilkynntar með 30 daga fyrirvara. Áskilur bankinn sér rétt til að breyta vöxtum með skemmri fyrirvara, að því marki sem slíkar breytingar leiða af þáttum sem bankinn hefur ekki stjórn á. Samkvæmt ofangreindu verða vextir lánsins ávallt í samræmi við þá vexti sem gilda gagnvart nýjum sambærilegum og/eða hliðstæðum lánum. Þegar grunnvextir lánsins eru ákveðnir eru þeir þættir sem mynda vextina metnir sjálfstætt. Í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort aðstæður gefi tilefni til breytinga á vöxtunum. Getur breyting hvers þáttar um sig gefið tilefni til breytinga á vöxtunum.“ Skilmálinn er vissulega ítarlegur og telur upp um 20 mismunandi atriði sem bankinn getur „horft til“. En að mati Neytendasamtakanna er hann hins vegar óskýr og auk þess hlaðinn sérfræðihugtökum sem eru neytendum illskiljanleg og loðin. Þá er hvergi er tekið fram hvert sé vægi þátta við ákvörðun um vaxtabreytingar eða hvernig skuli „horft“ á þá. En ekki tjáir að deila við dómarann, hvað þá dómara Hæstaréttar. Mikilvægt er að halda til haga að niðurstaða nýfallins dóms í máli Arion banka hefur einkum fordæmisgildi að því er varðar fasteignalán, með samskonar skilmála, sem tekið er fyrir 1. apríl 2017. Skýrt fordæmi Vaxtamálsins gegn Íslandsbanka stendur enn óhaggað og fasteignalánalögin frá 2017 veita lántökum verulega ríkari rétt, eins og dómurinn sýnir. Hæstiréttur á eftir að kveða upp dóm í tveimur Vaxtamálum, bæði gegn Landsbankanum. Annað þeirra snýr að óverðtryggðu fasteignaláni -uppgreiddu- sem var tekið í gildistíð núgildandi laga og mun vonandi veita svör um endurkröfurétt neytenda. Hitt málið snýst um verðtryggt skuldabréfalán tekið árið 2006. Málin voru flutt í Hæstarétti 3. og 8. desember sl., og er dóma að vænta öðru hvorum megin við áramót. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun